Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1985, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1985, Qupperneq 7
anlegt, að leifar þess sé að finna í jarðlög- um undir yfirborðinu. Víkingarnir færðu sönnur á, að það væru vindar, en ekki vötn, sem mótuðu yfirborð Mars núna. Hitastigið á hinum tveim lendingarstöðum sveiflast um meira en 90°C frá miðnætti til hádegis. Meðal- hitastigið er um mínus 40°C, en hitinn kemst upp fyrir frostmark á miðbaug. Hinar miklu hitasveiflur geta hrundið af stað stormum í hinu þunna andrúmslofti, sem fara með hundraða km hraða á klst. og valda stundum sandstormum um alla reikistjörnuna á borð við þá, sem háði Mariner 9. svo lengi. Jarðvegur Mars er úr efnafræðilegu einföldu bergi (svipuðu bas- alti á jörðu), sem inniheldur gnægð járn- ildis eða ryðs, sem veldur hinum rauðleita lit reikistjörnunnar. Slíkt berg myndar hinar aflíðandi hlíðar eldfjalla á Mars, svo sem dyngjunnar Olympíufjalls, sem er þrisvar sinnum hærra en Everest-fjall. GEIMFAR TlL MARZ 1990 Áður en fyrstu mennirnir stíga fæti á Mars, vænta menn þess hjá NASA, Banda- rísku geimferðastofnuninni, að búið verði að afla verulegrar vitneskju í viðbót um reikistjörnuna. Víkingur 1., sem dugði lengst hinna fjögurra, hætti ekki að senda útvarpsmerki fyrr en sl. nóvember og vís- indamenn eru enn að vinna úr upplýsing- um frá honum og félögum hans. Meiri upp- lýsingar munu koma frá geimfari, sem sent verður á braut umhverfis Mars 1990 í 687 daga eða eitt Mars-ár. Hlutverk þess verður að fylgjast með loftslagi og árstíða- breytingum á pólhettunum sem og að kort- leggja hnöttinn með hliðsjón af jarðefnum þar. Þegar að því kemur, að geimfarar verða tilbúnir að leggja upp í för til Mars, ætti handbók ferðamanna á rauðu reiki- stjörnunni að vera orðin þykkt bindi. Þannig hugsa menn sér friðsælan fjalladal á Marx, eftir að menn bafa komið sér þar fyrir. HELGI SÆMUNDSSON HVÍTUR ÖRN — í minningu Guö- mundar G. Hagalín Hvítur örn hefst á flug hátt af akranesi. Breiðum á vængjum ber hann skjótt brott að lokinhömrum. Veit hann þar vestur í fjörðum veröld sér að skapi: haf og fjall, hraun og dal, heiði, vík og skaga. Vesturför verðurgóð vordægur heiðfagurt ara sem ötull og glöggskyggn átthaganna vitjar. Bíður hans bjargi í bólstaður dvergs og vættar. Hvítur örn hreiður á sér húsum manna ofar. Helgi Sæmundsson er skáld og ritstjóri I Reykja- vik. Carl Sagan rið stjörnukíkinn f LoweH- stjörnuathugunarstöðinni. jafngamlar reikistjörnur að ræða, sem þróazt hafa í námunda hvor við aðra í sama sólkerfi, og á annarri kviknar líf og dafnar, en ekki á hinni. Hvers vegna? Þarna er sígilt vísindalegt viðfangsefni fyrir hendi, sem krefst tilrauna og skoðun- ar. Hinn vísindalegi ávinningur af frekari rannsóknum á lofthjúpi Mars, yfirborði hans og innri gerð er augljós. Hið hagnýta gildi er einnig greinilegt: Betri skilningur á Mars leiðir til meiri þekkingar á okkar eigin litlu plánetu. En það er önnur ástæða til þess að kanna Mars. Og þótt erfitt sé að rökstyðja hana til nokkurrar hlítar gera margir sér mjög ljósa grein fyrir henni. Útþrá, leit og könnun hefur auðkennt mennina, frá því er þeir voru veiðimenn og hirðingjar. Könnun óþekktra heima — með hugvit- samlegum vélmennum, en þó sérstaklega, ef hún er gerð af lifandi mönnum — snert- ir eitthvað, sem býr djúpt í brjósti okkar. Hugsum okkur til dæmis dauðhreinsuð vélmenni vera að lenda einhvers staðar á hinum drungalegu stöðum á Mars, og síð- an reiki þau um til að skoða nánar hinar óendanlegu furður rauðu reikistjörnunnar. Og við myndum fylgjast með þessu á sjón- varpsskerminum heima hjá okkur á hverj- um degi í meira en ár og alltaf sjá ný og ný undrunarefni. Yfirborð Mars er nær ná- kvæmlega jafnstórt þurrlendi jarðar. Það er sannarlega ærinn vettvangur nýs könn- unartímabils. AÐSTÆÐUR Sem RÉTTLÆTA FYRIRTÆKIÐ En hvað um geimferð manna til Mars? Vegna kostnaðarins er mjög erfitt að rétt- læta slíkan leiðangur e.invörðungu frá sjónarmiði vísinda. En ég get ímyndað mér þær aðstæður, sem réttlættu slíkt fyrirtæki af öðrum ástæðum. Hugsum okkur, að jarðarbúar væru svo lánsamir, að þeir yrðu þess varir einn góðan veður- dag, að nýir menn hefðu tekið við í Wash- ington og Moskvu og væru þess albúnir að taka upp nýja stefnu. Og til marks um hina nýju tíma hefðu þeir ákveðið að vinna sameiginlega að stórfenglegu fyrirtæki, einhverju á borð við Apollo-áætlunina, en nú myndu þeir vinna að því að ná markinu meö samvinnu, en ekki í samkeppni. Meiri háttar geimferðaáætlanir gætu einnig auðveldað þær breytingar, sem yrðu á mörgum framleiðsluháttum þar að lút- andi, er vikið yrði af braut vígbúnaðar- kapphlaupsins, sem nú er, og stefnt að friðsamlegri markmiðum. Gætum við gert út leiðangur manna til Mars fyrir það fé, sem þráfaldlega er veitt til vopnafram- leiðslu á jörðu? Og því virðist óhætt að svara játandi. Lendingarförin úr Víkingaleiðangrinum, sem nú eru að ryðga á Mars, eru fyrstu táknin á annarri reikistjörnu um nærveru mannkynsins. Þau minna á það, sem okkur væri auðið að gera enn. Hin sama tækni, sem fær knúið gjöreyðingarvopn heims- álfa á milli, gæti einnig gert að veruleika fyrstu ferð manna til annarrar reiki- stjörnu. En slíkur leiðangur til Mars er engan veginn hið eina, né heldur aö mínu áliti hið bezta, sem við gætum notað þá peninga til, sem við gætum sparað með því að hörfa til baka frá barmi tortímingar af völdum kjarnorkustríðs. En hann gæti í rauninni táknað val milli tveggja goð- sagnakenndra kosta: Reikistjörnunnar, sem heitin er eftir hinum forna herguði, eða brjálæðisins,_sem við hann er kennt. — SvÁ — þýddi úr „Discover“ ii! "i,iiniu mmmmmmmmammm: LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 4. MAf 1985

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.