Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1985, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1985, Qupperneq 12
úr því að hann gat haldið hlaupunum áfram, höfðu þeir þrátt fyrir allt ekki hitt hann. í einskonar leiðslu óð hann yfir gljúfrið, síðasta hlaupið inn á ókunna jörð var honum sigurhlaup. Þegar hann var orðinn öruggur i skóg- inum og landamæraverðirnir komu á móti honum vingjarnlegir í framan, þá fann hann fyrir þyrðinni. Þá sá hann að hún var dáinn. Dauðinn, sem honum var ætlaður hafði hitt barnið. Hann gat ekki sleppt því, þeir urðu að taka látið barnið úr örmum hans með valdi. Hann streitt- ist svo á móti að þeir urðu óvingjarnlegir og harðhentir. — O — Konan reif hann upp úr svefninum. Hálfmóðursjúk stóð hún álút yfir honum og barðist við hann. Barnið kveinkaði sér hálfsofandi í beggja greipum. Hún kallaði og maðurinn vakinn upp af værum svefni, en hún þurfti enga hjálp, hún hafði hrifsað barnið til baka, og hún stóð þarna og þrýsti því að sér og andlitið var þungbúið af reiði og hræðslu. Myrk og fjandsamleg var hún þrátt fyrir hve gagnsæ hún var í náttkjólnum, eins og sýn. Veruleikinn vitjaði hans vondur og rangsnúinn, miskunnarlaus. Þótt ruglað- ur væri skildi hann ástandið eins og það var, en hann var mállaus, gat ekkert skýrt fyrir þeim. Fyrir þeim var hann tjáningarlaus eins og þau gagnvart hon- um. Maðurinn talaði róandi til konu sinnar og leiddi hana inn með barnið. Sú litla, sem hafði varla kjökrað meðan á misklíð- inni stóð, var hin rólegasta af þeim öllum. Húsbóndinn kom inn aftur, horfði tor- trygginn á gestinn, sem lá titrandi í hálf- rökkrinu. — Nei, nei, þið hafið víst séð sitt af hverju, sem við ekki skiljum, sagði hann við sjálfan sig, kveikti sér í sígarettu, datt svo í hug að hinn langaði að reykja líka og bauð honum sígarettu. Gesturinn tók við henni fálmandi hendi. Þeir reyktu, þörfin til að tala ólgaði í þeim. Gesturinn brenndi sig í fingurgómana á stubbnum, húsbóndinn kom hjálpsamur með öskubakka. — Jæja, góða nótt aftur. — Góða nótt. Húsið hljóðnaði, hávaöinn frá götunni yfirgnæfði aftur, það gránaði í morgun- sárið, hann lá vakandi og kveið nýjum degi, en kökkurinn í brjóstinu var horf- inn. Við morgunverðarborðið var hún svo önnum kafin á hlaupum fram og aftur, að húsbóndinn og hann sátu einir. Þau buðu honum meira og meira en það var eins og aldrei hefði verið bros í andlitunum. Hann borðaði af skyldurækni. Þau litu undan þegar hann horfði á þau biðjandi um skilning og hjálp. Húsbóndinn ræskti sig hvað eftir annað eins og hann ætlaði að halda ræðu. Sú litla lét ekki sjá sig og hann fann fyrir söknuði. Samt kveið hann því, að hún kæmi og mundi vilja setjast á hné hans aftur. En hann gat víst verið rólegúr, foreldrarnir höfðu lokað hana inni í svefnherberginu. Hann varð þess fullviss, að þetta yrði síðasta máltíðin í þessu húsi. — Þökk, sagði hann eftir matinn, þökk, þökk, þökk. Hann reyndi að brosa en það heppnað- ist ekki, því að það féll í grýtta jörð. Þau voru eins óhamingjusöm og hann. í þögninni varð hún eirðarlausari og eirðarlausari og gaf manninum auga þegjandi. Það var eins og þau hefðu líka misst hæfiieikann til að gera sig skiljan- leg hvort fyrir öðru með orðum. Loks gekk húsbóndinn að símanum og það sást á vandræðalegum baksvipnum, að hann kveið því, sem hann nú varð að gera. Hann lokaði dyrunum á milli þeirra. Hann talaði lágt en samt heyrðu þau sem biðu til hans, allt var svo lítið og hljóðbært í íbúðinni. Loks hafði hann misst þolinmæðina og hækkaði röddina argur: — Hann hæfir ekki hjá