Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1985, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1985, Blaðsíða 5
Ljósmyndir/Egill Gunnlaugsson „Ég á erfitt með að verjast ömurlegasta þunglyndi. En þó hef ég fundið ráð til þess . . . Það er að reyna að sýnast alltaf síkátur og glensfullur. Smám saman slœr ytri gleðinni inn. En þó má henni ekki slá algerlega inn, því þá á ég á hœttu að göfugustu endurminningarnar blikni. “ Þórbergur Þórðarson í dagbók 1914 Þórbergs merkileg heimild um daglegt líf menntamanna og skálda í Reykjavík á æviárum hans. En a.m.k. á árunum milli stríða virðist það fólk hafa verið að heim- sækja hvert annað flest kvöld, og oft hitt- ast að máli um miðjan dag líka. Hefur það verið ólíkt skemmtilegra líf en að sitja yfir Derrick, Dallas & Co. SÁLARÁSTANDIÐ Það er helst í utanlandsferðum Þórbergs að líf og litur færist í frásagnir dagbók- anna — og árin 1912—17. Fimmtu dagbók- ina hefur hann 15. maí 1912, eftir hálfs árs hlé, og fer þá að færa eftir nýju kerfi, hefur færslur af hverju tagi undir sér- stakri fyrirsögn (veður, o.s.frv.) og bætir nýjum bálki við: „Sálarástand mitt“. Færslur af því tagi haldast lengi síðan, þótt bálkakerfið víki fljótt fyrir samfelldri frásögn. Tilefni þessarar nýbreytni virðist ótvírætt ástarsorg sú og sjálfsásakanir, sem alkunna eru af íslenskum aðli, enda er efnið líka mjög á sömu lund og í þeirri bók. Efnislega eins — en frásagnarhátturinn er gerólíkur. í dagbókunum er hann hreint ekki þesslegur, að Þórbergur hafi hlotið stílsnilldina í vöggugjöf. Oðru nær, þar ríkir sá hversdagslegi, að ég ekki segi óbjörgulegi, klisjuborni stíll, sem vænta mátti af ungum byrjanda í ritstörfum. Berum saman (dagbók, 21/5,1912): „Sanna lífsgleði virðist mér hvergi að finna nema hjá lífsstjörnunni björtu, er létti af mér böli og byrðum lífsins á liðn- um vetri. En nú skín hún bak við fjöll og firnindi, norður á heimsenda, og það er aðeins endurminningin eintóm sem ýmist kætir mig — eða grætir. Ef ég mætti sjá stjörnuna svo sem augnabliksstund, og ef hún gæti ljómað eins og hún ljómaði feg- urst hér, mundi ég glaður bjóða heiminum góða nótt og — deyja." Eins og vant er með mikla rithöfunda kostaði það margra ára harða baráttu að losa sig undan klisjunum, finna þann tón sem virðast mátti upprunalegur, sjálf- sprottinn. Sjáum nú hvernig Þórbergur talaði um sama efni, aldarfjórðungi síðar, í íslenskum aðli (í lok 6. k., bls. 40): „Þegar ég var sestur einn fyrir í stof- unni á Þóroddsstöðum, var mér innan- brjósts eins og allir eiginleikar sálar minnar væru þurrkaðir burt úr meðvit- undarlífinu, — allir, nema aðeins einn. Það var þjáningin, altæk, hreyfingarlaus, heldimm þjáning, hyldjúp, kyrrstæð lægð tilbreytingarlausrar kvalar. Þar örlaði ekki á neinu minnsta hæti, sem væri öðru- vísi þessa stundina en hina, engri smæstu aðkenningu af einhverju minna eða meira, eilitlu dimmra eða bjartara, engri smá- vægilegustu hræringu, sem fyrir einni klukkustund hefði getað verið á móts við heilafrumu aftan við eyrað á mér, en nú hefði þokast á móts við frumu frammi undir gagnauganu. Öll víðátta sálarinnar var eins og bráðið blýhaf, þar sem hvergi grillti fyrir aðgreiningu lofts og lagar. Eg sat grafkyrr og horfði sljóum, hreyfingar- lausum augum út í gráan stofuvegginn á móti mér.