Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1985, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1985, Blaðsíða 12
Sjimpansinn, Sem Lærði 160 ORÐ Næsta tilraun var gerð með hinn fræga sjimpansa, Washoe, og hún bar meiri árangur. Hún var æfð i hinu ameríska táknmáli, Ameslan, sem er staðlað heyrn- leysingjamál og er byggt á miklum fjölda handahreyfinga. Washoe var alin upp eins og barn, og hinir mannlegu „foreldrar" hennar „töluðu" við hana og einnig sín á milli eingöngu með Ameslan. Með kerfis- bundinni kennslu og einnig með því að læra sjálf af samskiptum sínum við „for- eldrana" lærði hún 160 Ameslan orð, og það sem var enn athyglisverðara, hún reyndist geta sett saman setningar sjálf með tveimur til þremur táknum. Þegar Washoe var orðin fullvaxta, var hún flutt til stofnunar, þar sem hún í fyrsta skipti hitti kynsystkini sín. Nokkur þeirra höfðu einnig lært Ameslan, og sjimpansarnir notuðu þetta mál til að tjá sig sín á milli. Einn af félögum Washoe, karlsjimpansi að nafni Ally, var sérlega merkilegur. Hann skildi talsvert af enskum orðum, þegar þau voru sögð við hann, en hann gat ekki borið þau fram. Aftur á móti gat Ally túlkað orðin á Ameslan og þannig sýndi hann ótvírætt, að hann skildi þau. Eins og áður sagði gat Washoe sett sam- an nokkur tákn, þannig að þau mynduðu setningar, og það var einkar athyglisvert, að eftir að hún var búin að læra táknin „sætt“ og „drekka", kallaði hún vatnsmel- ónu að eigin frumkvæði „sætt drekka" og eftir að hafa lært táknin „vatn“ og „fugl“ kallaði hún syndandi svan „vatn fugl“. Þessar frásagnir um hæfileika sjimp- ansa til að læra táknmál og nota það, eins og þar kemur fram, renna stoðum undir þá tilgátu, að um sálræna reynslu geti verið að ræða hjá sjimpönsum, og sumir vís- indamenn halda því beinlínis fram, að sjimpansar hugsi að vissu leyti. Sjimpansar Hafa Sjálfsvitund Áður fyrr var það almennt álitið, að mennirnir einir væru sér miðvitandi um sitt eigið „sjálf“. Slík vitund hlýtur að jafngilda hugsun, sem margir bæði fyrr og síðar hafa talið útilokað, að dýr væru fær um. En Donald R. Griffin við Rockefeller- háskóla segir: — Það virðist undarlegt og er allsendis órökrétt, að dýr ættu að vera sér meðvit- andi um atferli unga sinna og félaga í hópnum til dæmis, en alls ekki um sig sjálf. Hvað sjimpansa snertir, hefur það að margra dómi verið fullsannað með tilraun- um, að þeir séu sér meðvitandi um sitt eigið „sjálf". George Gallup við Tulane-háskóla í Lou- isiana gerði tilraunir á sex sjimpönsum, og þær sýndu ótvírætt, að þeir geti þekkt sjálfa sig með því að skoða sig í spegli. Fjórir sjimpansanna voru þjálfaðir í að nota spegla, sem þeir höfðu mikinn áhuga á. En tveir þeirra fengu enga spegla. Að nokkrum tíma liðnum voru allir sex sjimp- ansanna svæfðir, og á meðan þeir sváfu voru málaðir áberandi blettir á enni þeirra eða eyrnasnepla, sem þeir geta ekki séð á sér nema í spegli. Þegar þeir voru vaknaðir og höfðu enga spegla til ráðstöfunar, sýndu engir þeirra neinn áhuga á þessum máluðu blettum með því að klóra í þá eða nudda þá eða gáfu í skyn að þeir yrðu þeirra varir. Síðan voru öpunum fengnir speglar, og þeir tveir, sem aldrei höfðu litið í spegil áður, veittu blettunum enga athygli. En hinir fjórir, sem voru vanir að skoða sig í spegli, fóru þegar að reyna að ná af sér Kerlingin sagði ... Margt hefur kerlingin sagt í þjóösögun- um og misjafnlega gáfulegt. í þessum stuttu sögum eða tilvitnunum birtist ís- lenzk gamansemi frá því fyrir margt löngu. Hér