Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1985, Side 7
að tjá þetta með orðum, en kannski skilur
þú hvað ég á við.“
Mig langaði til að vita, hvort vægi
þyngra „talentið" eða vinnan. Gæti hann
gert sér grein fyrir því?
„Ætli „talentið" sé ekki bara ímyndun-
araflið. Skorti listamanninn ímyndunar-
afl, tel ég að til lítils sé unnið. Hann þarf
að hafa hæfileika til að geta gleymt sjálf-
um sér gjörsamlega á meðan hann leikur.
Mistökin verða ef flæðið milli hugsunar og
athafnar rofnar. Þú hefur kannski heyrt,
að sumir píanóleikarar umla einhver
ósköp á meðan þeir leika. Ég var slæmur
með þetta og er kannski enn. En um leið og
hugsunin beinist að því að kæfa þessi
hljóð, rofnar einbeitingin. Þess vegna er ég
steinhættur að reyna það og held athygl-
inni nokkurn veginn óskertri."
Ég sagðist hafa lesið í viðtali við Yehudi
Menhuin, þann mikla fiðlusnilling, að tón-
listarmaðurinn verði að þekkja, ekki að-
eins líf mannsins á jörðinni, heldur einnig
manneskjuna sjálfa. Og hann geti ekki ,
einu sinni látið sér nægja að þekkja mann-
eskjuna, hann verði líka að vita deili á
jörðinni, fiskunum í hafinu og fuglunum.
„Claudio Arrau hefur haft um þetta
svipuð orð,“ svaraði Þorsteinn Gauti. „Að
tónlistarmaðurinn þurfi að víkka út þekk-
ingu sína, uns hún spanni alla þætti lífs-
ins, til að geta leikið eitt lítið verk. Þess
vegna er ég ekki trúaður á árangur þeirra
tónlistarmanna sem loka sig inni í her-
bergi átta klukkustundir á dag við æf-
ingar. Þeir missa tengsl við lífið fyrir
utan. Sjóndeildarhringur þeirra hlýtur að
verða ákaflega þröngur."
En lærir Þorsteinn Gauti mikið á því að
hlýða á leik annarra píanista?
„Ég var tíður gestur í Carnegie Hall á
meðan ég dvaldi í New York. Þungu fargi
létti af mér, þegar ég heyrði snillinga eins
og Pollini, Bearman, Brandel og Gielels
gera skyssur. Áður hafði ég einungis hlýtt
á leik þeirra af hljómplötum, sem er af-
skaplega óraunhæft. Þá er búið að þurrka
út feilnóturnar, allt er slétt og fellt, en
þannig er það sjaldnast í raunveruleikan-
um.“
Ég spurði hann að því hvaða tónlist
höfðaði mest til hans.
„Pólýfónísk eða margrödduð tónlist.
Hún er erfið en gefur hljóðfæraleikaran-
um færi á að móta hverja rödd sérstak-
lega. Þannig músík er ákaflega skipuleg og
hnitmiðuð og er Bach þar öðrum fremri.
Slík viðfangsefni skýra hugsunina og eru
hollari en önnur. Best virðist mér hins
vegar henta að spila síðrómantíska eða 20.
aldar tónlist.“
Allir Pínulítið Klikkaðir
Ég spurði hvort hann væri fljótur að
læra ný tónverk, eða hvort hann þyrfti að
hafa mikið fyrir að tileinka sér þau. Til
dæmis fyrrnefndan píanókonsert Prókof-
fieffs.
„Ég lærði þann konsert á tiltölulega
skömmum tíma á meðan ég var í Julliard,
og hann hefur verið að gerjast í mér allar
götur síðan. Sumir hljóðfæraleikarar nota
svokallaða „emergency-method" eða neyð-
araðferð við að læra ný verk, en ég mæli
ekki með henni. Walter Gieseking var
þekktur fyrir að beita henni. Hann gat
setið í járnbrautarlest með nóturnar á
hnjánum og „ljósmyndað“ þær. Gengið
síðan beint inn í hljómleikasalinn og spil-
að fyrir áheyrendur, án þess að hafa
nokkru sinni æft verkið á hljóðfæri. Þetta
er að vísu sjaldgæft, en hægt að þjálfa eins
og annað.
Fyrir mig er besta aðferðin að læra
verkið, leggja það til hliðar í dálítinn tíma,
taka það fram aftur og æfa, og hvíla það
síðan enn um stund. Ég held að flestir
góðir tónlistarmenn fari þessa leið. Undir-
meðvitundin er nefnilega svo viljugt verk-
færi, sé rétt að henni farið. Hún hamast
við að vinna, þótt hugurinn sé ekki við
verkið svo mánuðum skipti."
Að lokum langaði mig til að vita hverjar
framtíðaráætlanirnar væru.
„Ég hef aðeins áhuga á að spila og veit
að ég mun aldrei hætta því. Ég ætla að
hafa augun opin og taka þátt i keppnum
þegar ég mögulega get. Síðan hef ég áhuga
á að koma fram opinberlega meira en ég
hef gert til þessa, því að mínu mati er
tónleikahald besta lexían."
Einhver sérkenni sem allir píanó-
leikarar hafa?
Það færðist geislandi bros yfir andlit
Þorsteins Gauta og brún augun tindruðu
af glettni: „Jú, við erum allir pínulítið
klikkaðir. Annars værum við örugglega
ekki að þessu.“
Kristln Sveinsdóttir er húsmóöir I Reykjavlk og
hafa greinar og viðtöl eftir hana oft birst I Les-
bók.
frama, heyri miðöldum til. Það er afar
mikilvægt að vera undir handleiðslu af-
burða kennara. Hann gefur hugmyndir,
ýtir undir og hvetur. Nemandinn er hins
vegar sá, sem vinnur úr, nýtir hugmynd-
irnar, auðgar þekkinguna. Og vissulega er
eingöngu undir honum sjálfum komið
hversu vel tekst til.“
Að loknu námi í Tónlistarskólanum tók
Julliard við. Hvernig var fyrir hlédrægan
reykvískan ungling að setjast að í millj-
ónaborginni New York? Uppfyllti kennsl-
an þar þær væntingar sem hann hafði gert
sér?
