Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1986, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1986, Blaðsíða 4
Eitt andartak ríkti algjör þögn Austurríkismenn voru að kveðja einn merkasta og snjallasta meistara hinnar svokölluðu léttu tónlistar frá því að valsakóngurinn Johann Strauss var uppi. Athöfnin var álíka hátíðleg eins og væri þjóðin að fylgja keisara sínum til grafar; Sinfóníuhljómsveit íslands efnir til hins árlega Vínarkvölds næstkomandi fimmtudag, 16. janúar. Á efnisskránni er tónlist eftir Robert Stolz sem samdi jöfnum höndum valsa, polka, shimmy og blues, charlestona og tangóa framan við öll ríkisleikhúsin í Vínarborg blöktu svartir fánar ogþúsundir manna höfðu komið til að kveðja í hinzta sinn hið einstak- lega vinsæla tónskáld, sem lá nár á viðhafnar- börunum í anddyri Ríkisóperuhússins, áður en hann var greftraður í heiðursgrafreit Vín- arborgar. Skömmu fyrir 95. afmælisdaginn, hinn 27. júní 1975, andaðist tónskáldið Robert Stolz í Berlín — í borginni, sem hann hafði frá fyrstu kynnum tekið svo sérstöku ást- fóstri við og þar sem hann hafði árið 1930 unnið sína fyrstu sigra sem lagahöfundur. í hinum glæsilegu salarkynnum Kemp- inski-veitingahússins hafði hann eitt sinn sem oftar setið að snæðingi, hafði þá skyndilega gripið matseðilinn og hripað í flýti niður frumdrögin að hinu þekkta danslagi „Tvö hjörtu í3/4-takti“. Hann var einmitt að fást við að semja tónlistina við fyrstu þýzku talmyndina, þegar þetta lag skaut upp kollinum í huga hans. í FÓTSPOR JohannsStrauss Af seinni tíma tónskáldum var Robert Stolz sá síðasti, sem verið hafði persónu- lega kunnugur Johann Strauss. Sem nítján ára gamall nemandi í hljómsveitarstjórn hafi Robert Stolz frá Graz verið viðstaddur sýningu á Leöurblökunni undir stjórn tón- skáldsins sjálfs í Wiener Hoftheater á öðrum degi hvítasunnu árið 1899. Að sýn- ingunni lokinni hafði hann hitt Strauss að máli og skipzt á nokkrum orðum við hann, og þar með var Robert búinn að gera upp hug sinn í eitt skipti fyrir öll: Hann ætlaði sér að feta í fótspor valsa- kóngsins. Það var hins vegar engan veginn auðvelt fyrir hann að taka þessa ákvörðun. Faðir hans var virt tónskáld í Graz, hafði með höndum yfirstjórn Tónlistarháskólans þar í borg og var í vinfengi við tónskáld á borð við Johannes Brahms og Anton Bruckner. Robert, sem var yngstur í hópi tólf systkina, var alinn upp í anda þessara miklu meistara, og faðir hans vænti þess, að sá yngsti mundi leggja klassíska músík fyrir sig sem tónskáld og hljómsveitar- stjóri. Fyrstu tónsmíðar Roberts Stolz, verk sem hann samdi á unga aldri eða 1897, gáfu heldur ekkert til kynna um að þarna væri kominn fram höfundur, sem síðar átti eftir að semja svo ótalmörg vinsæl söng- og danslög — leiftrandi létta músík, sem fólk hefur hvarvetna tekið fegins hendi frá fyrstu stundu. Segja má, að tónlistarferill Roberts Stolz hafi í upphafi verið hefðbundinn og ósköp venjulegur — kórstjórn, hljómsveitar- stjórn við ýmis leikhús úti á landsbyggð- inni og svo það frægðarorð, sem hann gat sér við allan undirbúning og æfingar fyrir frumflutning óperettunnar „Káta ekkj- an “eftir Lehár í Theater an der Wien árið 1905. Við þessa fyrstu uppfærslu verksins önnuðust þeir Lehár og Robert Stolz til skiptis hljómsveitarstjórnina. Á næstu árum tekur Stolz í vaxandi mæli að snúa sér að tónsmíðum, og er ferill hans sem tónskáld á margan hátt einstæður og lit- ríkur, enda mun það reynast harla erfitt að marka Robert Stolz sérstakan bás í tón- bókmenntunum: Var hann ef til vill fyrst og fremst