Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1985, Qupperneq 12
t
►
-
Freud með höndum og stjórnáði eins og
hershöfðingi.
Þátttakendur á annarri ráðstefnu sál-
greina í Nuernberg 1910 segja að þá þegar
hafi ráðstjórnarandi svifið yfir vötnunum.
Stjórnin varð að fá allar ræður til aflestr-
L ar áður en þær voru fluttar og var einung-
is þeim hleypt að sem fylgdu skoðunum
Freuds. Hvergi var gefið eftir í umræðum
og þeir sem villtust af götu fengu alvar-
lega áminningu.
\ Freud, hinn hrífandi postuli sem taldi
sig „ráða yfir sannleikanum" var þá á há-
tindi sköpunarferils síns. Hann hikaði ekki
, við að líkja byltingarkenndum skoðunum
sálgreiningarinnar við afrek manna á borð
við Darwin og Kópernikus.
i Bandaríski blaðamaðurinn Janet Mal-
colm sem skrifað um vísindi líkir Freud
við hryðjuverkamann sem vinnur að
sprengju til að þeyta brugghúsi í loftið en
finnur óvart upp atómsprengjuna og
sprengir með henni hálfan heiminn í loft
i upp.
Þótt ekki hafi enn verið færðar sönnur á
| árangur af sálgreiningarmeðferðinni hef-
ur það ekki heft. alþjóðlega útbreiðslu
: hreyfingar Freuds en hún er nú andlegt
stórveldi þótt postular hennar hafi við-
haldið sama ráðstjórnarandanum og ríkti
á ráðstefnunni 1910.
Gagnrýni Látin Sem
VINDUR UM EYRU ÞJÓTA
Þessir menn hafa ætíð látið alla gagn-
rýni sem vind um eyru þjóta og samtök
þeirra virðast enn helst þjóna þeim til-
gangi að afskrifa mótbárur sem „tauga-
veiklunar-mótþróa" rétt eins og Freud var
vanur aö gera þegar einhver var honum
ósammála.
Því líkist saga sálgreiningarinnar einna
helst langdreginni rekistefnu út af trúvill-
ingum. Skapandi hugsuðir á borð við Carl
Gustav Jung (en hann var vinur Freuds),
Alfred Adler og Athur Janov gengu úr
hreyfingunni í illu og með bölbænir hinna
rétttrúuðu á bakinu og stofnuðu eigin
„sálar-söfnuði", sem þeir skipulögðu á
svipaðan hátt og Freud sína hreyfingu á
sínum tíma.
Hemminger heldur því fram að þeir all-
ir, jafnt rétttrúaðir sem villuráfandi, séu
innst inni sannfærðir um að sálgreiningin
sé annað og meira en lækningaraðferð
fyrir geðveikt fólk: hún bjóði mannkyninu
hvorki meira né minna en „svör við þýð-
ingu lífsins".
Læknirinn og náttúruvísindamaðurinn
Freud lofaði sjúklingum sínum að vísu
ekki öðru en að breyta „móðursýkiskvöl"
þeirra í „þolanlega vanlíðan", en Erich
Fromm segir að sá Freud sem bæta vildi
heiminn hafi ljáð hreyfingu sinni „Messí-
asar-hvötina“. Þessi hvöt geri fylgisvein-
um hans óhægt um vik að taka rökstuddri
gagnrýni eöa að þróast á skapandi hátt.
Menntun sálgreina er í svo föstum
skorðum að siðbót og ný hugsun á þar enga
lífsvon. „Þar er lítið svigrúm fyrir gagn-
rýni, efasemdir eða mótþróa" segir Fred-
rick C. Redlich, prófessor í læknisfræði við
Yale háskólann. Hann segir að einungis
stórfelldar breytingar geti bjargað djúp-
sálarfræðinni frá endanlegu hruni.
En flestir vísindamenn sem gagnrýnt
hafa Freud trúa því ekki að kenningum
hans verði bjargað. „Sálgreiningin mun
hverfa" segir bandaríski geðlæknirinn
Thomas Szasz, „enda er hún jafn dauða-
dæmd og óþörf og breski frjálslyndi flokk-
urinn“.
Minningargreinarnar eru þegar farnar
að birtast. Þar er helst fjallað um hvað af
mikilfenglegu æviverki Freuds standist
tímans tönn.
Þeir velviljuðu hyggja að sú grundvall-
arsýn Freuds muni lifa að mannskepnan
stjórnist ekki að skynseminni einni saman
heldur teymi hvatir mannsins og ástríður
hans hann á asnaeyrunum um alla ævi og
allan aldur. Virða beri Freud fyrir að hafa
unnið þessari bölsýni sinni brautargengi
þegar samtíðarmenn hans trúðu statt og
stöðugt á framfarir og aftur framfarir.
