Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1985, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1985, Blaðsíða 11
HVERNIG Á AÐ SKIL- GREINA GREIND? Við rannsóknir sínar á dýrum hafa sér- fræðingar yfirleitt notað æðri dýr, þegar um könnun á andlegum hæfileikum þeirra hefur verið að ræða, og hafa þá mannapar og höfrungar gjarna orðið fyrir valinu. Ástæðan er að sjálfsögðu sú, að hin ærði dýr geta lært flókin atferli gagnstætt hin- um óæðri, sem fyrst og fremst lúta stjórn eðlishvata. En menn skyldu varast að álykta sem svo, að hinir miklu námshæfileikar manna og æðri dýra tákni það, að þau séu að öllu leyti lengst komin í sögu þróunarinnar. Því að heili dýranna hefur þróast og aðlag- azt alveg sérstökum aðstæðum umhverfis- ins, sem gera mjög mismunandi kröfur til dýranna. Taugalíffræðingurinn Leslie Skeen við Dela-vare-háskóla segir: — Greind er að vissu leyti sérkenni teg- undarinnar. Sé greind til dæmis skilgreind sem hæfni til að staðsetja og mæla með bergmáli, þá myndu höfrungar hafa háa greindarvísitölu, en mennirnir afar lága. Ennfremur má vitna til orða Herberts Roitblat, sálfræðings við Columbia-há- skóla. — Það er ekkert vit í að flokka dýr eftir greindarstigi, eins og það er tilgangslaust að flokka þau til að mynda eftir hæfileik- anum til að hreyfa sig. Það getur verið skynsamlegt að bera saman, hvernig hinar ýmsu tegundir fiska hreyfi sig í sjónum og hinar ýmsu tegundir spendýra á landi. En það er út í hött að halda því fram, að einhverjir fiskar séu færari en spendýr, hvað hreyfingar snertir. Áður hefur greind dýra verið mæld með hliðsjón af hlutfallinu milli þunga heilans og heildarþyngdar dýrsins. En svo einfald- ar aðferðir gefa yfirleitt ekki góða raun innan líffræðinnar, og það virðist eðlilegra að dæma um greind dýra út frá því, hversu vel tiltekin tegund hefur aðlagazt um- hverfi sínu og hagi lífi sínu þar. okkur örðugt að auka þekkingu okkar á þessu sviði, er hve við eigum þess tak- markaðan kost að tala við dýrin. En við getum heldur ekki talað við ung- börn til dæmis eða fólk, sem skilur ekki tungumál okkar, og verðum því að bjarg- ast við þekkingu okkar á atferli, þ.e.a.s. á líkamsstöðu, hreyfingum og hljóðum. Þannig er eiginlegt hljóðmál ekki nauð- synlegt til þess, að menn geti gert sig skilj- anlega, og við vitum, að menn og dýr geta „talað saman“ að vissu leyti með líkam- legu táknmáli. Alkunna er, að dýrin nota táknmál sín á milli, og það er einmitt með rannsóknum á hæfileikum dýra til slíkra samskipta, sem hægt ætti að vera að afla vitneksju um andlega hæfni þeirra. Þá hafa og verið gerðar athyglisverðar kannanir á meðvit- und og sjálfsvitund dýra, og margt bendir til þess, að æðri dýr svo sem sjimpansar séu sér meðvitandi um sig sjálf. Rann- sóknir á þróuðu atferii dýra, notkun verk- færa, beitingu þess, sem þeim hefur verið kennt og á hæfni þeirra til að leysa vanda- mál, eru aðrar aðferðir til að afla vitn- eskju til að svara spurningunni: „Geta dýr hugsað?" Þetta er apinn sem mældist hafa greindarvísistöluna 95. Hann er kominn sro langt að hann pikkar stafi i lyklaborð. Mönnum hefur löngum leikið forvitni á að vita, hvort dýr geti hugsað eða yfir- leitt öðlazt sálræna reynslu. Og það er ekki nema von. Samskipti manna og