Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1985, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1985, Blaðsíða 12
ur vetur. Hann skall snemma á, segir í árferðisannál. - „Þann 27 og 28. september gerði mikinn storm og stórhríð í nyrstu sýslum, brotnuðu 40 skip, aftur gerði í október svo mikið norðan veður með svo miklu brimi, að sagt er, að boðarnir hafi gengið uppá Drangey á Skagafirði og yfir mitt Siglunes, en bændur misstu fjölda skipa, voru talin 80 skip smá og stór, sem brotnuðu frá Hrauni á Skagá og norður á Tjörnes, en fiskihjallar og veiðarfæri var þá ótalið. Hinn 21. nóv- ember kom hin mesta snjóhríð yfir allt land, og stóð í 6 dægur, svo aldrei stytti upp, fórst bæði fé og hestar, skip og veiðarfæri, þá enn af nýju. í því veðri tók snjóflóð tvo bæi á Látraströnd, Miðhús og Steindyr, komst fólk af í Miðhúsum en í Steindyrum voru 9 manns og allt háttað og sofnað í rúm- um sínum, og er 4 dagar voru liðnir, kom fólk af næsta bæ til að vitja þang- að, ogmátti trauðla fyrir fönn þeirri er niður var komin, og bærinn allur graf- inn undir snjó, fundust þar 5 mann- eskjur fullorðnar dauðar, en tvennt lifði alsnakið undir snjónum og tvö smábörn, annað fjögra vetra en hitt fimm. Þá tók og snjóflóð Miðgerði í Laufássókn og týndist fernt en tvennt komst af. Þá misstu menn víða pening, einkum marga hesta norðanlands ... Eftir nýjár var tíð óstöðug með miklum frostum er á leið, en þó kallaður meðal- vetur, í Norðursýslu (þ.e. í Norður- Þingeyjarsýslu. A.J.) og Múlasýslum var hann harðari ... Lögðust hafísar fyrir Norðurland frá Horni til Langa- ness ... Sultur var þá svo mikill á Norðurlandi að suma dró til dauða ... Enn Sleppur Halla Ástæðan til þess að Eyvindur hefst við um veturinn í Herðubreiðarlindum og leit- ar ekki suður, þar sem tíðarfar var skárra, og hann hefði átt betri ævina til dæmis á Hveravöllum, var sú, að hann er alltaf á höttunum eftir að ná til sín Höllu sinni. Það er hverjum og einum frjálst að gera Eyvindi upp eldheita ást á þessari kellu sinni, en það má allt eins hafa í huga, að Eyvindur þurfti sitt, hann sýndi það að minnsta kosti af sér áður en hann fór á fjöllin, hafði þá gert tveimur stúlkum börn, og honum hafi í útlegðinni þótt betra að veifa röngu tré en öngu og sextug kerl- ing „opinmynnt og svipljót" betri en engin kerling. En ætli sé ekki réttast samt að sleppa ástinni úr dæminu, hvort heldur er andlegri eða líkamlegri og halda sér við þá mannlífs staðreynd, að maður er manns gaman og Halla hefur gert Eyvindi lífið bærilegt í útlegðinni. Það segir heldur ekki alla söguna um konu, þótt hún sé „opin- mynnt og svipljót". Halla getur hafa búiö vel að Eyvindi, þrátt fyrir munnlagið og svipinn. Ekkert er vitað um það, hvenær Eyvind- ur fer á stúfana að leita uppi Höllu. Til er ótímasett sögn um, að hann hafi farið á njósn niður í Mývatnssveit, og komist þar í færi við kerlingu á bæ einum og veitt uppúr henni, hvert farið hafði verið með Höllu. Halla hefur trúlega verið um veturinn í Aðaldalnum, þar í gæzlu á sýslumanns- setrinu að Rauðuskriöu. Þegar Eyvindur hefur vitað, að Halla var tekin til geymslu í Aðaldal um haustið, þá hefur hann getað verið öruggur um, að ekki yrði um flutning á henni að ræða suður fyrr en að vori. Um vorið sendi sýslumaður Þingeyinga Höllu á sýslumann Eyfirðinga, sem aftur sendi hana á sýslumann Skagfirðinga, sem trúlega hefur þá átt að senda hana á sýslu- mann Húnvetninga, sem svo hefur átt að senda hana suður. Reyndar töldu þessir sýslumenn Höllu rangt flutta. Einar hefði átt að flytja þau hjón suður. Það var á þessu ferðalagi, þegar Halla var komin á Flugumýri í Skagafirði til að vera þar um nótt, að hún slapp úr haldi og sáu Skagfirðingar ekki meira af henni. Munnmælasagan segir flóttann hafa orðið með þeim hætti, að Halla fékk að fara út á hlað að viðra sig fyrir hætturnar og hafi fylgt henni gæzlukonur. Heyrðu þær kon- urnar þá mikla skruðninga í fjallinu yfir bænum og steinar hröpuðu niður fjallið líkt og þar væri maður uppi að velta niður grjóti og undruðust konurnar þetta fyrir- bæri allar nema Halla. Um nóttina hvarf Halla og hafði náð að stela með sér skóm og fatnaði