Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1985, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1985, Side 5
Tíu íslendinganna um borð í Newfoundland. Aftarí röð f.v.: 1. Hjörtur (ókunnugt um eftirnafn), 2. Guðmundur Halldórsson, 3. ísleifur Ólafsson, 4. Magnús Haraldsson, 5. Jens (ókunnugt um eftirnafn), 6. Ilaraldur Valdimarsson (kenndur rið Hábæ). Fremri röð f.v.: 1. Kristján Gríndvíkingur (menn muna ekki eftirnafnið), 2. Sigurður Gíslason (kenndur við Klappholt. Hann fórst með línuveiðaranum Jarlinum árið 1941), 3. Sigurður Sigurðsson (hann hafði einnig verið til sjós með Spánverjum), 4. Karl Guðmundsson (nefndur Ólafsríkur-Kalli). skemmtiferða suður til Bermuda og Kar- ibahafs á veturna. Skipstjórinn reyndist vera íslendingur, Markús nokkur Bjarna- son, kanadískur borgari sem gerðist hafn- sögumaður í Halifax eftir stríðið. Togar- arnir urðu sem sagt þarna eftir og var talað um að veiðar yrðu byrjaðar aftur að vori, 1939. Stöðvarskipið Entella sigldi með aflann heim til ftalíu. Segja sumir það hafa verið um 450 til 500 tonn, aðrir nær 600 tonn. Ekki gat það talist glæstur árangur miðað við svo mikið umstang og munu ítalir hafa tapað verulega á þessari útgerð. Italirnir ætluðu flestir heim til sín í gegnum New York með stórskipinu Rex. Áttmenningarnir og kaupgreiðslumálin Nú er ógetið deilumáls sem upp kom meðan skipin voru milli túra í höfn á Ný- fundnalandi, þ.e. launadeilu sem olli því að átta skipverjar gengu af Orata og fóru heim á undan félögum sínum. Var það mikið stímabrak og ýmsir menn tilkvaddir að miðla málum. Virðist vera að útgerðin hafi ekki orðið við óskum þessara skip- verja um laun er þeir komu til hafnar í Harbour Grace og töldu sig nauðsynlega þurfa peninga fyrir klæðum og öðrum nauðsynjum. Báru skipverjar sig upp við dansk-íslenska konsúlinn í St. John’s sem kom til Harbour Grace að miðla málum milli skipverja og umboðsmanns skipafé- lagsins, Merlini á Entella. Deilan tengdist því hversu langan tíma mennirnir væru ráðnir og hvort þeim væri að sínu leyti heimilt að segja upp. Var samband haft heim til íslands við Kjartan Thors hjá Kveldúlfi. Barst svar frá honum þess efnis ber yfirgáfu skipin Færeyingahöfn með stefnu á Nýfundnaland eftir að hafa verið alls 47 daga við Grænland. Það lagðist mjög vel í mannskapinn að kanna nýjar slóðir því að vistin við Græn- land var orðin næsta dauf og fábreytt af- þreying í landi. Skipin fylgdust öll að eins og á fyrri langsiglingunni, hrepptu gott leiði yfir Labradorhafið og var spilað og sungið á leiðinni. Þau komu í höfn í Harbour Grace, litlum fiskibæ við Conceptionflóa, þann 16. september eftir 5 daga siglingu frá Græn- landi. Gróðurlykt lagði af landinu þegar skipin sigldu inn fyrir Key Brace-oddann og var það kærkomin tilbreyting frá ísfýl- unni við Grænland. Leist mönnum landið mjög fallegt og aðlaðandi: þéttvaxinn skógur, tún og engi. Hætt eftir stuttar veiðar vestra Harbour Grace virtist að stærð, svip og íbúafjölda ekki ólíkur staður og Hafnar- fjörður. Höfnin allstór, fjöldi smábáta, að- alatvinna manna fiskveiðar en dálítil sveit utan við. Þarna var aflögð hvalveiðistöð sem Norðmenn höfðu látið eftir