Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1986, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1986, Síða 6
kvæm, eins og eggjaskum, sem gat auðveld- lega eyðilagst, en að hún var líka þúsund sinnum fallegri en maður hafði áður gert sér í hugarlund, eins falleg og Qóla. Það var ekki nein nákvæm geimskýrsla sem var arður þeirra milljarða rúblna sem ferðin hafði kostað. Það var meira en svo. Það voru orð heiðhvolfafara um blóm sem fengu geimfarann í honum örstutta stund til að gleyma því að hann var tæknimaður, vélmenni, og orðinn ljóðrænn. II Með ferð sinni uppfyllti Jurij Alexevitj Gagarín flugdraum hvers hugmyndaflugríks bams, þar sem að mannveran í bemsku sinni var ekki bara hellaleitari, sem dreymdi um að finna fólgna ijársjóði grafna í jörðu, heldur ímyndaði sér sig einnig vera öm sem sveif hátt uppi á himninum. Alveg eins og falldraumurinn var ógn næturinnar var flugdraumurinn förunautur dagsins: Loftið var vökvi draumsins. Snemma á ævinni hafði ég ímyndað mér að það væri hægt að breyta um stefnu eins og búmerang í miðju hoppi. Ég reyndi það oft, án þess að mér heppnaðist. En ég varð aldrei viss um að ekki yrði hægt að gera það einhvem tíma. Við tilraunir mínar að komast frá jörðinni reyndi ég að læra af fuglunum, en þeir vildu ekki miðla af kunnáttu sinni. Krákumar og dvergkrákumar, sem flugu tiln æturkvis- tanna sinna á sama tíma á hveiju kvöldi, voru alitaf í hóp. Hinar snöggu dillandi skötur sýndu sig næstum því aldrei nema tvær og tvær saman. Á köldum haustnóttum vöktu fuglamir sérstaklega öfund mína. Þeir afhjúpuðust á leyndardómsfullan hátt við loftið sem bar þá hvert sem þeir vildu. Stundum tókst mér að skjóta einstaka kráku. En þegar hún lá dauð á jörðinni ljóstraði hún ekki upp um neitt annað en að hún gæti verið grálúsug. Á meðan hún flaug hafði hún verið ævintýri líkust. Fyrsta flugtilraun mín bar ekki bara vott um löngun mína að komast á burt, löngun til að sigra aðdráttaraflið, ósk um að vinna á seigum skilyrðum lífs á jörðu, hún var þar að auki upphækkun sem átti að bæta mér upp aðrar ófarir. Ég hef líklega verið tóif ára gamall. Það var samskonar flug- draumur og hjá Gagarín, það var bara það að hann uppfyllti sinn og mér mistókst. Það var um harðan vetur. Loftið var brennisteinsgult á litinn og sólin skein dauft morguninn sem ég ætlaði að gera flugdraum minn að veruleika. Farartækið mitt hafði ég sjálfur orðið að gera og var flugvélin búin til úr löngum trélistum og strigapokum. Ég hafði smíðað það í vagnskylinu sem var bæði verkstæðið mitt og flugskýli. Vegna k.uldans í skýlinu varð ég loppinn á höndunum og varð að flýja við og við inn í ijósið til að hita mér. Beljumar stóðu í básunum og gláptu aulalega. Á þessum tíma gat ég ekki hugsað mér neitt silalegra og vitlausara en belju, hún var mér heimskan uppmáluð. Þetta einfalda höfuð, þessi glans- andi og glápandi augu, þessir hárlausu hæklar með mykjuskán, þetta júgur með gulleitum spenum sem þakið var vörtum, þetta tilbreytingarlausa jórtrandi á því sem áður hafði verið étið og síðan komið upp myndaði heild. Rykmýið, efst uppi við halann á beljunni, var miklu meira spennandi. Þessar litlu flugur gátu að minnsta kosti hlaupið til hliðar. Næstum því öll önnur dýr gátu ein- .hvem tíma tekið hliðarspor að gamni sínu en aldrei belja. Hún stóð þama bara eins og staur. Ég hafði allan tímann gert mér grein fyrir því ef ég hugsaði skynsamlega, að flugvélin mín væri ekki alveg áreiðanleg. Hún myndi bara geta flutt mig út í geiminn vegna sterkrar trúar. Ef ég gæti einbeitt mér nógu vel á þeirri stundu sem ég hóf flugið myndi allt koma