Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1985, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1985, Síða 2
garöinn. Arkitektarnir Kristinn stárlegri hugmynd um íbú Blíða Ekki alls fyrir löngu flutti kanadískur arki- tekt, Norman Press- man að nafni, erindi í Ásmundarsal á vegum Arki- tektafélags íslands þar sem hann fjallaði um húsageröarlist á norðlægum slóðum. Pressman starfar á vegum alþjóðasamtaka sem bera nafnið Félagið vistleg- ar borgir að vetri til (The Liv- able Winter City Association), en þau samtök hafa það á stefnuskrá sinni að vekja menn til umhugsunar um hvernig haga megi húsagerð þar sem vetrar gætir þannig að íbúarnir verði sem minnst fyrir barðinu á hvimleiðustu einkennum þeirrar árstíðar svo sem kulda, snjó- komu og vindbelgingi. Meðal áheyrenda Pressmans voru tveir íslenskir arkitektar sem að und- anförnu hafa velt þessu máli mikið fyrir sér og eru nú í fram- kvæmdahug. Þeir eru Kristinn Ragnarsson og Örn Sigurðsson sem hafa starfrækt Teiknistof- una í Garðastræti 17 undanfarin fimm ár. Þó er forsaga þessa máls all- miklu eldri. Fyrir um það bil áratug var Valdimar Kristins- son, viðskipta- og landfræðing- ur, á ferð um iðnaðarhverfi í austurborginni, en þar hafði þá risið geysistór skemma á stutt- um tíma. Valdimar hafði oft hugleitt hvort ekki mætti byggja þannig á íslandi að vetur kon- ungur æddi ekki inn á gafl hjá íbúunum, og þar sem hann virðir fyrir sér fokhelda risaskemmuna kemur honum sú hugmynd að ef til vill mætti byggja raðhús við langhliðar slíkrar skemmu og eignast þannig garða og leik- svæði sem hægt væri að nota 4r- ið um kring. En þar sem svona skemmur eru bæði dýrar og falla illa inn í íbúðarhverfi hvarf Valdimar frá þessari lausn en ræddi hugmynd sína síðan við Örn og Kristin, arkitekta í sem eftir GUÐBRAND Land mitt er ekki land, þaö er veturinn garður minn ekki garður heldur kargur blettur gata mín ekki gata, hún er snjór... (Gilles Vigneault: Mon Pays) Garðastræti, sem tóku honum með opnum huga. Við gefum þeim orðið: SUÐRÆNAR EFT- IRLÍKINGAR Við sem búum á norðlægum slóðum höfum alltaf verið að keppast við að byggja suðrænar borgir, líkja eftir einhverri ind- verskri paradís eða glíma við dönsk smáhýsi í stað þess að við- urkenna staðreyndir, lifa með vetrinum og njóta hans. Það er yndislegt að bregða sér á skíði eða skauta, en það er hreinn óþarfi að búa þannig um sig hér á norðurhjara að maður þurfi helst að klæðast pollabuxum eða stormgöllum ef leiðin liggur nið- ur í miðbæ og eitthvað er að veðri. Það er út í bláinn að byggja stök hús á íslandi. Það er óhagkvæmt með tilliti til við- halds, gatnagerðar, snjóruðn- ings og fleiri kostnaðarþátta. Þess vegna leist okkur mjög vel á hugmynd Valdimars og þróuð- um hana þannig að nú er ekki annað eftir en að hefja fram- kvæmdir. En áður en ég skýri frá því er rétt að líta aðeins á hvernig húsagerð á íslandi hefur verið háttað. Fyrstir voru torf- kofarnir, en þar voru bæði menn og skepnur svo að segja undir sama þaki og höfðu hita hvert af öðru. Fjölskyldur voru stórar, foreldrar dvöldu þar ásamt börnum sínum og barnabörnum, enda þá hvergi til elliheimili eða barnaheimili. Timburhúsin taka við og síðan steinhús, þar sem heldur rýmra er um íbúana, enda þær breytingar orðnar að eldra fólk býr sér eða dvelur á elliheimilum — kjarnafjölskyld- an er komin til sögunnar. Svo eru byggð hús sem eru lokaðar einingar. Það er gengið inn í húsið frá götunni og meðfram því og afturfyrir í garðinn. Síðan verður sú breyting á, að hægt er að ganga úr stofu út í garð, og nú er nýjasta tískan sú að hægt er að ganga úr stofu út í garðhýsi. Hringlaga Klasi af raðhúsum Flestir vilja hafa garða. Það liggur þó í augum uppi að óhagkvæmt er að hafa garð sem einungis nýtist vel tólf til fimm- tán daga á ári. Þar er miklu til kostað en hagnaðurinn lítill. Við höfum í hyggju að reisa hring- laga klasa af raðhúsum við Arn- arnesvog í Garðabæ með yfir- byggðum almenningi þar sem hægt verður að njóta kosta garð- lífs allt árið um kring, rækta nytjajurtir og spila badminton, svo eitthvað sé nefnt. Ekið verð- ur inn í bílageymslu sem er und- ir húsunum og þaðan getur hver gengið til síns heima án þess að vökna eða eiga á hættu að vind- hviða feyki upp bílhurðinni. Samkvæmt útreikningum okk- ar verður ekki dýrara að byggja þennan klasa en sama fjölda hefðbundinna íbúðarhúsa. Kost- irnir við svona fyrirkomulag eru svo augljósir að varla tekur því að telja þá upp. íbúarnir losna við öll þau óþægindi sem vetur- inn veldur í nánasta umhverfi manna. Húsagerð af þessu tagi ryður sér nú mjög til rúms á norðlægari slóðum, sérstaklega í Kanada og Svíþjóð. Nú þegar hafa risið erlendis verslunar- svæði sem eru yfirbyggð og þar sem hægt er að ganga milli búða án þess að vera í vetrarfötum. Ein þekktasta þyrping þessarar tegundar er Eaton Center í Tor- onto, sem margir fslendingar kannast við. íslendingar eru nú að ranka við sér í þessum efnum. Við Eiðistorg er að rísa skýll staður og Hagkaupsþyrpingin í nýja miðbænum verður einnig yfirbyggð. Það er því kominn tími til að við búum þannig um okkur á okkar eigin heimilum að við þurfum ekki að bíta á jaxlinn til að fara út í garð níu mánuði ársins, sögðu Kristinn og Örn að iokum. Kunnugir segja að byggingar- iðnaður sé íhaldssöm atvinnu- grein og ekki síst hér á íslandi þar sem mannfæð dregur úr mönnum kjark til að brydda upp á nýjungum. Hér er þó ein sem ætlunin er að hrinda í fram- kvæmd. Grunnmynd jaröhæðar: fimmtán raðhús eru í brerri þyrpingu og hefur hrert þeirra eigin garð auk aðgangs að almenningi og auk þess ral á garðbýsi rið framhlið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.