sig og nokkrir rústaðir hvalfangarar á grunni. Þarna var myndarleg kirkia, rómversk- kaþólsk, og biskupssetur. Ibúarnir voru vinsamlegir í viðmóti, þ.e. við íslend- ingana, en virtist minna um ítalina gefið, gerðu jafnvel hróp að þeim einu sinni. Virtist þetta fremur fátækt fólk og timb- urhúsin þeirra tilkomulítil. Samkomulag tókst um fiskkaup af heimamönnum og var sá fiskur lagður í salt í Entellu. Eftir ofurlitla viðdvöl í landi var haldið til veiða á Nýfundnalandsbanka. Fékkst fiskur allvænn en veiðin var lítil þó vitað væri að franskir togarar hefðu aflað vel á þeim slóðum um sumarið. Nascello og Orata héldu þó áfram að skrapa á þessum miðum en Arnbjörn á Grongo gaf fyrir- skipun um að halda suður á Great Bank út af Nova Scotia. Eru þetta víðáttumikil fiskimið nálægt 44. gráðu N.br. um 400 mílur á kant. Þar hafði Arnbjörn verið með Spánverjum „og Ránin var þarna í gamla stríðinu". Eitthvað var þarna af frönskum togurum og veiði ágæt af stórum þorski, dökkdröfnóttum, en skip Arn- bjarnar lenti í mikilli brælu og jafnframt bilaði vélin, „það var krómtappinn sem fór“ og var þá sjálfhætt. Hættu öll skipin veiðum í októberlok nánar tiltekið 26.10. (5). Var nú skipunum lagt við franska eyju, St. Pierre (Fransmenn eiga þarna eyjarn- ar St. Pierre og Miquelon, þar eru vínföng ódýr og góð, einkum líkjörar). Grongo fór þangað beint af veiðum en ítalirnir sigldu skipunum þangað frá St. John’s, höfuðstað Nýfundnalands, eftir að íslendingarnir voru afmunstraðir. Þeir íslendingar sem voru á Grongo og komu til St. Pierre fóru með áætlunarskipi þaðan til St. John’s. Var það hið föngulegasta og notað til LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 14. SEPTEMBER 1985 „Með Balbo í slefi". ísleifur Ólafsson sem rar háseti á Grongo hafði áður rétt ítalska ríkinu hjálparhönd. Hér dregur hann á bát sínum eina af flugvélum Balbos flugforingja á akkerisplássið inni í sundum 1933, eftir misheppnað flugtak. („Þeir voru ot þungir, tóku 20 tonn af bensíni en höfðu sig sro í loftið eftir að búið var að taka einn mann út úr hverrí vél“). að þótt samið hefði verið um að mennirni'r væru ráðnir til óákveðins tíma væri munnlegt samkomulag um að þeir yrðu á skipunum til októberloka. Þessu vildu átt- menningarnir ékki una og gengu eins og áður segir í land af Orata og voru Ný- fundnalandsmenn ráðnir í stað þeirra. Fiskilóðsinn Gísli Guðmundsson og tveir aðrir íslendingar urðu þó eftir á því skipi og allir á hinum skipunum tveimur þar til veiðum lauk. Áttmenningarnir komust greiðlega til íslands um England frá St. John’s og afhentu Sjómannafélagi Reykja- víkur kröfur sínar heimkomnir. Stóð all- lengi í þrefi um uppgjör við þá. Frá þessu segir Vilhjálmur S. Vilhjálmsson í Al- þýðublaðinu 4. nóvember eftir frásögn tveggja af áttmenningunum. Þeir segjast hafa vera skráðir á skipin að öllu leyti eftir íslenskum lögum og eftir kauptaxta Sjómannafélagsins upp á óákveðinn tíma og hefði báðum aðilum verið heimilt að 4 íslendingar á Grongo. F.v.: 1. Sigurður Sigurðsson, 2. Magnús Haraldsson, 3. Karl Karlsskála (Grindavík), 4. Sigurður Gíslason frá Klapparholti. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.