Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1986, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1986, Blaðsíða 7
Frá Kungmiut. í miðið er Christian Höy, maður af srissneskum uppruna, en kvæntur græn- KalliajökullíGunnarssundi. Ljósm.:SólmundurT.Einarsson. lenzkri konu ogbúinn að búa þarlengi. Frá Maríudal. Hér ríkir fegurðin ein, tignarlegir fjallstindar, skriðjöklar ogár, þarsem rennt er fyrir fisk. Ljósm.: greinarhöf. sem svo var skírður eftir einni heimasæt- unni í Skjöldungen, enda gengu okkar nöfn nú til þurrðar. Þá lögðum við tvær krabba- gildrur í Mikkavík, dorguðum án árangurs og mældum hita. Lokst beittum við og lögðum svo línu út af Valborgartanga. Þann 28. ágúst byrjuðum við á því að draga línuna og fengum heil 20 kg. Þá voru laxanetin og gildrurnar rifnar upp, án þess að um afla væri að ræða. Það er svo í frásögur færandi, að ofurlítið ísskæni var á firðinum um morguninn, enda útgeislun mikil í heiðríkjunni og sennilega svolítið lag af seltulitlum sjó við yfirborðið. Eftir þetta héldum við áfram hring- ferðinni í gegnum Kristjánssund, er við nefnum svo, og mældum hita innst í því fyrir utan Þrymsjökul. Síðan sigldum við í suðvestur eftir Skuggasundi (Mörkesund), þar sem fjörðurinn er grynnstur. Þegar Norðmenn fóru þarna í gegn fengu þeir minnst 38 metra dýpi en Gunnari gekk betur að þræða álinn og varð aldrei grynnra hjá okkur en 28 faðmar eða 51 metri. Kl. 13.20 vorum við svo út af Maríu- dal og vorum þar með búin að loka hringn- um. FÖRUFÓLK Er við vorum nálega komnir í gegnum Gunnarssundið mættum við litlum dekk- báti með fólki, sem við þekktum ekki. Hér var um tvær fjölskyldur að ræða, sem lifað höfðu í um 2 mánuði í Tingmiarmiut, þar sem bæði byggð og veðurathuganir hafa lagst af. Þetta fólk hefur væntanlega birgt sig upp af kjöti og þann 20. ágúst hljóp á snærið hjá þessu fólki, er það felldi ísbjörn, sem bæði gefur af sér mikið kjöt og dýran feld. Fólkið var annars á leið til Imaersivik, þar sem það hugðist setjast að, a.m.k. um hríð. Gamall djúpur stóll var á lestarlúg- unni og matarílát og dauðir fuglar á dekk- inu. Á þaki stýrishússins voru tvær byssur og stórt og vandað „kasettutæki", sem stóð á vélarkappanum, stakk í stúf við annað um borð. Dekkbáturinn dró á eftir sér opinn bát frá Skjöldungen, enda voru tveir Skjöld- ungar með, sem ætluðu að heilsa upp á íbúana í Imaersevik, enda er sumarið ospart notað til heimsókna. Ætluðu þeir svo til baka á opna bátnum. Skjöldungsvist Kristjáns Christian Höy er Svisslendingur að uppruna og hefur víða komið við en verður að kallast sjómaður fyrst og fremst. Krist- ján er 61 árs og hefur verið búsettur á Grænlandi í 35 ár, kvæntur grænlenskri konu og dóttir þeirra mun vera aö ljúka námi í fiskifræði við háskólanní Tromsö. Kristján var í mörg ár skipstjóri við Vest- ur-Grænland og aflaði vel. Nú er hann sérstakur ráðgjafi landstjórnarinnar í Nuuk í fiskveiðimálum. Kristján hefur meðal annars verið potturinn og pannan við að koma á fót þorskveiðum í gildrur á Grænlandi. Kristján var í 3 ár í Kungmiut til að þróa þar upp fiskveiðar og verður komið að því síðar. Kristján átti að líta eftir, að allt væri í lagi í Skjöldungen. Fyrir Skjöldungana var hann bæði læknir og pólití og flest þar á milli. Hann pantaði handa þeim ýmsar vörur til vetrarins í símtali frá Dröfninni til Angmagssalik. Kristján athugaði húsa- kost og staðhætti, vetrarforða og veiði- möguleika. Kristján fékk autt hús til afnota, þar sem hann svaf í svefnpoka á berum fjölun- um. Hann er þó ýmsu vanur og barmaði sér því ekki að öðru leyti en því, að selskjöt í alla mata átti ekki við hann, enda gekk það lítt melt aftur af honum. Annars lét Kristján vel af sér nema hvað honum varð lítt svefnsamt síðustu nóttina, er í brýnu sló milli eins Skjöldungsins og aðkomu- manns nokkurs, er slegið hafði á marglæti við dóttur hans. Er oft gert veður út af minna tilefni. Reyndar höfðu karlarnir drukkið immiaq, er í odda skarst, en svo nefna Grænlendingar brugg sitt og reynd- ar gekk Pólarinn okkar undir sama nafni. Kristján sagði mér ýmsar skemmtilegar sögur af Skjöldungunum. Eins er um sel- veiðar þeirra og gengur út á það, að hægja á vél skipsins, þegar selur hefur sést og drepa svo alveg á henni. Sá er stýrir sting- ur síðan handleggnum niður í snjó niður með skipshliðinni og klórar bátnum. Þetta vekur forvitni selsins sem syndir á vett- vang og stafnbúinn hefur þá auðvelda bráð í sigti. Þá