er af miklu aö taka, en Sigur- jón Jóhannsson, leikmyndahönnuöur Þjóðleikhússins, hefur gert sér far um aö glugga í, hvaö kerlingin sagöi, — og hann hefur teiknaö nokkrar myndir af þessu tilefni, sem birtast munu í Les- bók. ljós, að sjimpansar nota einnig áhöld úti í náttúrunni. Þeir hreinsa til dæmis óhreinindi af með laufblöðum og brjóta greinar, sem þeir svo stinga í maurabú til að ná í maura, sem festast við greinarnar. Þeir geta náð sér í drykkjarvatn, sem þeir ná ekki til með munninum, með því að hnoða nokkrum laufblöðum saman í bolta, dýfa honum niður í holuna eða raufina og nota hann sem svamp, sem þeir síðan vinda úr. Menningarleg Atferli Og Greind Menningarleg atferli tákna, að upplýs- ingar og þekking berist frá einni kynslóð til annarrar án eiginlegra erfða fyrir til- stilli erfðavísa dýranna. Vísindamenn eru sammála um, að áunnir eiginleikar erfist ekki. Þegar um kunnáttu og þekkingu er að ræða, sem berst frá kyni til kyns, líta menn á það sem menningarlega eiginleika, sem heyri einvörðungu mönnum til. En mörg dýr búa í reyndinni yfir „menning- arlegum" atferlum, og má í því sambandi nefna dæmi um hina japönsku makakka, litla apa, sem eru alætur, og þau bera vott um greind. Atferlisfræðingar létu apana á lítilli eyju fá kartöflur, sem þeir dreifðu um ströndina, þar sem aparnir voru vanir að koma. Aparnir fengu áhuga á kartöflunum og fóru að tína þær af ströndinni og éta. Tveggja ára gamall kvenapi tók brátt upp á því að þvo kartöflurnar í flæðarmálinu, áður en hún át þær. Eftir tíu ár var kart- öfluþvottur Imos, en svo hét apinn, orðinn almenn regla meðal apanna, sem buggu á eynni, nema hjá apabörnum á 1. ári og öðum, sem voru eldri en 12 ára. Tveimur árum síðar fann Imo upp nýja aðferð við fæðuleit. Atferlisfræðingarnir dreifðu korni um ströndina, og aparnir tíndu kornin upp eitt og eitt í einu. En Imo tók handfylli af korni og sandi og kastaði því út í vatnið. Þá sökk sandurinn til botns, og Imo fleytti fljótandi kornið af yfirborði vatnsins með höndunum. Þessi aðferð breiddist siðan út um apasamfélag- ið á svipaðan hátt og kartöfluþvotturinn hafði gert. Hugarstarfsemi æðri dýra Þessi dæmi sýna greinilega, að apar geta búið yfir „menningu", ef nota má það orð um apaketti, eða kunnáttu, sem getur bor- izt til næstu kynslóða til mikils gagns fyrir tegundina. Vitneskja okkar um „menningarleg" at- ferli meðal apa sannar ekki að dýrin hafi sálræna reynslu, hvað þá að þau hugsi. En á hinn bóginn virðist erfitt að halda því fram, að svo flókin atferlismynstur geti orðið til fyrir tilviljun og verið látin í té komandi kynslóðum án hugarstarfsemi í neinni mynd. Spurningunni um það, hvort dýr geti hugsað, er ósvarað og verður svo ef til vill alla tíð. En atferlisrannsóknir undanfarinna ára, sérstaklega varðandi boðmiðlun, sjálfsvitun, lausn á vandamálum og lærð atferli meðal dýra benda ekki til þess, að hægt sé að neita að minnsta kosti æðri dýrum svo sem öpum og hvölum um viður- kenningu á því að geta hugsað eitthvað. Og ef menn fallast á það, þá verður fróð- legt að fylgjast með niðurstöðum nánari rannsókna í framtíðinni í þessum efnum varðandi „lægra sett“ dýr á borð við hunda, ketti, hesta og svín. Því að hvar og hvernig geta menn hugsað sér að draga mörkin á milli hugsunar og hugsunarleys- is hjá dýrunum? — SvÁ — þýddi. „Hefði það verið sem aldrei var“ Sú er ein saga aö einu sinni voru tvær kerlingar á bæ, og bar svo til aö önnur kerlingin tók ullarlagð og fleygði óvart í hina. Þá varö hin kerlingin æf og sagöi: „Og svei þér, heföi þaö veriö steinn, þá heföi þaö drepið mig.