Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1985, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1985, Blaðsíða 10
ur og heí góða von um að beiðnin kom- ist inn á fjárlög næst. Það er þó huggun harmi gegn, að fyrir liggur frá borg- inni, að húsið fær að standa og verður sett inn á deiliskipulag fyrir Laugar- nesið. Það út af fyrir sig er verulegur áfangasigur. Til þess að greiða fyrir því, að málið yrði farsællega til lykta leitt, var form- lega stofnað Listasafn Sigurjóns Ólafssonar þann 1. desember síðastlið- inn. 1 stjórn þess eru auk mín, Brynja Benediktsdóttir leikkona og Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt. Reglugerð hefur verið samin fyrir safnið, sem er einkasafn mitt, þar til öðruvísi hefur verið ákveðið. Þar eru nefndar þær eignir, sem ég legg safn- inu til og tilgangur þess rakinn. Hann er í fyrsta lagi: Að varðveita og hafa til sýnis fyrir almenning öll listaverk, sem stofnandi leggur fram, svo og önnur listaverk, sem safnið kann að eignast síðar. í öðru lagi að koma listaverkum Sigurjóns Ólafssonar á framfæri við al- menning með sýningum, bókaútgáfu og á annan hátt. /þriðja lagi að reka sýn- ingarsal og skylda starfsemi, sé þess kostur. “ Spor í sandi — kannski spor drengs í fjör- unni i Eyrarbakka. Þetta er síðasta myndin, sem Sigurjón lauk rið. STUÐNINGUR Frá myndlistarþingi Og Styrktarsjóður í þessu sambandi má geta þess, að svo- felld tillaga var einróma samþykkt á ný- lega afstöðnu Myndlistarþingi í Reykjavík: „Myndlistarþing 1985 fagnar stofnun Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og skorar jafnframt á stjórnvöld ríkis og borgar að styðja þetta merka framtak einart og af- dráttarlaust, svo hús Sigurjóns Ólafsson- ar fái að standa áfram óhögguð á sínum stað í Laugarnesi, með safni mynda hans og öðrum ummerkjum sem eru um ómet- anlegt starf hans. Verði öllu hagað í fullu samráði við Birgittu Spur, ekkju Sigur- jóns, stofnanda þess safns, og börn þeirra, sem eiga verkin nú, og verði hagur hennar enda tryggður og aðstaða til að skipulcggja og varðveita safn þetta, öllum íslendingum til yndis, gestum landsins einnig, þjóðinni til sæmdar, svo sem sæm- ir minningu þessa mikla listamanns og brautryðjanda." Vonandi verður þessi samþykkt Mynd- listarþings málinu til framdráttar. En fleira hefur gerzt sem markvert má kalla. Þegar afgreiðslan varð neikvæð hjá borg- inni, varð Birgittu ljóst, að leita þyrfti til einstaklinga, að minnsta kosti til bráða- birgða. Það var gert á þann hátt, að stofn- aður var Styrktarsjóður Listasafns Sigur- jóns Ólafssonar hinn 15. maí síðastliðinn og eru nú þegar komin fjárframlög til hans. Þessi styrktarsjóður er með reglu- gerð, sem forseti íslands staðfestir, en sjóðnum er ætlað að brúa bil og bæta úr mjög brýnni þörf. SÝNING OG GLÆSI- LEG SÝNINGARSKRÁ Til þess að kynna styrktarsjóðinn og * 10 Pallas Aþena — kynngimögnuð andlitsmynd gyðjunnar er skemmtilega stílfærð og hefur ákveðna rísun til heiðni og römmustu forn- eskju. bók, eða svo sem tíökast að hafa sambæri- legar skrár erlendis. Um þessa myndarlegu skrá segir Birg- itta svo: „Þar eru myndir af um það bil 100 verkum og skýringar á ensku, dönsku og íslenzku. Þar er æviágrip Sigurjóns með mörgum myndum, grein um Sigur- jón eftir Kristján Eldjárn, sem skrifuð var 1978. Einnig viðtal, sem Kristín Halldórsdóttir núverandi alþingismað- ur átti við Sigurjón fyrir Vikuna 1965, ný grein eftir Thor Vilhjálmsson um Sigurjón og list hans, — og formáli, sem ég hef sjálf skrifað. Sigurjón hirti ekki um að halda sam- an skrá yfir þær sýningar, sem hann tók þátt í um dagana, — en hér birtist í fyrsta sinn slík skrá. Þar er einnig full- komin skrá