Thomas Mann og Freud voru pennavin-
ir. Skömmu áður en nasistar komust til
valda í Þýskalandi skrifaði Mann Freud
bréf og hrósaði honum fyrir að draga
bældar hvatir mannsins fram í dagsljósið,
án þess þó að sleppa beislinu fram af
„það-inu“, órökvísu og hættulegu afli.
Líffræðingurinn Medawar á von á því að
sálgreiningin leggi upp laupana innan
skamms. Sagnfræðingurinn Sulloway sem
er sennilega einn mikilhæfasti gagnrýn-
andi Freuds um þessar mundir er honum
ekki sammála. Sulloway segir að sú goð-
sögn sem skapast hefur um prófessorinn
frá Vínarborg muni halda áfram að
vernda kenningar hans enn um hríð.
Grein þessi birtist I þýska vikuritinu „Der Spieg-
el“ á jóladag 1984.
Prestshjónin á Stóra-Hrauni, Kristín ísleifsdóttir og séra Gísli Skvlason, með börn sín, Skúla og Sigríði.
Sumardvöl á
Stóra- Hrauni
að var miðsumar 1983 — eitt mesta rosa-
sumar á Suðurlandi um áratugi. Við erum
stödd nokkurn veginn miðja vegu milli
Eyrarbakka og Stokkseyrar — á afleggjar-
anum niður að Gamla-Hrauni. Við veginn
stendur aflögð beinamjölsverksmiðja og
skammt frá er tengivirki Rafmagnsveit-
unnar — hvorttveggja nauðsynleg nútíma-
mannvirki en bæði dálítið framandi í
þessu umhverfi, þar sem grasið hefur völd-
in og grundirnar gróa í þessari miklu
sprettu- og vætutíð. Það hefur lagst flatt
undan þungum regnskúrum dagsins og
liggur eins og hráblautur feldur yfir jörð-
inni. Og þar sem búið er að slá, glittir í
vatn milli bleikra múga. Þetta eru með
öðrum orðum auðséðar afleiðingar óþurrk-
anna enda þótt hér standi ekki lengur býli
né rekinn búskapur eins og í gamla daga.
Hér er oröin mikil umbreyting frá því
fyrir 50—60 árum þegar, sá sem þetta rit-
ar, dvaldi 3 sumur — góðrar minningar
hér á Stóra-Hrauni — prestsetrinu, stór-
býlinu, sem nú er bókstaflega horfið af
yfirborði jarðar svo að þess sjást engin
merki, síðan húsin voru rifin og jafnað yfir
rústirnar árið 1937. „Hefðu þau sögulok
einhverntíma þótt ekki sennileg" segir dr.
Guðni Jónsson í bók sinni: Saga Hrauns-
hverfis. Voru þá liðin 280 ár frá því að
Benedikt Þorleifsson, Skálholtsráðsmaður
flutti bæinn frá Gamlahrauni og byggði
hann upp á þeim stað sem hann stóð til
síns lokadægurs.
Stóra-Hraun er nú horfið.
Bærinn stóð á milli Eyr-
arbakka og Stokkseyrar
og þar var prestsetur.
Greinarhöfundur var
sendur þangað í sumar-
vinnu að afloknu inntöku-
prófi í Menntaskólann í
Reykjavík vorið 1924.
Eftir séra
Gísla Brynjólfsson.
Ferðin Austur
Það var í júní 1924 — að afloknu inn-
tökuprófi í Menntaskólann — að haldið
var austur fyrir fjall í hina fyrirhuguðu
sumardvöl á Stóra-Hrauni. Þetta var fyrir
daga áætlunarferða og rútubíla, svo að
hver og einn hlaut að verða sér út um sæti
í þeim ferðum, sem til féllu með öðrum
flutningum. Július Ingvarsson var þá
smiður og vörubílstjóri á Eyrarbakka og
hélt uppi ferðum til Reykjavíkur. Með hon-
um fékk ég far austur. Lagt var af stað
seinni part dags í björtu og góðu veðri og
virtist ekkert að vanbúnaði. Bíilinn var
þunghlaðinn byggingarefni o.fl. dóti og
stundi oft mæðulega undan þungum farm-
inum á holóttum malarvegi.
Við vorum 3 farþegar í tveggja manna
plássi í húsinu við hlið bílstjórans. En
þrengslin komu ekki svo mjög að sök, því
að ég var ungur og fyrirferðarlítill, en þó
öllu frekar vegna þess að samferðafólkið
— piltur og stúlka — austan af Stokkseyri
voru ákaflega trúlofuð og tóku alls ekki
nema eins manns pláss. Kom það sér raun-
ar vel, eins og á stóð.
