Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1986, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1986, Síða 2
Taumlaus málvöndun gerir enga stoð eftir Kjartan Árnason Afullveldisdaginn var haldin ráðstefna í Þjóðleikhúsinu um efl- ingu og varðveislu ís- lenskrar tungu og var það sjálfur menntamálaráðherra sem stóð fyrir því framtaki; hann á vissu- lega þakkir skildar fyrir vikið. Þarna var samankominn heill her manna úr öllum áttum með brjóstið fullt af þeim þjóðernis- anda sem þarf til að blása til nýrrar sóknar í málefnum tung- unnar. Að hætti Fjölnismanna. Erindi voru haldin löng og stutt og margir töluðu af miklu viti en sérstaklega minnist ég Huldu- meyjar einnar úr Menntaskólan- um á ísafirði sem talaði af stakri umhyggju um innihald málsins og þátt þess í tjáningunni. Um það þarf líklega ekki að munn- höggvast um að málstefnan var um flcst góð og gild en um eitt vil ég biðja þann drottin sem ruglaði tungumálunum við turn- inn hér um árið og það er þetta: gefðu að þetta verði ekki aðeins enn ein mal-stefnan heldur samkoma sem einhver meining var með í upphafi og sem e.t.v. verður tl þess að vekja okkur sem mælum á íslenska nútímatungu til vitundar um stöðu okkar gagnvart móðurmálinu: erum það við sem tölum það, eða talar þaö okkur? Yfirlýst markmið ráðstefn- unnar var að hjálpa íslenska málkerfinu úr þeim kröggum sem það mun vera komið í og ógöngurnar fara víst versnandi ef marka má ummæli sem hrotið hafa úr herbúðum Málvinafé- lagsins. En auðvitað er hér alvar- legt mál á ferð og óþarfi að gera lítið úr þeim brösum sem málið á í með notendur sína. Hitt tel ég aftur á móti óheppilegt að láta umræðuna snúast um svo af- mörkuð atriði sem framburð eða afbrigði af honum, þágufellsku, notkun greinis — eða hvað það nú mætti vera, heldur finnst mér einhvernveginn alveg nauðsyn- legt að taka fyrir þann alltum- lykjandi vanda sem í mínum huga er málinu mestur fótafjötra og blasir beinlínis við allra aug- um eða herjar réttara sagt á þjóðareyrað dag hvern; þetta er auðvitað hið illskeytta náttúru- leysi sem sækir á talfæri manna og leggst ennfremur á málstöðv- ar heilans og veldur þar miklu og sorglegu getuleysi ítt tjáning- ar. Fólk verður af þessum kvilla illa talandi, það tafsar, hummar og hóstar svo samhengið í því sem það ætlar að segja ýmist gufar upp eða kemur aldrei fram. Af þessu getur vitaskuld orðið hin undarlegasta flækja sem annaðhvort er ógjörningur að skilja eða auðvelt að misskilja. Þeir sem hlusta á fjölmiðla — og það eru nú sjálfsagt flestir — ættu að hafa orðið óþyrmilega varir við þetta. Maður fær það satt að segja á tilfinninguna að það sé ekki nema einn og einn íslendingur sem er sæmilega talandi; að minnsta kosti tala þessir vei máli förnu ekki mikið opinberlega. Hver ætli geti verið skýringin á þessum fjanda? Tja mér segir svo hugur um að menn komist hreinlega í uppnám ef þeir þurfa að tala fyrir fleiri en fimm og allt sem þeir segja sé sagt í slíku óðafári að úr verður einhver óskiljanleg súpa. Og hvernig stendur svo á þessu ægilega felmtri góðir fslending- ar? Jú tilhugsunin um að þurfa að sitja undir fussum og sveium Málvinanna veldur tímabundinni lömun í talfærunum og allt sem viðkomandi hefði getað sagt svo fallega verður ekkert nema hnoð. 