Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1985, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1985, Blaðsíða 6
Þorgeirsboli á þvottasnúrunni etta var á sólríkum góðviðrisdegi, líklega um mitt sumar. Ég hafði ekkert sérstakt við að vera og ákvað að heimsækja leiðið hans Jóns Hrak, eitt skiptið sem oftar. Leiðin var í gömlum og ógirtum kirkju- Vorið 1939 fluttist Gunnar Gunnarsson skáld heim til íslands ásamt fjölskyldu sinni og settist að á Skriðu- klaustri. Sonardóttirin Franzisca bættist við fjölskylduna á árunum fyrir austan og hún sleit barnsskónum þar. Milli hennar og Gunnars afa myndaðist sérstakt sam- band, sem stóð meðan skáldið lifði og margt sagði hann sonardóttur sinni á unga aldri af sög- um og sögnum, m.a. af Þorgeirsbola eins og fram kemur í frásögn- inni. EFTIR FRANZISCU GUNNARSDÓTTUR garði, undan lágu hamrabeltinu, neðan við Kiaustur; niðri á Kirkjutúni. Afi hafði sagt mér heilmargt um Jón Hrak, sorglega ævi hans, napurlunda sam- tíðarmenn, og síðan það, að í gamla kirkju- garðinum hvíldi hann; hefði verið jarðaður að kórbaki og ekki látinn snúa eins og aðrir menn. Afi hafði sýnt mér leiðið, ílanga þúfu á meðal annarra þúfna, sagt mér hvar kirkj- an stóð og hvernig hún snéri. í æsku hafði honum verið sýnt og sagt hið sama, vafa- Iaust með því hugarfari, er hann síðar inn- rætti mér gagnvart olnbogabarninu, sem þarna bar beinin. Hafði gert mér kirfilega skiljanlegt, að það að vera öðruvísi gat allt eins merkt að vera öðruvísi betri; samtím- ans dómi skyldi enginn treysta. Og kirkju- garðinn lét hann ætíð slá, vegna þessa eina leiðis, vissi ég. Venju samkvæmt ætlaði ég nú að leggja blóm á hvíldarstað Jóns, biðja Guð að gæta hans og bæta honum dapra jarðvist- ina, og fyrir alla muni að láta það nú ekki henda sig að hleypa einum einasta inn- gjörðarmanni hans með svo mikið sem tærnar inn í himnaríkissæluna. Á kirkjutúnið var samt fleira heim að sækja en gamla gröf. í hamrabeltinu, á leið minni, mátti finna heimsins merki- legustu kóngulær, ógnarstórar og digrar, með kross á bakinu. Þær kúrðu alltaf í netum sínum utanverðum og virtust sofa, innan um suðandi flugurnar sem lifðu í vellystingum af safa bláklukkna og ótalins fjölda annarra jurta. — Blómailmurinn var hvergi höfgari. Og aldrei þurfti lengi að bíða þar til fluga slæddist í eitthvert netið. Eigandinn var þá snar í snúningum; hljóp að bráð- inni, beit hana og vafði, hörfaði síðan aft- ur að jaðri netsins og þóttist enn dorma. — Vegna krossins á baki óargadýranna hélt ég að þetta væru heilagar kóngulær. Utan í hamrabeltinu, rétt ofan við gamla kirkjugarðinn, var einnig hænsna- hús, í gömlu, úr sér gengnu og grasi vöxnu fjárhúsi. Að vísu voru þar ekki nema ör- fáar hænur. Hinar voru í stórhýsi, að mér fannst, á Hantó, í fjallshlíðinni ofar Klaustri og vestar. Þau hænsn urðu mér samt aldrei neinir persónulegir vinir. Öðru máli gegndi um hin fyrrnefndu. Eins og gefur að skilja var það því ekk- ert íhlaupaverk að heimsækja leiðið hans Jóns Hrak. Að mörgu þurfti að gæta á leiðinni, þótt stutt væri. Það tók einnig tímann sinn að velja Jóni fallegustu sumarblómin. Þeim vöndum var raðað saman af umhyggju og kærleika. Ég hafði komið mér upp dálítilli athöfn vegna þessara grafarvitjana minna: Þegar að leiðinu kom fór ég fyrst með vísuna, sem eignuð er Jóni látnum, og afi hafði kennt mér: Kalt er við kórbak, kúrir þar Jón Hrak. ítar snúa austur og vestur, allir nema Jón Hrak. Svo var sem þessi vísa kæmi mér ætíð í snertingu við Jón og miskunnarlausa sam- tíð hans; kæmi mér í rétt hugarástand. Síðan kraup ég við leiðið, lagði blómvönd- inn á það, signdi mig og fór með þær bæn- ir, sem ég kunni: