Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1985, Qupperneq 6
11111111
Ingibjörg Haraldsdóttir
Ann Sutton
Kristín Sveinsdóttir
Vefjarlist og
formfræðilegar
hefðir í Norrköping
Dagana 21—24. apríl sl. var
haldin í listasafninu í Norrköp-
ing í Svíþjóö nýstárleg náms-
stefna og að því er best er vitað
sú fyrsta sinnar tegundar í
heiminum. Yfirskrift náms-
stefnunnar var Textile Work and
Constructive Tradition eða Vefj-
arlist og formfræðilegar hefðir.
Hugmyndina að námsstefnu
þessari áttu Ann Sutton, heims-
þekkt ensk vefjarlistakona og
Agneta Lindgren, sem er list-
fræðilegur ráðunautur lista-
safnsins í Norrköping, en ásamt
henni sá Folke Lalander, um-
sjónarmaður safnsins um fram-
kvæmd og undirbúning.
Til stefnunnar var boðið fjöru-
tíu þátttakendum frá níu lönd-
um, þrjátíu og tveimur vefjar-
listamönnum, sem allir hafa
vakið athygli fyrir formfræði-
iega vefjarlist, og níu forstöðu-
mönnum listasafna, iistfræðing-
um, textílkennurum og blaða-
mönnum sem fjalla um iistir.
Frá íslandi var boðið einum
listamanni, Ingibjörgu Styrgerði
Haraldsdóttur.
Ann Sutton grunvallar verk sín
á stærðfræðilegum formúlum
Námsstefnan var haldin í
tengslum við opnun sýningar á
verkum Ann Sutton, en hún er
heimskunnur vefari, hönnuður
og ráðgjafi um hönnun. Hún hef-
ur skrifað bækur um byggingu
listvefnaðar og er eftirsóttur
fyrirlesari.
Ann Sutton er þekkt fyrir að
fara ótroðnar slóðir í list sinni
og kemur sífellt á óvart með
ferskum hugmyndum og nýjum
starfsaðferðum. í bæklingi sem
fékkst á sýningu hennar segir
m.a.: „Síðan 1950 hafa margir
listamenn í Bretlandi unnið
nýstárlega og frumlega hluti og
myndir eftir stærðfræðilegum
aðferðum. Ann Sutton er einn
þessara listamanna. Hún notar
vefjartækni á áður óþekktan
máta og grundvallar verk sín á
stærðfræðilegum formúlum.
Ann Sutton fylgir fyrirfram
ákveðnu kerfi og vinnur verk sín
samkvæmt því. Hvernig það þró-
ast verður aðeins ágiskun,
árangurinn kemur ekki í ljós
fyrr en verkinu er að fullu lokið.
Einn taktur leiðir af sér annan;
efnið og litirnir semja sitt eigið
mynstur á sífellt óvæntan hátt.“
Verk eftir Ingibjörgu.
Sú eina frá Lslandi
Frá íslandi var boðið einum
þátttakanda, Ingibjörgu Styr-
gerði Haraldsdóttur. Ingibjörg
stundaði nám i Myndlista- og
handíðaskóla íslands á árunum
1967—’72 og 1973—’74 og í Hoch-
schule fur Angewandte Kunst í
Vínarborg frá 1974—’79. Hún
Messuhökull eftir Ingibjörgu Har-
aldsdóttur.
hefur tekið þátt í mörgum sýn-
ingum innanlands og utan, m.a. i
Klosternburg 1979, Listahátíð
kvenna 1980, í vefjarlista-
sýningum í tengslum við Lista-
hátíðir í Reykjavík árin 1982 og
1984, þriðja Norræna Textiltri-
ennalnum 1982—’83 og sýning-
unni Kirkjulist, sem haldin var á
Kjarvalsstöðum 1983.
