Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1985, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1985, Síða 14
Afturendinn á þessum nýja Benz er talsvert frábrugðinn þrísem menn eiga að renjast, og einna belzt að skiptar skoðanir séu um þetta atriði íúttíti btísins. strokka einnig í 200-gerðinni, en 6 strokka í 260- og 300-gerðun- um) og drifið er í öllum tilvikum á afturhjólum. Þá er von að einhver spyrji: Hversvegna á afturhjólunum? Er ekki þróunin sú, að allir bílar verði með framhjóladrif? Er það ekki hin sjálfsagða lausn? Framhjóladrif hefur verið notað í vaxandi mæli á smábíla, sem eru venjulega með litlar og sparneytnar vélar, og það hefur ótviræða kosti í snjó og hálku. Ef framhjóladrif væri betra undir öllum kringumstæðum, væru vandaðir bílar einsog Mercedes Benz, Volvo, BMW og Jaguar einnig búnir að taka það upp. En flestir vita, að svo er ekki og einhver ástæða hlýtur að vera fyrir því. Hún er í megin- atriðum sú, að hægt er að hafa bæði drif og stýringu á sömu hjólunum upp að ákveðnu marki í vélarstærð. Með bættri tækni hafa þessi mörk verið færð ofar Mercedes Benz 230 E Nýja miðstærðin frá Benz er ekkert miðju- moð og hlýtur að teljast einn fullkomnasti fólksbíll sinnar stærðar, sem nú er völ á í heiminum. Mercedes Benz er hvort tveggja í senn: Framsækið og íhaldssamt fyrirtæki. Framsæknin er á tæknisviðinu, en íhaldssemin ríkir i útliti og umfram allt gagnvart tíðum breytingum. Stefnan hjá Benz hefur þó verið sú að gera nokkuð gagngerar breytingar en láta líða langt á milli, — og alls engar andlits- lyftingar gerðar þess á milli. Til að mynda komu ódýrari gerðirn- ar, 200—250 í nýjum búningi í janúar 1976. Sá búningur var látinn endast í 9 ár. Breytingin sem nú hefur orðið á þessum gerðum með árgerð 1985 hlýtur að teljast gagnger. Hún er búin að vera lengi á döf- inni og meðan á þróun og endur- bótum stóð var bílnum ekið sem svarar 500 sinnum umhverfis jörðina. Segja má, að nú hafi vindgöngin síðasta orðið, þegar útlitið er ákveðið og sífellt er verið að gera bíla betri að þessu leyti. Beztum árangri hafði verið náð á Audi 100 og Renault 25, en á þessari nýjustu gerð af Mer- cedes Benz tókst enn að betrum- bæta loftmótstöðuna; vindstuð- ullinn er 0.29 og það er met í bili. Þegar horft er á bílinn virðist ólíklegt að hann geti verið fremri að þessu leyti en margir aðrir bílar. Hann er ekkert framúrskarandi straumlínulag-, aður; Mercedes Benz hefur aldrei verið það, — ekki á móti Jaguar til dæmis og Audi 100 sýnist hafa betri straumlínu. Til að ná sem minnstri loft- mótstöðu hefur botninn til að mynda verið gerður sem slétt- astur og svuntan undir stuðar- anum að framan nær lítið eitt niður fyrir botninn. Hjólkoppar eru hafðir sem stærstir og slétt- astir og kælihjálmurinn frægi er aö sjálfsögðu á sínum stað; ann- að hvort væri nú. En honum hef- ur verið hallað nokkuð afturá- bak til að fá sveigða línu á fram- endann og þeim sem finnst að kælihjálmurinn eigi að standa uppréttur eins og á Rolls Royce, þykir þetta ugglaust heldur mið- ur. En það er afturendinn sem kemur mest á óvart og veldur