Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1985, Síða 11
10 prestar og biskupar — niðjar Guðrúnar í Tungufelli
Séra Ófeigur Vigfússon,
Fellsmúla
Séra Ásmundur Gud-
mundsson, biskup
Séra Sigurgeir Sigurðs- Séra Jón Jakobsson,
son, biskup Bíldudal
Séra Jóhann Hlíðar,
Vcstm.eyjum og víðar
Séra Pétur Sigurgeirsson,
biskup
Séra Hannes Guðmunds-
son, Fellsmúla
Séra Gísli Kolbeins,
Stykkishólmi
Séra Ólafur Skúlason,
vígslubiskup
uppreisn 10. febrúar 1797 og var embætt-
islaus til 1802 er hann fór aftur sem að-
stoðarprestur til séra Jóns Ormssonar
fékk Stað í Grunnavík 1814 en Eyri í Skut-
ulsfirði 1821 og lét af prestskap 1848. ís-
lenskrar æviskrár segja þetta um séra
Eyjólf: „Hann var gáfumaður og góður
ræðumaður, söngmaður mikill og fjörmað-
ur, glaðlyndur og kom sér allvel, búhöldur
í betra lagi.“ Kona séra Eyjólfs var Anna
María Pétursdóttir kaupmanns Kúlds í
Flatey áttu þau 9 börn og koma 2 dætur
þeirra hér við sögu. Jóhanna Friðrikka
Eyjólfsdóttir átti séra Ólaf Sívertsen í
Flatey, og var sonur þeirra séra Eiríkur
Kúld í Stykkishólmi en hann var í 4. lið frá
Guðrúnu í Tungufelli.
Þóra Katrín Eyjólfsdóttir átti Jón silf-
ursmið Þórðarson að Kirkjubóli í Skut-
ulsfirði en synir þeirra voru prestarnir
séra Janus Jónsson í Holti í Önundarfirði
og séra Eyjólfur Jónsson á Árnesi en þeir
bræð- .i voru í 4. lið frá Guðrúnu í Tungu-
fel.i. Synir séra Eyjólfs Jónssonar í Árnesi
voru bræðurnir séra Böðvar í Árnesi og
séra Eyjólfur Kolbeins á Staðarbakka,
þeir voru í 5. lið frá Guðrúnu. Sonur séra
Eyjólfs Kolbeins var séra Halldór Kol-
beins prestur í Vestmannaeyjum í 6. lið, en
sonur hans er séra Gísli Kolbeins í Stykk-
ishólmi og er hann í 7. lið frá Guðrúnu í
Tungufelli. Meðal barna séra Kolbeins var
Margrét, hún giftist fyrst Þórði stúdent
Sæmundssyni og voru þau barnlaus, síðan
Hiliríusi Illugasyni presti á Mosfelli í
Grímsnesi og þau barnlaus, síðast giftist
hún séra Jóni Jónssyni í Klausturhólum og
var dóttir þeirra Ragnhildur kona Björns
Jónssonar á Búrfelli og var sonur þeirra
séra Jón Björnsson fyrst prestur á Bergs-
stöðum, þá á Hítarnesþingum en síðast á
Stokkseyri, hann var í 4. lið frá Guðrúnu í
Tungufelli.
Meðal margra barna séra Kolbeins voru
dætur tvær, sem báðar hétu Guðrún. Guð-
rún eldri giftist séra Sigurði Ólafssyni að-
stoðarpresti hjá séra Kolbeini í Miðdal en
varð síðar seinni kona Eiríks Vigfússonar
dannebrogsmanns á Reykjum á Skeiðum
og meðal margra barna þeirra voru Ing-
unn og Eiríkur, síðar bóndi á Reykjum
faðir Eiríks bónda á ólafsvöllum föður
Sigurðar regluboða föður Sigurgeirs bisk-
ups, föður Péturs biskups Sigurgeirssonar
og er hann í 7. lið frá Guðrúnu í Tungu-
felli. Ingunn dóttir Eiríks dannebrogs-
manns giftist Ófeigi ríka í Fjalli og var
sonur þeirra Vigfús bóndi í Framnesi á
Skeiðum, faðir séra Ófeigs Vigfússonar í
Fellsmúla, föður séra Ragnars í Fellsmúla
og voru þeir feðgar í 5. og 6. lið frá Guð-
rúnu í Tungufelli.
