Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1985, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1985, Blaðsíða 8
Þannig er nú umhorfs í vinnustofu Sigurjóns, en þar í íbúðinni eru 160 verk, sem bann skildi eftir sig. Lesbók/Friðþjófur mm í f ' 1 | 8 WSL ■■■M . ( | * ~ jk: l ‘&S. sprettinn á Laugarnestanga. En hann vildi vera í nálægð við sjó og fjöru, segir Bir- gitta og óvíða er fjaran fegurri en einmitt þarna. Á sínum yngri árum hafði Sigurjón unnið við að mála holdsveikraspítalann í Laugarnesi og þekkti staðinn þess vegna frá gamalli tíð. Um þessar mundir vann hann myndir sínar í stein; hjó með hamri og meitli uppá gamla móðinn og frá þess- um tíma eru til dæmis Víkingurinn, sem stendur utan viö húsið, og andlitsmyndin af Sigurði Nordal á Listasafni íslands. Þetta er bæði erfið og óholl vinna; mynd- höggvarinn þyrlar upp steinryki og það er ekki hollt fyrir neinn; allra sízt þann sem hefur áður fengið berklá. með fjögur börn í 30 Fermetra Húsi Önnur kapítulaskipti urðu í lífi Sigur- jóns á þessum árum. Eftir átta ár á Laug- arnestanga slitu þau samvistum Tove og Sigurjón. Ég spurði Birgittu, sem varð kona hans ári síðar, hvort þau hefðu kynnst á Danmerkurárum Sigurjóns. En svo var ekki. Birgitta sagði: „Ég var alin upp á Fjóni og á árunum 1949—50 var ég í vist hjá fólki í Reykjavík. Ég var mjög óráðin þá; hafði verið við nám í höggmyndalist, þar af tvö ár við Konung- lega Listaakademíið 1952—54. Auk þess hafði ég hug á tónlistarnámi, stundaði nám í píanóleik, og um tíma þótti mér freistandi tilhugsun að leggja fyrir mig píanóleik. En meðan á dvölinni stóð í Reykjavík, kynntist ég Sigurjóni. Og sex árum síðar, 1956, fluttist ég til íslands og við giftumst. Síðan hef ég búið á Laugar- nestanganum." Þeim Sigurjóni og Birgittu Spur varð fjögurra barna auðið, en öll eru þau nú flogin úr hreiðrinu. Elzti sonurinn, Ólafur, er cellóleikari í sinfóníuhljómsveitinni í Malmö, þar sem annar Laugnesingur, Ein- ar Grétar Sveinbjörnsson, er konsert- meistari. Annar sonur þeirra, Freyr, er fyrsti flautuleikari í sinfóníunni í Bilbaó á Spáni, þriðji sonurinn, Dagur, er að læra þroskaþjálfun í Danmörku og dóttirin, Hlíf, er fiðluleikari og hefur getið sér góð- an orðstír, bæði hér og erlendis. Heilsumissir Og SÍÐBÚIN HEIÐURSLAUN Rauða húsið á Laugarnestanga var að- eins um 30 fermetrar og þröngt á þingi með fjögur ungbörn. Verra var þó hitt, að Sigurjón missti heilsuna um tíma vegna steinryksins, sem áður er getið. Hann var vistmaður á Reykjalundi 1960—62; vann þar að vísu eitthvað að Iist sinni, en á meðan bjó Birgitta með börnin í Laugar- nesinu. Það var ljóst, að húsnæðið þar var ekki til frambúðar og nú kom góður vinur til skjalanna, Ragnar í Smára, og hann stóð fyrir því, að íbúðarhús var byggt við gamla, rauöa húsið og drifið upp á einu sumri, 1961. Og litlu síðar, 1963, byggði Sigurjón sjálfur vinnustofuna utan um braggann og hann var síðan rifinn. Nú tók við afar frjótt tímabil á listferli mynd- höggvarans; raunar sagði hann að mestu Rómantík í húsi myndhöggvarans árið 1959: Sigurjón horfir á Birgittu konu sína út um gluggann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.