Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1986, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1986, Blaðsíða 9
Chile og Sri Lanka. Þetta fólk hefur yfir- leitt fengið vegabréfsáritun til Austur Þýzkalands vegna pólitískra sambanda, — og þaðan sleppur það inní Vestur Berlín og sezt þar að, áður en lengra er haldið. En þótt þarna sé svona fjölskrúðug blanda af ólíku fólki, en ósköp lítið um kynþátta- átök. Tyrkirnir hafa aftur á móti komið vegna samkomulags við stjórnvöld, þeir halda sig útaf fyrir sig í sínum hverfum, og gefa út eigin blöð, hafa sína markaði og tyrknesk veitingahús. Tolli sýndi í Berlín með einum af „út- lendingunum", Kóreumanni, sem var bekkjarbróðir hans. Þeir voru báðir að vinna út frá rótum eigin umhverfis og nefndu sýninguna „Stefnumót í Berlín Þetta var raunar í myndhúsi, sem verið var að opna og er þessvegna óþekkt. Þeir félagar hafa ráðgert aðra samsýningu í Seúl í Kóreu á árinu 1987. Það var annars í byrjun þessa árs, að Tolli fór að standa á eigin löppum í listinni eins og hann orðar það. Og hann hefur ekki haldið að sér höndum. Fyrst hélt hann sýningu á Sauðár- króki, síðan á Kaffi Gesti við Lauga- veg, á sama tíma í Alþýðubankanum, á Eyrarbakka í ágúst og síðast með Kóreumanninum í Berlín. 1 árslokl984 árs efndi hann til sýningar í Gúmmí- vinnustofunni við Réttarháls í Reykja- vík. Ekki þótti öllum það kræsilegur sýningarstaður, en Tolli ferekki troðn- ar slóðir og taldi vel hafa heppnast. Margir telja ekki ómaksins virði að fara með sýningar út á land. En Tolli hefur aðra sögu að segja: Það gekk vel á Sauðárkróki og alveg einstaklega vel á Bakkanum. Þeir komu meira að segja bændurnir úr Flóanum og keyptu af honum myndir. Vörður íiandslagi—eftirhetísmyndefni Tolla. Innan dyra. — Samböndin Toili. Ertu kannski af Bakkanum eða úr Flóanum? — Nei, mínar raetur eru annarsstaðar og ekki allar á íslandi. Faðir minn, Krist- inn Morthens, er Rangæingur í móðurætt, en faðir hans var Norðmaður. Hann hefur málað allt frá því hann var ungur maður og framfleytt fjölskyldu sinni á þann hátt. Hann hefur alltaf málað landslag og hefur starf hans haft veruleg áhrif á afstöðu mína til myndlistar á beinan og óbeinan hátt. Móðir mín, Grethe Skotte Petersen er hinsvegar dönsk. Þetta er sumsé úr ýmsum áttum, samt get ég varla sagt, að ég hafi fundið fyrir hinum skandinavísku rótum. Þó höfum við haft samband við móðurfólk mitt í Danmörku. Frá æsku hafði loðað við ToIIa sú sannfæring, að hann Iegði fyrir sig myndlist. Enda fór hann í Myndlista- og handíðaskólann 1978 oglauk honum 1983. Síðan lá leiðin til Berlínar. Þetta var spurning um kjark og sterka sjálfsímynd, segir ToIIi. Það er rétt meira en að segja það að taka svona ákvörðun, en hann var heill og óskipt- ur í þeirri ætlan að láta það takast. Honum finnst óhugsandi að vinna eitthvað annað sér til framfæris á meðan hann getur „olnbogað sig áfram á skiliríunum" eins og hann orðar það. En er þetta nú ekki einum of mikil sýningargleði, — er hægt að halda svona áfram ? — Mér finnst þetta ekki of mikil sýning- argleði og ég hef engar áætlanir um að draga saman seglin. Eg er nú þegar