Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1985, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1985, Blaðsíða 2
ins“, en þá var aðalbyggðin fyrir vestan læk eðá í kringum Aðalstræti. Alþingishúsið var byggt árið 1880 að undangengnum miklum deilum. Árið 1879 var samþykkt á Alþingi fjárveiting til hússins. Hófust þá strax umræður um hvar það skyldi vera. Varð loks niðurstað- an sú að húsið skyldi reist norðanvert við Bankastræti á milli þeirra húsa, sem nú eru Bankastræti 7 og Laugavegur 11. Skyldi það sem sagt ná yfir götustæði nú- verandi Ingólfsstrætis. Var þá strax hafist handa um að grafa fyrir grunni hússins og leggja undirstöðurnar. Um vorið leist mönnum ekkert á þennan stað og fóru aft- ur að leita. Var þá núverandi staður ákveðinn og keypt kálfgarðsspilda af Hall- dóri Kr. Friðrikssyni og var strax byrjað að byggja þar. Þá varð heldur betur hvell- ur. Halldór var nefnilega þingmaður og voru menn fljótir að finna það út að hann hlyti að hafa misnotað aðstöðu sína með því að selja landstjórninni hluta af kál- garði sínum. Undu menn lengi við þessar deilur. Þá kom upp deila um hvernig húsið skyldi vera. Var það upphaflega teiknað á háum sökkli og skyldi gengið inn í það upp allháar tröppur. Það fannst ýmsum ómögulegt og var húsið þá lækkað í þá hæð sem það er í núna. Þegar Miðbæjarskólinn var byggður 1898 urðu miklar deilur enn, bæði um stað- setningu og hvernig hann skyldi gerður. Um staðinn varð niðurstaðan sú að kaupa sneið af túni sr. Eiríks Briem fyrir austan tjörnina og þar stendur skólinn í dag. Þótti mörgum þetta allt of langt út úr. Þá var hart deilt um það, hvort húsið skyldi byggt úr steini eða timbri. Niðurstaðan varð timburhús, aðallega vegna jarðskjálfta- hættu, en jarðskjálftarnir árið 1896 voru mönnum þá mjög ofarlega í huga. Reykjavíkurhöfn var mikið deilumál og þar deildu menn m.a. um hafnarstæðið. Einar Benediktsson skáld rak mikinn áróður fyrir því að höfnin yrði byggð í Skerjafirði. Hann stofnaði hlutafélag um málið, fór í gang með hlutafjársöfnun í Englandi. Þar voru kostir þessa hafnar- stæðis mjög gylltir fyrir væntanlegum hluthöfum, og einn aðalkosturinn við höfnina í Skerjafirði var talinn sá, að sú höfn væri sunnan megin á Skildinganesinu og því nær Englandi og meginlandi Evr- ópu en sú höfn, sem þá var byrjað að reisa og er okkar höfn í dag. Þjóðleikhúsið fór ekki varhluta af deil- um. Þegar byrjað var að grafa fyrir grunni hússins við Hverfisgötuna hófust harðar deilur. Guðmundur Hannesson hafði lagt til að húsið skyldi byggt neðst á Arnar- hólstúni á svipuðum slóðum og Seðlabank- inn er núna, en Jakob Möller, sem mælti með staðsetningu við Hverfisgötu, taldi ekki rétt að byggja húsið við kolakranann og kolabirgðir bæjarins. Magnús Jónsson dósent mælti með lóð við tjörnina, þar sem nú er Hallargarðurinn. Einn nefndi Grjótaþorpið — annar norðurenda tjarn- arinnar. Halldór Laxness lét ekki sitt eftir liggja, frekar en í deilunni um Seðlabank- ann, en hann sendi skeyti á frægan fund, sem haldinn var á Arnarhóli á sínum tíma, og mótmælti því, sem hann kallaði „snobbhús". í grein sem hann ritaði í Al- þýðublaðið í september 1930 um Þjóðleik- húsið segir:....að íslendingar séu furðu- legir menn. Þeir byggi gotneskar dóm- kirkjur á 20. öldinni og grafi grunn fyrir Þjóðleikhúsi um það leyti sem leiklist má heita um garð gengin, nema 1 fáeinum höf- uðborgum stórvelda, þar sem slíkum stofnunum er haldið á floti með ærnum tilkostnaði, ýmist fyrir tilbeina ríkjanna, sem telja sér fært að sóa stórfé í þess háttar óþarfa." Þannig deildu menn um Þjóðleikhúsið og sagan endurtekur sig aft- ur og aftur. Hver man ekki deilurnar um Hallgríms- kirkju eða ráðhús Reykjavíkur, sem enn er óbyggt vegna ágreinings um stað, eða Borgarleikhúsið, en þann ágreining rifjar félagi okkar, Sveinn Einarsson, upp í ágætri bók, sem kom út fyrir jólin. Og í dag er það Seðlabankabyggingin. Kannski hættir maður að taka þessar deilur mjög alvarlega í ljósi þessarar upp- rifjunar — og þó, það megum við ekki gera. Þegar við hættum slíkum deilum, er- um við búin að missa áhugann á borginni og okkar nánasta umhverfi. En spak mæli Njáls, „allt orkar tvímælis þá gjört er“ aetti að geta gert okkur dálítið mildari í dómum. Höfundur er alpingismaö- ur og fyrrum borgarstjóri i Reykjavik. Allt orkar tvímælis þá gjört er og frá upphafi má segja, að lát- lausar deilur hafi staðið um stórhýsi Reykjavíkur eftir BIRGIISLEIF GUNNARSSON ræðum við oft málefni okkar bæjarfélags og þá aðallega