Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1986, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1986, Blaðsíða 14
GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR í HAFRÓTI TÍMANS Nú vitjarmín sorgin og vakir með mér eins og vor ísjó. Á ný lifnar ástin sem innra með mér áður bjó. En þú sem égþráði ert þögull ogfjarri í þinni gröf. í hafróti tímans erhamingja okkar hverful gjöf. HELGAFELL Viðgengum í einfaldri röð uppá fjallið. Sögðum ekki orð, litum ekkiaftur. Með lokuð augu leiddum við almættið íallan sannleik um óskir okkar. Á leiðinni niður lagði drengurinn lófann í hönd mér leit ámigog sagöi: Á morgun verð ég Súpermann, mamma. Guðrún Guðlaugsdóttir er blaðamaður á Morgunblaðinu og hafa Ijóð eftir hana birzt áður I Lesbók. i i | ^ ÁSGEIR GUNNARSSON SUMIR OG AÐRIR Sumir ganga vegsemd vegar , velja langa, stranga leið. ’ A ðrir hanga, h ugsa tregar hírast svangir æviskeið. < Sumir etja, stefna stærra \ styrkja, hvetja aðra með. Aðrirletja, smíða smærra smogin hetja verðurpeð. í Sumir gerða, vilja vinna verkin herða lífsins dug. Aðrir sverða, svíkja, ginna svelta, skerða eigin hug. Sumir löngum lífsins njóta lúta ströngum skólaþó. Aörir röngum rökum skjóta reynist öngum haldgott tóg. Orðaskýringar: smogin: götótt gerða: leggja garð lífsins: líkamans gvcrða: særa með sverði Ásgeir Gunnarson er forstjóri Veltis hf. i Reykjavlk. m 0 L bu Y S T A R g| r I A I t|| utl r| Stúlkan sem hvarf með ómetanlegan fjársjóð James Mellaart fornleifa- fræðingur gaf dökk- hærðu stúlkunni sem sat andspænis honum í lest- inni frá Istanbul litlar gætur. Þangað til honum varð litið á armband sem hún var með á handleggnum og honum varð ljóst að það var mörg þúsund ára gamalt og úr skíragulli. Þetta tillit átti eftir að hafa í för með sér geypilegar afleiðingar, því það varð til þess að hann fékk að líta sjónum ómetanlegan fjár- sjóð, sem jafnframt leiddi til þess að hann lenti í áralangri baráttu við að verja sig og mannorð sitt gegn eins konar samsæri tortryggni og rógs. Var þetta tóm blekking? Eða var Mellaart fórnardýr samsæris til þess að grafa undan þeim mikla orðstír sem fylgdi nafni hans? En þegar þetta gerðist sem sagt var hér að framan, varð hann svo undrandi, að hann átti erfitt með að trúa því að slík heppni gæti hent nokkurn mann. Hvaða dýrgripur þetta arm- band var gat ekki hafa leynst neinum fornleifafræðingi. Með- an þessi hægfara lest staulaðist gegnum Tyrkland, þá kynnti fornleifafræðingurinn sig fyrir stúlkunni. Hún sagði honum að armbandið væri úr safni gripa sem væru heima hjá henni og féllst á að leyfa honum að skoða fleiri þeirra. Þetta gerðist árið 1958. Þegar lestin drattaðist inní borgina Izmir, sem í Tyrklandi liggur við strönd Eyjahafsins, var Mellaart farinn að brenna af forvitni og eftirvæntingu. Hann fór þegar með ferju og leigubíl heim til stúlkunnar, þar sem gersemun- um var lyft úr fornri kistu, hverri af annarri. Mellaart var lostinn furðu. Þetta var svo stórkostlegur fund- ur fornleifa að líkja mátti við það, þegar grafhvelfing Tutank- hamens fannst á Egyptalandi. Hann spurði hvort hann mætti taka ljósmyndir af gersemunum. Því neitaði stúlkan, en sagði hins vegar að hann mætti dvelja um stund í húsinu og gera af þeim teikningar. Mellaart lét ekki bjóða sér slíkt tvisvar og hófst þegar handa. Dögum saman var hann látlaust að teikna þessar dásamlegu ger- semar; vandaði sig mjög við að teikna flúr þeirra og alla gerð. Hýroglýfrið tók hann upp með því að leggja pappír á upphleypt- an flöt stafanna og núa síðan pappírinn með lit. Hann lét ekkert framhjá sér fara. Stúlkan, sem sagðist vera grísk, sagði honum að þetta safn hefði fundist, þegar Grikkland hefði verið hernumið eftir heims- styrjöldina fyrri. Það hefði fund- ist við leynilegan gröft í litlu þorpi sem stæði við vatn og þorpið héti Dorak. Stórkostleg SÖNNUNARGÖGN Mellaart var ljóst að fundur þessara gripa var gífurlega mik- ilvægur. Honum var nefnilega fullljóst, að þetta voru 4.500 ára gamlar fornleifar frá bronsöld. Ennfremur hafði hann fyrir til- viljun rekist á fyrstu sannanir fyrir því, að mikil hafnarborg hafi blómgast nálægt Trjóju Homers, sem hafði verið stjórnað af hervaldi eða stétt hermanna og ef til vill keppt við Trjóuborg að auðæfum og áhrifum. Þetta var engu líkara en að draumur fornleifafræðings hefði ræst. Þetta þýddi, að taka yrði allar fyrri hugmyndir til nýrrar end- urskoðunar. Eitt kvöldið lauk hann að lok- um verki sínu og fór úr húsinu. En það reyndist í síðasta sinn ,sem