Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1985, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1985, Blaðsíða 9
skilið við stein, en efniviðurinn varð í vax- andi mæli tré. Sigurjón var svo fjölhæfur, að hann gat unnið portret í raunsæisút- færslu, en annars var hann liðsmaður formbyltingar og framúrstefnu, þar sem ævintýrið og það óvænta er alltaf á næstu grösum. Hann var í senn formsmiður og myndskáld og mætti sem betur fer skiln- ingi í þá veru, að ráðamenn fyrirtækja eins og Landsvirkjunar og Reykjavíkur- borgar, réðu hann til stórverka, sem bregða stórum svip á umhverfið. Kóróna hinnar opinberu viðurkenningar voru svo heiðurslaun þau, sem Alþingi veitir. En þá var Sigurjón á förum. Hann lézt í desem- ber 1982, tveimur dögum eftir að tilkynnt hafði verið um heiðurslaunin. Síðan er liðið hálft þriðja ár. Sigurjón Ólafsson vann af kappi til hinztu stundar og iét eftir sig 160 verk, sem Birgitta hefur skráð og eru varðveitt á staðnum. Auk þeirra eru óskráð frumköst og andlitsmyndir. f samtali okkar Birgittu kom fram, að Sigurjón talaði aldrei um, hvern hátt hann kysi að hafa á því, sem hann skildi eftir sig en með kaupmála fól hann konu sinni forsjá sinna mála. Þó vissi hann vel að hverju stefndi, segir Birgitta, — hann vanrækti að gera við Lífslöngun nefndi Sigurjón þessa mynd og nafnið er iáknrænt, þvíhún rarð til á Reykja- lundi meðan hann var vistmaður þar. húsið eins og þurfti, vegna þess að hann mátti ekki nokkurn tíma missa frá list- sköpun sinni. Hann forðaðist alla truflun, fékk sér ekki einu sinni í staupinu, en vinnan var honum eitt og allt. Um árabil hafði hann verið veill fyrir hjarta og þegar hann fékk síðasta áfallið, var hann að byrja að höggva út mikinn eikarklump, sem honum hafði áskotnazt í skipasmíða- stöð. Sú hugmund hafði komið upp, að ein- staklingar stæðu að því með honum að koma upp húsi eða sal, þar sem hægt væri að hafa verkin til sýnis. Sigurjóni mun hafa litizt allvel á þá hugmynd, en hún komst aldrei á framkvæmdastig. Brýnt Að Gera Við Húsið Málið stendur nú þannig, að Birgitta Spur býr í íbúð þeirra hjóna, en bæði þar og í vinnustofunni eru þessi 160 verk, sem áður er getið. Utan dyra eru nokkrar höggmyndir, þar af fjórar sem Listasafn íslands á, en ekki er vitað hvað safnið ætlar sér að gera við þær. Ástand hússins er þannig, að suðurhlið- in er að kalla má ónýt og heldur ekki vatni. Þakið er illa farið og þarfnast endurnýjun- ar. Áætlað er að kosti 500 þúsund kr. að bæta úr þessu ásamt gleri í gluggum og sjá þar með til þess að verkin liggi ekki undir skemmdum. Sjálf hefur Birgitta endur- bætt hluta þaksins og borið fernis á timb- urklæðninguna, en það segir sig sjálft að hún hefur ekki bolmagn til að gera það sem gera þarf. Þessi frábæra dugnaðarkona sneri sér Sigurjón mótar andlitsmynd af Bjarna Benediktssyni. Lesbók/Ól.K. Magnússon með þeim ummerkjum, sem þar eru; þar á meðal verkfærum hans og að þetta hús geti áfram orðið rammi utan um þær myndir hans, sem eftir eru hér. En húsið þarf að sjálfsögðu gæzlu og þegar mín nýtur ekki við lengur, þá gæti húsið til dæmis orið gistibústaður handa listamönnum og þarmeð dálítil rós í hnappagatið hjá Reykjavíkurborg. Ég hef heldur ekki hugsað mér að láta vinnustofu Sigurjóns verða einhvers- konar geymslu eða einungis safn, — heldur að þar mætti einnig fram fara eitthvert lifandi starf