okkur. Við get- um gjarna tekið einhvern annan í nokkra daga, helst konu. Ég held yfir höfuð að hann henti ekki heimili þar sem börn eru. Já, ég sagði börn, ef þér endilega viljið vita það! Nei, það er ekkert að — nei, það er erfitt að útskýra það — og þar fyrir utan, hann kann ekki orð i neinu máli nema sínu eigin, við skiljum hann ekki. Við skiljum hann alls ekki neitt! Flóttamaðurinn sat stjarfur og horfði á lokaðar dyrnar, álútur og hlustaði, og með nýjum innri skilningi skildi hann hvert einasta framandi og óþekkt orð. Þegar síminn var lagður á, heyrði hann barnið kalla fyrir innan vegginn. Teikningin sýnir hvernig símtal fer fram um Ijósbylgjuieiðara. Rafboðum úr símtækinu er breytt í Ijósbylgjur, sem eru sendar út í Ijósbylgjuleiðarann. Við enda hans á umhverfing þessa ferils sér stað. Subscriber=símatæki, Electrical transmission=umbreyting rafboða, Optical transmission=sjónræn leiðing, Electrical transmission=umbreyting í rafboð, Amplitier=magnari, Optical transmitter=sjónrænn sendir, Fiber-opic cable=ljósbylgjuleiðari, Optical receiver=ljósnæmur móttakari. Talað saman með Ijósi Þetta er Ijósnæma díóðan (LED), sem tekur við Ijósbyljunum úr Ijósbylgj- unum iir Ijósbylgjuleiðar- anum og breytir þeim í rafboð. Ef myndin prent- ast vel, sést Ijóspunktur- inn á díóðunni við enda leiðarans. Að gera sig skiljanlegan með hjálp ljóss eða sjón- rænnar merkjagjafar er engin nýjung. 1 aldaraðir hafa menn notast við merkjagjöf á ýmsu formi; reykmerki, handa- hreyfingar eða flögg. Og þegar árið 1880 vann Graham Bell að tilraunum með „Photophon" eða ljósmerkjasíma. Öll þessi merkjagjöf hafði þó þann ann- marka að vera háð veðri og birtuskilyrðum. í versta falli, þegar þoka lá yfir, tók náttúran fyrir alla merkjagjöf á þessu formi í gegnum loftið. Það var ekki fyrr en á síðusta áratug að hugmyndin um sjón- ræna-, eða öllu heldur ljósræna, merkjagjöf vakti athygli á ný. Fundin hafði verið upp aðferð til að leiða Ijós eftir örmjóum þráð- um, á líkan hátt og rafmagn er leitt eftir koparþráðum. Aðal- munurinn á leiðslu Ijóss og rafmagns er þó fólginn í efni og eðli leiðslunnar, því ljósið verður náttúrulega að leiöast eftir gagnsæjum leiðara. Besta efnið til þess er gler, og það er notað sem uppistaða í ljósbylgjuleiðar- ana. Til þess að eiginleikar ljós- bylgjuleiðaranna nýtist sem best, er nauðsynlegt að glerið í þeim sé eins hreint og mögulegt er. Eins og mörgum er kunnugt, samanstendur gler af því efni sem mest er til af á jörðunni, SÍO2, eða kísilsýru. Það gler sem notað er í Ijósbylgjuleiðara er þó framleitt með ýtrustu nákvæmni á rannsóknarstofum en ekki tek- ið beint úr jörðu. Með því móti tekst að halda óhreinindum glersins í lágmarki; aðeins ein aðskotafrumeind kemur á hverj- | ar 107 til 109 (tíu til þúsund I milljónir) Si-frumeindir. Afraksturinn er þessi hárfíni glerþráður, 0,1 mm að þykkt, sem boð frá sendanda til mót- takanda berast eftir í formi ljósbylgna með hraða sem nem- ur hálfum ljóshraðanum. Þessi boð þurfa ekki endilega að vera mælt mál; eins getur verið um ritað mál, myndir eða tölvuupp- lýsingar að ræða. Fyrir utan mælt mál liggja þessi boð fyrir á stafrænu formi (digital) frá sendanda, sem er nauðsynlegt til að hægt sé að senda þau eftir ljósbylgjuleiðaranum. Hvað mælt mál varðar (símtöl) þarf hins vegar að byrja á því að greina tíðni rafbylgnanna sem hljóðneminn í símtólinu fram- kallar þegar talað er í hann og breyta þeim yfir á tölrænt form. Þessum tölrænu rafboðum er síðan breytt á ný í ljósbylgjur, sem leysidíóða (Laserdiode) sér um að