'Málvinafélagið virðist helst vilja gera fólk að þrælum málfræðinn- ar og særir þannig svöðusári — ef ekki til ólífs — þá getu og það þor sem menn hafa til að tjá sig óþvingað. Og stamið og fumið á líka að miklu leyti rætur sínar að rekja til þeirra kennsluhátta sem eru viðhafðir í íslenskutímum í gjörvöllu skólakerfinu og byggja að stórum hluta á staðreyndum málfræðinnar. Nemendur eru ekki uppfræddir um dásemdir þess að geta komið fíá sér á skiljanlegu máli því sem býr í fylgsnum hugans — hvað þá að þeir séu þjálfaðir í aðferðum sem gera það kleift; Því miður. Þó eru nú sem betur fer til heiðarlegar undantekningar frá þessari óg- urlegu staðreynd en þær virðast hvað sem öllum málstefnum líð- ur komnar undir áhuga og nennu íslenskukennarans; þó þykist ég hafa um það skjalfestan grun að í aðalnámsskrá grunnskóla fyrir móðurmál sé að finna ýmis fögur fyrirheit um kennslu í okkar ást- kæra ylhýra máli. Um hitt hef ég hinsvegar illan grun að ekki sé allt hið fagra tekið til kennslu og er ég hreint óforbetranlegur áhugamaður um að fá úr því skorið hvers vegna svo sé — ef svo er. Égyrði eilíflega þakklátur þeim sem gæti leitt mig í ein- hvern sannleika um þetta. „Hið fagra“ sem ég á við hér er t.d. tal sem samkvæmt námsskránni er „munnleg tjáning þar sem notkun máls er einráð. Tal er í senr. meginþáttur málnotkunar og liggur til grundvallar meðferð þess (svo) í riti. Aðalmarkmið talþjálfunar er að auka hæfni nemenda til að tjá sig frjálslega og markvisst í samtali og um- ræðum. Nátengd talþjálfun er framsögn: skýr og áheyrileg notkun máls í upplestri og sam- felldri ræðu.“ Er kennt tal í grunnskólum landsins eða á öðr- um skólastigum? Eða upplestur? Er fólki kennt að hlusta, látið hafa svokallaðar hlustunaræf- ingar (menn hafa nú einu sinni tvö eyru en bara einn munn!)? Er nemendum kennt að anda þannig að málhljóðin líði sem liðugast úr barka þeirra? Eða að slaka á? Fá þeir tilsögn í leik- rænni tjáningu og upplestri eða taka þátt í umræðum? Og ef eitthvað af þessu er kennt ein- hversstaðar uppí hvaða bekk er það þá kennt? Og jafnframt: ef þetta er nú allt á stundatöflum skólanna hvernig stendur þá á þessu munnlega náttúruleysi þjóðarinnar? Um það er ég hjartanlega sammála Sverri Hermannssyni að auka beri veg og virðingu framsagnarkennslu þarsem fólki er kennt að flytja mál sitt skýrt og sköruglega. Hinsvegar fyndist mér ástæða til að leggja sýnu meiri rækt við tón og áherslu setninga en þá talfæraleikfimi sem þjóðin hefur mátt horfa uppá í sjónvarpinu undanfarna mánuði; við verðum að ganga útfrá því sem vísu að Meðalís- lendingurinn kunni að mynda málhljóðin sín — talfærin hans kunna það að minnsta kosti en spurningin er hvort málflutning- urinn fær að njóta sín í fjöl- breyttum tónsveiflum og áhersl- um eða hvort hann koðnar niðri eitthvert illskiljanlegt muldur sem enginn nennir að hlusta á. Það er sorglegt til þess að hugsa, hve margir þeirra sem starfs síns vegna þurfa oft að tala fyrir alþjóð eru miklir tuldrarar og hreint og beint leiðinlegir mál- flytjendur. Það eru varla aðrir en leikarar eða þeir sem sérstak- lega geta lært að flytja og segja fram mál sem stórslysalaust geta komið út úr sér óbrjálaðri setn- ingu. Eru þá talendur allir runnir af hinni breiðu braut tungunnar? Hví er svo erfitt