og listviðburðir, sem ekki útheimta mikið rými. Ég læt mér detta í hug, að þar mætti flytja kammermúsík og að leiklistarhópar gætu ef til vill sýnt þar, þegar svo bæri undir. Jafnframt yrði þarna skrá yfir öll verk Sigurjóns og ljósmyndasafn, sem nú þegar er orðið töluvert. En heildarskrásetning á ævistarfi hans er ekki til ennþá. Að sjálfsögðu leitaði ég til ráðamanna hjá ríki og borg um heildarlausn og framtíðarskipan. En það hefur ekki gengið sem skyldi og fram til þessa hef ég enga aðstoð getað fengið frá opin- berum aðilum nema Seltjarnarnesbæ, sem ætlar að láta stækka járnmynd eftir Sigurjón og koma henni fyrir á Seltjarnarnesi. En dæmið gengur ekki upp; af mínum kennaralaunum er ekki hægt að fjármagna svo stórfelldar við- gerðir og rekstur á svona húsi. Að vísu er ólíku saman að jafna um reksturs- kostnaðinn frá því sem áður var. Áður en hitaveitan kom í húsið, eyddum við i olíukostnað því sem venjulegt fólk fór með í bíla og utanlandsferðir. í fyrsta lagi leitaði ég eftir fjárveit- ingu hjá ríki og borg; sótti um 250 þús- und hjá hvorum. Sú umsókn var því miður of seint á ferðinni til að komast á fjárlög ársins í ár. En í borgarstjórn gerðist það, sem ég sízt af öllu átti von á, að umsóknin var felld á þeim for- sendum, að þarmeð skapaðist fordæmi Andlitsmynd af Róbert Ottóssyni á vinnslu- stigi. Svipmótið leynir sér samt ekki. að námi í Háskóla íslands, þegar börnin voru ekki lengur á höndum hennar; hún lauk BA-prófi i dönsku og íslenzku 1980 og hefur síðan starfað við kennslu, síðustu fjögur árin í Menntaskólanum við Sund. í vetur sótti hún námskeið í listasögu við Háskóla íslands og hefur í hyggju áfram- haldandi nám í listasögu við Kaupmanna- hafnarháskóla. Fyrsta skrefið til að koma á frambúðar- lausn var að ganga frá skiptum til erf- ingja. Það hefur nú verið gert. Börnin hafa fengið sinn hlut, einnig fjögur börn Sigur- jóns frá fyrra hjónabandi. Að því búnu, segir Birgitta, var tímabært að huga að þeirri skipan, sem væri minningu lista- mannsins og öllum til sóma. Selma Jónsdóttir forstöðumaður Lista- safns íslands, sem alla tíð hefur haft mikl- ar mætur á list Sigurjóns, hafði hug á að kaupa þó nokkuð margar myndir fyrir safnið snemma árs 1983. Ekkert gat orðið af þeim áformum þar sem skiptum á dán- arbúinu var þá ekki lokið. Auk þess hefði Surtur, 1963. í tréskúlptúra eins og þennan notaði Sigurjón oft ýmiss konar rekavið. það ekki leyst allan vandann. Eftir hefði þá orðið hluti safnsins á Laugarnestanga og hefði útheimt sömu endurbætur á hús- inu. Ég hygg að flestir séu sammála um, að æskilegast sé að varðveita þennan stóra hluta af lífsverki Sigurjóns þar á staðnum. Og það er hjartans mál Birgittu. Hún segir; Umsóknin Felld í BORGARSTJÓRN „Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að vinnustofa Sigurjóns fái að standa og aðrir mundu koma á eftir. Það var talað um „skriðu" en ekki getið um, hverjir það væru, sem talizt gætu sam- bærilegir við Sigurjón og mundu þurfa viðlíka aðstoð. Önnur tillaga frá minni- hlutanuum í borgarstjórn, sem hljóðaði uppá 100 þúsund króna styrk, var einn- igfelld.“ Húsið Fær Að Standa „Það er ekki ofmælt, að ég varð bæði vonsvikin og reið. En ég.lít ekki á þessa afgreiðslu sem neinn endanlegan ósig- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. JÚNl 1985 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.