Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1985, Side 2
ERLENDAR
Æ K U R
C. Anne Wilson:
Food and Drink in Britain
From the Stone Age to Rec-
ent Times.
Penguin Books 1984.
Á marga vegu er matur til-
reiddur. A þessum hamborgara-
og skyndibitatímum er því fróð-
legt að kynna sér ögn eða þá bet-
ur, eins og vel er hægt að gera á
síðum þessarar bókar, þróun
matreiðslu og matar almennt.
Þegar mannkynið hafði aflagt
að mestu grasát og snúið sér að
kjötmeti var þess í fyrstunni
neytt eins og það kom af skepn-
unni, hrátt, blóðugt og volgt.
Seinna fóru menn svo að þurrka
ketið og fiskinn reyndar líka, en
einhver uppáfinningasamur, eða
máski fyrsti skyndibitapostul-
inn, hengdi mat sinn hjá eldi og
þar með var upp runnin reyk-
ingaöldin. Urðu menn harla
glaðir við og í stað þess að snæða
þránað kjöt, þúsundlitt og trú-
lega ólystugt, gátu þeir geymt
sér góða bita um nokkra hríð.
Salt kom til sögunnar upp úr því,
pækill og ís þar á eftir og áður
en Napóleon fór í austurveg að
berja á Rússum var niðursuðu-
tæknin komin af stað. Og svo
geyma menn mat og borða og
þykir sjálfsagt að drekka með. Á
Bretlandi drukku menn fyrst í
stað ekki annað en vatn, þá
mjólk og jafnvel áður sötrað vín
sem gert var með því að blanda
saman og geyma hunang í vatni.
Síðan tóku þeir að brugga bjór
og almennileg vín eins og marg-
ar þjóðir aðrar. Og nú geta
breskir keypt sér fish and chips
og kollu af öli í matarhléum og
þurfa ekki að hafa svo miklar
áhyggjur af geymslu og tilbún-
ingi matar.
Þessi bók er góður förunautur
eða sessunautur í eldhúsi.
MUTERMUFE&ÖIHERCU!
i.UNIíX
í robekt
HENÐRmm
QC
tan&touMaá >
* MomttMMM
'Kwítim
• IM H> NSt*Oj>
.PMIOWMIW'SWOT
<W»IS.*fWS,
a.víi,
1 «0KtU
' uuns wiitwc
! wjwrwft »U«
MinERMB5f&*0jI
Robert Hendrickson:
The Literary Life and Other
Curiosities.
Penguin Books 1983.
William Faulkner sagði ein-
hverju sinni: Ef rithöfundur
neyðist til að ræna móður sína,
þá hikar hann ekki; „Gríska
skrautkerið" er dýrmætara en
allar gamlar kerlingar."
Ibsen hafði hangandi yfir
skrifborði sínu mynd af Strind-
berg. „Hann er óvinur minn og
þarna skal hann hanga og horfa
á mig meðan ég skrifa."
Kipling var mikið fyrir golf.
Hann fann upp vetrargolf með
því að mála golfkúiuna rauða svo
hún sæist í snjónum. Ezra
Pound var snjall í jújútsú, ein-
hverju sinni varpaði hann Rob-
ert Frost yfir öxl sína á virðu-
legum matsölustað.
Þetta og ótalmargt annað
gefst hverjum sem opnar þessa
undarlegu bók, „The Literary
Life and Other Curiosities",
tækifæri að lesa um. Hver til-
gangurinn með riti sem þessu er
skiptir máski ekki nokkru máli.
Lesandi hlýtur að skemmta sér
yfir einu eða öðru og fær vitan-
lega vitneskju um ýmislegt sem
hann grunaði ekki fyrir.
Robert Hendrickson, sem
safnað hefur í þetta rit, er sjálf-
ur rithöfundur og hefur sent frá
sér ótal bækur. Þessi er upp á
400 síður og er hún lýst með
mörgum teikningum sem safnað
hefur Barbara Knight.
DENTON WELCH
A VOICE THROUGH
ACLOUD
Denton Welch:
A Voice Through a Cloud.
Penguin Books 1983.
Denton Welch fæddist í Kína
1915. Þar og á Englandi ólst
hann upp og gekk í venjulega
skóla en þegar hann var kominn
á unglingsaldur og settur til
frekari mennta undi hann hag
sínum þar illa og strauk en var
komið í Listaskóla innan
skamms. Þegar hann stóð á tví-
tugu lenti hann í slysi sem olli
því að hann gat ekki á heilum
sér tekið líkamlega upp frá því.
Eftir langa vist á sjúkrahúsum
og hjúkrunarstofnunum leigði
hann sér hús í Tonebridge og fór
að sýsla við skriftir og malerí.
Síðustu árin bjó hann með kunn-
ingja sínum, Eric Oliver. Welch
lést árið 1933, aðeins 33 ára að
aldri.
Bækur hans eru nokkrar og
frægastur er hann fyrir Maiden
Voyage, ferðabók um Kína, og
svo þá sem hér er sagt frá.
A Voice Through a Cloud hefst
á því að tvítugur skólapiltur,
sem er sögumaður, stigur á bak
reiðhjóli sínu í London, það er
hvítasunna og hann hyggst eyða
fríinu hjá frænda sínum í Surr-
ey. Ekki hefur hann farið langan
veg þegar á hann er ekið og hann
raknar við á spítala, illa farinn
og getur ekki með nokkru móti
hrært fætur sína. Hann á erfitt
með að sætta sig við orðinn hlut
og lýsir bókin á mjög svo nær-
færinn máta sorgum og einsemd
þessa fatlaða manns sem má
þola pínur miklar í einangrun
spítalans. Dauðinn er honum
ofarlega í huga en að lokum sigr-
ar lífið. Eftir langa legu er hann
fær um að flytja í eigið hús.
