Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1985, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1985, Page 12
V fullnægingu við sáðlát, enda þótt magn sæöisins eftir sérhverja aðgerð á blöðru- hálskirtli verði mjög lítið. Mest af sæðinu fer inn í blöðruna í stað þess að tæmast út í gegnum liminn, eins og hægt er að sjá, þegar menn kasta vatni næst á eftir sam- förum. Það fer eftir stærð og sérkennum blöðruhálskirtilsins í hverju tilviki, hvers konar skurðaðgerð er ráðleg. Sumir kirtlar eru svo stórir, að skurðaðgerð gegnum kviðinn er nauðsynleg. En aðrar aðgerðir er hægt að framkvæma gegnum liminn með tæki, sem nefnist „resectoscope" (res- ectio = úrtaka). Vísindamenn eru að vinna að ýmsum lyfjum, sem gætu dregið úr „góðkynja" vexti blöðruhálskirtla, en fram að þessu hefur ekkert lyf staðizt reynslu tímans á fullnægjandi hátt þrátt fyrir ýmsar frétt- ir, sem borið hafa vott um bjartsýni. Þó að til séu lyf, sem auðveldi þvagrennsli um tíma, rýra þau ekki blöðruhálskirtilinn sjálfan. Þau hafa einnig óæskilegar hliðar- verkanir á marga menn. Krabbamein í Kirtlinum Krabbamein í blöðruhálskirtli er al- gengasti sjúkdómur sinnar tegundar með- al roskinna manna. Það myndast í kirtlin- um sjálfum fremur en í kirtlunum við þvagrásina, eins og gerist við góðkynja stækkun. Það er önnur ástæða fyrir litlu þvagrennsli og miklum mun alvarlegri. Enda þótt stækkun blöðruhálskirtils sé í flestum tilfellum meinlítil, sýna krufn- ingar, að í þriðja hverjum manni eftir fimmtugt muni vera að finna nokkrar krabbameinsfrumur í blöðruhálskirtlin- um. Við 70 ára aldur mun svo vera um annan hvern mann. Þó að flestir muni deyja af öðrum orsökum á þeim aldri, munu þeir, sem hafa krabbamein, sem nær að verða það stórt, að um meinvarp verði að ræða til annarra hluta líkamans, hljóta dauðdaga, sem kynni að hafa verið hægt að koma í veg fyrir. Meðal manna, sem eru meira en 65 ára, er krabbamein í blöðruhálskirtli algeng- ara en í lungum eða maga, samkvæmt opinberum skýrslum í Bandaríkjunum, þó að hlutfallslega miklu færri deyi af völd- um krabbameins í blöðruhálskirtli en í hinum líffærunum. Þessar skýrslur sýna, hvers vegna vand- leg líkamsskoðun er bráðnauðsynleg á hverju ári. Það er augljóst, að ef menn taka að eiga þótt ekki sé nema í lítilshátt- ar vanda við að kasta af sér þvagi, kunna þeir að hætta lífi sínu með því að fresta því að leita læknis án tafar. Seinna kann það að vera of seint, ef um illkynjað mein er að ræða. Því að iækning á krabbameini í blöðru- hálsi er aðeins möguleg á fyrstu stigum þess, meðan það er enn fólgið í smáhnúði á yfirborði kirtilsins. Meðan svo er, er hægt að lækna það með gagngerðu blöðrukirt- ilsnámi — það er að fjarlægja allan kirtil- inn, innihaldið og hýðið. í raun og veru er gagngerð taka blöðruhálskirtils í tíma enn hin eina þekkta aðferð, sem með vissu get- ur leitt til bata. Góððu heilli myndast krabbameins- hnúður yfirleitt fyrst á ytra borði blöðru- hálskirtilsins, næst þarfaganginum, þar sem venjulega er hægt að finna hann méð einfaldri rannsókn með fingri raufarleiðis, sem framkvæmd ætti að vera sem hluti af hinni árlegu líkamsrannsókn á stofu lækn- isins. En illu heilli er slík rannsókn raufar- leiðis ekki innifalin í skoðunum mjög margra lækna, svo að þetta krabbamein uppgötvast oft ekki, meðan það er á við- ráðanlegu stigi. Menn ættu fyrir alla muni að fara fram á rannsókn raufarleiðis. Ný tækni eins og til dæmis hátíðnitæki, sem er ýtt inn eins og fingri, virðist ekki bæta neinu við það, sem hægt er að finna með fingrinum einum saman, þó að