Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1985, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1985, Blaðsíða 14
ÆF E K T 1 J Borgarmiðstöðin í Rheinberg mun rera talin ein skemmtUegasta byggingin, sem Böbm hefur teiknað á síðari árum (1980). Byggingin befur að geyma ráðbús bæjarins og hátíðarsal. Sérkennilegasta hugmynd arkitektsins er blaðið undir glerþaki, eins konar risastór rerönd fyrir bæjarbúa, sem koma til að reka erindi sín í ráðbúsinu eða til að njóta skemmtunar í bátíðar- og leikhússalnum. Kirkjan í Köln- Melaten með æsku- lýðsbeimili og bóka- safni (1970). Virki fyrir trúna úr ópúss- aðri steinsteypu, formið köntótt og þrerkubbaðar línur áberandi. Kauzenberg í Bad Kreuznach (1976): Gottfried Böhm skóp glæsilegt reitingahús á rúst- um gamals mið- aldarirkis. Hann breyfði ekkert rið sjálfum rirkisrúst- unum, beldur felldi þær hagan- lega inn í arkitekt- úr sinn. Kynntist ungur að árum hinum stóru meisturum: Mies van der Rohe, Johnson, Gropius Árið 1950 starfaði Gottfried Böhm með hinum mikilhæfa arkitekt, Rudolf Schwarz, sem einmitt þá var önnum kaf- inn við gerð áætlana um enduruppbygg- ingu Kölnarborgar. Því næst hélt Böhm vestur um haf og dvaldi í hálft ár í New York, þar sem hann starfaði á arkitekta- stofu franziskanmunksins Cajetans Bau- manns, en áður en hann fór frá Ameríku, hafði hann kynnzt mestu áhrifamönnum um nútímaarkitektúr þar vestra, það er að segja þeim Mies van der Rohe, Philip Johnson og Walter Gropius. Auðvitað hefur byggingarlist Gottfrieds Böhm breytt nokkuð um svip í tímans rás; hann gerði þær breytingar á arkitektúr sínum, sem honum fannst við hæfi hverju sinni eða nauðsynlegar. Þeirri byggingar- list, sem hann hefur skapað síðastliðna þrjá áratugina er hægt að skipa í þrjú, fjögur um það bil jafnlöng tímabil. I hið Ijúfa, myndræna tímabil frá því kringum 1955 fram undir 1960; hið hrjúfa, express- iv-plastíska tímabil sjöunda áratugarins, og hið gagnsæja, kyrrláta tímabil áttunda áratugarins. Á því nýja tímabili í arkitekt- úr hans, sem hófst í kringum 1980, má merkja vissan ljóðrænan einfaldleika i stíl hans, þar sem hann þó vissulega færir sér í nyt marga þætti úr öllum öðrum tímabil- um húsagerðalistar sinnar. Pflagrímskirkjan í Neviges Á fyrsta tímabilinu í húsagerðarlist Böhms, frá því um 1955 fram undir 1960, er auðveltað greina vissa drætti, sem voru hluti ráðandi stefnu þessa áratugar, þótt hann skapi þá þegar alveg ótvírætt sinn eigin persónulega stíl: Á það ekki hvað síst við um kirkjurnar hans. Helztu einkenni þessara kirkjubygginga eru turnarnir, ým- íst gildir eða grannir, kringlóttir eða fer- kantaðir með keilu- eða pýramídalöguðum hjálmum; kirkjuskipin oft með mörgum útskotum, gluggarnir oft á tíðum skreyttir því mótívi, sem Gottfried Böhm hefur ætíð haft hið mesta dálæti á, þ.e.a.s. rósinni, tákni guðsmóður, myndrænt tákn einlægs trúarlifs í einfaldleika og vissu. En síðar kom svo að því, að arkitektúr hans fór að fjarlægjast hin einföldu form keilu og pýramída, strokks og fernings, og umbreytingin í stílyfirbragði hans leiddi til frjálslegri, mjög flókinna rýmisforma. Sú stefna, sem eiginlega hófst með St. Gertrud-kirkjunni í Köln með háum þrí- hyrningslöguðum turnhjálmum og marg- brotnu þaki, náði svo hápunkti í pílagríms- kirkjunni í Neviges. Það er naumast unnt að ganga inn í þetta guðshús án þess að verða djúpt snortinn: Voldugt rými, hátt til lofts, fagurlega tindóttar hliðarsvalir, þar fyrir ofan fellingaþak með afar flók- inni hrynjandi. Þegar maður skoðar þessa miklu steinsteypubyggingu, kemur saman- burðurinn við hina klassísku kirkjusmíði sögunnar, þá Brunelleschi og Ántonio Gaudi, eins og ósjálfrátt upp í hugann og minnir á frægðarljómann frá Pantheon. Þessi áhrifamikli arkitektúr fellur undir Köln-Chonreiler (1972—73): Fjölbýlishús byggt á regum borg- arinnar með íbúðum fyrir efna- minna fólk. Húsið ber rott um hugmyndaauðgi arkitektsins og dregur að sér athygli manna í dap- urlegum srefnbæ. hinn svonefnda brútalisma í húsagerðar- list, sem raunar hefur ekki hlotið nafn sitt af öðru en því, að þá er