af sjálfu sér. Ég myndi verða að fljúgandi dreka. Ég myndi svífa, fara þangað sem ég vildi, lenda þar sem mér best hagaði. Sá sem vildi að sér heppnaðist með eitthvað stórt á ævinni varð að hafa markmið og trúa síðan algjör- lega á verkefnið sitt. Frægðin myndi koma í ofanálag. Ég vissi að ég myndi drepa alla úr hræðslu sem sæju mig koma í frjálsu flugi hátt upp í loftinu. Alhr myndu líka dást að mér. Eng- inn hafði haldið að ég gæti gert þetta. Daginn áður borðaði ég ekkert. Ég lét það vera til þess að róa taugamar, vitandi það að áætlun mín krafðist fómfæringar. Það var enginn sem lét það á sig fá. Maður hélt bara að ég væri lasinn og lét mig vera í friði. Árla morguns, áður en sólin hafði gengið almennilega upp yfir sveitina okkar, læddist ég út í vagnskýlið og náði í farartækið mitt úr strigapokum og trélistum. Ég bar það upp stigann upp á hlöðuloftið, þar sem ég dró það út á hallandi þak. Þegar ég sá hyldýpið fyrir neðan mig greip mig augnabliks skelfing. En ég vissi um leið, að ef ég leyfði agnarögn af skyn- semi að blandast í áætlun mína færi allt út um þúfur. Ég þétti allar spmngur þar sem skynsemin gæti þrengt sér inn. Fyrir neðan, vinstra megin, stóð birkitré. Hægra megin stóð líka birkitré. Flugtakið og flugið urðu að gerast á milli beggja tijánna svo að vængimir flæktust ekki í. Bakvið trén og hátt uppi á himninum höfðu nokkur ský, sem virtust hafa orðið eftir frá deginum áður, þyrpst saman. Eitt ský, sem var í laginu eins og Svíþjóð, sveif fram- hjá rétt í þessu. Með handleggina í sylgjunum með reim- amar fastbundnar við flugvélina, stóð ég stundarkom hreyfíngarlaus, til þess að komast í algert jafnvægi. Ég fyllti mig sannfæringu og trú. Ég vatt trú minni í hnykil í bijósti mér, svo hart að það var eins og bolti væri þar inni. Á þessari stundu vissi ég að enginn annar í heiminum væri þess megnugur að framkvæma það sem ég ætlaði að gera. Og af hveiju skyldi sá eini, sem gæti gert það ekki vera einmitt ég? Svo lyfti ég vængjum vélarinnar. Ég kastaði mér út fyrir. Það var eins og eitt- hvað hætti að vera til. Það var eitthvað sem beið mín. Ég vissi hvað það var. Það var geimurinn sem beið. Það var þá sem það gerðist. Vængir strigapokavélarinnar skullu saman bakvið mig eins og fiðrildisvængir. Ég heyrði brakið í paksónunum. Jörðin kom þjótandi á móti mér. Mig grunaði innst inni að það væri jörðin sem kom þjótandi á móti mér í stað- inn fyrir að ég kastaðist á ofsa hraða á móti henni. En í raun og veru kom það út á eitt. Ég hrapaði. Snjórinn hjálpaði til að taka á móti mér. En hann hafði ekki megnað að draga úr falli sálarinnar. Auðmýking ósigursins lak inn í mig eins og gegnum síu. í svíðandi óbeit samviskunnar kenndi ég sjálfum mér um að trú mín hefði ekki verið nógu sterk. Ég hafði ekki trúað nógu mikið á sjálfan mig eða á mitt stórkostlega verkefni. Móðir mín, eða. ef það nú var einhver önnur jarðveranna í fjölskyldunni okkar, kom gangandi og varð vitni að því hvemig ég lá hálfniðurgrafínn í snjóskafl. — Af hveiju hefurðu sprett í sundur strigapokunum? Ég nennti ekki að svara. Hún hlaut hvort sem er að hafa tekið eftir því óvenjulega í því sem hún sá. — Hvað ertu að gera? Ég svaraði ennþá engu. — Komdu inn að borða. Þú átt líka að fara að vinna. Sjóndeildarhringur geimsins hafði skroppið saman á einu augnabliki niður í stærð á við matardisk. Lágkúrulegur heimur jarðarfólksins var tilbúinn að taka á móti mér. Enn einu sinni var ég ávítaður fyrir að hafa skorið strigapokana í sundur. Hugsjónina og þýðingu veruleika flugsins skildi maður alls ekki. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.