Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1986, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1986, Blaðsíða 13
hlutum og minnast margir enn stórkost- legs manntjóns hvað eftir annað í Bangla- Desh og á Filippseyjum. En mikill mis- skilningur er að ætla að nútímatækni geti komið í veg fyrir manntjón. Um Nafngiftir Á Fellibyljum Vegna þess að árlega verða til margir fellibyljir á svipuðum slóðum þykir hent- ugt að aðgreina þá með nöfnum. Þetta er sérstaklega hagkvæmt þegar tveir eða fleiri eru á sveimi samtímis. Aðgreining með nöfnum er líka sérlega hagkvæm við skýrslugerð. Nafngiftir fellibylja eiga sér nokkra sögu. Fyrr á árum, bæði á síðustu öld og síðar voru fellibylir gjarnan kenndir við þá staði þar sem þeir ollu tjóni eða eftir skipum sem þeir sökktu. En skömmu fyrir aldamót byrjaði ástralskur veðurspámaður að gefa hitabeltisstormum nöfn. Hann notaðist einkum við nöfn á stjórnmála- mönnum, sérstaklega ef hann var ekki hrifinn af viðkomandi. í síðari heimsstyrj- öldinni fóru veðurfræðingar bandaríska flotans að nefna fellibylji í höfuðið á eigin- konum sínum og vinstúlkum. Árið 1949 var Harry Truman forseti Bandaríkjanna á ferð í Flórída. Skömmu síðar gekk fellibyl- ur þar yfir og var hann umsvifalaust kall- aður Harry. Síðar kom annar fellibylur við sögu og var sá nefndur Bess í höfuðið á forsetafrúnni. í september 1950 mynduðust þrír fellibyljir um svipað leyti, einn við Bermúda, annar við Puerto Rico og sá þriðji í Mexíkóflóa. Allmikill ruglingur upphófst um hver væri hver. Árið 1951 var ákveðið að nota símastafrófið. Allt gekk það vel það árið, en 1952 var samþykkt nýtt alþjóðlegt símabókstafakerfi. Það varð til þess að ekki náðist samkomulag um nafn á þriðja fellibyl þess árs, var hann ýmist kallaður Charlie eða Cocoa. Ekki gátu menn komið sér saman um hvort kerfið skyldi nota 1953. Einhver stakk upp á kvenmannsnöfnum í stafrófsröð og var það samþykkt. Svo vildi til að 1954 voru margir fellibyljir á sveimi nálægt Bandaríkjunum og ollu talsverðu tjóni. Þá reis upp allmikil mótmælaalda gegn notkun kvenmanns- nafna og þótti slík notkun ósmekkleg. En þessum mótmælum var ekki sinnt og þetta þótti smám saman sjálfsagt. En árið 1979 var farið að nota karlmanns- og kven- mannsnöfn til skiptis. Nú eru fellibylja- nöfn ákveðin fimm ár fram í tímann og sömu nöfnin notuð aftur næstu fimm ár þó með þeirri undantekningu að nöfn á fellibyljum sem valdið hafa verulegu tjóni eru felld út og þau ekki notuð aftur. í Atlantshafi er byrjað á stafrófinu á hverju ári og það eru gjarnan 10 til 15 nöfn notuð árlega. En nöfn eru líka gefin hitabeltis- lægðum sem gætu orðið fellibyljir og auk þess kemur fyrir að lægðir í heittempraða beltinu fái nöfn, en meir um það síðar. Sama kerfi er notað í Kyrrahafinu og e.t.v. víðar. Nöfnin eru með alþjóðlegu yfir- bragði. Algengt er að fellibyljir valda 135» 145° 155° 165° lægðirsem okkur heimsækja. verulegu tjóni í Japan. Það var vani sem og annars staðar að bendla þá við staði þar sem tjón hafði orðið. Um tíma var notað viðlíka kvenmannsnafnakerfi og í Atlantshafi, en almenningur í Japan var lítt hrifinn af útlenskum nöfnum sem ekki var einu sinni hægt að bera fram. Japanir nota nú númerakerfi. Byrjað er á einum á hverju ári og haldið áfram. Tólfti fellibylur ársins 1985 heitir því einfaldlega 8512. Um Afskornar Lægðir Endrum og eins gerist það að lægðir