Guðrún yngri Kolbeinsdóttir er í heim-
ildum talin skáldmælt. Hún var fyrri kona
Einars Bjarnasonar bónda í Bryðjuholti,
en meðal barna þeirra var Arndís, fyrri
kona Guðmundar Magnússonar í Birtinga-
holti og var dóttir þeirra Guðrún, kona
Helga Magnússonar í Birtingaholti en þau
voru foreldrar séra Guðmundar í Reyk-
holti, séra Magnúsar á Torfastöðum og
séra Kjartans í Hruna. Þeir bræður voru í
5. lið frá Guðrúnu í Tungufelli. Sonur séra
Guðmundar í Reykholti var Ásmundur
biskup og var hann í 6. lið frá Guðrúnu í
Tungufelli.
Fjórði bróðirinn frá Birtingaholti var
Ágúst Helgason hreppstjóri og bóndi í
Birtingaholti, faðir Sigríðar móður séra
Ólafs Skúlasonar vígslubiskups og er hann
í 7. lið frá Guðrúnu í Tungufelli. Nú hef ég
lokið upptalningu allra þeirra presta, sem
ég hef fundið meðal afkomenda Guðrúnar
Hallvarðsdóttur í Tungufelli en 6 presta
aðra mætti rekja til Eiríks dannebrogs-
manns á Reykjum en formóðir þeirra er
fyrri kona hans, Ingunn Eiríksdóttir frá
Bolholti.
Myndlistaræðin Frá
Jóni Lesara
Heill hópur af þjóðkunnum lista-
mönnum eiga einnig ætt sína að rekja til
Guðrúnar í Tungufelli. Við upptalningu á
þessu listafólki verður stiklað á stóru og
ekki nefndir aðrir en þeir, sem kunnastir
eru, enda þótt til allra átta séu listamenn
af ýmsu tagi, sem minna eru þekktir. Lít-
um þá fyrst á þann ættlegg, sem frá séra
Kolbeini er kominn.
Eins og fram hefur komið var kona séra
ólafs Sivertsen í Flatey Jóhanna Frið-
rikka Eyjólfsdóttir Kolbeinssonar, en börn
þeirra voru séra Eiríkur Kúld eins og fyrr
er um getið og Katrín kona séra Guð-
mundar Einarssonar á Breiðabólstað á
Skógarströnd, en dóttir þeirra var Theo-
dóra Thoroddsen skáldkona og var hún í 5.
lið frá Guðrúnu í Tungufelli. Systir Theo-
dóru var Ásthildur Jóhanna, sem átti Pét-
ur J. Thorsteinsson kaupmann í Bíldudal,
en þau voru foreldrar Guðmundar (Muggs)
Thorsteinssonar listmálara og var hann í
6. lið frá Guðrúnu í Tungufelli. Þá má
nefna Sigurð Ágústsson tónskáld í Birt-
ingaholti, sem er í 6. lið frá Guðrúnu, en
hann er móðurbróðir séra Ólafs Skúlason-
ar vígslubiskups og Helga Skúlasonar,
leikara. Föðursystir Sigurðar Ágústssonar
í Birtingaholti var Katrín, kona séra Ólafs
Briem, prests á Stóra Núpi, en sonur
þeirra er Jóhann Briem listmálari og er
hann í 6. lið frá Guðrúnu í Tungufelli.
Þá vil ég geta þeirra listamanna, sem
komnir eru frá Jóni lesara. Sonur Jóns
lesara, séra Jón á Barði, átti dóttur þá,
sem Guðlaug hét, hún giftist Sveini
Sveinssyni hreppstjóra í Haganesi í Fljót-
um og var sonur þeirra Sveinn í Haganesi
faðir Guðlaugar Helgu, konu Jóns Ant-
onssonar í Arnarnesi við Eyjafjörð, en
dóttir þeirra var Kristín Jónsdóttir list-
málari kona Valtýs Stefánssonar ritstjóra.