yfir verk hans á opinberum vettvangi, bæði hér og erlendis. Til dæmis eru ekki allir sem vita, að stytt- an af séra Friðrik við Lækjargötu er eftir Sigurjón. Svo þetta er í senn handbók og myndabók. Enn sem komið er, hefur þó engin listaverkabók verið gefin út um Sigurjón. Áður en við slítum þessu tali langar mig til að segja þetta: Ég vona að ráða- menn beri gæfu til að meta að verðleik- um hvílík perla Laugarnesið er. Þar eru fornminjar í jörðu og merkilegt lífríki við ströndina að ógleymdri náttúrufeg- Síðustu handtök listamannsins voru við þennan eikardrumb, sem hann fékk í skipasmíðastöð og er um 2 metrar i lengd. einnig til að kynna tilvist þeirra verka, sem geymd eru í húsi Sigurjóns á Laug- arnestanga, er haldin sýning í Listasafni ASl, sem hefst í dag og stendur til 30. júní. Meðal þess, sem þar má sjá, eru sum síðustu verk Sigurjóns. En nú stendur ekki til að dreifa þeim, heldur að varðveita þau á einum stað og þess vegna verður þetta ekki sölusýning. Á sýningunni verður fjöl- breytt dagskrá, sem Birgitta nefnir Sigur- jónsvöku. Þar munu skáld lesa ljóð, sýnd verður kvikmynd, sem sýnir m.a. Sigurjón að gera við eina af höggmyndum Kaup- mannahafnar: Hestinn á Kóngsins Nýja- torgi. Einnig verður tónlist: Hlíf dóttir Birgittu og Sigurjóns mun halda tónleika; einnig þau Anna Guðný Guðmundsdóttir og Sigurður Snorrason. Skoðunarferð verður um Laugarnesiö á Jónsmessukvöld af þessu tilefni og þá verður vinnustofa Sigurjóns opnuð svo fólk geti litið þar inn. Birgitta hefur unnið mikið undirbúnings- starf fyrir sýninguna; stærsta átakið er sýningarskráin, sem hún hefur sjálf út- búið og er 230 blaðsíður. Sem sagt; heil urðinni, sem er einstök. Ef ekki verður saxað meira af Laugarnesinu undir skemmur og malbik, þá er hér svæði, sem gæti orðið Reykjavíkurborg það sem Sveaborg er Helsingfors, Hövik- odden er Osló og Luisiana er Kaup- mannahöfn. Borgaryfirvöld ættu að gefa borgarbúum Laugarnesið í afmæl- isgjöf á 200 ára afmæli borgarinnar á næsta ári. “ GfSLI SIGURÐSSON KRISTÍN JÖNSDÓTTIR Kveðið við lamba- drottninguna Litla fríða lambadrottning loksins ernú vorið komið. Loksins liðinn langur vetur lífið gengur stöðugt hring. Vetrarblómið óx úr urðu óðum leysir gadd úrjörðu. Ævintýrin allt í kring. íslenskt sumar aldrei verður eilíft, þó að fögur skíni morgunsól sem sest að kveldi sjaldan skín hún endalaust. Hörð er hríð um haustsins nætur húmið langt og dagar stuttir. Það kemur alltaf aftur haust. Gott er að þiggrunar ekki grimmd og heimsku okkar manna. Börnin eiga bara að sofa. Best er að vita ekki neitt um þau illu öfl sem deyða allt það góða í þessum heimi. — Af því við fáum engu breytt. Þú með þínar fimu fætur fríðu snoppu oghrokkna lokka, lífið okkar allra verður örstutt sumar — veistu það? Þegar hvíta fífan fýkur frostið yfir landið strýkur sjáumst við á sama stað. Ljóðað loknum vetri Hefur það blundað í brjósti mínu í byljum og vetrarhríð? Hefur það hafst við í híði sínu og háð þar við dauðann stríð? Hefur hún snert við hjarta þínu höndin þess mjúk og blíð? Ef að ég týni því út í bláinn hvert andartak verður breytt. Ef að deyr hjá mér innsta þráin ég einmana verð og þreytt. Þá lifi ég þó ég sé löngu dáin — og lifi ekki fyrir neitt. Ég vil það sé einlægt og segi satt — segi allt eins og er. Svo geti það bæði grætt ogglatt oggefið þér hluta af sér. Því Ijóðið er fugl sem flýgur hratt og fjölmarga kveðju ber. Það rennur líkt og hið rauða blóð og litar mitt hvíta blað. Það brennur eins og hin bjarta glóð — bálið íhjartastað. Til þín yrki ég öll mín Ijóð — ástin mín, veistu það? Kristín Jónsdóttir er ung stúlka I Hllð I Lóni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.