“ Munurinn á þessum tveimur klausum er einfaldlega sá, að hin seinni er skörp, sér- stæð mynd, og alveg frumsköpuð: þungt, blýgrátt, kyrrt haf. Hin er tugga. Nú segir sjálfsagt einhver, að ekki sé að undra þótt minnisatriði hripuð upp í dagbók séu á óvandaðri stíl en prentuð bók. En fyrri klausan er ekkert hripað minnisatriði, maðurinn er að gera grein fyrir sálar- ástandi sínu í rækilegum lýsingum. Og þannig eru dagbækur Þórbergs oft á 2. áratuginum, og æ vandaðri framsetningu, t.d. árin 1916—17. Ég segi ekki að þetta nái uppí Bréf til Láru, en langt á leið þangað. Þá hefur Þórbergur náð töluverðri þjálfun í að segja hug sinn, og það sem meira skiptir fyrir upprennandi rithöfund: a.m.k. fimm ára þjálfun í sjálfskönnun, hlífðar- lausri athugun á eigin sálardjúpum. Þessu olli ekki bara sjálfsóánægja svo sem sú sem íslcnskur aðall segir frá — tiltölulega hversdagsleg, heldur ýmislegt fleira. Ást í þvílíkum meinum, að líklegast varð hún hvorki játuð, né um rætt við nokkurn mann, brýst stundum fram í dagbókar- færslum. Og þar segir m.a. (4/5 1914): „Ég á erfitt með að verjast ömurlegasta þunglyndi. En þó hefi ég fundið ráð til þess [...] Það er að reyna að sýnast alítaf síkát- ur og glensfullur. Smám saman slær ytri gleðinni inn. En þó má henni ekki slá al- gerlega inn, því að þá á eg á hættu að göfugustu endurminningarnar blikni. Flestir hyggja að eg sé orðinn nokkurskon- ar gárungi, jafnvel siðleysingi, er hæðist og skopast að öllu fögru og guðdómlegu. En þeim er ekki kunnugt um hitt, að þetta er mér nokkurskonar Kínalífselixír, er varnar mér frá að sökkva í kaf í svartasta þunglyndi. Ég verð að fórna umburðar- lyndi annarra fyrir velferð minni.“ Þessi orð skýra háðskan kveðskap Þór- bergs, sem fór að birtast næstu ár í fyrstu bókum hans: Hálfír skósólar 1915, Spaks manns spjarir 1917, Hvítir hrafnar, 1922. Þetta eru mestmegnis skopstælingar á kveðskap sem þá var vinsæll, og hefur Halldór Laxness sagt um þessi kver: „Einu hefur aldrei verið svarað um Þórberg. Hvernig stendur á því að lítt upp- fræddur sveitamaður úr einu afskékktasta héraði landsins kemur til Reykjavíkur og fer að yrkja út frá sjónarmiðum dada, þeirrar stefnu sem þá var í burðarliðnum suðrí álfu, og kalla má undanfara allrar nútímalistar í vestrænum heimi svo í bókmenntum sem mynd og tóni.“ (Úngur eg var, bls. 80.) Tengslin eru þau, að dada var niðurrifs- list, andóf gegn ríkjandi viðhorfum og hefðum á öllum sviðum. Tilvitnunin hér að framan í dagbók Þórbergs skýrir hvers- vegna hann fer slíkar leiðir, sbr. líka næst- síðasta kafla Ofvitans: „Elskan mín“ (sem Sigfús Daðason vísar til í Andvaragrein sinni, bls. 18). Formálar kvæðanna í Eddu Þórbergs sýna líka vel andúð hans og upp- reisn gegn steinrunnum klisjum í kveð- skap, sérstaklega af væmnara tagi. Hins- vegar er „fútúrismi" Þórbergs nafnið tómt, eins og hann raunar upplýsir sjálfur í inn- gangi að kvæðinu „Fútúfískar kveldstemn- ingar“ í Eddu. Hér kemur loks til sívaxandi andlegt sjálfstæði Þórbergs, sem berst við að ná tökum á lífi sínu og stefnir frá alfaraleið, vitsmunabrautir sem hann kortleggur sjálfur. Og það gerir hann stöðugt í dag- bókum sínum, og oft eins nákvæmlega og hann getur. Hvílík þjálfun fyrir rithöfund! Þetta er ein helsta þroskaleið hans fram að Bréfí til Láru. ÍSLENSKUR AÐALL Nú verður að nefna vissar takmarkanir dagbókanna; þær eru a.m.k. stundum færðar með það í huga, að þeir gætu kom- ist í þær, sem Þórbergur vildi ekki trúa fyrir leyndarmálum sínum. 