dýra hafa verið svo náin, á öllum öldum Tekizt hefur að kenna apa 160 orð á fingramáli og fjögurra ára gömul górilla hefur mælst með greind- arvísitölu 95 — það svarar til þess, sem algengt er hjá 5 ára barni. Það er að vísu æði mikill munur á því, sem apar geta gert á móti ýmsum öðrum dýrum, en dýr hugsa og menn reyna að rannsaka hvernig sú hugsun er. og eru enn þrátt fyrir gjörbreytta lifnað- arhætti mannkyns víða um heim. Borg- arbúarnir hafa gæludýr og flestir borða dýrakjöt. Og svo njóta menn góðs af til- raunum, sem gerðar eru á dýrum í læknis- fræðilegum tilgangi. Það er því eðlilegt, að menn velti því fyrir sér, hvernig hin ýmsu dýr hugsi og skynji í samskiptum þeirra við mennina. Hafa dýrin einhvers konar greind eða sál- arlíf yfirleitt? Því er ekki hægt að svara á ótvíræðan hátt og svörin við slíkum spurningum hljóta einnig að verulegu leyti að vera komin undir því, hvernig menn skilgreina hugtök á borð við greind, hugsun og sál- ræna reynslu. En eitt er þó víst og það er, að bæði meðal leikmanna og vísindamanna eru mjög skiptar skoðanir um það, hvort hægt sé að ætla dýrum sálræna reynslu. Annars vegar eru þeir, sem eru sann- færðir um, að dýr geti hugsað og þá jafn- vel engu síður en menn. Hins vegar álíta margir, að dýr fari að eins og vélmenni, sem frá upphafi eru búin ákveðnum forrit- um, dýrin hafi þau í taugakerfinu og þann- ig geti þau komizt af án þess að hugsa. dýr Tjá Sig Með TÁKNMÁLI Undanfarin ár hafa atferlisfræðingar, og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, feng- izt við rannsóknir á hugsanlegum, sálræn- um hæfileikum dýra. Og það er ofur eðli- legt, að menn kynni sér atferli dýranna við hinar ýmsu aðstæður, þegar þeir vilja fá vitneskju um, hvort dýr „hugsi um hlut- ina“. Því að það, sem fyrst og fremst gerir MÖRG DÆMI ÞESS, AÐ DÝR TALI SAMAN Langflestar dýrategundir og þá sér- staklega þær, sem lifa í hópum, hafa sitt mál, sem einstaklingarnir nota sín á milli og jafnvel gagnvart öðrum tegundum. En mál dýranna er ekki fólgið í orðum, heldur byggist það á táknum i mynd ilms, hljóða, hreyfinga og stellinga. Það eru óteljandi dæmi um tjáningar- hætti meðal dýra. Fuglar syngja, hvalir senda frá sér hljóð, hundar dilla rófunni og hestar leggja aftur eyrun, svo að eitt- hvað sér nefnt. Býflugurnar miðla upplýsingum sín á milli um fjarlægð og átt til hunangsríkra blóma með dansi, en um öll dæmi gildir það, að við höfum enga ástæðu til að ætla, að þess háttar samskipti meðal dýra bygg- ist á hæfileika til að hugsa eða beri vott um sálræna reynslu. Þessi tegund sam- skipta hefur þróazt sem táknmál, sem kemur tegundinni að gagni í ákveðnu um- hverfi. En öðru máli gegnir um mál, sem sjimp- ansar læra til að geta „talað“ við menn. Fyrsta tilraunin til að kenna sjimpansa að „tala“ misheppnaðist nær algerlega. Richard Dawkins, atferlissérfræðingur frá Oxford, segir, að sjimpansinn hafi lært að segja örfá orð á ensku, sem í rauninni hafi ekki verið annað en torskilin óhljóð. Svo virðist sem sjimpansar hafi ekki þann búnað í formi raddbanda, sem nauðsynleg- ur er til að bera fram orð, eins og menn gera. Hvernig dýr hugsa LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. JÚNl 1985 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.