Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1985, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1985, Blaðsíða 9
 iraphis annual 84 85 in viðfangsefni hans. Hann lærði auglýs- ingateikningu í Myndlista- og handíða- skólanum og vinnur nú sjálfstætt í þessari grein; teiknistofa hans var til húsa í gamla Mjólkurstöðvarhúsinu við Snorrabraut. Þegar blaðamaður Lesbókar leit þar inn á dögunum, var allt með kunnuglegum um- merkjum að viðbættu því, að allstór mál- verk stóðu þar í stöflum. Það telst ekki venjulegt, að auglýsingateiknarar leggi stund á frjálsa myndlist sem aukabúgrein. Pétur bíður eftir hentugu húsnæði til að geta haldið sýningu, en málverkin eru al- veg gerólík myndunum, sem hann teiknar og birzt hafa bæði í Lesbók og Morgun- blaðinu. Málverk Péturs eru að einhverju leyti undir áhrifum frá þeim straumum, sem nefnd hafa verið nýbylgjan, eða Nýja mál- verkið. Þar „tíðkast nú hin breiðu spjótin" eins og einu sinni var sagt. Sízt af öllu er verið að nostra við smáatriði eins og verð- ur að gera við myndskreytingar í blöðum eða auglýsingagerð. — Hvort tveggja er áhugavert, segir Pétur, — en með fullri virðingu fyrir viðskiptavinunum á auglýsingasviðinu verð ég að viðurkenna, að mér þykir skemmtilegra að mála. Við ræddum um auglýsingagerð al- mennt og ég minntist á við Pétur, að ekki sæjust þess mörg merki í nútímaauglýs- ingum, að auglýsingateiknarar teiknuðu mikið. — Það er rétt, sagði Pétur, — beinar teikningar eru sjaldan notaðar í auglýs- ingar nú orðið. Það er meira unnið með letur og ljósmyndir. — Svo auglýsingateiknarinn þarf ekki að geta teiknað, eða hvað? — í raun og veru ekki. Hann getur haft eitthvað annað til brunns að bera, sem skiptir meira máli eins og auglýsingar eru unnar nú á dögum. — Er þetta eins erlendis? — Eftir því sem ég veit bezt, er þetta alls staðar svipað. Nútímaauglýsinga- teiknari reiðir sig á tækni; hann þarf að vera klár í týpógrafíu, leturfræði. Og að sjálfsögðu hugmyndaríkur. — Einu sinni teiknuðu menn letrið í auglýsingar. Heyrir það einnig til sög- unni? — Ég held að það hljóti að vera mjög lítið um slík vinnubrögð. Við lærum það að vísu og við lærum að skrifa fríhendis með pensli, en það er lítið sem ekkert notað. Það er samt ágætt að kunna það. — Ertu ánægður með íslenzkar auglýs- ingar eins og við sjáum þær í blöðum og sjónvarpi? — Já, frekar. Það hafa orðið verulegar framfarir. Við erum smátt og smátt að melta iðnbyltinguna og alltaf að skilja það betur og betur, að þessa hluti þarf að gera vel. — Og það eru viss mörk, sem ekki má fara yfir? — Já, við höfum ákveðnar siðareglur, meira að segja mjög strangar. — Og heldurðu að einhver hafi lesið þær? f** djúpinu Leiörétting Lesendur Lesbókar hafa ugg- laust tekið eftir því, að ekki var allt með felldu á forsíðu blaðsins síðastliðinn laugardag, 2. marz, þar sem birtist mynd af mál- verki eftir Jóhönnu Bogadóttur. Þar gerðist það, sem ekki á að geta komið fyrir, að myndin birtist á hvolfi. Eins og fram kom í texta fyrir einni viku, nefnir Jóhanna þessa mynd „Úr djúpinu" og er hún á sýningu hennar, sem nú stendur yfir í Norræna Húsinu. Myndin er endurbirt hér eins og hún á að snúa og eru listakonan og les- endur Lesbókar beðin velvirð- ingar á þessum leiðu mistökum. Forsídan á svissnesku árbókinni Graphis Annual 84/85 þar sem birtar eru úrvals teikningar víðsvegar úr heiminum. T> { . j Málverk eftir Pétur Halldórsson: Nafnlaus akrýlmynd. Andstædurnar sem einkenna teikningarnar eru hér víðs fjarri. 1 i í frjálsri myndtíst hefur Pétur ræktað með sér stíl, sem er gerótíkur því sem hann er þekktur fyrir í teikningun- um. Hér er eitt dæmi: Óhlutlæg akrýlmynd. mM ..........SfSi LESBOK MORGUNBLAÐSINS 16. MARZ 1985 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.