Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1985, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1985, Blaðsíða 10
— Áreiðanlega, þær eru einhvers staðar til og eru byggðar á erlendum fyrirmynd- um. — Hvað má til dæmis ýkja mikið í aug- lýsingum? — Því get ég ekki svarað. — Það hefur þótt siðleysi að segja ein- hverja vöru fortakslaust betri en aðra, sem nefnd er með nafni. En nú má sjá í sumum erlendum blöðum, bandarískum til dæmis, að þetta er miskunnarlaust gert. — Ég hef samt ekki orðið var við, að þannig sé auglýst hér. — Er hægt að segja, að eitthvað sé bezt? — Það má vera, ef hægt er að sanna það áþreifanlega með einhverskonar mælingu. Annars ber að forðast að nota lýsingarorð í hástigi. Sumar vörur eru þannig í eðli sínu; súkkulaði til dæmis, að við getum aldrei sannað, að einhver ein tegund sé betri en önnur. — Fer ekkert í taugarnar á þér í auglýs- ingum, til dæmis í sjónvarpinu? — Jú, svo sannarlega. Oft fer eitthvað í taugarnar á mér vegna þess að mér finnst það ekki nógu vel gert frá sjónarmiði fag- mennskunnar; það er ekki nógu „prófessj- ónelt" eins og stundum er sagt. Svo verður maður einfaldlega hundleiður á sumum auglýsingum með tímanum. — Fara þær þá ekki að verka öfugt; fær maður þá ekki líka ofnæmi fyrir vörunni, sem verið er að auglýsa? — Sumir sérfræðingar segja, að þá sé árangurinn fenginn. Það hefur komið í ljós, að góður árangur næst í sölumennsku vegna þess arna. Eitthvað sem búið er að jagast á og gera alla leiða á, selzt samt mjög vel. Það er sagt vera vegna þess, að þegar fólk kemur inn í verzlun, þar sem óteljandi hlutir fást man það samt eftir þessu, sem svo kyrfilega hafði verið aug- lýst; sá hlutur er svo vel prentaður í heila- börkinn. Pétur Halldórsson útbýr auglýsingar fyrir hvern þann, sem dettur inn úr dyrun- um, en umfram allt fyrir fasta viðskipta- vini. Vinnudagurinn vill verða langur, — og verkefnin eru æði oft tekin með heim. Ekki sjálf vinnan á teikniborðinu, heldur hugmyndalega hliðin. í nútímaauglýsinga- gerð eru hugmyndir kjarni málsins, sjálf þungamiðjan. Pétur telur að gerð texta í auglýsingu sé bæði erfiðasta og þýð- ingarmesta hlið málsins og nú er textagerð orðin sérstakt fag og auglýsingastofurnar hafa sérstakt fólk í því. Ætlunin er að setja meiri kraft í auglýs- ingagerðina. Kona Péturs, Ólöf Árnadótt- ir, er líka auglýsingateiknari. Teiknistofan er nú komin á nýjan stað við Laugarnes- veginn og þau hjónin munu vinna þar sam- an og hafa auk þess fólk í vinnu. Ég spurði Pétur: — Er þetta örugg leið til þess að verða ríkur? — Ef maður er alveg hrikalega dugleg- ur, þá væri það kannski hægt, sagði hann. — En mér hefur skilizt að þessu fylgi vænn skammtur af streitu? — Rétt er það. Það vill verða töluverður spenningur og streita í kringum þessa vinnu. Næstum alltaf eru tímatakmörk á því, sem tekið er að sér, — og svo er óviss- an um það, hvort viðskiptavininum líkar verkið. Þegar unnið er svona á eigin spýtur þarf að hafa aga á sjálfum sér. Það er ekki auðveldast af öllu að vera eigin húsbóndi. — Ég veit, að þú ert aðeins byrjaður í golfi og ég veit líka, að þar hefur þú ekki roð við konunni þinni. En hvað um önnur viðfangsefni? — Við eigum fjögurra mánaða dóttur, sem er fyrsta barnið og hún er nú við- fangsefni út af fyrir sig. En einhver önnur viðfangsefni en þau sem við höfum talað um — líklega engin. Þetta er lífið. Gísli Sigurðsson ‘ 10-. Ræningjar á fjöllum — 9. hluti Verst varð ævin hjá Eyvindi harð- indaveturinn 1772—73, en þá var Halla í haldi og Eyvindur aleinn í hreysi sínu í Herðubreiðarlindum. Helzt er svo að skilja, að þann vetur hafi hann hvorki haft matarforða né eld. ÁSGEIR JAKOBSSON TÓK SAMAN ar var komið Eyvindarsögu í 8. þætti, að gert var ráð fyrir, að Halla hafi flúið af Brúaröræfum 1767 í Hvanna- lindir og er þess fyrr getiö, að þau hverfa úr sögunni í ein 5 ár eða frá 1767—’72, að þau koma með vissu aftur inn í söguna. Það er ástæðulaust að draga það í efa, að Fjalla-Eyvindur hafi dvalið einhvern tíma í Hvannalindum en hitt er jafn- ástæðulaust að telja það fulivíst eða nær fullvíst, að enginn hafi búið í Hvannalind- um fyrir daga Eyvindar, og af því skuli Eyvindi eignaðar allar menjar þar um mannabyggð. Eins og mál standa frá sjónarmiði fræðimanna, er Eyvindur eini skjalfesti langtíma útileguþófurinn í fslandssögunni í