Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1985, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1985, Blaðsíða 14
Renautt 11 GTX Fransmenn hafa notagildið í fyrirrúmi í þessum sparneytna, kvika og mjúka framdrifsbíl, sem vekur varla mikla at- hygli fyrir nýstárlegt útlit, en er þeim mun skemmtilegri í akstri. getur að vísu varpað fullmiklum skugga á mælana, t.d. þegar ekið er á móti birtu. Stýrið er framúrskarandi, bæði létt og bíllinn er traustur í rásinni. Gírskiptingin er þokka- lega góð, nokkuð þung í þann fyrsta stundum, en annars í góðu lagi. Formið á Renault 11 er fyrst og fremst praktískt og fer ekki milli mála, að hér hefur nota- gildissjónarmiðið ráðið ferðinni. Hann hefur að vísu fátt, sem gerir hann sérstæðan í útliti — næstum ekki neitt er víst óhætt að segja, — svona er nú bílaiðn- aðurinn að verða; smekkurinn er líka staðlaður. Neðan við hlífðarlistann á hliðinni er plastklæðning, sem getur vel verið umdeilanleg frá fagurfræðilegu sjónarmiði, en er áreiðanlega mjög gagnleg, því hún hlífir einmitt þar sem grjótkast mæðir mest á hliðinni. Tilsýndar er því líkast, að Ren- ault 11 sé byggður ofan á plast- skúffu, en þetta er að sjálfsögðu aðeins hlíf, sem sett er utaná og getur farið vel á móti sumum lit- um. Svartur liturinn á henni fer aftur á móti afleitlega á móti dökkbláum lit og einnig illa á móti dökkbrúnu. Mynd sem hér fylgir er af Renault 11 Turbo, sem sýnir, að hann er eins, nema hvað hann prýða sérstakar ál- felgur, svo og skrautrendur utan á hliðinni í stað plasthlífarinnar. í akstri er vart hægt annað en láta sér líka vel við gripinn. Raunar er ekki neitt sérstakt, sem hægt er að kvarta yfir; hann er alveg sæmilega hljóður, ágæt- lega þýður, kraftmeiri en við má búast og afbragðsgóður í stýri. Þegar fyrir liggur, að hann er sparneytinn einnig, má segja, að allt sé fengið sem máli skiptir. Ég ítreka það enn: Það sem mun dýrari bílar hafa framyfir hann í akstri er með ólíkindum lítið. Gísli Sigurðsson Frönsku Renault-verk- smiðjurnar eru ríkis- rekið risafyrirtæki, sem sannarlega getur bent á árangur. Af Evrópuframleiðend- um hefur Renault sum árin selt meira en nokkur önnur bílaverk- smiðja og það segir sína sögu. Slíkri fjöldasölu er heldur ekki hægt að ná nema kostur sé gef- inn á mörgum gerðum, helzt mörgum afbrigðum í hverjum verðflokki. Þetta hafa allir stærstu bílaframleiðendurnir í Frakklandi gert; munurinn á ódýrustu gerð af Renault 5 og dýrustu gerðinni af lúxusbílnum, Renault 25, er vægast sagt mik- ill, þótt ef til vill sé hann ekki eins mikill og t.d. á Citroén- bragganum annarsvegar og dýr- ustu gerðinni af Citroen Prestige hinsvegar, sem er einskonar þjóðhöfðingjabíll. En það eru ódýru bílarnir og milli-verðflokkurinn, sem ræður úrslitum á markaðnum. Hinn dæmigerði Meðal-Jón, sem Svíar kalla Medel-Svensson, lítur fyrst og fremst hýru auga á smábíl- ana, sem kosta í kringum 300 þúsund. En sé ekki hægt að troða fjölskyldunni með skó- horni í neinn af þeim, — eða ein- faldlega að efnahagurinn leyfir meira, — þá fer Jón, Svensson, eða Pierre í Frakklandi kannski uppí 500 þúsund króna bíl. Þarmeð er hann kominn í lægri kantinn á miðflokknum og úr mörgu að velja. í Frakklandi keppir Renault 11 t.d. við ódýr- ustu gerðina af Citroen BX, en sú gerð er ekki flutt hingað. Á ísiandsmarkaðnum kostar Ren- ault 11 GTX 465 þúsund og með- al keppinauta á því verðstigi er t.d. ódýr gerð af Mitsubishi Gal- ant og Honda Civic Sedan með