Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1985, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1985, Blaðsíða 8
Áfangasigur og viðurkenning að komast í Graphis Annual Pétur Halldórsson í vinnustofu sinni. Lesbók/ Árni Sæberg Dálítið viðtal við Pétur Halldórsson teiknara af því tilefni Ein er sú árbók útgefin í Sviss og spannar allan heiminn, sem teiknurum, mynd- skreytingamönnum og auglýsingafólki þyk- ir mikill fengur að sjá. Þarf ekki að efa, að þar er hugmyndabanki, sem ótæpilega er sótt í, enda eru hugmyndir dýrar. En þótt mikill fengur þyki í annarri eins biblíu, þá er sá fengur langsamlega mestur að fá birt eftir sig verk í henni. Það getur verið graf- ík, blýants- eða pennateikning, vatnslita- olíu- eða akrýlmynd. Það getur verið klippa eða eitthvað, sem unnið er með ljósmyndatækni. En til að fá inni í biblí- unni þarf að senda hinum ströngu dómur- um eitthvað, sem birzt hefur á prenti. Þessi árbók heitir Graphis annual. f árbókinni 1984/’85 eru myndir eftir 290 listamenn og sumir þeirra, eins og t.d. Andy Warhol, eru frægir. Yfirgnæfandi meirihluti virðist vera frá Bandaríkjun- um, en vestur-þýzkir koma næstir að tölu. Eitthvað er frá flestum Vestur-Evrópu- löndum, einnig Póllandi, Kanada, Argent- ínu, heilmikið frá Japan, en einnig frá Perú, Brasilíu, Svíþjóð, Finnlandi. Og ísland er á blaði í fyrsta sinni. Raunar er sá viðburður tilefni þessa pistils og vonandi ekki minna tilefni en allar þær fréttir af knattspyrnumönnum okkar í Þýzkalandi eða Hollandi, en í þeim hópi dugar að skapa marktækifæri fyrir einhvern annan til þess að verða frétta- efni. Sem sagt: Pétur Halldórsson teiknari á tvær myndir í Graphis annual, en þessi teiknarabiblía fleytir rjómann ofan af heilum bílhlössum, sem berast af hvers- kyns teikningum úr víðri veröld. Þetta er kannski ekki alveg eins stórkostlegt og að gefa boltann vel fyrir markið, en landvinn- ingur samt sem áður og fagnaðarefni. Það er einnig ástæða til að fagna þessu hér, því önnur þessara mynda birtist einmitt í Lesbók: Myndskreyting Péturs við frásögn af harmleik skipverja á Arctic, sem neydd- ust til að taka að sér skeytasendingar til þess að sleppa heim til fslands frá Spáni. Hin teikningin birtist einnig í Morgun- blaðinu i þætti, sem Hræringur nefndist. Pétur er fæddur í Reykjavík 1952, sonur hjónanna Fjólu Sigmundsdóttir frá fsa- firði og Halldórs Péturssonar teiknara og listmálara, sem var þjóðkunnur maður og lézt fyrir aldur fram. Pétur telur senni- legt, að það hafi verið fyrir áhrif frá föður sínum, að hann valdi sér þessa leið — með semingi þó — eins og hann orðar það. En svo mikið var víst, að Halldór ýtti ekki á son sinn, enda er það varhugavert og synir eiga það til að snúast öndverðir við þess- konar hjálpsemi. Enda þótt Pétur teikni annað veifið með smásögum í Lesbók, eru auglýsingar meg- Trær myndir eftir Pétur Behrens, sem eru i sýningu hans í Gallerí Borg: Sjilfsmynd með pípuhatt og hesta- mynd. Ekki er það svo að skilja, að Pétur gangi yfirleitt með sro rirðulegan hatt, en rinkona hans gafhonum hattinn og hann launaði gjöfina með myndinni. — að ekki sé nú talað um útsýnið, sem er yfir allan dalinn hjá Reykjalundi og allar götur vestur til Snæfellsjökuls. Pétur hefur haldið 8 einkasýningar og sú síðasta og áttunda stendur nú yfir í Gallerí Borg og henni lýkur þann 18. þessa mánaðar. Sem sagt: Nýjasta landnámið. Þar sýnir hann að mestum hluta litlar myndir, enda leyfir sýningarsalurinn ekki verulegar stærðir. Þar er þó allstór mynd af hákarlahjalli vestur í Selárdal, sem nú er ef til vill fallinn, því eyðing náttúruaflanna var að vinna á honum, þegar Pétur var þar á ferð og teiknaði hann. Pétur teiknar mikið og verulegur hluti af sýningunni eru teikningar; sumar þeirra sjálfsmyndir frá fyrri tíð; sumar þeirra skoplegar. Þetta voru tilraunir með tækni. Pétur notar sér stórt og smátt úr ríki náttúrunnar; jafnvel dauður skógarþröstur getur oröið fagurt myndefni. Hestar hafa verið og eru eitt af eftirlætismyndefnum Péturs, og fáeinar slíkar eru með á sýningunni. En hann málar einnig önnur dýr en hesta, raunar hvaðeina úr ríki náttúrunnar, þar á meðal fólk. Pétur Behrens hefur kennt við Myndlistaskólann í Reykja- vík, hann sá þar um vatnslitadeild um tveggja vetra skeið, en núna kennir hann frjálsa teikningu í auglýsingadeild Myndl- ista- og handíðaskólans. Hann er ekki heldur af baki dottinn í hestamennskunni. Þau Pétur og Marietta eiga 4 hesta, sem þau hafa skammt frá Hvammi, en svo heitir húsið. En þar er einnig tík með hvolpa, fimm hænur og hani. Svo það er líflegt í kringum Pétur í þessu nýja landnámi hans. Gísli sigurðsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.