að sveifla tóni og áherslum málsins svo sem góður skylmingamaður sveiflar korða sínum? Þetta er eitt; annað mál er hvort menn hafa eitthvað að segja eður ei, hversu skýrmæltir sem þeir annars kunna að vera. Hvernig er málkennd þeirra? Finnst þeim taka því að raða setningunum uppí skiljanlega röð og velja heppileg — að ekki sé talað um óvænt og skemmtileg orð? Er hugsun þeirra nógu skýr til að málið verði auðskilið og snurðulaust? Og svo framvegis. Hvernig mætti stuðla að því að svör við öllum þessum spurning- um yrðu jákvæð? Það geta sjálf- sagt allir ímyndað sér hverju ég svara því, nefnilega: með því að þjálfa nemendur í skólum í meðferð málsins, láta þá taka sér það í munn eða drjúpa úr penn- um sínum og leyfa þeirra máli að njóta sín í stað þess að vera sífellt að klifa á þrítugum hamr- inum og öðrum málflækjum frá horfinni gullöld (sem sjálfsagt hefur aldrei verið nein gullöld). Og þeir sem ekki eru skólanemar ættu hreinlega að leggjast í bókalestur ef þeir vilja bæta málfarið hjá sér og lesa þá helst allar mögulegar bókmenntir sem rúmast milli fornritanna og DV. Það gæti verið ágætis tilbreyting frá því að vinna sig í hel. Máltil- finning er nokkuð sem má öðlast með æfingu en skilyrði er nátt- úrulega að fólk sé í stöðugri snertingu við hið lifandi mál — allar hliðar þess. Þar fyrir utan verður fólk að fá að vera í friði fyrir málfræðistöglurum. Við erum engu bættari með taumlausa málvöndun og ég held satt að segja að það sé beinlínis rangt að vera sífellt að hafa vit fyrir talendum íslenskrar tungu; það er auðvitað full ástæða til að vera á varðbergi gagnvart offlæði erlendra áhrifa á orða- forða og byggingu málsins. En það verður enginn betur mæltur á íslensku þótt alltaf sé verið að juðast í honum útaf frávikum frá ströngustu reglum málsins; það verður að fá að njóta sín sem lifandi þjóðtunga í munni þjóð- arinnar — en hún verður þá umfram allt að fá frið til að koma því útúr sér, frið til að tala. Menn eru orðnir leiðir á að láta Málvinafélagið vera að ráðskast með tungutak sitt; Þjóðin er þrjósk — stöðug umvöndun gæti fyrirvaralaust leitt af sér and- stöðu sína ... Höfundurinn hefur lokið prófi frá málvísindum frá Oslóarháskóla og stundar nú íslenzkunám við Háskóla íslands. U R I N U H O R Hver áhugahópur sinn fjölmiðil inhveiju sinni sem oftar —* ?4tUu! Við Kári Isíeio I ^ J °S Steinn Steinarr 1* saman yfír kaffíbollum á Hressingarskálanum. Þetta var á stríðsárunum. Steinn sagði margt að vanda. Þetta er mér minnisstætt: Mikið öfunda ég ykkur af því að vera ritstjórar. Eiginlega þyrfti hver maður að eiga sitt eigið málgagn. Helst dagblað. ÁRAMÓTASTÖKUR Síðustu mínútu gamla ársins, þegar ég var loks búinn að komast í gegnum öll blöðin, sem höfðu safn- ast fyrir og mest aðkallandi bækum- ar og fannst ég geta með góðri samvisku hallað mér undir tóna ára- mótahringingarinnar, þá liðu þessar rímuðu hendingar um huga minn og voru þegar settar á blað: Ósköp finnst mér allt íþessum heimi öðruvísi en ætti að vera, en ekkert er við þviaðgera. Segja má að þetta sé ritað ósjálf- t s.