Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1985, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1985, Blaðsíða 11
Handtaka viö Innra-hreysi og hörð vist í Herðubreiða riindum Eyvindarkofavcr vió Sprengisandsleið. Hofs- jökull og Arnarfell hiA mikla í baksýn. Mynd- ina tók Páll Jónsson í örfárra skrefa fjarlægö frá tóftinni, sem þar stendur enn og blaut mýri allt í kring. Þaðan fluttu þau Eyvindur og Halla í Innra-hreysi, sem er spölkorn norðar — en voru handtekin þar. þó ég heyri við annað eyrað að þeir eru að bollaleggja um það í útlandinu að eyða heiminum, og við hitt eyrað að í landi mínu sé fiskiflotinn bundinn og landið sokkið í skuldir og ekkert gott að frétta nema kennarar ætla að ganga út úr skól- um, og þá getur þjóðin farið að hugsa í stað þess að læra, en hvað verður um öll þessi skrif mín um Fjalla-Eyvind, ef þeir sprengja heiminn. Ja, það er nú það. Kofarnir í Hvannalindum geta verið Ey- vindarverk og af því ætla ég þeim hjónum þar eins og tvö til þrjú ár, því að það verður að ætla þeim álíka tíma á Þjórsár- verum af þessum fimm árum sem þau hverfa úr sögunni. Kofarnir í Þjórsárver- um votta álíka langa dvöl þar og í Hvanna- lindum og er þá gert ráð fyrir, að Eyvindur hafi hlaðið kofana á báðum stöðunum þótt alls ekki sé nein vissa fyrir því svo sem lýst hefur verið, því að fleiri hafa útilegu- mennirnir eða fjallabændurnir kunnað að hlaða vegg en Fjalla-Eyvindur og haft vit á að byggja sér kofa við læk. Eins og frám er komið hefur verið bú- sældarlegt hjá Eyvindi í Hvannalindum, nóg af fugli, silungi og ætum jurtum og sauðfé, ef dæma má af réttinni stóru, sem þar hefur verið. Hafi Eyvindur hlaðið réttina, þá hefur hann varla lagt það á sig að hlaða hana langt umfram þarfir sínar, en hún á að hafa rúmað 40—50 fjár og það er meira fé en þau hjón hafa þurfti til heimilisnota, enda trúlegt að Eyvindur hafi haft við- skipti við uppsveitabændur; hann var lengst af sinni útilegutíð í tengslum við byggðamenn. Sögn er um að bróðir hans í Skipholti hafi lagt inn meiri ull en menn töldu hann geta átt af búfé sínu. Eyvindur hefur eflaust fundið kotbónda á Jökuldalsheiði eða í Hrafnkelsdal, sem hefur talið sér hag í viðskiptum við úti- legubóndann, fengið ull og mör til innleggs í verzlun, en útvegað verkfæri og tóbak (það er ekki getið um brennivín í Eyvind- arsögu). Menn hljóta að velta því fyrir sér af hverju þau Eyvindur fara úr Hvannalind- um og niður í Þjórsárver og setjast þar að í gamalli þjóðleið. Ellin getur hafa verið farin að segja til sín, bæði farin að láta sig og Eyvindur að tapa léttleika sínum, fjöllin og árnar um- hverfis Hvannalindir orðnar honum erfið- ar. Hann getur hafa viljað komast þangaö, sem honum var hægara um aðdrætti og í nánd við bróður sinn, sem alla tíð reyndist honum hjáiparhella. Eyvindur hefur og máski talið sér óhætt að færa sig nær byggðum sunnanlands; teknar væru að fyrnast með Hreppamönn- um þær búsifjar, sem hann og félagar hans ollu þeim sumarið 1762. Þá gátu þau hjón búizt við, að þeim yrði ekki refsað þunglega sökum aldurs, þótt þau næðust. Svo gæti ástæðan hafa verið þessi venjulega, að Eyvindur hafi verið tekinn að færa sig upp á skaftið og farinn að höggva stórt í búfé Jökuldæla, og hafi átt von á aðför. EYVINDUR í Þjórsárverum Svo sem sagt er frá í Jólalesbókinni, höfðu menn týnt hinni fornu leið um sprengisand milli Þingeyjarsýslu og Ár- nessýslu. Það getur hafa orsakað að leiðin lagðist af um nær hálfa öld, að land var þarna að blása og sandurinn að stækka og hagar fyrir hross á leiðinni hafi horfið og mönnum hafi þótt leiðin of erfið og um eitthvert skeið hafi samskiptin milli Þing- eyinga og