það kynni að koma að haldi síðar við mælingar á rýrnun krabbameins við ýmis konar lækn- ismeðferð. Ef krabbameinið hefur ekki verið upp- götvað, fyrr en blöðruhálskirtillinn er orð- inn svo stór, að hann veldur truflunum á þvagrennsli, kann vöxtur þess að vera orð- inn of mikill til þess að brottnám kirtilsins fái tekizt sem skyldi. Ég hef þráfaldlega lagt á það áherzlu á læknaráðstefnum um krabbamein í blöðruhálskirtli, að sá læknir eigi skilið lof fyrir lækningar, sem árlega eða oftar framkvæmir rannsóknir raufarleiðis á öll- um körlum yfir fimmtugt, sem séu sjúkl- ingar hans. Og sá, sem um leið og hann finnur nokkurn vott um ósamræmi, hnúð eða eitthvað stinnt, vísar sjúklingnum til einfaldrar skoðunar á vef með smásjá — enda þótt engin sjúkdómseinkenni séu fyrir hendi. Nýlegar rannsóknir hafa leitt til mun áhrifaríkari meðhöndlunar á krabbameini í blöðruhálskirtli — jafnvel eftir að það hefur breiðst út — en á nær nokkru öðru meiriháttar krabbameini. Og þar sem hér er um ýmiss konar sefandi meðferð aö ræða, koma þessar aðferðir að verulegu haldi. Hormónameðferð, geislameðferð og lyfjagjafir koma hér til greina sem og samtenging þeirra. Því eru fyrir hendi ýmsir kostir, sem þvagfærafræðingurinn getur sniðið eftir óskum hvers sjúklings. Sumir sjúklingar eru nefnilega reiðu- búnir til dæmis til að taka þá áhættu, sem fylgir því að lifa nokkur ár í viðbót án uppskurðar, enda þótt krabbameinið sé enn til staðar og geti tekið sig upp aftur. Aðrir vilja losna við hið illkynja mein, hvað sem það kostar, jafnvel þótt nokkur hætta sé á ósjálfráðu þvagláti og getuleysi. Rétt er að taka fram, að ekki er jafnmikið í veði nú og áður, þegar hægt er að fá gervilim komið fyrir í reðnum til að gera hann stinnan að vild og hamra gegn ósjálfráðu þvagláti. Nútímatækni til sjúkdómsgreiningar — og þar á meðal þau, sem greina gerðir krabbameinsfruma — gera það kleift nú orðið að útbúa meðferðaráætlun, sem á við hið sérstaka krabbamein hvers sjúklings og þróunarstig þess og hentar einnig hugs- anagangi og heimspeki hvers sjúklings fyrir sig, hvort sem afstaðan er „burt með bölvað meinið" eða „að læra að lifa með því“ (þrátt fyrir þá áhættu, sem því kann að fylgja). Mismunandi sjúklingar hallast að mismunandi kostum, og nú á dögum vilja margir sjúklingar vera með í ráðum, þegar ákvörðun er tekin um það, hvað gera skuli. „LEYNIVOPN“ Okkar Það ætti alls ekki að vera neitt leynd- armál, en það er það — jafnvel fyrir of mörgum læknum ekki síður en of mörgum körlum. Árleg og jafnvel enn tíðari rannsókn raufarleiðis er vopnið, sem gefur manni von um, að krabbamein í blöðruhálskirtli uppgötvist í tæka tíð og lækninum mögu- leika á því að finna það og bjarga sjúkl- ingnum. Ég get ekki nógsamlega lagt áherzlu á það, að það er ef til vill mesta vanrækslu- syndin við læknisskoðun að láta undir höf- uð leggjast að rannsaka blöðruhálskirtil- inn. í einni könnun á læknisskoðunum, var slíkri rannsókn sleppt í nær helmingi til- fellanna. Krefjizt hennar! Þið eigið heimtingu á henni! Mörg iðnfyrirtæki eru nú að taka upp þá venju að gefa starfsmönnum sínum kost á gagngerðri læknisskoðun árlega þeim til öryggis. í þessu efni eru þau að fylgja dæmi Bandaríkjahers, sem nú krefst ár- legrar læknisskoöunar á öllum sínum mönnum yfir fimmtugt. Það er athyglis- vert, að með þessari stefnu hefur hlutfall sjúklinga, sem teknir hafa verið á eitt hersjúkrahúsið með krabbamein í blöðru- hálskirtli á skurðtæku stigi, hækkað upp í 54,4 prósent, en sambærilegt hlutfall er áætlað 5 prósent meðal borgaralegra karlmanna í Bandaríkjunum. Hinn