Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1986, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1986, Blaðsíða 5
Minnisvarði um Robert Stolz í Stadtpark í Vínarborg en bann stendur rétt við hliðina á minnismerkinu Rohert Stotz og-eiginkona hans, Einzi. á beimili þeirra bjóna í Vín. um Johann Strauss. um hvern og einn þeirra átti ég fjölda dýrmætra minninga. — Hversu margir aðrir höfðu átt þann kost að njóta reglulega lífsins og skemmta sér í hinni hrífandi Vínarborg á litauðug- um valdatíma habsbúrgarkeisara; höfðu fengið að stjórna flutningi hinnar fegurstu óperettutónlistar, samið vinsælustu söng- lög þeirra ára, verið elskhugi hinna feg- urstu kvenna og hafa meira að segja verið í vinfengi við síðasta keisara Austurríkis, hinn þunglynda, ógæfusama Karl keisara. Síðar á árum, þegar gæfan hafði um stund gjörsamlega snúið við mér bakinu, og ég sat dauðvona í fangabúðum í framandi landi, bar ég ennþá litlu, demantskreyttu skrautnálina með hinu keisaralega fanga- marki, sem hann hafði eitt sinn gefið mér. — Hversu margir voru þeir, sem höfðu átt þess kost að lifa og hrærast sem ungt, upprennandi tónskáld í þeirri ólgandi lífs- glöðu og listrænt -frjóu hringiðu eins og Berlín var á áratugunum milli heimsstyrj- aldanna, þar sem hvert eitt leikhús og hver kabarett hafði á að skipa úrvals- hópum af færustu listamönnum, þar sem ný, sígild söng- og danslög litu gjarnan dagsins ljós í hverri einustu viku og voru túlkuð af ódauðlegum söngvurum eins og Marlene Dietrich og Richard Tauber. HremmingarÍ Þriðja RÍKINU Og svo var það allt starf mitt við þýzka kvikmyndagerð á þessum árum: Lagið mitt, „Tvö hjörtu í valstakti", hafði átt sinn þátt í að vísa Ufa-talmyndunum leiðina inn í hið gullna tímabil þýzkrar kvikmyndagerð- ar, sem stóð raunar allt fram til þess tíma, er síðari heimsstyrjöldin skall á. Með frá- bærum leikurum og söngvurum á að skipa eins og Jan Kiepura, Willi Forst, Mörthu Eggerth, Lilian Harvey, Willy Fritsch og Josef Schmidt, voru þýzkar kvikmyndir á tímabilinu einustu evrópsku myndirnar, sem stóðu hollywoodmyndunum raunveru- lega snúning í samkeppninni um heims- markaðinn. Svo kom að því að nazistar tóku völdin í Þýzkalandi og andrúmsloftið breyttist — varð allt lævi blandið — þótt listsköpun í landinu héldi áfram að blómstra enn um sinn. Ég minnist hátíðlegrar frumsýningar í Ufa-höllinni í Berlín. A framhlið sýning- arhallarinnar, ofan við sjálfan stórletrað- an titil kvikmyndarinnar, auglýsti skjannabjart ljósaletur „nýjustu Robert- Stolz-myndina“. Meðal frumsýningargesta var Hermann Göring í afar skrautlegum einkennisbúning flugmarskálks — breið bringa hans glitraði af orðum og heiðurs- merkjum. Hann vék sér að mér og brosti breitt: „0, herra Stolz,“ sagði hann. „Mér er kunnugt um, að þér hafið ýmislegt út á Þriðja ríkið að setja og eruð ekkert að liggja á því — en þrátt fyrir það, eruð þér eitt öflugasta vopn Þýskalands. í stríðinu skaut ég niður ófáar óvinaflugvélar — en í samanburði við yðar afrek er það nú hreint ekki neitt. Músíkin yðar hefur ásamt þýzkri kvikmyndagerð lagt upp í mikinn landvinningaleiðangur út um víða veröld — og hefur alls staðar farið með sigur af hólmi." Um tíma var ég sem sagt í náðinni hjá valdhöfum Þriðja ríkisins, þrátt fyrir margvíslega gagnrýni, sem ég lét mér um munn fara. Eins lengi og