Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1985, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1985, Blaðsíða 5
íþróttamenn og hljóöfæraleikara, aö helst má enginn dagur falla úr í þjálfuninni. Fyrir utan sjálfan semballeikinn eyði ég líka miklum tíma í að grúska í gömlum heimildum og hlusta á leik annarra. Það er mjög mikið atriði. í raun og veru lærir maður mest af öðrum. Það er eins og öll hvatning komi utan að og geti af sér nýjar hugmyndir innra með manni. Núna er til dæmis ýmislegt að gerast hjá mér sjálfri sem hefur verið að brjótast í mér lengi. Það er stórkostleg tilfinning." Á FÆRI Örfárra Að Öðlast Heimsfrægð „Hefur þér aldrei dottið í hug að stefna á toppinn erlendis — að leggja undir þig heiminn?" Helga hristi höfuðið ákveðin. „Nei, ég er langt frá því aö vera tilbúin í þá baráttu. Það er aðeins á færi örfárra manna að öðlast heimsfrægð og það er einfaldlega ekki pláss fyrir marga slíka. Samkeppnin er með ólíkindum. Svo er líka annað. Listamaður, sem hefur komist á toppinn, getur aldrei tekið áhættu, vilji hann halda stöðu sinni tryggri. Hann er nokkurs kon- ar fangi i sínum farvegi og hættir sér ekki út á ótroðnar slóðir. Nýjungar koma frá hinum, sem ekki hafa haft framagirnina og sóst eftir því að komast á efsta þrepið. Það leiðir líka af sjálfu sér, að þeir hafa meiri tíma til vangaveltna og tilrauna. Hins vegar er nauðsynlegt fyrir mig eins og aðra listamenn í okkar fámenna landi að fara til útlanda öðru hverju, hlusta á aðra og halda tónleika sjálf. Það er örv- andi og hollt að fá nýja áheyrendur og nýja gagnrýnendur. Sjálfsmat manns get- ur brenglast hafi maður engan að miða sig við.“ „Ég hjó eftir því áðan að þú sagðist eyða miklum tíma í að grúska í gömlum heim- ildum. Hvar er þær að finna?“ „Ég kaupi mikið af bókum og tímaritum, og svo hefi ég notað mér bókasöfn á ferð- um mínum erlendis. Fræðimenn 18. aldar skrifuðu ótrúlega mikið um músík. Ég hef eytt í þetta ómældum tíma og peningum, en sú fyrirhöfn hefur öll skilað sér aftur." Ég spurði hana, hvort hún ætti sér uppáhaldstónskáld og augu hennar ljóm- uðu, urðu heit og áköf. Helga var áköf, augun geisluðu og brosið var fallegt og opið. Tilhlökkunin skein úr andlitinu. Hún hélt áfram: „Ég tel það skyldu mína að gera stórátak í flutningi á verkum þessara tónskálda á þessu merkis- ári. Fyrsta verkefni mitt af þessu tilefni var reyndar flutningur á verkum Bachs í Kristskirkju á listahátíð síðastliöið vor. í janúar lék ég á Bachtónleikum í Áskirkju ásamt Kammersveit Reykjavíkur og núna í mars verð ég með námskeið og tónleika á Akureyri. Tónleikar mínir þar verða á af- mælisdegi Bachs, 21. mars ...“ „Og næsta sumar ...“ greip ég fram í. „Næsta sumar, já, þá verður mikið um dýrðir í Skálholti. Ég hef skipulagt þar tónlistarhátíð, tíu tónleika fimm helgar í röð. Ég tel þessa hátíð vera stærsta verk- efni mitt. Þetta verður nokkurs konar sumarhátíð sembalsins, því semballinn hljómar á öllum tónleikunum. Ég hefi fengið bestu semballeikara Norðurlanda til að koma hingað. Lars Ulrik Mortensen frá Danmörku mun hefja hátíöina með Scarlatti-tónleikum. Frá Svíþjóð kemur Eva Nordenfelt-Áberg og leikur svítur eft- ir Hándel. Goldberg-variasjónir Bachs munu hljóma í höndum norska semballeik- arans Ketil Haugsand. Elina Mustonen frá Finnlandi leikur verk eftir tónskáldin þrjú, og sjálf mun ég leika svítur eftir Bach. Áuk þess verða fimm kammertón- leikar þar sem tónlistin verður flutt á hin gömlu, góðu hljóðfæri: blokkflautu, bar- okkflautu, barokkfiðlu og gömbu ásamt sembalnum." „Gengurðu stundum í fjörunni?" „Geng og trimma. Ég trimma í fjörunni á hverjum degi. Margir géra sér ekki grein fyrir, hvað tónlistarmaður þarf að vera í góðu líkamlegu formi. Það eru geysileg kraftaátök að spila. Líkamlegt þrek og andlegt jafnvægi er nauðsynlegt. Ég geri leikfimiæfingar á hverjum degi, gæti þess að borða hollan og góðan mat og hvílast vel. Allt þetta er mikilvægt ef góður ár- angur á að nást.