Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1985, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1985, Side 13
Gottfried Böhm Einn af stórmeisturum nútíma byggingarlistar Gottfried Böhm i teiknistofu sinni. ottfried Böhm hefur alla tíð byggt öðru vísi en allir aðrir, hefur ekki ánetjast neinni íkjandi stefnu, heldur alltaf þreifað sig áfram til að ná fram sínum eigin, persónu- lega stíl, og þegar svo bauð við að horfa, sínar af jafn næmri og öruggri tilfinningu og um leið á þann veg, að andstæður í útliti fái notið sín að fullu. Og víst er óhætt að fullyrða, að fáir skapi jafn sér- stæðar byggingar, sem koma mönnum eins á óvart og eru oftast í mótsögn við flestar ríkjandi, viðteknar venjur í byggingarlist. Þarna er á ferðinni nútíma arkitekt, á því leikur ekki nokkur minnsti vafi. hefur hann fúslega aðlagað þennan stíl sinn ytri aðstæðum. Sjálfstæður arftaki expressionismans. Þeir eru ekki margir arkitektarnir, sem hafa byggt í eins sterku, plastísku formi og hann, og aðeins fáir, sem eru færir um að teikna byggingar Eftir MANFRED SACK Sérkenni hans komu snemma í ljós Böhm vakti strax verulega athygli með fyrstu byggingunni, sem hann stóð að árið 1949, en það hús hannaði hann á vinnu- stofu föður síns, Dominikus Böhms, kirkjusmiðs. Það var litla Minoriten-kap- ella hinnar heilögu Columbu í Köln, sem Gottfried Böhm hannaði og reist var á rústum gotneskrar kirkju. Margir, sem komu til að skoða kapelluna urðu afar óhressir yfir hinu þrönga hrjúfa formi guðshússins og jafnvel enn óánægðari með steindu gluggana og plastískar skreyt- ingar, sem teygðust út úr veggjum kapell- unnar. Húsfriðunarráð Kölnar lét í ljós efasemdir sínar. Frings, erkibiskup í Köln, sem síðar átti eftir að verða hinum unga arkitekt mjög hliðhollur og örva hann til frekari dáða, hneykslaðist á stuðlabergs- löguðu altari kapellunnar, sem honum virtist í ósamræmi við fyrirmæli reglunn- ar, og neitaði því vígslu þess. Það var samt sem áður ekki þessi bygg- ing, né heldur nein af þeim mörgu kirkj- um, sem hann hafði gefið útlit og form, andstætt öllu því hefðbundna og viðtekna í kirkjubyggingum, ekki heldur Godesburg- kastali, sem Böhm umbreytti á svo snilld- arlegan hátt í gistihús; ekkert af þessu starfi hans varð til að breiða út sérstakt frægðarorð arkitektsins Böhms, heldur voru það tvær byggingaráætlanir, sem hann útfærði í bænum Bensberg, rétt við Köln: Ráðhúsið og barnabúðirnar á staðn- um. Ráðhúsið í Bensberg er þróttmikið steinsteypu-stórhýsi, prýðilega aðlagað að sínu næsta umhverfi og fellt að útlínum hinna fornu kastalarústa. Það er í einu orði sagt höfuðprýði bæjarins og um leið framúrskarandi vel heppnuð expressjónísk hugmynd. Séð frá rúmgóðu hlaðinu framan við ráðhúsið, er eins og byggingin breiði faðm- inn á móti manni. En eitt bezta og áhrifa- ríkasta dæmið um heildarskipan getur að líta í Chorweiler, heldur fáskrúðugum svefnbæ, skammt frá Köln. Gottfried Böhm hratt þar í framkvæmd þeirri hugmynd sinni að byggja sérstaka húsaröð Pílagrímakirkjan í Neriges í héraðinu Bergische Land (1964— ’67): Steinsteypt dómkirkja með expressionískum ábrifamætti. Enda þótt kirkjan rúmi 7000 manns í sæti, virkar hún vinaleg og einkar notaleg. með ákveðnum borgarblæ í öllu útliti. Þar er hluti af íbúðagötú, þar sem íbúðum fyrir aldraða er komið þannig fyrir, að þær eru andspænis stærri fjölskylduíbúð- um, sem leiðir til meiri samskipta fólks á mismunandi aldursskeiðum. Þarna mynd- ast torg, afmarkað á þrjá vegu af níu hæða íbúðarhúsi, allmörg önnur hús að auki, sem þannig eru teiknuð og staðsett, að þau myndi áhrifamótvægi hvert við annað, með sérstökum stigaturnum, sem tengja íbúðarhúsin saman með brúm og gler- skálagöngum. Þarna getur að líta stiga- svalir, útitröppur, port, skot, stalla og gluggabrúnir, málaðar í björtum litum. Böhm aðhyllist notkun lita á hús og hann er einnig hrifinn af viðeigandi skreytingum á húsum — ef til vill er ein- mitt það svið hið erfiðasta í hans augum, og þar af leiðandi það, sem hrífur hann einna mest: Að mála eitthvað á smekkleg- an hátt í litum, skreyta — í hans augum þýðir það hið sama og að auðga. Böhm-fjölskyldan svo til öll í arkitektúr Gottfried Böhm er fæddur hinn 20. janúar 1920 í Offenbach við Main, en fjöl- skylda hans fluttist síðar til Kölnar við Rínarfljót, þar sem hann ólst upp. Skömmu eftir að hann hafði lokið stúd- entsprófi varð hann að ganga í herinn og halda af stað til vígstöðvanna. En hann varð fyrir því slysi að meiðast illa á fæti austur í Rússlandi, og urðu þessi meiðsli honum raunar til happs, því að hann gat þar með haldið aftur heim til Kölnar og skömmu síðar hafið nám í húsagerðarlist. Samstúdent hans einn, Elisabeth Haggen- múller að nafni, lágvaxinn, snaggaralegur kvenmaður með ástúðlega árvekni í öllu fasi, kveðst muna vel eftir löngum slána — um það bil einn og níutíu á hæð — á gips- fæti „eiginlega þess háttar lalli,“ hugsaði hún í þá daga, „sem miklu fremur ætti heima á einhverjum sveitabæ hátt.upp til fjalla, hreint og beint ótrúlegt, hvers kon- ar týpur eru teknar upp á því að stúdera hér um slóðir...“ Hún tók lokapróf í arki- tektúr vorið 1948 eins og hann reyndar líka, varð eiginkona þessa undarlega slána og ól honum alls fjóra syni, sem núna eru teknir að renna enn frekari stoðum undir þau viðteknu ummæli, að Böhm-arnir séu rótgróin húsameistara-fjölskylda. Afi Gottfried Böhms rak á sínum tíma bygg- ingarfyrirtæki suður í Ulm í Wúttemberg, faðir Gottfrieds, Dominikus, varð frægur sem kirkjusmiður, en sonurinn er annars fyrir löngu farinn að veita orðstír föðurins sem listrænn kirkjusmiður hörðustu sam- keppni. Elzti sonur þeirra Elisabethar og Gottfrieds er þegar orðinn arkitekt og er að eigin sögn fylgjandi róttækum strang- leika í formi, svipað og fram kemur í verk- um svissneska arkitektsins Mario Botta. Þriðji sonurinn í röðinni er einmitt við nám í arkitektúr. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 8. JÚNl 1985 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.