Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1985, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1985, Qupperneq 6
Steinunn Þórarinsdóttir: Veruleikur, steinsteypa ogjárn. 1985. uppsetningu og útlit sýningarinnar í heild. Að hinni sýningunni stóð Páll Guðmunds- son á Húsafelli, málari, sem í þetta sinn notaði nærtækt grjót og náði að miðla ein- hverskonar frumkrafti. í þessu sambandi er einnig vert að geta um myndir höggnar í stein og málaðar að hluta, sem voru á nýlegri sýningu Gunnars Arnar Gunnars- sonar. Það virðist svo sem þessar listgrein- ar séu í vaxandi mæli að skarast; málarar hika ekki við að sýna myndir, sem hljóta að teljast skúlptúr að verulegu leyti. Stundum er óljóst, hvort fremur er um að ræða Iágmynd eða málverk. Kannski er það einnig táknrænt fyrir fjörið, sem færst hefur í höggmyndalist- ina, að árleg myndlistaverðlaun DV voru að þessu sinni veitt myndhöggvara: Jóni Gunnari Árnasyni, sem er framúrstefnu- maður í greininni og er að minnsta kosti töluverður hluti verka hans, sem tengist konseptlist og nefnd hefur verið hug- myndalist. Listamaðurinn vinnur með ákveðið „konsept", ákveðna hugmynda- fræðilega vísun, en notar ekki alltaf varanlegan búning, eða varanleg efni. Skúlptúr getur nú á dögum verið úr brauði. ÚTILIST — OPINBER LIST Myndhöggvarar eiga við það almenn- ingsálit að stríða, að höggmyndir eigi að vera opinber list, sem komið er fyrir úti við eða í stofnunum. Það er að vísu rétt, að margar höggmyndir prýða stofnanir. Hitt er útbreiddur misskilningur, að högg- myndir ýmiskonar séu eitthvað síðri til að hafa fyrir augunum á heimilum en mál- verk til dæmis. Það þykir óhagræði, þegar ekki er hægt að hengja myndir upp á veggi og frístandandi skúlptúrar verða undir í samkeppninni, ef svo mætti segja, vegna þess arna. Það er fyrst og fremst tízka og tíðarandi, sem úrslitum ræöur í þessu efni; nógu stórt byggjum við Islendingar, ekki sízt uppá síðkastið. Stofur verða æði oft svo stórar, að betra þykir að skipta þeim að einhverju leyti með skilrúmum. I því sambandi má benda á, að skúlptúr gæti myndað skilrúm, eða st.aðið sem hluti af því. Á sýningu Myndhöggvarafélagsins á Kjarvalsstöðum sjáum við hefðbundna út- færslu: Myndir höggnar í stein, eða skorn- ar í tré. En þar er líka skúlptúr úr stein- leír, steinsteypu, stáli og fleiri málmum. Þar er einnig ærin, sem ekki fékk inn- göngu á kirkjulistarsýninguna fyrir tveim- ur árum. Þetta guðslamb á áreiðanlega eftir að hneyksla einhverjar frómar sálir, sem munu undrast, hvernig þetta getur flokkast undir höggmyndir! Já, svona eru þeirra ær (og kýr). En það að fá menn til að undrast er líka hlutverk listarinnar. GÍSLI SIGURÐSSON Undir- meðvitundin er viljugt verkfæri orsteinn Gauti Sigurðsson er aðeins 24 ára gamall, en hefur hlotið þá dóma tónlistargagn- rýnenda, að með leik sínum með Sinfóníu- hljómsveit íslands fyrr í vetur hafi hann skip- að sér í fremstu röð píanóleikara hérlendis. Ég hlýddi á hann leika í Austurbæjar- bíói á vegum Tónlistarfélagsins fyrir tveimur árum. Fyrir utan leik hans, sem þá þegar var frábær, var eitthvað við per- sónu þessa unga manns sem orkaði sterkt á mig og gerði hann forvitnilegan í mínum augum. Enn sé ég hann ljóslifandi fyrir mér á senunni íklæddan allt of stórum smóking við kámugan konsertflygil Aust- urbæjarbíós. Síðan hef ég fylgst með hon- um úr fjarlægð, án þess þó að þekkja nokk- uð til hans, og sætti færis þegar hann var hér heima að ná af honum tali. Rómur hans var dimmur og karlmann- legur í símanum. Viðtal við Lesbókina, því ekki það. En heima hjá móður hans, þar sem hann dvaldi, væri lítið næði. Við ákváðum að hann kæmi heim til mín. Ég sá hann út um gluggann þar sem hann stikaði stórum á milli blokkanna með storminn í fangið. Frakkinn var óhnepptur og skein á brjóstsykurbleika skyrtu og frostpinnagrænan trefil sem flaksaðist til og frá. Hann hafði dvalið í New York og Róm, vissi ég. Voru þessir skæru litir amerísk áhrif eða ef til vill ítölsk? Einfaldlega Baktería Sem Settist Að í Skrokknum Nafnið hans var í einu dagblaðanna þennan eftirmiðdag. Hann var í hópi nafnkunnra manna sem fylgdust með af- mælismóti Skáksambands íslands á Loft- leiðahótelinu deginum áður. Ég spurði, hvort hann hefði farið þangað af áhuga eða forvitni. Hann sagðist hafa mikinn