„- i_j:____—e i- ri^. rauri uuníii og dnan2v.su 1 nuii* Eig sé líka strax, þegar ég fer að vélrita, að hér segi ég meira en ég vil standa við. Orðið „allt" er þama rímsins vegna og stuðlanna. Það er síðasta Ijóðlínan, sem segir hug aldraðs manns, sem á við ofúrefli að etja. En það hefur raunar aldrei staðið til að einn maður bjargi heiminum heldur að sérhver geti fundið sér stað í jákvæðri fylkingu. Um þessa tilfínningu skal ég ekki fjölyrða. En þótt síðari vísumar, sem þama urðu til séu síður en svo skárri en hinar, er best að þær komi héma líka: Ætti égkannski ekkert að vera aðyrkja um þetta, ieggja á bekk minn lúinn kroppiun, lífs frá bulli þreyttur sloppipn? Eins og draugur upp égrís frá æðardúni, rnaðurnýrá nýársmorgni. Nú skal ég byrja á Mínu homi. Eins og sjá má er einum bókstaf ofaukið í þriðju línunni, ef reglum rímsins er fylgt, en samkvæmt fram- Fjölmiðlatíð Jólin eru liðin. Á fyrsta virka deginum koma menn úr faðmi fjöl- skyldunnar, þeir sem eru svo láns- amir að geta tekið svo til orða, á fúnd annarra manna. Bókasafn Kópavogs er nágranni minn og þangað kem ég flesta daga. Ég hef nógan tíma, handhægt að sitja um nýju bækumar, þegar þær koma til útláns. Svo er spurt: Hvemig fannst þér þessi, og þessi? Efnið í útvarpi og sjónvarpi er vegið og metið. Hvemig þótti þér Steinunn og bleiku slaufumar hennar í jólaleikritinu? Eitthvað verður maður að segja. Það kemur upp í manni uppreisn- arstrákurinn. Við, sem berum þann smekklega titil að heita karlrembu- svín, segjum stundum um ungar skáldkonur, sem ritdómaramir eru góðir við, að þær njóti þess að þær beri enn sinn kvenlega yndisþokka, séu laglegar. Flestar eru það. Við eldra fólkið þekkjum það, að hljóðið VIII oCUUUÚm oreycuSí., pegai V1.1....1 - ar skáldkonur fara að eldast. Þó þær skrifí jafnvel betri bækur en þær yngri, bæði vegna reynslu sinnar og upprunalegra gáfna, vilja þær gleymast fyrr en kallamir jafnaldrar þeirra. Svona hefur þetta verið og gerir þær stundum bitrar og harðar. Ekki má skilja orð mín svo að þau eigi sérstaklega við Steinunni Sig- urðardóttur. Síður en svo. Hún er enn ung, og fær, eins og jafnaldrar hennar, enn að njóta blóma aldurs síns, vonandi á öllum sviðum, eins og sjálfsagt er. Því ræður tilviljun að þetta efni ber hér á góma nú. J ÓLALEIKRITIÐ Jólaleikritið var mér ekki að öllu leyti að skapi. Kannski er það þó spegill dagsins, íslensk fréttamynd úr nútímanum, tök skáldsins fremur háð tísku en listrænni nostursemi. En hvað manni líkar og líkar ekki er smekksatriði, hef ekki tök á því að rökstyðja álit mitt. Ég hlýt að minnast annars sjónvarpsleikrits nnn>« HoA Viaitir T .{Irom. ciwi sasiiti uvíuuut legt samband í Vesturbænum. Það fannst mér mjög vel gert, skáldleg mynd, nútíðarleg sálarlýsing, ný- stárlega framsett. Myndin núna um jólin hafði ýmsa kosti hinnar fyrri. En mikið fannst mér á það skorta að hún stæði henni jafnfætis í því sem máli skiptir. Verður vonandi betra næst. En það er aldrei sanngjamt að bera saman tvö verk eftir sama skáld, ekki heldur rétt að mæla eitt skáld við annað. Við eigum að meta hvert einstakt verk og sérhvem lista- mann, einstaklingar einstakling eftir eigin viti og tilfinningu. Ég minni að lokum á upphaf þessarar greinar. Er nóg að vera ritstjóri eða eigandi einhvers fjölmið- ils til þess að geta ráðið orði sínu og öllu lífí? Getur maður þá haft þau áhrif sem maður vill? Svar mitt er nei. Ræðum það síðar. JÓNÚRVÖR 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.