Hún var í 6. lið frá Guðrúnu í Tungufelli.
Eins og fyrr er um getið var Halldór í Jötu
hálfbróðir séra Jóns á Barði, en frá Hall-
dóri í Jötu eru þeir listamenn komnir, sem
nú verða nefndir. Snorri Halldórsson á
Kluftum átti tvær dætur, önnur var Guð-
rún Snorradóttir í Hörgsholti, sem fyrr
hefur verið nefnd, og Guðlaug, sem gift
var Gísla hreppstjóra í Vatnsholti í Flóa,
Helgasyni frá Grafarbakka. Dóttir þeirra
var Guðlaug kona Jóns Guðnasonar bónda
í Suður-Rútsstaðakoti, en þau voru for-
eldrar listmálaranna Jóns og Ásgríms
Jónssona og voru þeir bræður í 6. lið frá
Guðrúnu í Tungufelli.
Helga Halldórsdóttir í Bolafæti, sem
fyrr hefur verið nefnd, átti þrjá syni, sem
allir koma hér við sögu. Elstur þeirra var
Jón Bjarnason bóndi í Galtafelli, sem fyrr
hefur verið nefndur og var sonur hans
Einar Jónsson myndhöggvari. Hann var í
5. lið frá Guðrúnu í Tungufelli. Annar í
aldursröð þeirra Bolafótsbræðra var Guð-
mundur bóndi á Stórafljóti í Biskupstung-
um, en synir hans voru Bjarni bóndi á Bóli,
faðir Eiríks lagasmiðs og harmoníkuleik-
ara í Hveragerði, sem var í 6. lið frá Guð-
rúnu og Gísli bóndi í Laugarási og Úthlíð í
Biskupstungum, faðir Jónínu Þorbjargar
konu Sigurðar Jónssonar bónda í Uthlíð,
en sonur þeirra er Gísli Sigurðsson list-
málari og blaðamaður, f. 3.12. 1930. Hann
er í 7. lið frá Guðrúnu í Tungufelli. Sonur
Gísla bónda í Úthlíð er Erlendur fyrrum
bóndi að Dalsmynni í Biskupstungum en
sonur hans er Eyvindur Erlendsson leik-
stjóri og kvikmyndahöfundur, f. 14.2.1937,
en hann er í 7. lið frá Guðrúnu í Tungu-
felli. Yngstur þeirra Bolafótsbræðra var
Helgi bóndi í Miðfelli í Hrunamanna-
hreppi, faðir Guðmundar trésmiðs í
Reykjavík, föður Guðrúnar Nielsen móður
Alfreðs Flóka listmálara f. 19.12. 1938, en
hann er í 7. lið frá Guðrúnu í Tungufelli.
Til þessarar frásagnar vil ég enn nefna
tvær dætur Halldórs í Jötu, Guðfinnu og
Ingibjörgu.
Guðfinna átti að fyrri manni Eirík
Bjarnason bónda í Miklaholti, en fyrir
seinni mann Ingimund Tómasson frá
Helludal. Þau bjuggu í Miklaholti í Bisk-
upstungum en síðar í Efsta-Dal í Laugar-
dal. Sonur þeirra var Jón Ingimundarson
bóndi og hreppstjóri í Skipholti en sonur
hans var Þorgrímur veggfóðrari og söðla-
smiður í Laugarnesi við Reykjavík en son-
ur hans er Gestur Þorgímsson mynd-
höggvari. Hann er í 6. lið frá Guðrúnu í
Tungufelli. Ingibjörg Halldórsdóttir sem
fædd var á Kotlaugum 1794 átti að fyrri
manni ísak Jónsson bónda á Fossi í
Hrunamannahreppi, en fyrir seinni mann
Vigfús Vigfússon bónda í Lambhúskoti í
Biskupstungum. Sonur þeirra var Halldór
Vigfússon bóndi á Ósabakka á Skeiðum,
faðir Ingibjargar konu Benjamíns Jóns-
sonar bónda í Syðri-Gegnishólum í Flóa,
en dóttir þeirra er Guðbjörg Sigríður móð-
ir Eiríks Smith Finnbogasonar listmálara
f. 9.8. 1925. Hann er í 7. lið frá Guðrúnu í
Tungufelli.