„Ég hafði gert mér gífurlega háar
hugmyndir um þennan skóla. En allir
virtúósarnir sem ég hafði átt von á að
hitta þar reyndust vera venjulegir menn.
Sú uppgötvun olli mér vonbrigðum en jók
jafnframt sjálfstraustið til mikilla muna.
Vissulega er Julliard einn af fremstu
tónlistarháskólum í heimi, en ákveðnir
menn hafa haldið nafni hans á lofti, svo
sem Izaak Perlman, Zuckerman, Van Cly-
burn og fleiri.
En dvölin þar ytra varð mér gífurleg
reynsla. Umhverfið er svo tilbúið eða „art-
ificial", ef þú skilur hvað ég á við. Þar er
svo ótrúlega margt sem glepur hugann.
Eftir að ég yfirgaf Julliard hef ég stundum
átt leið um borgina, staldrað við í fáeina
daga. Þá hef ég verið haldinn ónotahrolli
allan tímann. Það er ekki um nema tvennt
að ræða, annað hvort elska menn New
York eða hata. Ég tilheyri síðari hópnum
og skil tæpast núna, hvernig ég hélt út að
búa þar jafn lengi og ég gerði.
Hins vegar játa ég, að ég lærði afskap-
lega margt af Ameríkönum sem ég verð
þeim þakklátur fyrir ævilangt. Áður var
ég ákaflega ómannblendinn og haldinn
vanlíðan í margmenni. Þetta lagaðist mik-
ið þar vestra. Kanarnir eru svo vingjarn-
legir og blátt áfram.
99
Ég hef aðeins áhuga
á að spila og veit að ég mun
aldrei hætta því. Ég ætla að
hafa augun opin og taka þátt
í keppnum þegar ég mögu-
lega get. Síðan hef ég áhuga
á að koma fram opinberlega
meira en ég hef gert til
þessa, því að mínu mati er
tónleikahald bezta lexían
99
Samt eru þeir ekki alveg eins opnir og
virðast kann í fyrstu. Það eru ítalir hins
vegar. Þeir eru besta fólk sem ég hef
kynnst. Ef ítali gerist vinur þinn, gefur
hann sig allan og skilur ekkert undan.
Konan mín er ítölsk. Reyndar er hún fædd
í Bandaríkjunum en af ítölskum foreldr-
um. Við höfum verið búsett í Miami á
Florída og þangað er förinni heitið þegar
ég held héðan."
Ég spurði hann um Róm. Ég vissi að
hann hafði dvalið þar um tíma.
„Mig langaði ekki aftur til Julliard,
heldur ákvað ég að fara til ítalsks kennara,
Guido Agosti, sem býr skammt fyrir utan
Róm. Hann er orðinn nokkuð fullorðinn,
var nemandi meistara Busonis. En því
miður auðnaðist mér ekki að vera hjá hon-
um nema nokkra mánuði. Ég gat ekki
fengið námslán og var orðinn svo blankur
að ég varð að snúa aftur heim.“
Lesbók/Friðþjófur.
EKKI TRÚAÐURÁ ÁRANGUR
Þeirra tónlistarmanna
Sem Loka Sig Af átta
Klukkustundir á Dag
Mig langaði til að vita hvort hann beitti
sjálfan sig ströngum aga.
„Ég er að eðlisfari afskaplega óskipu-
lagður og lætur best að vinna í skorpum.
Því tók ég það til bragðs þegar ég var við
Julliard að skipuleggja hvern einasta dag.
Næstum hverja mínútu. Auðvitað fór ég
aldrei alveg eftir þessu plani, en þó í stór-
um dráttum. Að þessu hef ég búið síðan og
á nú miklu auðveldara með að beita sjálf-
an mig aga.“
En hvernig skyldu menn verða góðir pí-
anóleikarar?
Hann varð hugsi um stund og ég virti
fyrir mér meitlaðan vangasvip hans og
ákveðinn munnsvipinn. Svo svaraði hann:
„Ætli það sé ekki vinnan sem skiptir
mestu máli, eins og í öllum öðrum listum.
Æfingarnar útheimta geysilega þolinmæði
og þrautseigju. Ég öfundaði Japanana og
hina Austurlandabúana af þeirri ótrúlegu
elju sem þeir búa yfir. Og ætli hæfileikinn
til að koma fram sé ekki álíka mikilvægur.
Ég skal segja þér, að í upphafi var ég
gripinn sterkri óttakennd, þegar ég átti að
koma fram. Það er nauðsynlegt fyrir ein-
leikara að vera hræddur að vissu marki,
annars leikur hann ekki vel. Ég hef hins
vegar reynt að breyta þessum ótta í eftir-
væntingu eða tilhlökkun, og ég held að mér
hafi tekist það. Áður kom spennan fram á
þann hátt að axlirnar og úlnliðirnir á mér
frusu sem kallað er. Eg varð stífur og
þurfti að nota hluta af einbeitingunni í
slökun. Þetta má ekki koma fyrir vilji
tónlistarmaðurinn gefa sig óskiptan í tján-
ingunni. Þessi dulda spenna þarf að leys-
ast úr læðingi og ummyndast i kraft sem
kemur fram í leik hans. Það er mjög erfitt
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. APRÍL 1985 7