Þegar kom upp í Svínahraun fór bíllinn
að láta eitthvað óeðlilega að aftan. Ekki
gerði ég mér neina grein fyrir því hvað var
að — enda var þetta ein mín fyrsta bílferð.
En bílstjórinn vissi betur og sagði eins og
í hálfum hljóðum: „Ja, hvert þó í heit-
asta!!“ Og þegar nánar var að gáð gafst á
að líta — sprungið að aftan.
Var þetta nokkurt mál? Tók það nema
örstutta stund að skipta um dekk. Það
skyldi maður nú halda. En það var bara
ekki svo einfalt, því að það var ekkert
varadekk með. Hvað var þá til ráða? Hjól-
ið skrúfað undan, slöngunni náð út, límt og
bætt. Allt tók þetta talsverðan tíma, já,
Iangan tíma eða svo myndi okkur finnast á
þessari hraðans öld. — En okkur lá ekkert
á. Og það væsti sannarlega ekki um okkur
í heitu sólskininu þennan vorlanga dag.
Þetta var bara tilbreytni í ferðalaginu.
Síðan gekk allt eins og í sögu. Segir nú
ekki af ferð okkar fyrr en við komum á
vegamótin: Eyrarbakki — Stokkseyri.
Lengra náði bílfarið ekki. Þar urðum við
farþegarnir að stíga út og leggja land und-
ir fót. Mér var bent á hvar Stóra Hraun
var, drjúglangan spöl frá veginum og ætl-
aði að halda þangað beint af augum yfir
hraun og vegleysu. En mér var sagt, að
réttara væri að fylgja þjóðveginum nokk-
uð áleiðis og ganga svo afleggjarann heim
að bænum. Fylgdi ég því ráði og var það
vitanlega hárrétt. Við Hraunsafleggjar-
ann skildu leiðir. Unga parið frá Stokks-
eyri leiddist áfram austur þjóðveginn út í
tilhugalífið og sumarnóttina, en ég hélt
einn míns liðs heim að ókunnum bæ og
löngu kominn háttatími. Allt var vitanlega
lokaö og læst. Ég barði að dyrum en eng-
inn ansaði. Ég gekk kringum húsið og
reyndi að gera vart við mig. Jú, ekki bar á
öðru. Það sást einhver hreyfing bak við
hvíta náttgardínu á annarri hæð. Síðan
var gluggi opnaður og í honum birtist and-
lit miðaldra manns, sem mér, strax við
fyrstu sýn, virtist vera einhver fallegasti
maður sem ég hafði séð á ævi minni. Það
var presturinn á Stóra-Hrauni, sr. Gísli
Skúlason:
„Hvað er þér á höndum, drengur rninn?"
„Ég á að vera hér í sumar."
„Jæja, það verður komið niður til þín.“
Nú leið ekki á löngu áður en útihurð
opnaðist og Rannveig Halldórsdóttir birt-
ist í dyrunum. Hún lét í ljósi nokkra undr-
un yfir því hve seint ég var á ferðinni, en
hún átti samt von á mér, bauð mig vel-
kominn í vistina, gaf mér brauð og mjólk
og vísaði mér á rúm þar sem ég svaf langt
fram á dag.
TVÖ HEIMILI
Þótt við minnumst nú hins horfna
Stóra-Hrauns sem gamals prestseturs, var
þar ekki vígðra manna ból nema nokkra
áratugi. Þar bjuggu aðeins tveir prestar,
sr. Ólafur Helgason keypti jörðina er hann
fékk Stokkseyrarbrauð árið 1893, reisti
þar stórt tveggja hæða hús og gerði að
prestssetri. Þá kvað Magnús Teitsson:
Miðlar Guði af málunum,
með því þjóðin launi.
Sorgarinn fyrir sálunum
situr á Stóra-Hrauni.
Árin, sem hér segir frá — 1924—26 —
voru tvö heimili á Stóra-Hrauni: Prests-
hjónin, sr. Gísli og frú Kristín, voru þar
búlaus með börnum sínum, Skúla og Sig-
ríði, en á jörðinni bjó Hálfdán, sonur frú-
arinnar af fyrra hjónabandi. Ráðskona hjá
honum var Þórhildur (Dúa) systir hans.
Þetta fyrsta sumar mitt á Hrauni dvaldi
hún suður á Englandi.
Hálfdán hafði allstórt bú, einkum sauð-
fé, enda var Hraunið flutningsjörð og talið
12