í því formi að við fáum fyrirlesara til að fræða okkur um gang hinna ýmsu mála. Mig langar í því sam- bandi að minnast hér á einn þátt í bæjar- lífinu, sem má kannski kalla þjóðarsport, a.m.k. okkar Reykvíkinga, a.m.k. allra ís- lendinga, en það eru hinar látlausu deilur um stærri mannvirki, sem hér eru reist. Staðsetning, gerð, kostnaður — allt er þetta með vinsælustu umræðu- og deilu- efnum. Síðasta dæmið er Seðlabankahúsið við Arnarhól. Þær miklu deilur verða nú tilefni til að líta dálítið nánar ofan í þetta þjóðarsport okkar og rifja upp deilur um nokkur helstu mannvirki hér í Reykjavík. Menntaskólinn í Reykjavík eða Lærði skólinn, er ein af elstu og virðulegustu byggingum í Reykjavík, tekin í notkun 1846. Um staðsetningu hans var deilt. Fyrst var deilt um það, hvort skólinn skyldi vera á Bessastöðum eða í Reykjavík, en konungur úrskurðaði 1841 að hann skyldi vera í Reykjavík. Þá voru menn ekki á eitt sáttir um staðsetningu hans innan bæjarmarkanna. Núverandi staður er val- inn austan við Lækjargötu, „til að forða skólapiltum frá nærvist við soll bæjarlífs- Ræða flutt í Rotaryklúbbi Reykjavíkur Eg vil sérstaklega bjóða velkomna hingað í dag heiðursgesti okkar klúbbfélaga, syni okkar og dætur, tengdasyni og tengdadætur — og börn þeirra og e.t.v. barnabörn. Mörg ykkar hafa verið gestir okkar hér áður, en þá hafa þessir fundir verið með nokkuð öðru sniði. Sonafundir hafa löngum verið haldnir milli jóla og nýárs, en dætrafundir í dymbilviku og á hvorum fundi komu allir aldurshópar. Nú hefur þessu verið breytt. Milli jóla og nýárs bjóðum við sonum og dætrum undir fermingaraldri, en í dymbilviku þeim sem eldri eru. Þess vegna er þessi fundur með nokkuð öðrum brag en dætrafundur í dymbilviku fyrir ári. Sonafundir hafa ver- ið haldnir í þessum klúbbi frá árinu 1936, en dætrafundir frá 1941. Tilgangur þess- ara funda er tvíþættur: að gera okkur og gestum okkar svolítinn dagamun, að eiga ánægjustund með okkar nánustu og hins vegar að kynna þeim svolítið tilgang þess- arar hreyfingar. Bernhard Shaw sagði á einum stað: „I know where Rotary is going, it’s going to lunch“. Víst er það að við komum hér sam- an einu sinni í viku til hádegisverðar. Það er þó ekki aðalatriðið, heldur hitt að hér koma saman menn úr ýmsum stéttum og starfsgreinum. Aðeins einn fulltrúi frá hverri starfsgrein er í hverjum Rotary- klúbbi. Hugmyndin að baki þessum félags- skap er að sameina menn úr ólíkum starfs- greinum um þá hugsun að þjóna öðrum. Sú ósk að þjóna öðrum er byggð á þeirri vissu, að þjónustuviljinn sé frumskilyrði þess að öll störf verði vel af hendi leyst. Ef menn eru ávallt tilbúnir að setja sig í annarra spor, skilja þá, veita þeim aðstoð og gleði, þá eru mun meiri líkur á því, að þeim takist að leysa eigin störf vel úr hendi. Því fylgir sú gleði og lífshamingja, sem allir leita að í lífi sínu og starfi. Og í því sambandi skiptir starfið ekki máli. Somerset Mougham segir á einum stað: „Eins og nokkru sé betra frá sjón- armiði eilífðarinnar að hafa lesið þúsund bækur en að hafa plægt milljón plógför". Með sömu hugmynd að leiðarljósi lætur Halldór Laxness eina af persónum sínum í Brekkukotsannál segja: „Aðeins eitt starf er til ógeðslegt og það er illa unnið starf. Heimurinn er einn, maðurinn er einn og þess vegna er verkið aðeins eitt. Það er til munur á vandvirkni en ekki verkum.“ Þessu erum við allir sammála. Fátt er líklegra til að bæta veröldina en að hver og einn gangi tii starfa sinna og verka, hvar sem hann hefur valið sér starfsvettvang með því hugarfari að gera eins vel og hann getur. í því efni skiptir og máli að hann finni til sín sem einstaklingur, sjálfstæður persónuleiki, en gerist ekki hluti af múg- vél, sem lýtur eigin lögmálum. Okkur Rotary-mönnum líður vel hér á fundum. Kannski má segja um okkur það sem í Gerplu segir um þá fóstbræður, Þorgeir Hávarðsson og Þormóð Kolbrún- arskáld: „Eigi þóttust þeir vinir njóta þeirrar virðingar af alþýðu sem þeir nutu hvor af öðrum". Stundum er sagt að það sé einhver keppni eða metingur milli hinna ýmsu hreyfinga hér á landi, sem reknir eru með klúbbsniði. Ég veit ekki hvort þið hafið heyrt söguna af konunni, sem fór með ung- an son sinn í dýragarð og gengu þau þar um og skoðuðu dýrin. Þau staðnæmdust við ljónabúrið og strákurinn sagði: „Mamma, mikið eru ljónin falleg dýr.“ „Skammastu þín, strákur," sagði móðirin, „veistu ekki að pabbi þinn er í Rotary?" En víkjum nú að öðru. Á Rotary-fundum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.