af vinnukonunum. Hennar var leitað framá fjöll en ekki fannst Halla. Þess sáust þó merki á einum stað að þar myndi hafa verið matast og kveiktur eld- ur. Niðurlag í næsta blaði. Fyrstaprentverk á íslandi kom til íslands í biskupstíö Jóns Arasonar, en líkleg- ast er, aö fyrst hafi verið prentuö bók á íslandi áriö 1535 og eru því liðin rétt 450 ár frá þeim tímamóta- viöburði. Skemmst er frá því að segja að flest það er við kemur sögu fyrstu íslensku prentsmiðjunnar er slíku mistri hulið, að ekki verða þar atvik greind með neinni vissu. Ástæða þessa er sú, að heim- ildir um þá sögu eru óljósar og stangast á. Fyrri hluti Eftir SIGURÐ ÆGISSON Flestir munu þó tengja nafn Jóns bisk- ups Arasonar við þá sögu, en hins vegar mun ekki allskostar ljóst hvort biskup hef- ur „haft út hingað" eða „fengið út hingað“ prentverkið. Eins mun óljóst vera, hvenær sá atburð- ur gerðist og leikur á árunum 1925—1535. Þeir menn, er svo nærri voru staddir tíðindunum eða nákomnir prentverkinu á hinum fyrstu árum þess, og hefði mátt ætla að þetta hefðu vitað (þ.e.a.s. Guð- brandur Þorláksson (1541/2—1627), Arngrímur Jónsson lærði, frændi hans (1568—1648), eða þá annálaritarinn Björn Jónsson á Skarðsá (1574—1655)), virðast furðu ófróðir um sögu þess, þá er þeim verður þó um hana rætt. Björn á Skarðsá, sem ól allan sinn aldur í Skagafirði og hefði því átt að geta aflað sér nákvæmra upplýsinga um prentverkið, getur þess fyrst við árið 1543 í annáli sín- um, Skarðsárannáli, sem talinn er ritaður I ; IIÍI i|lllll|llll•iUllH'l!llíjlIM» IIIHlfIHH1 •HlHiillll.ilÍIJIIIMIIII 1638—1640. Eru orð hans á þessa leið: „Um þann tíma heldur Jón prestur Matthíasson staðinn Breiðabólsstað í Vesturhópi ... Hann hafði hingað í land fyrst alira manna prentsmiðju og hóf prentverk á Breiðabólstað á dögum biskups Jóns.“ Af þessum orðum má sjá, að Björn hefur ekki vitað fyrir víst hvenær prentverkið kom út hingað. Sama máli gegnir um helstu sagnaritara siðbreytingaraldar (séra Jón Egilsson (1548—1636?) og Jón Gissurarson (um 1590-1648)). Bein ummæli um atburðinn stafa flest frá síðari tima mönnum, og eru þá ýmist ósamhljóða, eða það skortir á að vitnað sé til heimilda. UPPSALAGREININ Elst þessara ummæla mun vera klausa ein í handriti frá lokum 16. aldar (að talið er), sem varðveitt er í bókasafni Uppsala- háskóla, en hún er svohljóðandi: „Þá bisk- up Jón Arason hafði ríkt á stóli sínum Hólum 5 eða 6 ár, lét hann fyrstur allra inn koma prentverk í ísland.“ Ekki vita menn fyrir víst frá hverjum þessi ummæli stafa, en á það hefur verið bent, að handrit þetta kynni að hafa verið ritað fyrir Sigurð prest Jónsson (Arason- ar) á Grenjaðarstöðum, því að þarna er ættartala „frá Adam til Sigurðar á Grenjað- arstöðum“ og fleira er varðar Jón biskup Arason. Þá hafa menn velt nokkuð fyrir sér hvað fyrir höfundi vaki með orðunum: „Þá biskup Jón Arason hafði ríkt á stóli sín- um Hólum 5 eða 6 ár.“ Jón Arason tók við umsjá Hólastóls seint á árinu 1520 ásamt Pétri Pálssyni og réð síðan mestu eða öllu um málefni stólsins 1521, var kjörinn bisk- up 1522, fór utan til vígslu 1523, vígður haustið 1524, og kom heim úr vígsluför vorið 1525. Og nú er spurningin þessi: við hvaða ártal skyldi hinn ókunni höfundur Uppsalahandritsins miða? Hitt vita menn, að Brynjólfur biskup Sveinsson mun hafa sent handrit þetta úr landi árið 1641. VITNISBURÐUR FYRRI ALDA Gunnar Pálsson (1714—1791), skóla- meistari á Hólum og síðar prestur í Hjarð- arholti í Dölum, ritaði á latínu sögu prent- verksins á íslandi. Þar telur han prent- smiðjuna setta á stofn 1530—1531 og ber fyrir sig Eyjólf Jónsson (1670—1745) prest á Völlum í Svarfaðardal, en getur þess um Úrprentaðri bók (erlendri) frá 1559. Myndin sýnir prentara að starfi. Við leturkassana fjærst vinna treir menn að þrí að setja texta með lausaletri. Nær er sjálf prentþröngin (pressan), gerð úr viði og fest í gólf og loft. Prentarinn til hægri ber prentsvertuna á let- urflötinn með þar til gerðum leðurþófunt. Hinn færir fullprentaða örk úr prentformun- um ogyfír í pappírshlaðann næst okkur á myndinni. Til hægri eru óprentaðar arkir. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.