frá norðurslóðum hætta sér of langt suður og lokast þar inni, þ.e. að hæð gengur fyrir þær svo þær komast ekki norður aftur. Lægðir þessar nefnast afskornar. Þessar lægðir eru mjög ólíkar fellibyljum að því leyti að þær eru kaldastar í miðjunni. Þegar sjór er hvað hlýjastur gerist það stundum þegar þessar lægðir fara óvenju sunnarlega að í þeim verður loft svo óstöð- ugt að miðjan hitnar svo að hún verður hlýrri en umhverf ið og fer þannig að minna dálítið á fellibyl. Stundum nálgast þá kalt loft úr norðri og á mótum hlýja og kalda loftsins vex vindur og í stöku tilviki nær hann 9-12 vindstigum. Þó hér sé ekki um eiginlegan fellibyl að ræða fá þessar lægðir stundum nafn ef vindur verður mjög mikill og lægðin mjög sunnarlega. StærðFellibyua Venjulegur fellibylur er gjarnan nokkur hundruð kílómetrar í þvermál, en fárviðri er á mjög takmörkuðu svæði kringum augað. Á mynd sem hér fylgir má sjá dreifingu vindhraða í stórum fellibyl (Al- len 1980) miðað við ísland. Eins og áður er minnst á er auga í fellibyljum gjarnan 20—40 km í þvermál, en fer niður fyrir 10 km í þeim öflugustu. Efstu ský fellibylsins eru gjarnan í 12 til 15 km hæð, en öll hringrásin nær heldur hærra og í undan- tekningartilvikum nokkuð yfir 20 km. Fellibyuirá Norðurslóðum Áður er á það minnst hvernig fellibyljir eyðast yfir landi og hvernig þeir þola ekki að lenda í vestanvindabeltinu. Hér er ekki rúm til að skýra lægðamyndun á norður- slóðum, en lægðir verða hvað öflugastar þegar mjög hlýtt loft streymir til norðurs A eða SA við lægðarmiðjuna, en jafnframt streymir mjög kalt loft til suðurs V við lægðarmiðjuna. Stundum gerist það að mjög hlýtt loft umhverfis fellibyl lendir inn í slíkri hringrás á heppilegum stað og tíma. Ef fellibylurinn er stór getur þessi orkuviðbót orðið til þess að fárviðri hans haldi áfram í nýju lægðinni. Auk þess sem loftið er mjög hlýtt er það líka mjög rakt þannig að það ber í sér verulegt „fóður" fyrir nýju lægðina. Nýja lægðin nýtur líka góðs af hringhreyfingu fellibylsins. U.þ.b. 3 til 5 fellibyljir og hitabeltislægð- ir berast árlega inn á norðanvert Atlants- haf. Venjulega verður einhver þeirra að öflugri lægð, en flestir hverfa eða verða að grunnum lægðum. Á síðustu 100 árum eða svo hafa sennilega 10 til 15 lægðir af fellibyljaættum valdið einhverju tjóni hér- lendis, en flestar mjög litlu. Þrjár felli- byljalægðir hafa valdið verulegu tjóni á þessum árum. Það var hinn 20. sept. 1900, 13. sept. 1906 og 24. sept. 1973. Hugsanlegt er að fárviðrið 16. sept. 1936 hafi líka verið af slíkum uppruna. Líkurnar á að einn einstakur fellibylur valdi verulegu tjóni hérlendis eru því sáralitlar. Sennilega hafa 300 til 500 hitabeltislægðir komist inn á norðanvert Atlantshaf síðustu 100 árin. Sé lægri talan valin kemur í ljós að aðeins 1% þeirra hefur valdið verulegu tjóni. Flestar hitabeltislægðir komast ekki á norðurslóð. Ef tjón í Bandaríkjunum er nefnt í fréttum eru líkurnar á því að tjón verði hér af sama fellibyl nánast engar, því tjón verður helst á landi og land er fellibyljum yfirleitt banvænt. Fellibylur- inn Ellen sem kom hingað haustið 1973 hafði þannig ekki valdið neinu tjóni fyrr en hér, því hann hafði hvergi komið nálægt landi. Á annarri skýringarmynd má sjá brautir nokkurra fellibylja sem hér hafa eitthvað komið við sögu. Þeir koma nær allir sömu leiðina, sunnan við kalda sjóinn við Ný- fundnaland. Þessar