sjálfskiptingu. Opel Kadett GLS er einnig á sama verði og á svip- uðu verði eru bílar eins og Su- baru og ein gerð af Ford Sierra. í fáum orðum sagt: Renault 11 Sætin fá fyrstu einkunn. Strri oe mælaborð í Renault 11 GTX. Turbo-útgáfan af Renault er hörku sek. Útlitið er lítið eitt íburðarmeira. GTX er bíll sem kemur á óvart. Það liggur að vísu í hlutarins eðli, að bíll sem kostar hátt í hálfa milljón hlýtur að vera all- góður. Mér er samt undrunar- efni, hversu litlu munar í raun- inni á þessum bíl og ýmsum, sem kosta kannski 300 þúsund til við- bótar. Það munar sumsé verðinu á heilum smábíl. Renault 11 GTX kemur á óvart, m.a. fyrir það hversu akstursbill, sem fer í hundraðið á 9 sprækur hann er. Eins og aðrir Renault-bílar er hann framdrif- inn, en vélin er 1700 rúmsm, 82 hestöfl við 5 þús. snúninga — og hann er beinskiptur, 5 gíra. Viðbragðið i hundraðið er 12 sek. sléttar, en samt er hann léttur á fóðrum. Eyðslan, sem verksmiðj- an gefur upp, er frá 5,6—8,8 á hundrað km, en varlegt er að taka það alltof bókstaflega. Það er mjög hagstæð útkoma, þegar þess er gætt, að lengdin er rétt um 4 metrar (vantar 2 sm uppá) og þyngdin er 910 kg. Það sem ekki kemur á óvart, er, að fjöðrunin er mýkri en gengur og gerist a la francaise — og ekki þarf annað en sjá sætin tilsýndar til að gera sér ljóst, að þau eru góð. Það eru þau líka, þegar sezt er, vel formuð og mjúk. Það er óvenjulegt, að sleð- inn undir þeim er sporöskju- lagaður. Þegar maður færir sæt- ið fram, rís setan að framan, en bakið hallast að sama skapi. En það er líka hægt að velja sér mismunandi bakhalla eins og al- gengast er. GTX-gerðin er fimm dyra og hurðin á afturendanum er samkvæmt vel þekktri for- múlu og er vitaskuld hentugasta lausnin, sem bílaiðnaðurinn hef- ur fundið upp. Þessi lausn er nú höfð á sífellt stærri og dýrari bílum, t.d. þeim stóra og dýra Renault 25. Nú er ekki lengur í tízku að hafa sætin lág, enda eru þess- konar stælar til lítils. í Renault 11 situr maður sérlega hátt og hefur góða yfirsýn. Mælaborðið er „með sínu la‘gi“, en ágætlega útfært og með skyggni yfir, sem hingað“ eða „haft út hingað" umrætt prent- verk. Líklegar mun þó talið, að biskup hafi fengið prentverkið út hingað, þ.e. að það hafi komið hingað til lands að tilhlutan biskups, en prentarinn verið eigandinn. Það styður þessa skoðun, að Guðbrandur biskup Þorláksson varð síðar að kaupa prentverkið af syni Jóns svenska, en það hefði hann tæpast gert, hafi prentsmiðjan þá verið eign Hólastóls frá gamalli tíð ... Þá hafa menn reynt að leita uppruna prentverksins og prentarans, ef vera kynni að það varpaði einhverju ljósi á þennan atburð. En ekki hefur afrakstur þeirrar leitar orðið sem skyldi, og er það einkum að kenna því, að letur prentsmiöjunnar mun hafa verið næsta ósamstætt, tíningur sitt úr hverri áttinni. Verður því ekki ann- að af letrinu ráðið, en að til prentverksins hafi verið af vanefnum aflað. Um prentarann er það annars að segja, að hann er í íslenskum heimildum jafnan nefndur Jón Matthíasson (Mattheusson er hann þó venjulega skrifaður í samtíma skjölum), eða Jón svenski, en mun senni- lega hafa heitið Johannes Matthei. Hefur mönnum ekki þótt ástæða til að rengja heimildir um þjóðerni Jóns, enda þótt fram hafi komið sú hugmund, að hann muni hafa verið þýskur. Er sú hugmynd einkum byggð á eina meginmálsletri prentverksins, sem mun eiga uppruna að rekja til Þýskalands, og nefnt er Schwa- bacher (Sváfalækjarletur). En