þvi fyrst og fremst, að menn eru ekki á eitt sáttir um útlitið. Bent hefur verið á, að yfirleitt hafi allar útlitsbreytingar á Merced- es Benz þótt slæmar, þegar þær komu fram. En þær venjist allt- af vel. Benz-aðdáendur eru þess fullvissir, að sú verði einnig raunin nú; þegar fram líði stund- ir muni þessi bíll þykja fagur og afturendinn ekki sízt. Ég er einn af þeim, sem höfðu efasemdir í fyrstu en viðurkenni, að hönnun- in á afturendanum kemur mér betur fyrir sjónir þegar ég sé hann oftar. En í heildarútlits- mótun þessa bíls hefur fyrst og fremst verið tekið mið af „litla Bensinum", sem auðkenndur er með 190. Engar stObreytingar að innan: Mælaborðið einfalt, sætin stinn, ekkert óþarfa skraut. Framúrskarandi straumlína, en samt rirðist bOlinn ekkert straumlínulag- aðri en gengur og gerist. En rindstuðutíinn segir allt þar um: 0,29, sem er met í bití. Þá er að víkja að því tækni- Iega. Þeir eru fjórir bræðurnir, Benz 200, 230, 260 og 300 sem er hraðkstursbíll með 190 hestafla vél, 7,9 sek. í hundraðið og 230 km hámarkshraða. Lesbókin hafði til athugunar og reyndi 230 E-gerðina sem er eins og hinir á stærð: Lengdin 4,70 og breiddin 174 sm. Einsog við má búast um vandaöan bíl af þessari stærð vegur hann 1280 kg. Þumalfing- ursreglan segir okkur, að sam- kvæmt því ætti eyðslan að vera 12,8 lítrar á hundraðið. En svo mun þó ekki vera. Meðaleyðslan, eftir því sem framleiðandinn segir, er 11,1 lítri á hundraðið; minnsta eyðsla á jöfnum 90 km hraða: 6,8 lítrar. Betra er að taka það ekki of bókstaflega. Þessi árangur hefur án efa náðst við beztu sparakstursskilyrði, en yrði eitthvað meiri í venjulegum akstri. Vélin er 4 strokka 136 hestafla við 5100 snúninga (fjögurra en við ákveðið mark hættir þess- um tveimur kröftum að koma saman svo sem nauðsyn ber til. Stórir bílar með verulegt vélar- afli láta betur að stjórn þegar þetta tvennt er aðskilið; drifið haft að aftan og stýringin að framan. Það er einfaldlega ör- yggisatriði. En framhjóladrif hefur hálfpartinn orðið trúar- atriði, sumpart fyrir mátt aug- lýsinga. Samkvæmt framan- sögðu eru engar líkur til þess að fyrrnefndir bílar taki upp fram- hjóladrif. En fullvíst er hins veg- ar að aldrif (drif á öllum hjólum) verði valkostur áður en langt um líður, til dæmis bæði hjá Benz og BMW, og það er það nú þegar hjá Audi. Vélin í 230-gerðinni er auð- kennd með E, sem stendur fyrir beina innspýtingu. Sá sem hér var reyndur er sjálfskiptur og þá er viðbragðið 10,4 sek. í hundrað- ið, — og hámarkshraðinn er 203 km á klst. í grundvallarútfærslu er fjögurra gíra beinskipting, en Á bak rið hönnun mælaborðsins liggur sú fOósófía, að þar eigi ekkert að rera, sem truflar atbygtí ökumanns að óþörfu. sjálfskipting eða 5 gíra bein- skipting samkvæmt vali. Sá sem hér var reyndur er búinn ABS- hemlakerfinu, sem nefnt hefur verið hemlalæsivörn, en þetta hemlakerfi verður að sérpanta. Það er frábært við hvers konar skilyrði og verulegt öryggis- atriði. Það sem ef til vill vekur mesta undrun og aðdáun er fjöðrunin. Eins og að vanda hjá Benz, virð- ist hún stinn þegar ekið er á sléttum og góðum vegi