Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1986, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1986, Blaðsíða 2
Valda herpesveirur æðakölkun? Herpesveirur eins og þær, sem sjást á þessari mynd, sem tekin er gegnum rafeindasmásjá, liggja nú undir grun um að geta valdið æðakölkun, en hún er fólgin í því, að æðar þrengjast, vegna þess að kólesteról hieðst upp í innveggjum þeirra. Æðafrumur, sem sýkzt hafa af herpesveirum, virðast safna saman kólesteróli. erpesveirur og hjartaáföll Ifyrra, 1984, voru birtar niður- stöður hóprannsókna í Banda- ríkjunum, sem staðið höfðu í 10 ár og sýndu ótvírætt, að minnkun kólestróls í blóði dregur greinilega úr hættunni á hjartasjúkdómum. Við það tækifæri sagði talsmaður þeirrar stofn- unar, sem annast hafði rannsóknirnar: „Bandaríkjamönnum er farið að skilj- ast, að heilsa þeirra sé í þeirra eigin höndum." En vísindamenn, sem kanna hjarta- sjúkdóma með frumurannsóknum, eru að komast að raun um, að heilsa okkar sé ekki algerlega í okkar eigin höndum. Ættartilhneigingar og ef til vill einnig herpesveirur kunna að skipta jafnmiklu máli og lífsmáti manna í þeirri þróun, sem leiðir til hjarta- og æðasjúkdóma. Jan Breslow, erfðafræðingur við Rockefeller-háskóla, segir að hvað varði 80 prósent þjóðarinnar, séu áhöld um það, hvort lífsmáti manna eða erfða- þættir ráði meira um það, hverjir fái hjartaáfall og á hvaða aldri. Hjá hinum ráða erfðavísarnir mestu. Til að hafa uppi á þeim erfðavísum, sem kunna að koma við sögu við æðakölkun, hefur Breslow verið að rannsaka nákvæmlega uppbyggingu erfðavísa hjá þeim 5 til 10 af hundraði, sem hann telur að séu sérstaklega næmir fyrir hjartasjúk- dómum. (Breslow telur, að hlutfallslega jafnmikill fjöldi sé mjög ónæmur fyrir sömu sjúkdómum.) Við æðakölkun hefur kólesteról safn- ast á innveggi æða, þar sem það myndar fitulag, sem getur hugsanlega stöðvað blóðstrauminn og valdið hjartaáfalli eða slagi. NauðsynlegtEfni Þó að hin slæmu áhrif kólesteróls hafi komið óorði á það, er það í rauninni hið mikilvægasta efni, sem notað er í frumuhimnur. Til að það komist til frumanna býr líkaminn um kólesteról í hvítu (prótíni), sem flytur það með blóðstraumnum. Þessar hvítuumbúðir með kólesteróli eru kallaðar lipoprotein („fituhvítur"). Til eru ýmsar gerðir af „fituhvítum". Hin svokallaða LDL (low-density lipo- protein) flytur kólesterólið til frum- anna. Of mikið af því getur valdið hjartasjúkdómi. En HDL (high-density lipoprotein) hirðir upp óþarfa kólester- ól og flytur það til lifrarinnar, sem sér um að koma því burt úr líkamanum. Ríkulegt magn af HDL dregur úr hæt- tunni 'á hjartasjúkdómi. Þannig segir hlutfallið milli LDL og HDL meira um næmi einstaklings fyrir æðakölkun en heildarmagn kólesteróls í blóðinu aö sögn Breslows. Yfirleitt eru 65 aí hundraði af LDL á móti 25 af HDL talið eðlilegt. Hjá flestu fólki getur mataræði, sem er fitusnautt en trefjaríkt, minnkað LDL, og líkamsþjálfun getur aukið magn af HDL. En erfðaþættir geta einnig breytt hlutföllunum. Með því að rannsaka tvær systur, sem voru með ótímabæra æðakölkun og óvenjulega lítið magn af HDL, tókst Breslow ný- lega að greina sérstakan erfðavísi, sem hefur áhrif á magn HDL. Hann telur, að í allt „muni geta verið fimmtán eða tuttugu erfðavísar, sem stjórni hinum margvíslegu efnabreytingum fituhvít- unnar". Hvað í rauninni komi af stað æða- kölkun er enn ekki ljóst, en margir telja, að sjúkdómurinn byrji með ein- hvers konar áverka á æðaþelinu — hinni rnjúku fóðrun æðaveggjanna. Menn geta sér þess til, að áverkinn geti stafað af háum blóðþrýstingi, mikilli blóðfitu og efnum úr sígarettu- reyk. Við getum haft stjórn á hverjum þessara áhættuþátta. En það eru vax- andi Iíkur á því, að hin allsstaðarná- læga herpesveira, sem við ráðum lítið við, kunni einnig að eiga þarna hlut að máli og vera í sökinni. Catherine Fabricant, örverulíffræð- ingur við Cornell-háskóla, vakti fyrst athygli á sambandinu milli herpesveir- unnar og æðakölkunar. Fyrir meira en áratug uppgötvaði hún, að herpesveirur yrðu þess valdandi, að kólesteról safn- aðist saman í ræktuðum