Þótt þessi bók sé titluð skáld-
saga er ekki um það að villast að
hún er í aðra röndina sjálfsævi-
saga höfundar. Hún er ófuilgerð,
Welch vann að samningu hennar
um það leyti sem hann lést, en
þrátt fyrir það er hún perla.
Guðbrandur Siglaugsson
Tók Saman
Giinter Grass er listfengur á fleira en orð: Sjáifsmynd með konu, 1982.
Onnur hliðá
listgáfu skáldsins
Rithöfundurinn Giinter Grass sem myndhöggvari og snillingur í
Iaugum allra þeirra millj-
óna manna, sem lesið hafa
verk hans á þýsku, ensku,
íslensku eða spænsku, auk
fjölmargra annarra tungumála,
er Gúnter Grass örugglega
þekktastur sem höfundur
„Tintrommunnar", rismikillar
epískrar skáldsögu um stjórn-
arfar þýskra þjóðernissósíalista
á valdatíma Hitlers á árunum
1933—1945, en rás atburðanna
er skýrð frá sjónarmiði dvergs
nokkurs. Þau ritverk sem Gúnt-
er Grass hefur síðar látið frá sér
fara — þar á meðal sjö skáldsög-
ur, sex leikrit og allmargar
ljóðabækur — hafa skapað hon-
um þvílíkt frægðarorð sem rit-
höfundur, að hann hefur um ára-
bil verið álitinn einna líklegast-
ur til að hljóta bókmenntaverð-
laun Nóbels.
En það eru vart margir á með-
al lesenda Grass, sem hafa feng-
ið pata af því, að þarna er líka á
ferðinni góður myndlistarmað-
ur, en hann hóf listnám sitt
skömmu eftir lok seinni heims-
styrjaldarinnar. í fyrstu vann
hann að gerð lágmynda og út-
flúrs á legsteina, en hóf síðar
reglulegt nám í höggmyndalist
og teikningu við myndlistarskóla
í Dússeldorf og í Vestur-Berlin.
Núna, þegar 25 ár eru liðin frá
því að „Tintromman" kom fyrst
út, hefur einmitt verkum frá
öðru sviði í listsköpun Gúnters
Grass verið safnað saman á
fyrstu yfirlitssýningu á mynd-
verkum hans, sem nýlega var
opnuð í Darmstadt. Þar getur að
líta 80 ætingar frá hans hendi,
43 lithografíur, 96 teikningar og
27 höggmyndir og skúlptúra.
Efni þeirra myndverka sem á
sýningunni eru endurspegla á
pennateikningum
ýmsan hátt þau bókmenntalegu
viðfangsefni, sem Gúnter Grass
hefur löngum fjallað um og
spunnið söguþráð sinn úr — það
er að segja nunnur og hænsni,
fiskar og sniglar, matsveinar og
múmíur — sem jafnan hafa
gengið ljósum logum um sögu-
svið rithöfundarins. En mynd-
irnar á sýningu Grass bera jafn-
framt vitni um listsköpun, er
stendur föstum fótum í þeirri
þýsku myndlistarhefð, sem Al-
brecht Dúrer hóf á sínum tíma
upp á hátind listrænnar snilldar.
Það var einmitt Dúrer, sem með
ódauðlegri list sinni hefur fært
sönnur á, að það er fátt mark-
vert í heimi hér, sem ekki reyn-
ist unnt að leiða mönnum fyrir
sjónir á pappírnum í svörtu og
hvítu og gráum skyggingum.
Gúnter Grass segir raunar líka,
að hann kjósi fremur að beita
þeirri tækni sem svartlistin býð-
ur upp á heldur en að mála með
oliulitum. Ástæðuna segir hann
Giinter Grass við myndmót-
un í vinnustofu sinni.
vera þá, að „það eru gráu tón-
arnir, sem bregða blæ sínum á
og skyggja raunveruleika vorra
tíma — eða gera þennan raun-
veruleika gagnsæjan".
Þeir gagnrýnendur, sem látið
hafa í ljós álit sitt á sýningunni í
Darmstadt, telja pennateikn-
ingar Grass á engan hátt síðri að
listrænum innblæstri en bók-
menntaverk hans. Sjálfur segist
Grass alls ekki líta á þessar tvær
listgreinar sem einhver gjör-
samlega aðskilin svið. Teikn-
ingarnar, segir Grass, verði sér
að leiðarljósi við að nota „færri
orð“, þegar hann sé að semja
skáldverk; Ijóðið bendi honum
sem myndlistarmanni á, hvernig
„lesa á á milli línanna".
Gestir á myndlistarsýningu í
Darmstadt sem leiða augum
leirmyndina „Bakkar", eiga þar
með að geta öðlast innsýn í
skáldsögu þá, sem rithöfundur-
inn er með í smíðum og hljóta
mun titilinn „Rottan". Skáld-
saga þessi á að fjalla um lífið í
hinu tvískipta Þýskalandi á
fyrsta áratugnum eftir lok síðari
heimsstyrjaldarinnar. í sögunni
má búast við að aðalpersónan í
„Tintrommunni", Oskar Matzer-
ath, skjóti aftur upp kollinum.
Þótt það skjóti ef til vill
skökku við að þurfa að fara á
myndlistarsýningu til þess að fá
einhvern pata af efnisþræði
væntanlegrar skáldsögu, þá
finnst Gúnter Grass sjálfum það
ekki fela í sér neina mótsögn:
»Ég er stöðugt að draga upp
myndir — jafnvel þótt ég sé ekki
að teikna — af þvi að þá er ég að
skrifa."