“ „Hvað æfirðu þig lengi á hverjum degi?“ „Aö jafnaði fjórar til fimm klukku- stundir á dag.“ „Og hvílir þig auðvitað á laugardögum og sunnudögum," sagði ég og sá fyrir mér kaffiblettina og brauðmylsnuna í rúminu mínu á mánudagsmorgnum. „Nei, ætli það gildi ekki bæði um Umslag hljómplötunnar, sem Helga lék inná „Franskan forleik“, „ítalskan konsert“, og „Franska svítu nr. IV“ éftir Johann Sebastian Bach. „Ójá, Bach. Hann höfðar mest til mín. Ég þreytist aldrei á að æfa verk hans. Ég er að reyna að koma mér upp persónu- legum stíl, finna sannleika verka hans í gegnum sjálfa mig.“ „Þú elskar hann heitt," sagði ég varlega. „Hvern? Þú meinar Bach? Já, allir sem þekkja Bach hljóta að elska hann. Annað væri óhugsandi." Bach Var Ofurmenni „Hefur hann birst þér?“ Helga hristi höfuðið og brosti breitt. „Ekki í eiginlegum skilningi, nei. En í hvorki sembalsmiðir né viðgerðarmenn eru innan seilingar, kemur sér vel að þekkja hljóðfærið út í hörgul. Það felst drjúgur sannleikur í setningunni sem segir að neyðin kenni naktri konu að spinna." „Við vorum að tala um áðan, hvernig þér hafi liðið og hvernig þér hafi gengið eftir að samstarfi ykkar Manúelu lauk.“ „Ég hef náð geysimiklum þroska á und- anförnum árum og tel, að um þessar mundir standi ég á hátindi ferils míns. Ég er vel á mig komin andlega og líkamlega og verkefnin eru óþrjótandi." Við sátum hvor á móti annarri í stof- unni, sem var eins og Helga sjálf, falleg, laus við prjál. Samspil ljósrar furu og dökkra steinflísa á gólfi, gluggatjöld og áklæði á húsgögnum úr ull. Skógur grænna plantna í horninu þar sem við sát- um og mitt á milli þeirra logaði á altaris- kerti í háum stjaka. Helga bauð mér kaffi og smákökur. HÁTÍÐARÁR SEMBALSINS „Hvað er framundan, Helga?“ spurði ég. „Framundan?" Hún ljómaði. „Veistu, að árið 1985 er alþjóðlegt músíkár? Það eru liðin 300 ár frá fæðingu Jóhanns Sebasti- ans Bachs, Georgs Friedrichs Hándels og Domenicos Scarlattis. Þetta er um leið há- tíðarár sembalsins, því þessi þrjú tónskáld hafa lagt mest af mörkum allra tónskálda til sembaltónlistar. Já, og eitt í viðbót sem hefur mikla þýðingu fyrir mig persónu- lega. Á þessu ári eru tíu ár síðan ég byrj- aði að leika á sumartónleikum í Skálholti." ElNS OG Öll Hvatning KOMI AÐ UTAN „Hvers vegna tónlistarfólk frá Norður- löndunum?" „Skálholtskirkja var að miklu leyti byggð fyrir gjafafé frá hinum Norðurlönd- unum. Mér finnst það táknrænt og sjálf- sagt að listamenn frá þeim löndum komi fram þar af þessu tilefni.“ „Er kirkjan vel fallin til tónleikahalds?" „Hljómburðurinn þar er einstaklega góður, en það segir samt ekki alla söguna, heldur einnig þau órjúfanlegu tengsl sem staðurinn hefur við menningu okkar og sögu. I Skálholti hef ég orðið fyrir djúpum áhrifum sem ógjörlegt er að lýsa. Þar hef ég átt mínar bestu stundir." Það varð drykklöng þögn. Það var eins og dulmagnaður áhrifamátturinn frá Skálholti umlyki okkur báðar. Ég stóð upp og gekk út að glugganum. Andstætt því sem ég hafði séð annars staðar, sneru stól- arnir í þessari stofu út að glugganum. Rafljósin á ströndinni hinum megin blik- uðu eins og perlur 4 bandi. Það var eins og Helga læsi hugsanir mínar. „Þú sérð hvernig stólarnir snúa. Útsýnið úr þessum glugga er sjónvarpið okkar Þorkels. Dagskráin er fjölbreytt og alltaf jafn góð.