óperettuskáld? Þótt hann semdi tónlist við næstum því sextíu leikhúsverk, þá verður sá þáttur í tónsmíðunum þó að teljast aðeins lítill hluti af heildarverkum hans. Var hann dægurlagahöfundur? Ör- ugglega ekki, því að svo mörg af þeim meira en 2000 smálögum og tækifæris- söngvum, sem hann samdi, urðu brátt ódauðleg og eru enn þann dag í dag almenn- ingseign. Ætti þá frekar að flokka Stolz undir hugtakið kvikmyndatónskáld? Varla, því að sú tónlist, sem hann samdi við kvikmyndir, verður líka að teljast aðeins lítill hluti af fjölskrúðugum tónsmíðum hans. AUSTURRÍSKUR Heimsborgari Robert Stolz verður tvímælalaust að teljast til vínartónskáldanna, því að í viss- um skilningi var Vínarborg alla tíð hans andlegu heimkynni — en í lífsháttum og í listrænum skilningi var þó þessi sonur Grazborgar framar öllu heimsborgari í orðsins fyllstu merkingu. Það var að vísu í Vínarborg sem tónsmíðar hans tóku fyrst að vekja almenna athygli, bæði á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöld og eins meðan á styrjöldinni stóð, einkum kabarett-söngvar hans eins og „Servus du“ og vínarsönglög á borð við „Wien wird schön erst bei Nacht“ og „Das ist der Fruhling in Wien“. En það var þó í Berlín sem Robert Stolz öðlaðist varanlegt frægðarorð með þokka- fullri kvikmyndatónlist sinni, og urðu sum sönglög hans við þýzkar Ufa-kvikmyndir brátt kunn um bíða veröld: „Adieu, mein kleiner Gardeoffizier,“ „Ob blond, ob braun". í New York gat Robert Stolz sér á þess- um árum frægðarorð sem einn hæfasti hljómsveitarstjóri vínartónlistar, sem þar hefur haldið á tónsprotanum. Eftir að Stolz hafði sjálfur kosið útlegð fremur en ævivist í Þúsundáraríki nazista, þegar Austurríki var horfið af landakortinu sem sjálfstætt ríki í seinni heimsstyrjöldinni og Vínar- borg var í augum flestra Bandaríkjamanna orðin höfuðborg óvinveitts herveldis, þá stjórnaði hann hljómsveitinni Philharm- onic í New York. Á mörgum veglegum sinfóníutónleikum var hann einasti fulltrúi Johanns Strauss og annarra meistara vínartónlistar þar vestanhafs, boðberi vínar-óperettunnar í Bandaríkjunum ein- mitt á þeim tímum, þegar ameríska musicalið var að slíta barnsskónum. Hann ferðaðist víða um Bandaríkin og stjórnaði sem gestur margra sinfóníuhljómsveita tónleikum með músík frá Vínarborg. Eftir að heimsstyrjöldinni lauk, ferðaðist hann líka um fjölmörg Evrópulönd og stjórnaði vínartónleikum við frábærar undirtektir. Alls staðar þar sem Robert Stolz kom fram á hljómleikum, var honum innilega fagnað sem verðugum fulltrúa hinnar heillandi og fjörugu vínartónlistar. JafntTónlist OgLífslyst í sjálfsævisögu sinni greinir Robert Stolz meðal annars frá þeim heillandi andblæ og því merkilega menningarskeiði, sem ríkti í Austurríki á æskuárum hans. Hann var innilega þakklátur fyrir allt hið fagra og glæsta, sem hann hafði notið, fyrir öll þau lífsins gæði, sem honum hlotn- uðust í æsku og sem ungum manni í átt- högunum: hann naut þess ævilangt að hafa vaxið upp á tímum friösældar og menning- arlegs gróanda. — Hversu mörgum öðrum ungum tón- listarmönnum höfðu í æsku hlotnast þau forréttindi að hafa haft persónuleg kynni af nokkrum fremstu snillingum síðari tíma á sviði tónsmíða eins og þeim, sem ég kynntist: Johann Struss, Ferruccio Busoni, Johannes Brahms, Anton Bruckner eða Engelbert Humperdinck, auk margra ann- arra vina föður míns? Og þar við bættust svo síðar mínir eigin vinir — tónskáld á borð við Puccini og Lehár. Af hverjum og einum þeirra hafði ég lært ýmislegt — og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.