mér var sætt, notfærði ég mér þetta langlundargeð naz- istanna og reyndi eftir beztu getu að hjálpa ýmsum listamönnum, sem fallnir voru í Heiðursborgari í Vín — póstkort útgefið á 100 ára afmæli tónskáldsins 1980 ónáð hjá stjórnvöldum, gyðingum og fólki, sem ofsótt var vegna stjórnmálaskoðana sinna, til að flýja land. En tuttugu mánuð- um eftir að Hitler hafði gert sér lítið fyrir og innlimað Austurríki í sitt stór-þýzka ríki, átti ég sjálfur einskis annars úrkosta en að flýja land hið bráðasta, útskúfaður og sviptur ríkisfangi mínu. Stundargrið í París Arið 1939 var Café Cristal í Rue Marign- an einn vinsælasti mótsstaður landflótta þýzkra og austurrískra listamanna í París. Skömmu eftir að við hjónin vorum komin heilu á húfi til Parísar, hafði 4. eiginkonan mín, Lilli, sagt skilið við mig og haldið ferðinni áfram til Englands. Mér til hugg- unar og gleði hafði ég þó fundið föngulega ljóshærða hnátu frá Austurríki, sem María hét, og átti með henni eldfjörugt ástaræv- intýri. Dag nokkurn vorum við María að spóka okkur arm í arm á götum borgarinn- ar og gengum þá meðal annars eftir Rue Marignan. Ég ákvað því að líta sem snöggv- ast inn á Café Cristal til að gá, hvort þar sætu ekki fyrir einhverjir vinir og kunn- ingjar yfir bjórglasi. Við vorum vart komin inn fyrir dyrnar, þegar ég kom auga á ungverska tónskáldið Paul Abraham og vinkonu hans, Mörthu Labarr, sem sátu við eitt borðið ásamt þeim Lilian Harvey, Paul Lukas, Jean Geiringer, auk nokkurra annarra — og þeirra á meðal var ein fríð og fjörleg ung stúlka sem ég bar engin kennsl á. Ég veifaði til Pauls, og hann bauð okkur strax að setjast hjá þeim við borðið og kynnti ókunnugu dömuna fyrir okkur. Hún hét Yvonne Louise Ulrich. „Hún er laganemi og sú einasta, sem réttir okkur landflótta listamönnum hérna hjálp- arhönd í þrengingum okkar. Við köllum hana líka þess vegna öll „Einzi", og hún er alveg einstök perla,“ sagði Paul Abra- ham. Það leið heldur ekki á löngu, áður en ég var orðinn einn af þeim, sem þurfti að biðja Einzi um aðstoð. Konan mín, Lilli, hafði ekki bara hlaupist á brott frá mér á þessum örlagaríku tímum í lífi okkar og siglt til Englands, heldur kom líka brátt á daginn, að hún hafði strax við komuna þangað tekið út aleiguna okkar, sem geymd var á reikningi í Midland-Bank í London. Ég stóð því ekki aðeins uppi landflótta, vegabréfslaus útlendingur í París, heldur var ég orðinn gjörsamlega félaus að auki. Hinn 30. nóvember 1939 var ég hand- tekinn af frönskum yfirvöldum og mér gefið að sök að vera útlendingur frá óvin- veittu ríki án allra skilríkja í Frakklandi. Var ég því umsvifalaust sendur í fangabúð- ir frönsku öryggislögreglunnar í Colombes, skammt vestur af París. Hinn 3. desember frétti Einzi um ólán mitt og hóf þegar í stað flóknar mútuaðgerðir til að fá mig lausan. Hélt hún í skyndi til Elysée-hallar- innar og bar þar væna summu, 20.000 franka, á einn af riturum Sarrauts ráð- herra, en sá maður hafði drjúgar aukatekj- ur af því að verzla þannig með fólk á fæti. Fangabúðirnar í Colombes voru stór, opinn íþróttaleikvangur, og þá fáu daga, sem ég hafði verið þar í haldi en þar sat ég ásamt 70.000 öðrum körlum og konum — var ég þegar orðinn nær dauða en lífi af vosbúð, kominn með háan hita, gegnblautur í rign- ingunni. Þá strax hafði ég raunar gefið upp alla von, því að ég vissi ekki um neinn, sem yfirleitt mundi sakna mín í París. „Levez-vous, Monsieur, levez-vous!