Árnesinga verið lítil og engin þörf leiðarinnar eða lítil. Þá getur það og hafa komið til að um þessar mundir var ótti almennings við útilegumenn veru- legur, menn þorðu ekki inná fjöllin nema fjölmennir. Nú kemur það uppá að mikilsmegandi menn í Árnessýslu eiga hagsmuna að gæta í jarðeignum í Bárðardal og það verður einnig um sömu mundir, að ýmsir fyrir- svarsmenn vilja fara að efla samgöngur milli landshluta með því að finna leiðir yfir hálendið og þá einkum milli austur- sveita Norður- og Suðurlands og Austur- lands og Suðurlands. Þeir frændur, Einar Brynjólfsson, sonur Brynjólfs sýslumanns, og frændi hans Sig- urður landsþingsskrifari áttu bæði hags- muna að gæta í Þingeyjarsýslu og Sigurð- ur var áhugamaður um nýjar leiðir til bættra samgangna. Þessir frændur gera út leiðangur síðsumars 1772 til að finna á ný hina fornu Sprengisandsleið. Héldu Að Þeim Yrði Vægt Fyrir Aldurssakir í Jólalesbókinni er sagt frá því, hvernig Eyvindur hafði búið um sig í Þjórsárver- um, draumi hans og flutningi í Innra- Hreysi og birtur kafli úr dagbók Einars Brynjólfssonar, þar sem segir frá hand- töku þeirra Eyvindar og Höllu, og Einar hafi tekið þau með sér norður í Reykjahlíð við Mývatn. Eyvindur bar sig ekkert á móti við handtökuna fremur venju og Halla ekki heldur en bæði báðu þau sér vægðar og kemur nú fram, að þau hafa lifað í þeirri trú, að þeim yrði vægt fyrir aldurssakir en það tók Einar Brynjólfsson ekki í mál. Máski hefur það setið í honum, að Brynj- ólfur sýslumaður, faðir hans hafði gert út dýran leiðangur 1762, sem fyrr er sagt, en misst af þeim hjónum. Trúlegra er þó, að Einar hafi ekki þótt það koma til mála að sleppa Eyvindi, þegar hann sá þarna við bústað hans all-margt fé og þótti sýnt að það myndi illa fengið sem og á daginn kom. Til er sú sögn, sem Jóhann Sigurjónsson notar í leikriti sínu, að Einar hafi fyrir hreysidyrum Eyvindar fundið há af eldis- hesti sínum keyptum dýrum dómum norð- ur í Þingeyjarsýslu. Þétta á að hafa verið hesturinn, sem bankaði á kofahurðina hjá þeim Eyvindi einhverju sinni um vetur, þegar þau voru að því komin að sálast úr hungri. Eyvindur á þá að hafa tekið postillu sína, sem hann skildi aldrei við sig, og farið að lesa úr henni, þegar hann sá framá dauða þeirra beggja. Halla hafði jafnan heldur litla trú á bænakvaki Ey- vindar, enda lesturinn máski ekki áheyri- legur, þar sem maðurinn var „lítt lítt læs“, en Halla hefur sjálfsagt trúað betur á bænir Eyvindar eftir þetta, þar sem hann hafði ekki fyrr lokið lestrinum, en rjálað var við kofahurðina og þar kominn eldis- hesturinn hans Einars. Eyvindur lagði frá sér postilluna og greip sveðju sína, brauzt út og skar hestinn og þar með var lífi þeirra hjóna borgið. Hafi Einar séð hána af reiðhesti sínum fyrir kofadyrum Ey- vindar, þá er skiljanlegt að hann hafi ekki verið á þeim buxunum að sleppa Eyvindi. Eyvindur Sleppur Úr Haldi Ekki gerð’’ þeir Einar langan stanz við Hreysikvísl á norðurleiðinni, heldur hröð- uðu ferð sinni áfram og nú vantaði ekki leiðsögumanninn, enda gekk þeim ferðin áfallalaust og þeir afhentu fanga sína við Reykjahlíðarkirkju eftir messugjörð þann 9. ágúst. Sú var venjan á kirkjustöðum að kirkju- gestum væri boðið í bæinn að þiggja kaffi að lokinni messu og svo var nú í Reykja- hlíð, að kirkjugestir fóru til kaffidrykkj- unnar og einnig ferðalangarnir að sunnan. Tveir menn voru settir til að gæta Eyvind- ar á meðan í kirkjunni og þar átti hann að vera tryggast geymdur. Eyvindur var mjúkmáll við sína gæzlu- menn svo sem hans var vandi og hann biður þá bljúgur að hann megi fara út, því að honum sé mál að ganga örna sinna og ekki vilji hann saurga guðshúsið. Gæzlu- mönnunum