ótímabæri dauði háttsetts yfir- manns í flughernum fyrir nokkrum árum sýnir á sorglegan hátt mikilvægi tíðra læknisskoðana. Vegna skyldustarfa sinna varð hann af hinni árlegu skoðun. Þannig náði krabbameinið, sem kostaði hann lífið, að grafa um sig. Tíðni slíkra tilfella hefur nú knúið marga lækna til að brýna fyrir mönnum, sem eru 55 ára eða eldri, að láta skoða blöðruhálskirtilinn á sex mánaða fresti. í stuttu máli: Þó að hin eiginlega ástæða til stækkunar blöðruhálskirtils — meinlít- illar eða illkynja — sé óþekkt, þá er það augljóst mál, herrar mínir, hvað gera ber... „Heppnin er alltaf á bandi hins hyggna." MAGNÚS GUÐBRANDSSON Sambýli (Meiningarmunur) Hann: Vilji þinn skai vera minn vilji okkar beggja. Hún: Vilji minn skal vera þinn vilji hvoru tveggja. Höfundur er fyrrv. fulltrúi hjá Olluversl. íslands. LINDA VILHJÁLMSDÖTTIR Nóttin A milli okkar, svört nóttin, undir hvítri sænginni. Rauð tár þín streyma niður kinnar mínar. Og kossar okkar þegar farnir að blána. Linda Vilhjálmsdóttir býr i Rvik. Hún hefur áður birt Ijóð í Lesbók og víöar. STEINÞÓR JÓHANNSSON Lífslánið Lífslánið sjálft vegur salt á róluvelli brauðstritsins. Fær sér ekki salibunu í rennibrautinni. eða byggir sér kastala úr sandi. Rólar sér einstaka sinnum milli gleði og sorgar. Uns gæslukonan tilkynnir að lífslánið sé fallið í gjalddaga með tilheyrandi dráttarvöxtum og uppboðskostnaði. Steinþór er húsa- og husgagnasmiöur úr Kópavogi og hefur gefið út 3 Ijóðabækur. V I S U R Bólu-Hjálmar orti, eins og öllum er kunnugt, margar ljótar vísur um presta, þó voru sumir þeirra vinir hans og þeir fengu auðvitað betri kveðjur, annars mun það nokkuð hafa verið eftir því hvernig í honum lá þá og þá stundina hvernig vísurn- ar urðu eins og gengur. En það mun nokkuð lengi hafa legið í landi hér að vanda prestum og öðrum emb- ættismönnum lítt kveðjurnar, þeir þótt nýta út í ystu æsar aðstöðu sína og ekki talið sér skylt að hlíta í öllu sömu lögum og aðrir menn. Hér eru nokkrar vísur af ofanrit- uðu tagi teknar úr óvenjulegu erfi- ljóði eftir Hjálmar, þeim ljótustu þó sleppt. Guði'og Mammon særi sór sanna skyldu rækja, sem bóndi og djákni í búri og kór beggja rétt að sækja. Góðverka var sjónin sjúk, svartan bar á skugga, ágirndar því flygsufjúk fennti á sálarglugga. Óskapnaðar út í rið öndin nam sér steypa, því sjálft helvíti væmdi við vofu slíka að gleypa. Upp um stigann sá mun seinn, er svimar á sléttu stræti. í himnaríki hefur ei neinn hoppað á öðrum fæti. Nú hverf ég til nútímans. Hér eru vísur eftir Gísla H. Erlendsson, sem var verkamaður í Reykjavík fram yfir seinna stríð, heilsulítill síðustu ár sín og dó á góðum aldri. Hann gaf út eina ljóðabók. Vill nú ekki einhver sem þekkti betur til hans en ég hringja til mín, sími 41046, og segja mér af honum. Vorsins dís um völl og mar vafinn gróðurmagni, utan úr fjarska eilífðar ekur ljóssins vagni. Þegar þú birtist döprum dreng, dýri ljóssins meiður, er sem gleymdan gleðistreng grípi tónaseiður. Vísa eftir Jón Marteinsson á Fossi. Þegar klakka leggur lín á lindum bláum, tærum, þá er fríða fóstran mín falin gráum hærum Jakob Ó. Pétursson ritstjóri á Ak- ureyri orti: Svalan blæs úr suðurátt, sólin er til viðar gengin. Ekki get ég kvakað kátt klökkvi sest á fiðlustrenginn. Hér er náttúrulýsing eftir ónefndan höfund Eygló hafs við ystu brún eldinn kyndir heita. Lætur aftans roðabrún rökkurtjaldið skreyta. Svo er vísa öldungsins: Líða fer á leiðina, leggst ég senn til náða. Hált er yfir heiðina. Herrann læt ég ráða. J.G.J. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.