“ „Og heföi það verið, heföi sem aldrei var,1' sagöi hin. „Þaö er ekki þér aö þakka,“ sagöi hin: „heföi þaö veriö steinn, þá hefði það drepiö mig.“ Þangaö til vóru kerlingarn- ar aö rífast um þaö, aö hefði þaö verið steinn þá heföi það drepiö hana, þang- aö til þær flugust á. Því segja menn viö þá sem gjöra getsakir og gera ráö fyrir því sem aldrei var, en ekki því sem er: „Heföi það verið sem aldrei var, sagöi kerlingin," segja menn. Tilraun með rottur: Margir armar út írá ein- um punkti og matur aðeins á nokkrum þeirra. Rotturnar reyndust fljótar að læra hvar það var. blettunum, þegar þeir litu í spegil. Gallup taldi þessa einföldu tilraun sýna á óyggj- andi hátt, að sjimpansarnir hefðu sjálfs- vitund, því að án hennar hefðu þeir ekki brugðist þannig við spegilmynd sinni. Aðferð Gallups hefur verið beitt gagn- vart öðrum dýrum, en jákvæður árangur hefur aðeins orðið hjá hinum stóru mann- öpum. Rhesusapar og önnur spendýr sýndu engin merki þess, að þau áttuðu sig á spegilmynd sinni, og af því dregur Gall- up þá ályktun, að hinir stóru mannapar einir hafi nægilegan andlegan þroska til að hafa sjálfsvitund. Rannsóknir Gallups virðast mikilvægt skref í átt til skilnings á því, hvort dýr „hugsi“, en tilraunirnar sýna engan veginn með vissu, að mörkin milli „hugsandi" dýra og þeirra, er ekki hugsa, skuli draga milli stóru mannapanna og allra annarra dýra. Því að notkun spegla er sérstakt fyrirbæri. Lausn Vandamála Og Greind Dýra Aðrar rannsóknaraðferðir eru ef til vill hentugri fyrir önnur spendýr, svo sem höfrunga og hunda. Langflest dýr, en þó sérstaklega æðri spendýr, hafa meðfædda hæfileika til að læra. Aðlögun að mjög mismunandi um- hverfi gerir það ókleift að búa dýrin öllum nauðsynlegum atferlum frá fæðingu. Mik- mn hluta atferlanna verða þau að læra. Og það dýr, sem lærir mest og fljótast, ætti bezt að geta bjargað sér. Nám með aðstoð greindar er þróuð lærd- ómsaðferð. Það er fólgið í því að læra eitthvað út frá fyrri reynslu og geta skyn- dilega leyst vandamál án þess að þreifa sig áfram. Dýrið reynir þó í rauninni fyrir sér, en fyrir tilstilli starfsemi í heilanum, þar sem fyrri skynhrif og minni gera lausn vandamála hugsanlega. Ekki Eru Allir Sjimpansar Jafn Slyngir Við fæðuleit í völundarhúsum hafa rott- ur sýnt greindarlega námshæfileika, og sjimpansar hafa reynzt geta lært sitt af hverju með greindarlegum hætti umfram flest önnur dýr. í tilraunum þýzka sál- fræðingsins W. Köhlers notuðu sjimpans- ar áhöld til að ná í fóður, sem þeir náðu ekki til beint. Þeir stöfluðu upp kössum og stungu saman stöfum til að ná til fæðu, sem var utan seilingar fyrir þá. Slík notk- un verkfæra ber vott um greind. Oft leystu sjimpansarnir vandamálin Höfrungar eru greindarskepnur og leika margskonar listir eftir fyrirsögn manna. Tamningamaðurinn notar bandarbreyfingar sem höfrungurinn lærir. með skjótum hætti, þar sem þeir notfærðu sér reynslu sína af því að nota kassa og stafi. I nokkrum tilvikum datt þeim meira að segja í hug að sækja kassa, sem þeir sáu ekki þar sem þeir voru í herbergi við hlið- ina. Þess verður j)ó að gæta, að hið greind- arlega atferli þeirra náði tiltölulega skammt, og sjimpansarnir voru misjafn- lega ráðsnjallir. Kössunum var heldur ekki staflað vel og haganlega upp, heldur flausturslega og oft þannig, að þeir hrundu auðveldlega niður aftur. Reyndar hafa aðrar rannsóknir leitt í 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.