“ „Hvað áttu við með fjölbreyttri dagskrá. Sækir svona margt fólk í þessa fjöru?" Helga hló dátt. „Nei, ekki fólk, heldur fuglar. Og fjaran sjálf, hún er síbreytileg." ' /líL- t-t*.' •>- Lt-ne.iti' verkum sínum hefur hann birst mér. Hugsaðu þér þennan mann. Það bjó í hon- um svo ógnar sterkur frumkraftur. Hann átti tuttugu og eitt barn og var störfum hlaðinn alla tíð. Hvernig hann, jafnhliða skyldustörfum sínum, gat samið alla þessa undursamlegu tónlist, er mér hulin ráð- gáta. Hann var ofurmenni. Hann hafði alla þræði tónmenningar barokktímans í hendi sér. Hann hafði betri yfirsýn yfir verk samtímamanna sinna en nokkurt annað tónskáld. Gaf hann sér þó lítinn tíma til ferðalaga. Hann kynnti sér af gaumgæfni verk forfeðra sinna, endur- skrifaði þau með eigin skrauti. Hann réðst aldrei í að semja óperur, en önnur ríkjandi tónlistarform og meginstefnur leiddi hann til fullkomnunar. f verkum hans endur- spegiast mannleg reynsla á hinn fegursta hátt. Hann segir á einum stað að hann semji tónlist sína Guði til dýrðar og sál- inni til hvatningar. Með snilld sinni hvetur hann til dáða og opnar nýjar víddir, ef til vill leiðina til Guðs.“ „Fyrir nokkru sá ég auglýsta hljómplötu þar sem þú leikur verk eftir Bach ...“ „Já, það er rétt. Þetta er fyrsta ein- leiksplatan mín og hún kom út stuttu fyrir jól. Ég leik þar nokkur þekkt verk, til dæmis italska konsertinn sem píanistar leika mikið. Líklega hljómar túlkun mín einkennilega í þeirra eyrum.“ „Hefurðu leikið inn á fleiri plötur?" „Já, tvær aðrar ásamt Manúelu. Þær voru báðar teknar upp í Skálholti, sú fyrri árið 1979 og sú síðari 1981.“ Ég spurði hana, hvað henni þætti skemmtilegast af öllu, því að lífskraftur- inn sem streymdi frá henni gaf mér þá hugmynd, að hún væri af þeirri manngerð sem þykir allt skemmtilegast. „Skemmtilegast, eða kannski remur mest spennandi þykir mér að frumflytja ný verk.“ „Áðan þótti mér sem Bach ætti hug þinn óskiptan," sagði ég til að reyna hana. „Bach vekur í mér ný öfl, hrífur mig með sér inn í annan heim. Að frumflytja verk er af allt öðrum toga. Það veitir svo mikla útrás. Þá get ég rætt um verkið og hug- myndina að baki því við tónskáldið sjálft. Það myndast ákaflega náin tengsl á milli tónskáldsins og tónlistarmannsins. Svo er líka gaman að fylgjast meö hvað tónskáld- in sjá og skynja hljóðfærið á mismunandi hátt.“ Hef Verið Heppin „Heldurðu að það sé erfitt að semja fyrir sembal?" „Erfitt? Já, áreiðanlega mjög erfitt," endurtók hún. „Semballinn á sinn sérstaka heim. Bach var sembalvirtúós og þekícti hljóðfærið út í æsar. Tónskáld okkar tíma þekkja sembal lítið sem ekkert og það er erfitt fyrir þau að skynja hljóðfærið til fullnustu." „Hafa einhver tónskáld samið sérstak- lega fyrir þig?“ „Já, ég hef frumflutt verk eftir mörg íslensk tónskáld, tii að mynda Leif Þórar- insson, Hafliða Hallgrímsson, Jónas Tóm- asson, Jón Þórarinsson, Pál P. Pálsson og Jón Ásgeirsson. Sum þeirra hafa verið ein- leiksverk, önnur frumfluttum við Manúela í sameiningu. Nú og sænska tónskáldið Miklos Maros — hann er af ungversku bergi brotinn — samdi sembalkonsert fyrir mig og Kammersveit Reykjavíkur, og Norðmaðurinn Lasse Thoresen hefur sam- ið verk fyrir okkur Manúelu." „Hefurðu sjálf fengist við að semja?“ „Nei, ég hef aldrei haft tíma til þess, enda fær sköpunargleði mín útrás í túlk- uninni." „Ég las í viðtali við Gilbert Levine hljómsveitarstjóra fyrir nokkrum árum, að fólki hætti til að ofmeta hæfileikana en vanmeta vinnuna. Hæfileikarnir nýttust ekki nema með þrotlausu námi og vinnu og aftur vinnu. Er mikið til í þessu?" „Þetta er hárrétt. Margir gera sér ekki grein fyrir þeirri endalausu vinnu sem liggur að baki góðum árangri.“ „Hafa dómar gagnrýnenda verið þér hliðhollir?" Helga brosti sínu hógværa, bjarta brosi. „Ég hef verið mjög heppin." „Áttu við að þú hafir alltaf fengið góða dóma?“ „Þeir hafa tekið mér afar vel. Stundum hefur mér fundist ég vera hlaðin oflofi, en dómar þeirra hafa verið afar uppörvandi. Það er mikil heppni." „Hvaða eiginleikum þarf góður lista- maður að vera gæddur?" „Einbeitingu, þolinmæði og seiglu," svaraði hún að bragði. „Stáltaugar þarf hann líka að hafa og — og, já STÓRAN skammt af sjálfstrausti, annars væri þetta ekki hægt.“ Kristln Sveinsdóttir er húsmóðir I Reykjavik og hefur ott áður skrlfað greinar og viðtöl I Lesbók. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 16. MAR2 1985 5 • - . ' • S ~ ■ -■ ' •

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.