fannst ekkert sjálfsagðara en verða við þessari ósk hans og fylgja honum út undir kirkjugarðsvegginn og búast til að standa þar yfir honum. Eyvindur sýnir sig í að ætla að bregða brókum sínum, en í stað þess að láta verða af því, vindur hann sér útyfir garðvegginn og hverfur gæzlu- mönnum á svipstundu. Það fylgir sögu, að þoka hafi verið á og svört þoka síðan köll- uð Eyvindarþoka í Mývatnssveit. Það er og líklegt, að gæzlumennirnir hafi fremur verið valdir eftir kröfum en fráleik, nema þarna skildi með þeim og Eyvindi. Það var hafin mikil leit að sögn, en það getur þá ekki hafa verið fyrr en þokunni létti, nema Eyvindur fannst ekki. Hann á nú síðar að hafa sagt frá því, að hann hafi ekki farið langt í fyrstu, heldur falið sig í gjótu rétt við kirkjuna meðan ákafast var ieitað. Þegar Einar og hans menn héldu suður, þá komu þeir náttúrlega við í Innra- Hreysi að hirða með sér það, sem þar væri nýtilegt og taka með sér kindurnar suður og hrossin. Eyvindur karlinn hafði þá orðið á undan þeim og hirt þaðan ýmislegt, sem þeir mundu að hafði verið í kofunum, svo sem páll, pottur og axarkjaggi og einnig var horfið talsvert af kjötinu og mörnum og trúlega hefur Eyvindur tekiö með sér eitthvað af skinnum. Leiðangursmenn tóku einnig með sér nokkur skinn, beðjardýnu, nokkra bjóra og tágakörfu. Það halda menn, að sú tága- karfa hafi varðveitzt og það sé hún, sem nú er í Þjóðminjasafni. Karfan þykir bera vott um listilegt handbragð Eyvindar. Hann reið vatns- heldar körfur og bar í þær leir líklega til að þétta þær sem bezt. Ekki er getið álíka stórkostlegs matar- forða í Innra-Hreysi og var í Eyvindarkof- um undir Arnarfelli haustið 1862, enda færri á fóðrum, aðeins hjónin, en undir Arnarfelli voru þau fimm, þrír fullorðnir karlmenn og Halla og dóttir hennar auk ungbarns, þótt það hafi ekki verið þungt á fóðrunum. Eyvindur hefur verið farinn að búa að eigin bústofni en náttúrlega stolið sér fjár- stofninum. Þeir Einar fundu á bakaleið sinni suður 25 kindur með lömbum og voru kindurnar með mörgum mörkum en þess ekki getið að lömbin hafi verið merkt, sem þá bendir til að Eyvindur hafi stolið full- orðnu ánum árinu áður eða fyrr og lömbin því ekki mörkuð neinum. Ekki er getið fjárhúsa í Innra-Hreysi eða Eyvindarveri né heldur hlöðu eða merkja þess að hann hafi borið uppí hey og ekki er heldur getið heyvinnuverkfæra. Trúlega hefur fé hans gengið sjálfala í Þjórsárverum. Ef ein og ein kind féll um veturinn, var hægt að stela sér annarri um sumarið. HÖRÐ VlST í HERÐUBREIÐARLINDUM Eyvindur var í Herðubreiðarlindum haustið 1772 og veturinn 1773. Hvergi mun Eyvindur hafa átt verri ævina en þennan vetur í Herðubreiðarlindum. Þar var hreysi hans lakast og honum varð naumt til fanga og það sem gafst át hann hrátt að eigin sögn. Svo er helzt að skilja, að hann hafi hvorki náð til sín eldi né kveikt eld allan þennan vetur og honum hefur ekki unnizt tími til að safna sér forða áður en fé var smalað af fjöllum né byggja sér gott hreysi, svo sem venja hans var. Hann hafðist við í gjótu líkt og Fjalla-Bensi en sá var munurinn aö Bensi var vel nestaður og hafði hjá sér hundinn sinn og forystu- sauðinn og var varla lengur en viku eða tíu daga í gjótu sinni en Eyvindur vetrar- langt. Aleinn í fjallaauðninni, þar sem hvergi sá á dökkan díl, reikaði þessi útlagi í leit að rjúpu eða eftirlegukind, gróf sig niðurí hjarnið eftir hvannarótum og dró sig undir myrkrið heim í gjótu sína, þar sem hann lá í kuldanum og svarta myrkr- inu langa vetrarnóttina. Og þetta var lang- LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 16. MARZ 1985 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.