hann sá stúlkuna og fjár- sjóðinn. Það var ekki fyrr en löngu síðar, að Mellaart varð ljóst, hve lítið hann í rauninni vissi um þessa stúlku, sem var lykillinn að fundi hans. Hann mundi einungis að hún talaði ensku með bandarískum hreim. Hún sagðist eiga heima nr. 217 við Kazim Direkstræti og að nafn sitt væri Anna Papastrati. Fyrstu mistök Mellaarts lágu í því, að taka fullt mark á þessu án þess að rannsaka það frekar. Siðar sögðu tortryggnir, tyrkn- eskir rannsóknamenn, að hvergi væri hægt að finna neitt um þetta nafn; að því viðbættu, að Kazim Direkstræti væri ekki til. Önnur mistök hans lágu í því, sem hann fullyrti í skýrslu sinni til Brezku fornleifastofnunar- innar í Ankara, en forstjóri hennar var Seton Lloyd, prófess- or. Mellaart, sem var aðstoðar- forstjóri við þessa stofnun, sagði Lloyd, að hann hefði fundið fjár- sjóðinn sex árum fyrr, en hefði aðeins nýlega fengið leyfi til að segja frá fundinum. Þetta voru ósannindi, en til þeirra greip Mellaart af saklausum einka- ástæðum. Mellaart hafði nefni- lega aðeins verið kvæntur í fjög- ur ár, og hann vildi forða eigin- konu sinni frá hugsanlegu þvaðri í sambandi við það, að hann hefði dvalið í marga sólarhringa í húsi annarrar konu. GlataðaBréfið í þeirri löngu og erfiðu varnar- baráttu um heiður sinn, sem nú beið hans, átti hann eftir að iðrast mjög þessara tveggja mistaka. Arásirnar á hann hóf- ust eftir að hið kunna blað The Illustrated London News birti fréttir af þessum fundi hans.. Mellaart hafði skrifað Fornleifa- stofnun Tyrklands og varað við því, að þetta yrði birt á prenti, en því miður komst þetta bréf aldrei til skila. Þegar greinin var birt með teikningum Mellarts, urðu tyrkn- eskir embættismenn óðir af reiði. Þeir kröfðust þess að fá vitneskju Effir Ævar R. Kvaran um það hvar þessi fjársjóður væri, hvar hann hefði fundist og hvers vegna þeim hefði ekki verið sagt frá því. Þá grunaði að hér væri um það að ræða, að smyglað hefði verið úr landi dýrmætum þjóðarverðmætum og þar ætti Mellaart hlut að máli. Mellaart reyndi að hjálpa þeim eftir bestu getu, en Anna og fjársjóðurinn var sporlaust horfinn. ÓHRÓÐURSHERFERÐIN Það var ekki hægt að færa neinar sannanir að því, að Mella- art ætti nokkurn þátt í hvarfi fjársjóðsins. Engu að síður var tveimur og hálfu ári síðar komið af stað óhróðursherferð á hendur honum. Það var tyrkneska blaðið Milliyet, sem hratt henni af stað. Þar var því haldið fram, að dagsetningin á Dvorak-fundin- um væri fölsk. Fundurinn hefði átt sér stað árið 1950, þegar Mellaart og þessi dularfulla stúlka hefðu sést nálægt staðn- um þar sem grafið var. Sannað var, að þessi fullyrðing var alröng. En áróðurinn hélt áfram engu að síður. Þótt lög- reglurannsókn hefði verið hætt, var Mellaart bannað að vinna frekar við fornleifagröft á Tyrk- landi þar sem hann þó hafði náð mikilvægum árangri með starfi sínu. Hér voru leynilegir og áhrifa- miklir óvinir að verki bak við tjöldin. En hvers vegna skyldu þeir reyna að koma á hann óorði með því að halda því fram, að frásögn hans af þessum atburð- um væri tilbúningur einn, sem hann hefði gripið til til þess eins að auka álit sitt? Mellaart þurfti engan veginn á slíkri auglýsingu að halda sjálfum sér til álits- auka, því hann var heimsfrægur fyrir störf sín í fornleifafræði. Og hver var Anna? Var það hrein tilviljun að hún hitti Mella- art í lestinni þennan dag? Eða var henni „komið þar fyrir“ af einhverjum sem vissi, að arm- bandið hennar hlyti að vekja athygli hins fræga fornleifa- fræðings? VORU Listaverka- ÞJÓFARHÉRAÐ Verki? Ein hugmyndin til lausnar þessari ráðgátu er sú, að Mella- art hafi verið beitan í snjallri gildru smyglara, sem þegar hefðu falið fjársjóðinn á örugg- um stað og væru a undirbúa sölu hans. Þannig fengju glæpamennirn- ir sannanir fyrir því, að hægt væri á svörtum markaði að fá miklu hærri upphæðir fyrir þýf- ið, þar sem um það hafði fjallað sérfræðingur sem naut almennr- ar virðingar þar sem Mellaart var. Hin mikilsmetna grein Illu- strated London News gaf fjár- sjóðnum þann stimpil um verð- gildi, sem smyglurum kom ein- mitt bezt að haldi. Og þá vaknar spurningin: Hefur þessum dýrmætu gripum verið smyglað burt og auðugir safnendur keypt þá með leynd víða um heim? Hafi það gerst í rauninni, þá verður sannleikur- inn um Önnu og hinn horfna fjár- sjóð aldrei fundinn. Gripirnir úr þessum ómetan- lega sjóði kunna að leynast meðal ósvífinna auðkýfinga og lista- verkasala víða um heim. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.