litlu líkur á fellibylja- tjóni koma þó ekki í veg fyrir að veðurfræð- ingar hérlendis fylgist vel með fellibyljum sem komast i augsýn. Ajlur er varinn góð- urStöku sinnum gerist það að tiltölulega litlir fellibyljir komast furðu norðarlega án þess að eyðast. Þetta getur gerst þegar mjög hlýtt loft liggur yfir meginhluta Norður-Átlantshafsins og vindar í háloft- unum eru hægir V og SV af Bretlandseyj- um. Dæmi um þetta er þegar fellibylurinn Ivan komst norður fyrir veðurskip Lima suður af íslandi í október 1980. Vindur fór í 11 vindstig við Suðurströndina, en þá leystist þessi óvenju norðlægi fellibylur upp og við sluppum með skrekkinn. Trausti Jónsson er veðurfræðingur á Veöur- stofu (slands. Stúlkan er sem stærðar fjall... í skemmti- og fróðleiksþætti eins dagblaðanna, líkum þeim sem við lesum hér, var birt eftirfarandi vísa: Stúlkan ersem stærðarfjall, standbergjuð oggljúframörg. Hún á aðfá sérkræfan kall ogkenna honum að síga íbjörg. Spurt var hver höfundurinn væri. Hann hét Eiríkur Einarsson, og var kenndur við Hæli. Hann lést gamall og þreyttur maður haustið 1951. Hann hafði lengi verið þjóðkunnur maður, sat á Alþingi í áratugi, virtur maður og vinsæll, tillögugóður og heiðarlegur, en varla meðal þeirra sem nutu metorð- anna eða töldu sig ómissandi á valda- stóli. Hann varð aldrei ráðherra. En hann var kallaður skáldmæltastur þeirra, sem langdvölum gistu þingsali á meðan hann var þar og hét, og voru þó margir hagmæltir á þingi um það leyti. Tækifærisvísur Eiríks flugu um landið, bárust frá manni til manns og birtust í blöðunum. Hann orti líka kvæði og lét tilleiðast að flytja þau á gleðimótum þingmanna. Hann var vin- sæll maður og báru menn til hans góðan hug, þótt þeir fylgdu ekki þeim flokki sem hann var merktur opinberlega. Nokkru áður en Eiríkur féll frá hafði hann leyft nokkrum vinum sínum og ættmönnum að velja úr ljóðum sínum og vísum í bók. Kom hún út að honum látnum. Eftir Eirík er þessi glettnis- staka: Háski erað ala á holdsins þrá, hún er oft skammvinntgaman. Margurer til, sem meiddist á mýktinni einni saman. Hér er fyrirsögnin Undir sólstöður. Langdegið erlöngu þrotið, ljósgeislunum breytt í skugga. Fyrir sól og suðurglugga sýnistlokum vera skotið. Háir eru haustsins klakkar, heldur vill nú skyggja á álinn. A ugu mín og syndug sálin sjá ei þann, erleikinn skakkar. Hræddum fugli helst til líkur, höfðinu undir vænginn stingég, gleðiljóð á sumrin syngég, sorgaróð, ermjöllin rýkur. Hér eru tvær vísur af þremur. Kvæðið heitir Þjóðernisfylgjur. Menn ættu alltaf að muna mann tak að herða, gá sín, en örlögum una einsogþau verða. Vorgróðrardöggin til dala drjúpi fyrst öllum, andi svo íslenskum svala innan affjöllum. Eiríkur orti fjórar vísur um Gullfoss. Hvílíkur hetjumóður, harðknúða strengjaspil, þróttmesti íslands óður, sem orðið hefur til. ídögun fossa ogfjalla, fyrr en þjóðstofninn man, stillti strengina alla stórgeðja náttúran. Gullfoss er, svipað ogsálin samruni órofa dags, eins og eilífðarmálin án upphafs og niðurlags. Fossinn á fræðinga alla, og fljótið kemst aftur író. Dýrlegur dagur til fjalla, en draumanótt út við sjó. Best að lokavísan sé um hérnámið. Drúpir þjóð íhöndum hers, horfir út í bláinn. Býr á milli báru og skers blessuð frelsisþráin. J.G.J. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS f 1. JANÚAR 1986 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.