áhuga á skák en kunnáttan væri ekki í nokkru samræmi við áhugann. Samt hefði hún reynst sér mikill tímaþjófur. Hann væri svo ógurlegur dellukall. Á meðan á dvölinni í New York stóð, datt hann til dæmis í billíard. Um tíma var hann líka á bólakafi í austrænni fílósófíu. Ánetjaðist henni þó aldrei svo, að hann færi að ganga í kufli, en hún skildi eftir ýmislegt gott sem hann býr að enn. Ennþá hefur hann ekki lært að spila bridge, er svo hræddur um að falla algjörlega fyrir því. Við fórum síðan að spjalla um sjón- varpsútsendinguna frá Biennalnum í Osló tveimur kvöldum áður, þar sem hann lék annan píanókonsert Prókoffieffs. Ég sagð- ist hafa tekið sérstaklega eftir því, hvað hendur hans virtust mjúkar á nótna- borðinu. „Spaghettihendur" sagði hann og hló dátt og sveigði langa, mjúka fingurna svo að þeir vísuðu beint upp í loftið. „Annars Kristín Sveinsdóttir ræðir við Þorstein Gauta Sigurðs- son píanóleikara sem vakti mikla athygli í vetur, þegar hann lék annan píanókon- sert Prókoffieffs með Sin- fóníuhljómsveit íslands. Hann er nú búsettur í Miami á Florida. virðist það ekki skipta máli hvernig hend- ur píanóleikarans eru lagaðar. Það notar hver sína tækni í samræmi við það hvernig hendur hans eru vaxnar. Sjáðu til að mynda hana Aliciu de Larrocha. Svo netta og fíngerða. Hendurnar á henni eru ekki stærri en á smástelpu. Ógnarkrafturinn í áslætti hennar er ekki í neinu samræmi við smæð handanna. Þetta stendur nefni- lega ekkert í sambandi við sterka fingur, þótt margir virðist ætla það. Á hverju það byggist? Þetta byggist allt á góðu sam- bandi hérna uppi.“ Hann benti með ann- arri hendinni á höfuðið og strauk síðan hinni létt niður eftir handleggnum fram á fingurgóma. „Taugaboðin verða að vera í góðu lagi. Aðalatriðið er hins vegar að hugsun liggi að baki. Svo þýðir ekkert að vera illa fyrirkallaður að morgni, þegar byrjað er að æfa. Ég læt þó stöku sinnum eftir mér að sletta úr klaufunum. Hins vegar reyki ég og drekk kaffi, eins og þú sérð. Margir tónlistarmenn bragða þó aldrei kaffi, finnst það trekkja taugarnar um of. Ég kemst hins vegar ekki í gang nema fá mér þrjá, fjóra bolla. En við vorum víst að tala um norrænu tónlistarkeppnina fyrir ungt fólk, var það ekki? Forvalið til keppninnar fer þannig fram, að tónlistarmaðurinn leikur inn á segulband í viðurvist sérstakrar valnefnd- ar. Snældan er send til þátttökulandsins, en dómnefnd velur siðan til keppninnar eftir þessum tónböndum. Mjög margir sendu tónbönd að þessu sinni, en fáir náðu að keppa til úrslita. Meðalaldur keppenda nú var líka mun lægri en áður.“ Mig langar til að vita, hvort eitthvað ákveðið atvik eða áhrif frá einhverri sér- stakri persónu hefði orðið til þess að hann ákvað að verða píanóleikari. Var hann beittur ströngum aga í tónlistaruppeld- inu? „Það þurfti ekkert sérstak atvik til,“ svaraði hann og brosti. „Þetta var einfald- lega baktería sem settist að í skrokknum á mér og grasséraði þar með þessum afleið- ingum. Ég var afskaplega einrænn og ómann- blendinn þegar ég var yngri. Fimmtán eða sextán ára gamall fluttist ég ásamt fjöl- skyldu minni í nýtt hverfi hérna í Reykja- vík. Það tók mig óratíma að eignast kunn- ingja á nýja staðnum, en þetta þýddi að ég varð ekki fyrir neinni truflun og gat setið við hljóðfærið allan liðlangan daginn. Að vísu var ég að gera fjölskylduna brjálaða með þessum endalausu æfingum, og frem- ur var ég beðinn að halda aftur af mér en hitt. Svona þróaðist þetta, að því er virðist án allra utanaðkomandi áhrifa." Vonbrigði Þegar Virtúós- arnir Reyndust Vera Venjulegir Menn Ég spurði um aðalkennara hans í Tón- listarskólanum, Halldór Haraldsson. Myndaðist ekki sterkt samband á milli þeirra á þessum árum? „Samband okkar Halldórs var ákaflega náið. Hann var mér mikill og góður leið- beinandi og vinur. Ég held að þannig sam- band fyrirfinnist ekki lengur í nýtísku- skólum. Fjöldi nemenda er orðinn svo mik- ill. Nemandi mætir í þá tíma sem honum eru settir fyrir, kennarinn miðlar honum því sem stundaskráin mælir fyrir um, en engu þar fram yfir. Síðan gengur næsti nemandi inn og svo koll af kolli. Eg held að goðsögnin um kennarann, sem leggur nem- andann á hægra brjóstið strax í upphafi og leiðir hann síðan skref fyrir skref í átt til 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.