átta hundruð ár eða frá dögum Gísla til Grettis, sem eru þó ekki traustlega skjal- festar, og fram til miðrar 18. aldar að Ey- vindur Jónsson flýr úr Traðarholti. Þá er það næst hin fræðilega kenning, að þar sem Eyvindur var skjallega sannaður hag- leiksmaður beri að eigna honum öll hag- lega gerð hreysi í óbyggðum landsins. Á öllum öldum fslandssögunnar hefur einhver hluti landsmanna haft gilda ástæðu til að flýja byggðir og leggjast út á fjöll. Landnámsmenn komu hingað út með menn, sem þeir höfðu gert að þrælum sín- um, en höfðu áður verið frjálsir. Þrælar Hjörleifs og Karli, þræll Ingólfs, hafa ekki verið þeir einu slíkra manna, sem strokið hafa, og þótt þessir fyndust, þá hafa hinir eflaust verið miklu fleiri sem aldrei fund- ust. Bændum voru alltaf að hverfa am- báttir og þrælar. Margir Hafa Flúið Á Fjöllin Vinnuhjú voru síðar, á hinum svörtu öldum 14—1800 nær ánauðugt fólk, bundið húsbændum sinum með harðri hjúaskyldu og gat oft ekki af þeim kvöðum né sökum fátæktar og jarðleysis stofnað til hjúskap- ar eöa ráðið sjálft fyrir sér. Vinnufólkið í þjóösögunum, sem hvarf sporlaust, ungar stúlkur á grasafjalli og fjármenn í eftirleitum og óvættir áttu að hafa gripið og geymt í björgum eða étið, hefur trúlega verið fólk, oft elskendur, að flýja í óbyggðir undan vinnuhjúaokinu. Þá er það náttúrulega víst, að sakamenn hafa á öllum öldum flúið í óbyggðir en það hafa verið aldaskipti að því, hversu mikið veður yfirvöld gerðu af þeim flótta og hversu marga þau bókuðu. Á Sögu- og Þjóðveldisöld flúðu þeir sakamenn sem sögurnar eru af á fjöllin vegna mannvíga og um mál þeirra fjallað á þingum og þeir komust á bækur. í þann tíma var ekkert verið að þinga eða færa á bækur neitt um menn, sem hlupu á fjöll af ýmsum öðrum sökum, svo sem að menn stælu sér matarbita, en þá gnógt matar og sauða. Þegar hungrið síðar tók að sverfa að þjóðinni varð matþjófnaður aftur á móti glæpur og sauðaþjófnaður mikill glæpur, en það var áfram misjafnt, hvað mikið af slíku var þingfest, sýslumenn höfðu um slík mál nær sjálfdæmi og voru ekkert að tíunda allar sínar gerðir heima í héraði við þjófa, hýddu þá, hengdu þá eða slepptu þeim. Margir sýslumanna voru tregir til að eitast við þjófa nema úrskeiðis gengi um þjófnaði. Á 18. öldinni dunkar alltí einu upp í Alþingisbókum og dómabókum þessi líka mýgrúturinn af útileguþjófum, ekki af því að þeir hafi verði fleiri en áður, heldur hafði sú grilla gripið konungsvaldið um miðja 18. öldina, að þeim lögum konungs skyldi hlýtt að þjófar, smæstir sem stærst- ir, skyldu færðir til dóma á Alþingi og það var farið að lýsa eftir smáþjófum útum allar jarðir og þá kemur í ljós að landið er fullt af útilegumönnum og þjóðin eignast skjalfesta útilegumenn og við getum rakið af skjölum að einn þeirra lá úti á fjöllum um fjölda ára og eignuðumst söguna af Fjalla-Eyvindi. Éf ekki hefðu fundist opinber plögg um útilegutíma Fjalla-Ey- vindar, ekkert nema þjóðsögur og munn- mælasögur, þá hefði það náttúrlega verið sagt tilbúningur, að nokkur maður gæti legið árum eða áratugum saman úti á fs- landsfjöllum. Það er undarleg hugsun, að halda að Fjalla-Eyvindur hafi veriö einsdæmi í ís- lendingasögunni allt frá dögum Grettis eða í átta hundruð ár eða svo, bara af því að hann er uppi á tíma, þegar hart er gengið eftir því að allir útileguþjófar séu færðir tii dóma og komast á opinber skjöl, og hann er auk þess nógu nálægt okkur í tímanum til þess að erfitt er að rengja um hann allar sagnir; menn á lífi framum 1860, sem mundu hann. Afrek Eyvindar er ekki svo ofurmann- legt, að ekki sé hægt að ætla það fleirum í aldanna rás, þótt hann sé eini skjalfesti fjallaeyvindurinn. Náttúruumbrot á hálendi íslands hafa þurrkað út byggðaminjar útilegumanna fyrri alda, og það verður aldrei nema hending hvað menn rekast á í víðáttu óbyggðanna af hreysum og þá ekki önnur en þau framstæðustu í klettum eða hraun- gjótum. Að því er lýtur að minjum um manna- byggð í Hvannalindum, þarf ekki á úti- legumönnum í orðsins venjulegu merk- ingu, að halda til skýringar á hugsanlegri búsetu annarra en Eyvindar í Hvanna- lindum. Þar hefur trúlega verið búið allt frá landnámstíð, þótt kofarnir, sem ofan- jarðar eru, séu frá seinni öldum. MILLIÞANKI AF K V ÖLDFRÉTTUM Hér sit ég og skrifa um Fjalla-Eyvind,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.