“ sagði einn varðmannanna allt í einu við mig — Standið á fætur, standið upp! Það var Einzi sem var komin á vettvang í Colomnbes, og henni hafði tekizt að fá mig lausan. SÍUNGIR SÖNGVAR STOLZ Þegar Yvonne Louise Ulrich bjargaði lífi Roberts Stolz í Colombes, var hann 59 ára að aldri, hún hins vegar aðeins um tvítugt. Hún varð síðar 5. eiginkona tónskáldsins og reyndist honum tryggur, ástríkur lífs- förunautur í þrjátíu ára hjúskap; var honum í senn hjálparhella, ráðgjafi og einlægur vinur, auk þess sem hún varð umboðsaðili hans, gerði samninga fyrir hans hönd um hljómleikaferðir, hljóm- plötuupptökur og -dreifingu og sá um út- gáfu á verkum hans. f tilefni Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands hefur Einzi Stolz verið boðið hingað og verður hún gestur á hljómleikunum. Þau ár, sem Robert Stolz var í útlegð frá heimalandi sínu, áttu meira að segja eftir að bera ríkulegan ávöxt í tónsmíðum þeim, sem hann samdi á efri árum og lét frá sér fara allt fram undir 1970. Músík hans var þá jafnvel orðin ennþá litauðugri, fjölbreyttari og blæbrigðaríkari en hún hafði áður verið. Hann átti jafn auðvelt með að semja hrífandi, létta músík á vínar- vísu, á amerískan hátt, músík með eggjandi parísarblæ, sönglög í hinum hrjúfari, gamla berlínarstíl millistríðsáranna, í spænskum stíl eða ungverskum. Hann samdi jöfnum höndum valsa og polka, shimmy og blues, charlestona og tangóa, gavottur og best. Enginn annar var honum fremri í að semja einstaklega meistaralega söngva fyrir hinar glitrandi söngstjörnur liðinna tíma, jafnt í kvikmyndum, óperett- um sem á kabarettsýningum. Söngvarar á borð við þau Jan Kiepura, Mörthu Eggerth og Richard Tauber sungu verk Roberts Stolz, og lögin hans voru brátt á allra vörum innanlands sem utan. Það var Stolz, sem uppgötvaði það töfravald, sem hvísl- andi söngtónar geta haft á áheyrendur, og var hann þannig langt á undan þeirri hvíslingatækni, sem beitt er í söng nú á dögum í svo miklum mæli fyrir tilstuðlan nútimalegrar hljóðnematækni. Hinir nafntoguðustu þýzku og austur- rísku söngvarar á okkar tímum hafa iðu- lega túlkað sönglög Stols: Rudolf Schock, Peter Alexander, Anneliese Rothenberger og Marlene Dietrich. Á efri árum tónskáldsins var honum og list hans margvíslegur sómi sýndur með opinberum viðurkenningum, hátíðakon- sertum og hljómplötuútgáfum: Áriö 1970 var hann kjörinn heiðursborgari Vínar, og bæði í fæðingarbæ hans, Graz, og í Vínar- borg hefur verið komið á fót sérstökum minjasöfnun eftir lát hans, þar sem minn- ing hans er heiðruð. Vinsældir Stolz ná langt út fyrir landa- mæri Austurríkis og Þýzkaland, og alls staðar er litið á músík hans sem síðustu enduróma frá hinni fyrrum, þróttmiklu hefð leikandi léttrar vínarmúsíkur. Margir tónlistarmen hafa borið lof á tónlist Stolz, en fáir hafa þó lýst á jafn nærfærinn hátt, jafn opinskátt og blátt áfram þeim tilfinn- ingum, sem Austurríkismenn — og alveg séstaklega Vínarbúar — bera í brjósti til Roberts Stolz og tónlistar hans eins og Marcel Prawy, aðalleikstjóri Ríkis- óperunnar í Vínarborg: „Þú vérður alla tíð heiðursborgari í hjörtum okkar, kæri Robert Stolz.“ LESBOK MORGUNBLAÐSINS 11. JAN0AR 1986 5 ■ZAti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.