Einn af sonum Halldórs í Jötu var Jón
Halldórsson bóndi og skáld á Efra-Seli í
Hrunamannahreppi. Sonur hans var Guð-
mundur bóndi á Efra-Seli, faðir Tryggva
verzlunarmanns á Seyðisfirði og síðar
gjaldkera í Reykjavík. Dóttir hans var
(Jónína) Nina Tryggvadóttir listmálari,
hún var í 6. lið frá Guðrúnu í Tungufelli.
Dóttir Nínu Tryggvadóttur er Una Dóra
Copley listmálari, f. 26.5. 1951. Hún er í 7.
lið frá Guðrúnu í Tungufelli. Þá hef ég
lokið við að telja upp bæði presta og lista-
menn en vil þó geta þess að hjónin á Efra-
Seli, þau Valgerður Bjarnadóttir og Guð-
mundur Jónsson, afi og amma Nínu
Tryggvadóttur, voru systkinabörn.
Valdemar Guðmundsson er fyrrverandi yfirfanga-
vörður I Reykjavlk og einn þeirra sem er I 7. lið frá
Guðrúnu I Tungufelli.
SVEINBJÖRN
BEINTEINSSON
Stökur
Skríða menn í hraðför hjá
hlíðar fenniköfum
skíðum renna röskir á
ríða tvennum stöfum.
Nóg af rökkri nóttin bar
norðan myrkurvegi.
Yfir það sem aldrei var
annað en rönd af degi.
Vorið léttum lófa strauk
landsins kalda vanga.
Veglaus út í veðrið rauk
vetrarnóttin stranga.
Bæði liggur burt og heim
brautin sem við fundum,
verður samt á vegi þeim
villuþoka stundum.
Veðrahaminn hirða fljótt
huldur gamanstafa
þegar saman sól og nótt
seiðinn framið hafa.
Kvöldin voru lystileg
létt mig báru fætur
þennan mjóa meðalveg
milli dags og nætur.
Meðan bleikur máni skín
móti frosnum heiðum
óska ég mér inn til þín
eftir hugans leiðum.
Þótt um löng og lokuð sund
leið ég enga sjái
alla jafnt og eina stund
okkar fund ég þrái.
Banna fundi örlög öll
inn til þín á meðan.
Kveð ég mig um fönnug fjöll
fullum rómi héðan.
Drauma skerða vöku völd,
varla sökin rengist,
strauma herða kjörin köld,
krappa vökin þrengist.
Hnykkir á stöfum stuðlafars
stormur veiðibráður.
Nú er inn til veðurvars
verri leið en áður.
Gamli vinur, gangsvip þinn
glöggt ég sé og þekki.
Grunnt er vaðið góði minn
gusur skortir ekki.
Þótt í vetur verði kalt
vil ég engu kvíða,
hjá þér verður árið allt
eintóm veðurblíða.
Margt ergeymt í glöðu Ijósi,
góðar heimtur tíðkast þar,
hafi streymt að einum ósi
allt sem dreymt og hugsað var.
Stefnt í voða virðist mér
völtum gnoðum þegar
skaps á boða bylta sér
bylgjur hroðalegar.
Dularmögn frá eldri öldum
óspillt þögnin dró að sér.
Rímuð sögn af römmum völdum
rökkurfögnuð veitti mér.
Yfir haga fannafreðinn
fornra laga tóninn ber
líkt sem bragur langt að kveðinn
Ijós og fagur virðist mér.
Sveinbjörn Beinteinsson er bóndi og
allsherjargoði á Draghálsi.
í
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 20. APRlL 1985 11