senda út í glerþráðinn. Gler hefur þann eiginleika að yf- irborð þess endurkastar ljós- bylgjum sem eru leiddar eftir því ef hornið sem ljósbylgjurnar koma undir að yfirborðinu er ekki of hvasst. Með bylgjulengd sem liggur aðeins fyrir ofan bylgjulengd sýnilegs ljóss (inn- rautt ljós), næst þetta endurkast frá yfirborði til yfirborðs fram í glerþræðinum. Með því móti er hægt að leiða ljósið eftir þræðin- um langar leiðir, hvort sem beygjur eru á honum eða ekki. Um þennan 0,1 mm svera glerþráð geta farið 2000 símtöl samtímis. Þegar bylgjurnar hafa borist eftir þræðinum tekur ljósnæm díóða hjá móttakanda á móti þeim og sér um að breyta þeim í rafboð, sem framkalla aftur tal- ið í símtólinu. Tíðni og styrkleiki talsins fer eftir tíðni ljósbylgn- anna og ljósstyrknum. Glerleiðararnir hafa ýmsa kosti umfram koparleiðarana. Ljósbylgjurnar hafa t.d. mun stærra tíðnisvið en rafbylgjur í koparleiðara. Það eykur flutn- ingsgetu leiðarans, þ.e. fleiri símtöl geta farið um leiðarann í senn, á mismunandi tíðnisviðum. Dempun bylgnanna í ljósbylgju- leiðaranum er jafnframt langt- um minni. Það hefur í för með sér að hægt er að komast af með mikið færri magnara sem eru nauðsynlegir til að magna upp bylgjurnar með reglulegu milli- bili á boðleiðinni. Þetta er sér- stakur kostur þar sem leggja þarf kapla við erfiðar aðstæður, eins og t.d. neðansjávar. Vegna þessa hafa stjórnir Bandaríkj- anna og helstu iðnríkja Evrópu gert með sér samning um lagn- ingu nýs neðansjávarkapals með ljósbylgjuleiðurum milli Evrópu og Bandaríkjanna. Ennfremur er það kostur við glerleiðarana að kaplar úr þeim eru ólíkt létt- ari, minni um sig og meðfæri- legri en sambærilegir kopar- kaplar. Þar að auki er ekki hægt að hlera samtöl sem fara um þá, þar sem rafsegulsvið í kringum þá er ekki fyrir hendi. Og á sama hátt er ekki hætta á að samtöl sem fara um þá verði fyrir utan- aðkomandi truflunum. Enn sem komið er er hlutfall kapla úr glerleiðurunum í síma- og fjarskiptakerfum í dag frekar lágt í samanburði við koparkapl- ana venjulegu. Ástæðan er m.a. hár framleiðslukostnaður gler- leiðaranna. En þetta hlutfall á eftir að aukast mikið í framtíð- inni. Til dæmis verða í ár lagðar 1,4 millj. kílómetra af glerköpl- um í heiminum; þar af 1 millj. í Bandaríkjunúm, 120 þús. í Bret- landi og 80 þús. í Japan. Á þeirri tækniöld sem við lif- um á í dag vex stöðugt þörfin fyrir aukna flutningsgetu fjar- skiptakapla á margs konar upp- lýsingum. Einkum er það á milli stórra tölvæddra reiknistöðva og ýmiss konar skrifstofustórhýsa sem erfitt er orðið að komast af án ljósbylgjuleiðara. Þar þurfa upplýsingar og boð í formi orða, mynda eða máls að geta borist á örskömmum tíma á milli stöðva. Þessir glerbylgjuleiðarar virka þar á svipaðan hátt og hrað- brautir í gatnakerfi. Miklar von- ir eru bundnar við svokallað ISDN-kerfi (Intergrated Servic- es Digital Network) sem gerir einkanotendum og upplýsinga- miðstöðvum kleift að notast i framtíðinni við eitt og sama samskiptakerfið. Boðin geta þá farið samtímis á hvaða formi sem er, um einn og sama þráð- inn. Flutningsgetan er með ólík- indum eða um 140 Mbit/s, sem þýðir að allar upplýsingar úr símaskrá með 500.000 nöfnum geta verið yfirfærðar frá einni stöð til annarrar á 1,5 sekúnd- um. Það verður þó ekki fyrr en um næstu aldamót sem tæknin verð- ur komin á þetta stig úti í hinum stóra heimi. Hvenær við hér á landi eigum eftir að hafa þörf fyrir upplýsingastreymi í slíkum mæli, læt ég hins vegar með öllu ósagt um. __

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.