frumum úr köttum. „Þá flaug mér í hug, að þessar veirur kynnu að koma við sögu, þegar um æðakölkun væri að ræða,“ segir hún. í samstarfi við aðra tókst henni brátt að sýna fram á, að herpesveirur geta valdið æðakölkun í kjúklingum. En kjúklingar, sem gerðir höfðu verið ónæmir með herpesbólusetningu, fengu ekki sjúkdóminn. Aðrar tilraunir sýndu, að veirurnar orsökuðu það, að kólesteról hlóðst upp í ræktuðum æða- frumum úr kjúklingum. Og fyrir skömmu komst Fabricant að raun um, að herpesveira, sem kallast cytomegalo- veira, gæti valdið kólesterólsöfnun í æðafrumum úr mönnum. í mörg ár voru vísindamenn tregir til að viðurkenna uppgötvanir Fabric- ant. En undanfarið hafa hugmyndir hennar unnið á. Michael DeBakey, hjartaskurðlækn- ir, og samstarfsmenn hans við Baylor- háskólann í Texas hafa fundið merki um herpessýkingu í æðavefjum, sem teknir hafa verið úr sjúklingum með æðakölkun á háu stigi. Earl Benditt, sjúkdómafræðingur við Washington- háskóla, hefur gert svipaðar uppgötvan- ir. Grein, sem birtist nýlega um hugsan- legt samhengi milli herpesveirunnar og æðakölkunar í hinu virta tímariti „Sci- ence“, bar vott um vaxandi fylgi við kenninguna. Þó að herpesveirur og aðrar veirur í mönnum kunni hugsanlega að reynast valda æðakölkun, breytir það engu um gildi þeirra rannsókna, sem gerðar hafa verið og tengja hjartasjúkdóma of miklu kólesteróli, háum blóðþrýstingi, reykingum og kyrrsetulífi. Það kann að vera, að við fáum ekki ráðið við sumar orsakir hjartasjúkdóma, en um ýmsa þætti, sem auka á hættuna, gegnir öðru máli. -SVÁ- þýddi úr „Science Digest“. Ljóðasöngur óperusöngkonu Aundanförnum tveim- ur áratugum hefir borgin Bratislava í Tékkóslóvakíu komið með þrjár afburða sópransöngkonur fram á sjónarsviðið og allar hafa þær haslað sér völl á óperusviðinu. Þetta eru Lucia Popp, Gabriela Benacková — sem söng hlutverk Maríu í Seldu brúð- inni í sjónvarpsflutningi fyrir skömmu — og Edita Gruberova sem hér verður lítillega getið um. Gruberova hlaut tón- listarmenntun sína í fæðingarborg sinni. Sérsvið hennar er flúrsöngur (coloratura) og hún hefir orðið víðfræg í hlutverki næturdrottningarinnar í Töfraflautunni (hún syngur nætur- drottninguna í hljóðritun á óperunni undir stjórn Haitinks og stalla hennar Lucia Popp syngur Paminu (HMV Dig. SLS/TCC-SLS 5223) og hafa báðar fengið mjög góða dóma eins og upptak- an i heild. Einnig hefir Gruberova sungið titilhlutverkið í Lucia di Lamm- ermoor með miklum ágætum og það segir okkur hvers eðlis rödd hennar er hvaða viðfangsefni bíða hennar á óperusviðinu. En Gruberova hefir ekki látið sér nægja að syngja í sviðsljósinu í óperum vítt um heim, heldur hefir hún einnig lagt sig eftir ljóðasöng, enda þótt hann hæfi miður raddsviði hennar, en ljóðasöngurinn bauð upp á nýjan túlkunarmáta og með því færði hún út svið listar sinnar. Fyrir 2 árum kom út hljómplata frá útgáfufyrirtækinu Orfeo þar sem hún syngur sönglög eftir Brahms, Ðvorák og Richard Strauss og það er Erik Werba — sem okkur er að góðu kunnur — sem leikur með á slag- hörpuna. Það gefur augaleið að sönglög sem liggja í þeirri hæð sem hæfir rödd Gruberovu eru ekki á hverju strái, en ýmislegt er samt að finna t.a.m. hjá Mozart og Strauss sem hæfir rödd hennar og í ljóðasöngnum gefst tæki- færi til að þjálfa og dýpka tónlistar- hæfileikana. Ekki síst af þeim ástæðum telur hún ljóðasönginn mikilvægan fyrir söngvarann. um þessa hljómplötu ér það að segja að tæknilega er hún vel gerð, en heldur veikt leikin inn. Það þarf ekki að fegra með orðum að Grub- erova syngur klukkuhreint og röddin er silfurtær, en e.t.v. heldur blæbrigða- lítil. Brahms er sá af tónskáldunum sem hæfir rödd hennar síst. Hins vegar er hún á heimavelli þegar hún syngur lögin eftir Dvorák og enginn sem hlust- ar á síðasta lagið á plötunni — Schlechtes Wetter — efast um að hér er snjöll leikkona á ferðinni. Erik Werba leikur undir af mikilli smekkvísi en e.t.v. af helst til mikilli hlédrægni ef það er hans sök en ekki þeirra sem sáu um hljóðritunina (Orfeo S 066831 A). A.K.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.