leturgerð þessi mun ugglaust hafa verið algeng um þessar mundir og því erfitt að sanna nokk- uð með henni einni saman. Annað er það sem ýtt hefur undir þá skoðun að Jón muni hafa verið þýskur. Það eru ferðir þeirra feðga, Jóns Arasonar (1523) og Sigurðar Jónssonar (1534), utan, en þeir munu báðir hafa farið um Þýskaland í ferðum sínum. Annars eru flestir þeir, sem á annað borð vilja tengja prentarann við Þýskaland, á þeirri skoðun, að hann muni einungis hafa verið staddur þar og þá hugsanlega við vinnu. Sem áður er getið, er talið að Jón svenski hafi átt prentverkið sjálfur. Er jafnframt álitið, að hann muni hafa verið lærður maður á klerkleg fræði og hafi ver- ið farandprentari (en það styður einmitt þá tilgátu manna, að hann muni hafa verið staddur á Þýskalandi viö vinnu). Mun enda hafa verið algengt á þessum tíma, að prentarar, sem margir hverjir voru um leið hinir lærðustu menn, væru „farandi sveinar", sem kallað var, þ.e. færu stað úr stað með prenttæki sín og pappír, leituðu þangað sem vinnu var að fá hverju sinni, tjölduðu þar til fárra nátta, en héldu síðan á nýjan stað. Með slíkum farandprentur- um mun prenttæknin hafa borist fyrst á Norðurlönd. Fræðimenn greinir á um, hvar prent- verkið muni fyrst hafa verið sett á stofn. í uppskrift sinni á titlum Breviarium Hol- ense, sem áður er getið, nefnir Jón Grunn- víkingur, að bók sú sé prentuð „in resi- dentia" (þ.e. á aðsetri) biskupsins, og hafa sumir tekið þau orð sem svo, að átt sé viö Hóla í Hjaltadal, biskupssetrið. Þannig mun Hálfdán Einarsson (1732—1785) hafa talið víst vera, því að í bókmenntaskrá sinni eða sögu (Sciagraphia historiæ liter- ariæ Islandicæ) tekur hann það skýrt fram, að hún (þ.e. Breviarium Holense) sé prentuð á Hólum, „... non vero Breida- bólstadis___ut quibusdam conjectare placu- it ... “ (þ.e. en ekki á Breiðabólstað, sem ýmsir hafa ætlað). Páll Eggert Ólason er fylgjandi þessari skoðun, og sama er að segja um Klemens Jónsson. Báðir byggja þeir skoðun sína á ummælum Jóns Grunn- víkings. Og eflaust eru fleiri þessu fylgj- andi. En Halldór Hermannsson (1878—1958) nefnir á einum stað, að þessi hugmynd eigi rætur að rekja til Eyjólfs Jónssonar prests á Völlum (sem áður er getið), eftir honum sé það haft, að prentverk hafi verið sett á Hólum 1530 eða 1531. Hafi menn svo tekið þessi orð upp eftir Eyjólfi. Eins sé það vegna ummæla Jóns Grunnvíkings um komuár prentsmiðjunnar til landsins 1530—1532, að menn hafi þetta í frammi. Annars segir Halldór að það láti „að lík- indum, að prcntsmiöjan hafi í fyrstunni verið á Hólastað ..." (H.H.: Prentsmiðja ..., b 1 s 5.) Guðbrandur Jónsson hafnar þessari skoðun. Telur hann, að ekkert sé upp úr því leggjandi að Breviarium Holense sé kallað prentað „á aðsetri voru“, því að það þurfi ekki að merkja annað, en að bókin sé prentuð í Hólabiskupsdæmi, „og gæti jafn- vel verið gert af fordild.“(G.J.: Síra Jón ..., bls. 181.) Ekki verður farið nánar út í þetta mál hér, enda helst það nokkuð í hendur við spurninguna um „stálminni" Jóns Grunn- víkings, að því er varðar titla Breviarium Holense, og eins skoðanir manna á því hvenær prentverkið muni hafa komið út hingað. Jón svenski varð prestur á Breiðabólstað í Vesturhópi árið 1535, eða þar um bil. Þar var þetta fyrsta prentverk landsins sett á stofn. Niðurlag í næsta blaði. Sigurður Ægisson stundar nám I guðfræöi viö Háskóla íslands og útskrifast væntanlega I vor. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.