1922 hefur hann t.d. afmáð 6 línur í færslunni 13/9. Og 1912 segir dagbókin nákvæmlega frá brottför Arndísar Jónsdóttur úr Bergs- húsi, en þá einnig annarrar stúlku, sama dag. Ekkert bókar Þórbergur um tilfinn- ingar sínar til þeirrar fyrrnefndu, og þótt hann útmáli hörmulegt sálarástand sitt næstu daga, gefur hann ekki skýringar á því, þær sem síðar komu í íslenskum aðli. Eins er, þegar hann segir frá samfundum þeirra í Hrútafirði um sumarið. En merg- urinn málsins er sá, að íslenskur aðall er saminn upp úr dagbókinni 15/5—11/9 1911. Sömu efnisatriði koma þar í nokkurn veginn sömu röð. Það efni sem íslenskur aðall hefur umfram, er einkum sjálfstæðir þættir af einstökum mönnum. T.d. birtist þátturinn af Jóni bassa í Skinfaxa UMFR, 1912 (Ólíkar persónur, bls. 22—35). Þegar dagbókinni lýkur, er Þórbergur enn á Ak- ureyri, en vinir hans farnir að tínast suð- ur. — Þetta er ekki svo að skilja, að ís- lenskur aðall sé nákvæm, sannferðug frá- sögn atburða sumarsins 1912, heldur svo, að Þórbergur notaði dagbækur sínar sem hráefni í Islenskan aðal. Mér sýnist t.d., að þegar hann útmálar hugarangur sitt og ástarsorg í íslenskum aðli, þá byggi hann það ekki síður á færslum frá 1916, um söknuð sinn eftir aðra persónu, en á færsl- um í sambandi við Arndísi, 1912. Hér er annars ekki rúm til að fara út í ítarlegri samanburð íslensks aðals og dagbókanna. Vonandi gerir hann einhver þegar út kem- ur á prenti rækilegt úrval dagbóka Þór- bergs, sem þyrfti að gera sem fyrst. En í frásögn, sem er efnislega eins, hefur fs- lenskur aðall þetta umfram dagbækurnar: líf og skáldskap. Nú eru það í sjálfu sér ekki ný tíðindi, að rithöfundur um fimm- tugt skáldi vel, þegar hann minnist æsku- ára sinna. En hitt er merkilegra, að hann skuli þurfa millilið til þess. fslenskur aðall hefst 15. maí 1912, af því að 5. dagbókin hófst þann dag, eftir hálfs árs hlé á færsl- um. Og hún gat orðið uppspretta skáld- skapar, fremur en fyrri dagbækur, vegna þéss að hún sagði frá sálarástandi höfund- ar. Þetta staðfestir enn einu sinni, sýnist mér, að góður skáldskapur er ekki gerður beinlínis af reynslu höfundar af persónum og atburðum, heldur taka skáld slíkan efnivið oft unninn að vissu marki, þar sem atburðir eru valdir til sögu, túlkaðir skv. sérstöku viðhorfi — þótt það bindi ekki skáldið um viðhorf. Þetta er alkunna um t.d. skáldsögur Halldórs Laxness: Sjálf- stætt fólk byggist á Höllu og heiðarbýlinu eftir Jón Trausta, Kristnihald undir Jökli byggist nokkuð á Ævisögu Árna prófasts eftir Þórberg. Efniviður skáldsagna þarf auðvitað ekki að vera bók, oft er hann almannarómur, nútímaþjóðsögur, stund- um eins og slíkt birtist í blöðum. Þannig er a.n.l. háttað um Sölku Völku og Heimsljós, en sú skáldsaga byggist á dagbókum Magnúsar Hj. Magnússonar, svo