Ingibjörg hefur að mestu helg-
að sig kirkjulist. Höklar, altar-
isklæði og stólur eftir hana
prýða nú fjórar kirkjur á ís-
landi. Form hennar eru einföld,
stærðfræðileg að byggingu, og
oft sækir hún hugmyndir sinar
til íslenskrar náttúru. Uppistað-
an er góbelíntækni og ívafið átt-
skeftur fiskibeinsvefnaður. í
myndverkum sínum notar Ingi-
björg gjarnan einn lit sem hún
lætur flæða frá bjartasta tóni
skalans til hins dimmasta.
Allir listamenn sem vakið
hafa athygli fyrir form-
fræðiiega vefjarlist
í stuttu viðtali sagði Ingibjörg
Hægindastóll eftir Ann Sutton.
að námsstefnan hefði verið hin
fyrsta af þessu tagi sem haldið
hafi verið í heiminum. Það hefði
glatt sig mikið og uppörfað að
vera valin til þátttöku, því að
þarna hefðu eingöngu verið sam-
ankomnir listamenn sem vakið
hafa athygli fyrir formfræðilega
vefjarlist. Þeir sem á annað borð
fylgjast með því sem er að gerast
á þessu sviði, myndu þekkja nöfn
margra þátttakendanna, s.s.
Ann Sutton, Emilia Bohdziewicz
frá Póllandi, Kirsti Rantanen og
Maria Lavonen frá Finnlandi,
Astrid Sampe frá Svíþjóð, Rolf
Brenner frá Þýskaiandi og Jette
Nevers frá Danmörku. Tvö
þeirra hafa sýnt á Biennalnum í
Lausanne í Sviss, en það er
„rauði dregillinn" í vefjarlista-
sýningum í heiminum. Þess má
geta hér að verk Rögnu Ró-
bertsdóttur voru valin til sýn-
ingar í Lausanne nú í sumar, en
sú sýning bar titilinn „Textíl-
skúlptúr". Sagði Ingibjörg það
vera meiriháttar afrek. Tveir
þessara listamanna, Rantanen
og Lavonen, áttu verk á sýning-
unni Skandinavia To-day, sem
haldin var i New York fyrir
tveimur árum síöan.
Námsstefna sem þessi á við
margar vítamínsprautur
Ingibjörg sagði að hugmyndin
að námsstefnunni í Norrköping
hefði kviknað þegar ákveðið var
að halda yfirlitssýningu á verk-
um Ann Sutton í listasafninu
þar. Sérhver þátttakandi hefði
sent eitt eða fleiri af verkum sín-
um til samsýningar, sem haldin
var í tengslum við námsstefn-
una. Sumir þessara listamanna
ynnu abstrakt, en aðrir form
sem væru stærðfræðileg að
byggingu. Hver og einn hefði
sýnt litskyggnur af verkum sín-
um og haldið fyrirlestur um nám
sitt og tækni, vinnuaðferðir og
viðhorf. Ennfremur hefðu flutt
erindi níu aðrir, þ.e. listfræð-
ingar, forstöðumenn listasafna,
téxtíl kennarar og blaðamenn,
hver um sitt svið. Umræður fóru
síðan fram í litlum hópum. Sagði
Ingibjörg að vegna þess hve vefj-
arlistamönnum hætti til að ein-
angrast við störf sín, væru
námsstefnur eins og þessi, þar
sem fólk skiptist á skoðunum og
viðhorfum, á við margar víta-
mínssprautur. Framkvæmd
stefnunnar hefði líka verið
framúrskarandi og stórkostlega
skemmtileg og spennandi að
blanda geði við hina listamenn-
ina.
Dagblöðin í Norrköping fóru
lofsamlegum orðum um sýning-
una. Hún er þar sögð skemmti-
leg og óvenju fögur og m.a. er
talað um „hátíðlega kirkju-
stemmingu í himinblárri com-
position Ingibjargar Haralds-
dóttur".
Sýningunni í listasafninu í
Norrköping lýkur 25. ágúst
næstkomandi.
Höfundur er húsmóðir í Hcykjavík
og hefur einatt skrifað greinar og
riðtöl í Lesbók.