fræddi Kristján okkur á því, að lausa- maðurinn frá Skjöldungen væri refsifangi frá Angmagssalik, sem lítillega hafði komist í kast við lögin. Þurfti hann að vera í tugthúsi um hríð en dvelja í 6 mán- uði í Skjöldungen ella. Valdi hann síðari kostinn og virtist ekki sjá eftir því, því að hann var á veiðum með eldri manni og fór mjög vel á með þeim og gengu þeim veið- arnar vel. Hins vegar kann að vera vand- kvæðum bundið að vera í nákvæmlega 6 mánuði í Skjöldungen, því að vorskipið kemur í júlí, sumarskipið í lok ágúst og haustskipið í lok september og alltaf geta ferðir fallið niður. Enda þótt okkur virtist ekki mikið um sel, er ársveiði Skjöldunganna um 700 selir, sem er mjög mikið. Sem dæmi um veiðina sagði Kristján okkur, að tveir feðg- ar hefðu veitt 44 seli á tæpum mánuði í sumar og 228 laxa á sama tíma í 3—5 net og væntanlega eitthvað af fugli. Ástandið var þá orðið þannig, að nánast of,mikið var til af laxi og sennilega yfrið nóg af kjöti. Sumir íbúanna voru því farnir að þrá haustið og að fjörðinn legði, því að viö það sparast eldsneyti á bátana, enda líta þeir svo á, að hundarnir kosti ekkert. Eftir að fjörðinn leggur, dorga þeir eitt- hvað í gegnum vakir á ísnum, sem þeir höggva eftir miðum úr landi. Fá þeir þannig fisk og fisk og höfðu staðið í þeirri trú, að hægt væri að fá mun meira og mun það hafa kveikt undir þeirri hugmynd, að hægt væri að reisa 200—300 manna byggð á staðnum. Yrði þá að reisa skóla, sjúkra- hús og verslun en ekki eru horfur á því, að slíkt geti orðið að veruleika. Vertíðarlok Við Skjöld- UNGEN Við vorum sem sagt komnir aftur í Suðurfjörðinn síðla dags þann 28. ágúst. Lögðum við þar fyrst eina þriggja neta laxanetatrossu í Vatnsvíkina og síðan eina 15 neta trossu í miðjan fjörðinn. Var svo frá henni gengið, að hafður var netadreki í öðrum endanum og netin síðan lögð út frá baujunni. Voru uppi skiptar skoðanir um það, hvort lánsdrekinn (GK 10) mundi halda trossunni, enda um brattan kant að ræða. I trossunni voru annars 6 fimm tommu net, 8 fjögurra tommu og einn Gvendur. Að þessu loknu lögðumst við í Guðnavík- inni og fannst okkur við hálfpartinn vera komnir heim, enda fannst sumum daufleg vistin í Norðurfirðinum. Daginn eftir var síðasti dagur okkar í Skjöldungsfirðinum. Byrjuðum við að taka upp Vatnsvíkurtrossuna. Þar fengum við 14 fiska í innsta netið, 8 í miðnetið en ekkert í ysta netið. Svolítið þurftum við að leita að löngu trossunni, enda hafði hana rekið um 3,3 mílur út eftir firðinum. Við tókum hana upp á Rauðku og veltum inn úr henni 88 fiskum. Var þetta skemmti- legur endir á laxavertíðinni okkar og gaf okkur tilefni til að ætla, að meira væri af laxi en fyrri veiðitilraunir okkar bentu til. Einnig ber að hafa í huga, að venjulega veiðist best í september, svo að aðalveiði- tíminn var ekki hafinn. Tvennt ber þó að hafa í huga varðandi laxveiðar í sjó á þessum slóðum. Er það hið fyrra, að ís getur oft hamlað veiðum og það er hið síðara, að tiltölulega létt virðist að ofveiða lax í reknet. Til dæmis um það má nefna, að laxakvóti við Vestur-Grænland er að- eins 850 tonn núna en mun meira veiddist fyrir nokkrum árum, þegar Danir einir fengu yfir 1000 tonn. Sem dæmi um veið- ina, sagðist Mikki hafa fengið 3,6 tonn í lögn með 150 reknetum. Enginn laxakvóti er við Austur-Grænland, enda hugði Mikki gott til glóðarinnar með að koma á skipi sínu á næsta ári með mikið af netum. Ekkert var nú eftir annað en að kveðja Skjöldunga, sem við gerðum með þreföldu flauti. Reyndar hafði eitthvað af kven- fólkinu óskað eftir fari með okkur til Angmagssalik en við tókum þá beiðni ekki alvarlega, en skildum þetta þó sem svo, að einangrunin í Skjöldungen ætti ekki sem best við kvenfólkið. Kristján var einnig á förum til Ang- magssalik-fjarðar og hafði þar ýmislegt verkefni handa okkur og því fórum við svona fljótt frá Skjöldungsfirðinum. Kristján var svolítið á báðum áttum með það, hvort ann ætti að fara með okkur norður eftir eða strandferðaskipi, sem vænt.anlegt var. Ég tók af skarið og sagði honum að koma með okkur, þótt ekki gætum við boðið honum upp á koju. Reynd- ist þetta hin ágætasta ákvörðun, því að strandferðaskipið var þegar farið hjá, án þess að við vissum af því. Strax í fjarðarkjaftinum varð Gvendi gripið til rakvélar sinnar og var hann þar með genginn úr villimannafélaginu. Framhald l næstu Lesbók LESBOK MORGUNBLAOSINS 11. JANÚAR 1986 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.