sem al- kunna er. En hitt er athyglisverðara, að einnig Þórbergur skyldi þurfa slíkan for- unninn efnivið til að skrifa um ævi sjálfs sín, og hve náið hann fylgir útlínum fyrir- myndarinnar, gamals rits eftir hann sjálf- an, þótt skáldritið sem hann semur uppúr því verði eðlisólíkt fyrirmyndinni. Þar dregur lengst háðsk fjarlægð sögumanns frá efninu í íslenskum aðli, en henni teng- ist breytingin á stílnum, sem áður var rætt um. í dagbókum Þórbergs má einnig finna ýmsar færslur sem síðar urðu efniviður í Bréf til Láru; það sem Þórbergur bókaði um samtöl sín við kunningja og vini um trú- mál, stjórnmál o.fl. þ.h. (einkum haustið 1922). Margt er þar merkilegt, sem aldrei komst á bók. SURREALISMINN Og þá kem ég að spurningunni sem fyrst rak mig af stað niður í handritadeild Landsbókasafns. Hvernig stendur á því, að Þórbergur skrifaði Bréf til Láru, m.a. eins og hann væri bréflegur félagi í hreyfingu surrealista, sem þá var nýorðin til í París. Hvað segir ekki Halldór Laxness, sem þá þegar var náinn félagi Þórbergs, í Sjö- meistarasögunni (1978, bls. 102): „1 nútíma- bókmenntum hefur Þórbergur Þórðarson verið liðtækastur surrealisti, og þarf ekki vitnanna við um það.“ Lítum samt á helstu samkenni. Rit surrealista eru mörg og margvísleg, en Bréf til Láru minnir einna helst á rit aðalleiðtoga þeirra, André Bret- on, og þá einkum: Surrealíska stefnuskrá, sem birtist sama ár og Bréf til Láru, og 2. stefnuskrá, sem birtist fimm árum síðar, Nadja eftir Breton, 1928, og Bóndann í Par- ís eftir Aragon, 1926. Þessi rit eru öll slá- andi huglæg, höfundur talar í eigin nafni um ýmis efni: ber fram frásagnir af sér og vinum sínum og rökræður um ýmis mál- efni: stjórnmál, og þó einkum menning- armál. Þarna skiptist á gaman og alvara. Öll þessi rit einkennast af áhuga á dulræn- um fyrirbærum og dularfullum tilviljun- um. Það var nú víðar, en fleira kemur til. Þórbergur og Frakkarnir gera að sönnu greinarmun draums og vöku, en þeim finnst draumar og vitranir fullt eins merkileg og vökuskynjun, segja frá þessu jöfnum höndum. í stað þess að skrifa skáldsögur, svo sem venjulegt væri, segja þeir allir sannar (meira eða minna) sögur af sjálfum sér (sbr. Bréfið, 29.k, bls. 126) — og oft mjög opinskáar. Og þessir höfundar hafa líka annan mælikvarða á það hvað sé sögulegt, en viðtekinn er. Þar eru þó Frakkarnir mun sjálfstæðari en Þórberg- ur, sem var skemmtilegur á viðtekinn hátt, og hlaut Bréfið mjög góðar viðtökur, bæði í upplestri (haustið 1924, skv. dagbókinni) og í bókabúðum. Ég held að sjálfstæðari hafi Frakkarnir verið vegna þess að þeir höfðu heilan hóp, 20—30 manna, til að stappa stálinu í hver annan. Og þessvegna ber lítt á sjálfsháði hjá þeim, en það er eitt helsta einkenni Bréfs til Láru, enda vottur um öryggisleysi einstæðingsins, segjum við dólgafreudistar. Loks ber að nefna að Bréfíð er miklu fjölbreyttara að efni en tilvitnuð rit frönsku surrealistanna, og Þórbergur sýnir þar miklu margbreyti- legri stíl en þeir gerðu. Bréf til Láru er auðvitað alveg sjálfstætt sköpunarverk, en LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 8. JONÍ 1985 -35

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.