notast við ópússaða lagsteypu, „Béton brut“. En hjá Böhm tók nú að bera æ meir á öðrum áhugaefnum innan arkitektúrsins, og alveg sérstaklega tók hann að sýna ýmsum þáttum í almennu borgarskipulagi sívaxandi áhuga; myndun torga, annarri og betri nýtingu opinna svæða í borgum, aðkomusvæðum stórbygginga og port- göngum í stórbyggingum. Þessum atriðum nær hann oft snilldar- vel fram í þriðja tímabili húsagerðarlistar sinnar á áttunda áratugnum. Sterkustu einkenni þessa tímabils eru nú ekki lengur mögnuð plastisk form í steinsteypu, heldur stál og gler. Það er hins vegar engan veginn svo auð- velt að lýsa til hlítar því yfirbagði, sem einkennir nýjasta tímabilið í húsagerðar- list Gottfrieds Böhm. Þarna koma fram ummerki annara tímabila í list hans, en hugkvæmnin lýsir sér greinilega í þaul- hugsuðum einfaldleika bygginganna eins og dæmin sanna bezt í stórhýsum Böhms við Pragertorg og Fasanentorg í Berlín. Fegursta bygging þessa tímabils verður þó sýningarhöllin í Rheinberg að teljast. Öll verk Gottfrieds Böhm á sviði húsa- gerðarlistar verða að teljast plastísk, mjög svipsterk, en samt með leikandi léttum ívafsþáttum. Menn komast hreinlega ekki hjá því að finna, hve gaman hann hefur haft af þessum sköpunarverkum sínum, þegar hann lætur allar þessar þráðbeinu, skrykkjóttu, bugðóttu og snúnu útitröppur vinda sig upp með húshliðunum, skipu- leggur aðkomuna að húsum og sjálf and- dyrin, tengir húshluta á margvíslegasta hátt með yfirbyggðum, að mestu gagnsæj- um göngubrautum upp að húsunum, utan á þeim eða jafnvel þvert í gegnum þau; þannig er jafnvel hægt að reika um píla- grímskirkjuna í Wigratzbad á mismun- andi hæðum og horfa yfir kirkjusalinn og kirkjugesti, og í kirkjumiðstöðinni í Kettwig-Nord eru kirkja, æskulýðsheimili, leikskóli og bókasafn tengd saman með heilu neti af göngusvölum, sem teygjast út frá yfirbyggðu hlaði milli húsanna. Hið veigamikla hlut- verk rýmisins í arkitektúr Böhms Böhm leggur mikið upþ úr sjálfum inn- ganginum á byggingum sínum og skipulagi aðkomusvæða. Þetta kemur glögglega fram í húsi Böhm-fjölskyldunnar sjálfrar við Rín, þar sem fyrst er gengið gegnum forgarð, því næst um steinlagðan, lokaðan húsagarð og upp að útidyrunum. Áður en gengið er inn í borgarmiðstöðina í Rhein- berg, þar sem ráðhúsið er látið umlykja leikhússal staðarins, ganga menn fyrst gegnum verönd með felldu brettiþaki úr gleri yfir, og er svæðið að vísu umlukið á þrjá vegu, en myndar samt opið hlað til aðkomu að húsunum. Böhm veltir því vandlega fyrir sér, á hvern hátt hann geti fært sér andblæ um- hverfisins í nyt til að fella að arkitektúr sínum eða nota þennan andblæ til að skapa með honum áhrifamiklar andstæð- ur. Þess vegna gerir hann jafnan frumdrög að útlitsteikningum, svo hann eigi auð- veldar með að vega og meta áhrif um- hverfisins á væntanlega húsagerð. Á arkitektastofu Böhms tíðkast engar háværar deilur vegna mismunandi skoð- ana starfsmanna um einhver atriði. Þetta stafar af því, að yfirmaðurinn sker ekki úr slíkum deilum, af því að hann er yfirmað- urinn á staðnum, heldur er það „málefnið", sem ræður: Böhm lætur gagnrýni sína í ljós á hógværan hátt, hlustar á mótrökin, veltir málinu fyrir sér, og næsta dag kem- ur hann oftast með spánnýja tillögu, sem þá er betri en aðrar sem fram hafa komið. Fyrir skemmstu kom út bók um Gott- fried Böhm og arkitektúr hans, „Gottfried Böhm-byggingar og tillöguuppdrættir 1960—1980,“ en það er vinur Böhms, Svet- lozar Raev, hjá útgáfufyrirtækinu Buch- handlung König í Köln, sem gaf bókina út. Bókin reynist vera nákvæmlega jafn fá- mælt og jafn ómannblendin og hann sjálf- ur og einkennist framar öllu af ófrávíkj- anlegri, hátíðlegri hlédrægni: Þvílík and- stæða við áhrifamátt þess arkitektúrs, sem Böhm skapar. Safnaðarheimili og kirkja í Kettwig-Nord rið Essen (1977). Heilt net af göngupöllum liggur um allar byggingarnar og tengir þær saman: Æskulýðsheimili (til rinstri), leikskóli og röggustofa (til hægri), kirkjan (alreg aftast) og tengiskálinn undir glerþaki þar á milli; fremst markaðstorgið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.