með tvær sýningar bókaðar á næsta ári: í ASÍ-safninu á næsta vori og samsýningu með félaga mínum frá Kóreu, Bong Kyu Im, í Nýlistasafninu næsta haust. Það verður bara að koma í ljós, hvort allir verða hundleiðir á manni. En þetta er mín vinna og ég sit ekki og held að mér höndum 1 vinnunni. Og einhvernveginn verður maður að koma þessu á framfæri. Nú reynir á kappann og þetta eru vitaskuld geysileg umskipti frá Listaháskólanum í Berlín, sem segja má að sé verndað umhverfi og þar lifir maður á námslánum. — Skólinn já. Þú varst hjá einhverjum frægum málara? — Ég var hjá Karli Horst Hödicke, sem telst einn af brautryðjendunum í þýzka nýbylgjumálverkinu. Þeir voru til dæmis nemendur hans Salomé, Fetting og Mitt- endorf, allt stórfrægir menn. En þó maður fái að viðra sig í salarkynnum þar sem áður hafa starfað frægir og ágætis listamenn, þá er það skammgóður vermir. Ég verð einungis dæmdur fyrir mitt framlag. í þessum listaháskóla, sem heitir Hoch- schule der Kunste, eru fleiri þúsund nem- endur, en ég var þar í svokölluðu frjálsu málverki. Þetta eru þó ekki allt tilvonandi málarar, heldur er hluti þessa fjölda við nám í arkitektúr, leiklist og tónlist. Þar sér einn prófessor alveg um einn bekk og ég var svo heppinn að lenda hjá Hödicke. En þótt skólinn sé kenndur við frjálst málverk, er hann að hluta til akademískur; það er til dæmis veruleg áherzla lögð á módelteikningu. En fyrir utan þann ramma getur maður unnið eftir sínu höfði, kannski í heilar tvær vikur. Þá kemur pró- fessorinn, lítur á afurðirnar og gagnrýnir. Á sama hátt er litið á framleiðsluna eftir ákveðnar annir eins og um próf væri að ræða. Þá á það sér stað að einn og einn nemandi komizt ekki áfram. Maður má reyna tvisvar, — ef það dugar ekki, þá verður maður bara að taka pokann sinn. Mér virðist útbreiddur misskilningur, að hver sem er geti komizt inn í listahá- skóla og dundað sér þar við hérumbil ekki neitt. En þess ber að geta, að í upphafi er sigtað heldur hressilega og síðast held ég hafi 5 nemendur komizt inn af 400, sem reyndu. Hvort það er sanngjarnt, skal ég ekki segja um. Ætli það séu ekki tilviljan- ir, heppni og kannski klíka, sem ræður einhverju þarna eins og svo víða í mannlíf- inu. — Breytti Beriínardvölin afstöðu þinni til myndlistar? — Já, alveg tvímælalaust. Mér varð ljóst, að vinnubrögðin verða að vera öguð. Þetta nýbylgjumálverk, þótt gróft sé, byggist ekki bara á því að sletta einhverju á myndflötinn. Á bak við það sem sýnist tilviljunarkennt er mikil spekúlasjón og áreynsla. Nýbylgjan, eða nýi þýski expressj- ónisminn, var hreyfing, sem komin var vel á laggirnar þegar ég kom utan. Hátíðahöld- in voru nýafstaðin. Ég var búinn að fá nasasjón af stefnunni áður en ég fór og þessvegna valdi ég Berlín. Þar var sá staður í Evrópu þar sem púlsinn sló með hvað mestum krafti, — og svo er enn. En straumurinn á það til að renna í undarlega farvegi. Til dæmis þar um er það nýjasta af nálinni, sem kallað er end- art, eða endalist. Samkvæmt orðsins hljóð- an mætti ráða, að hér sé komið útá endi- LESBOK MORGUNBLAÐSINS 11. JANÚAR 1986

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.