Faðirvorið, Kristur minn, ég kalla á þig; Vertu yfir og allt um kring og Jesú bróðir besti. — Bænirnar hafði mamma kennt mér. Að bænalestrinum loknum sagði ég nokkur kærleiksrík huggunarorð við hann Jón minn, Hrak, og signdi nú leiðið. Og þá var komið að hápunkti athafnarinnar. Hægt og gagntekin af þessum helgisiðum stóð ég á fætur og fór aftur með vísuna hans Jóns — ofurlítið breytta: Kalt er við kórbak, kúrir þar Jón Hrak. ítar snúi norður og niður, allir nema Jón Hrak. Ég var sannfærð um að í hagræðingu minni á þriðju línunni fælust hin ægi- legustu áhrínsorð, samsveitungum Jóns til ófyrirséðrar skapraunar og honum til óblandinnar ánægju og upplyftingar. Ég vissi nefniiega heilmikið um áhrínsorð. ít- arlegar upplýsingar um þau voru meðal þess efnis, sem hann afi minn greinilega taldi ómissandi í uppeldi hvers íslensks barns. Annað þess háttar voru íslendingasög- urnar, hvers konar ævintýri, nöfn stjarna og himintungla, grasa, dýra, fugla, skor- kvikinda, kennileita, bæja og manna, og alveg sérstaklega allar sögur af tröllum, dvergum, fornum guðum, huldufólki, draugum, fylgjum og uppvakningum, ásamt völdum sögum úr Biblíunni. Vitjun leiðisins lauk ég svo alltaf á sama hátt: Beindi orðum mínum til Guðs, bað hann að bæta Jóni dapurlega ævina — og hefna hans, umfram allt hefna vandlega meðferðarinnar á honum og hans líkum, gleyma því nú ekki, amen. Kristnin var mér mjög svart/hvít í þá daga og enga gráa bletti þar að finna. — Ætli krossfararnir hafi ekki framið sín hræðilegustu ódæði, Drottni til dýrðar, í eitthvað svipuðu hugarástandi og gagntók mig við með þessi tækifæri? Og er ég hafði lokið pílagrímsför minni, ásamt athöfnum henni tengdum, gat ég allt eins haldið heimleiðis á ny. Átti ein- ungis eftir að heilsa upp á hænsnin í kof- anum undan hömrunum lágu. Það þótti mér alltaf svo notalegt. Eftir að hafa væfl- ast umhverfis hænurnar um stund, varð mér litið heim að Klaustri. Ég sá mömmu koma út og hengja rúm- teppið sitt og hans pabba á þvottasnúruna. Ég horfði á hana hagræða teppinu á snúr- unni og sá hvernig hlý sumargolan bærði það blíðlega — eins og gæddi það lífi. Eftir sem ég horfði lengur á þetta teppi, er ég þekkti svo vel, var líkt og kunnugleikinn hyrfi og eitthvað annað kæmi í staðinn, en hvað? Svei mér þá, ef teppið var bara ekki næstum eins og lifandi — og mamma löngu farin inn í húsið aftur. Þarna var ég alein niðri á kirkjutúni, hvergi nokkur maður sjáanlegur, er mér gæti komið til hjálpar, og ekki var allt með felldu hvað rúmteppið varðaði. Hvað gat hafa komið fyrir það? Þá hugkvæmdist mér líklegasta skýr- ingin. Þetta gat alveg verið Þorgeirsboli, sá hræðilegi óvættur. Hann átti það til að bregða sér í hin furðulegustu líki. Það væri svo sem eftir honum að dulbúast sem sak- leysislegt rúmteppi ... Hvaða vitleysa, reyndi ég að hughreysta sjálfa mig, auðvitað var þetta bara rúm- teppið mömmu og pabba — og þó? Hvað ef Þorgeirsboli væri nú þarna kominn? Þá gæti ég auðvitað alls ekki farið heim, ekki einu sinni látið á mér kræla. Jæja, ekki bráðlá á heimferðinni, svo ég ákvað að dunda mér þarna smávegis lengur og rannsaka síðan málið aftur. Að nokkrum tíma liðnum aðgætti ég enn á ný þetta með teppið. — Ekki hafði ástandið batnað, nú blakti það beinlínis grimmdarlega, þarna á snúrunni, teppið, eða Þorgeirsboli ... í því kom mamma út og kaliaði á mig. Ég mat allar aðstæður með leifturhraða, ætti ég að svara henni? Það gæti orðið mér til bjargar — en svo kynni það að verða mér að fjörtjóni. Hún mamma var nú ekki beint líkleg til þess að mega sín mikils gegn Þorgeirsbola, ef á það reyndi. Betra að þegja. B

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.