og sam- kvæmt þeirri tilfinningu býst maður við því, að finna óþyrmi- leg högg í holum og á vondum vegi. En svo er ekki. Sama er hvort farið er á rólegri ferð eða greiðum ferðahraða yfir foráttu holóttan veg; maður sér aðeins ójöfnurnar líða undir bílinn, en hann flýtur yfir þær eins og vekringur á sléttri grund og ég man ekki eftir öðrum eins glæsi- brag í holum síðan ég átti Citroen DS fyrir margt löngu. Munurinn er þó sá, að hljóðin úr boddý-samskeytunum á Citroén voru alltaf eins og hann væri að liðast í sundur, en Benzinn gerir þetta hljóðlaust. Mælaborðið og yfirleitt öll innrétting bílsins er með þeim einfalda strangleika, sem Þjóð- verjar vilja endilega hafa í bíl af þessu tagi, en orðið hefur gagn- rýnisefni í Ameríku til dæmis. Sætin eru prýðilega vel mótuð og í stinnara lagi án þess að vera hörð. í reynslubílnum voru þau með velour-áklæði, sem er nokk- uð dýr valkostur; leður er aðeins lítið eitt dýrara. Stýrið er dálítiö gamaldags hlunkur, óþarflega stórt. En það er hárnákvæmt og skilar sínu hlutverki fullkom- lega. Mælar eru hvorki meiri né margbrotnari en í hvaða smábíl sem vera skal. Þeir sem ráða ferðinni hjá Mercedes Benz telja að það auki aðeins álag og valdi streitu hjá ökumanni ef mælar og ljós fara framúr lágmarki. Allar tilraunir í þá veru að láta bíl líkjast flugstjórnarklefa eru að þeirra mati til þess eins að draga athygli ökumanns frá akstrinum og umhverfinu og það telja þeir neikvætt. Grundvall- arstefnan ætti fremur að vera sú, segja þeir, að minnka þreytu og streitu og halda athygli öku- mannsins við það sem máli skiptir. Eitt af mörgu sem stuð- lar að vellíðan og afslöppun er miðstöðin. Enginn blástur eða hávaði, aðeins stillt á ákveðið hitastig, stofuhita til dæmis. Maður tekur ekki eftir því að miðstöðin sé yfirhöfuð til. Hún gegnir sínu hlutverki á hljóðlát- an hátt. Og þá er aðeins eitt eftir: Sjálfur aksturinn. Mercedes- Benz 230E er hreint út sagt un- aðslegur í akstri. Eiginlega er óþarft að útskýra það nánar, enda verða orð einatt ónóg þegar til þess kemur að lýsa áhrifa- mikilli tilfinningu. Allt er stabílt og pottþétt; hann hallast ekki í beygjum og hann stingur ekki niður nefinu við hemlun. Á 90 km hraða eyðir hann minnstu eins og áður er sagt; þá er líka eins og allt sé í hægagangi. Sjálfskiptingin er líka með sparnaðarvali. Með því að færa til takka er hlutfalli gírskipt- ingarinnar breytt; bíllinn er þá ekki eins hraður í viðbragði, en með því að gaumgæfa sérstakan mæli í mælaborðinu er hægt að vera alltaf í lágmarks orku- eyðslu. Hvað kostar svo annar eins kostagripur? Grundvallarverðið mun vera 1.070 þúsund, en auð- velt er að hækka þá tölu, t.d. með sjálfskiptingunni, ABS-hemla- kerfinu og ýmsu öðru. Það eru að vísu þó nokkur kýrverð og þó nokkur mánaðarlaun hjá meðal- manni í BSRB svo eitthvað sé tekið til viðmiðunar. En það er ekki út í bláinn, að Mercedes Benz hefur komizt upp með að verðleggja hátt. Sá sem kaupir þennan bíl kemst ekki hjá því að borga fyrir gæðin. En þau liggja líka í augum uppi. Gísli Sigurðsson 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.