Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1986, Qupperneq 11
Rannsóknir
búi afburðamanna
Einstein hefur orðið tákn um full-
komnun og hámark mannlegrar full-
komnunar. Reynt hefur verið að
grafast fyrir um það, hvers vegna
hann var svo snjall með því að rann-
saka heilann úr honum.
telja taugunga og stoðfrumur — rannsökuðu
vísindamennirnir frá Kalifomíu heila Ein-
steins. Þeir virðast þannig hafa talið að
hafi óvenju öflug notkun á einstökum hluta
heila hans átt sér stað er hann glímdi við
stærðfræðileg viðfangsefni kynni það að
hafa orsakað hlutfallslega fjölgfun á stoð-
frumum í þessum sama hluta heilans.
Vísindamönnunum var kunnugt um að
Einstein hefði eitt sinn látið svo um mælt
að fijó hugsun væri „sprottin af samspili
tákna og mismunandi ljósra svipmynda".
Því óskuðu vísindamennimir eftir sýnum úr
hægra og vinstra hveli heila hans frá svæð-
um sem nefnast „9“ og „39“ en þessi heila-
svæði töldu þeir að kynnu að eiga þátt í
sh'ku samspili.
Þeim komust að þeirri niðurstöðu að í
svæði 39 í vinstra heilahveli Einsteins hefðu
verið allmiklu fleiri stoðfmmur á hvem
taugung en var að fínna á sömu svæðum í
öðrum heilasýnum sem þeir höfðu til saman-
burðar, en þau vom úr fólki sem ekki var
vitað til að hefði verið gætt sérstökum
hæfileikum. Þetta gaf þá vísbendingu að
taugungana, sem næstir vom og störfuðu
af sama krafti og ætla mátti að þeir gerðu
á þessu svæði í heila Einsteins, skorti þá
aðstoð við efnaskipti sem stoðfmmumar létu
í té.
Fyrirbærið Snilld
ErFlókið
Engu að síður leiðir rannsóknin af sér
vandamál sem em svo erfíð viðfangs að
þörf er fyllstu aðgátar þegar niðurstöðumar
skulu túlkaðar. Þannig hefðu niðurstöðumar
t.d. verið áreiðanlegri hefðu svæði í heila
Einsteins, sem vom ekki talin eiga þátt í
Eftir Walter Reich
Æðri andlegum athöfnum, ekki verið frá-
bmgðin sömu svæðum í þeim heilum sem
hafðir vom til smanburðar en þeir vom úr
sjúklingum á sjúkrahúsi á vegum stofnunar
þeirrar í Bandaríkjunum er annast þjónustu
við uppgjafahermenn. Ekkert lá fýrir um
sjúkrasögu þeirra sjúklinga, andlegt heil-
brigði eða næringargildi þeirrar fæðu sem
þeir höfðu tekið til sín á lífsleiðinni. Þó em
þeitta atriði sem hefði mátt rekja niðurstöð-
urnar til — a.m.k. hefðu þau getað haft á
þær áhrif.
Þessir aðferðafræðilegu erfiðleikar hafa,
auk annarra atriða sem sum hver vom vís-
indamönnunum óviðráðanleg, orðið til þess
að ýmsir aðrir sérfræðingar í líffærafræði
taugakerfisins hafa tekið þá stefnu að fresta
því að leggja dóm á niðurstöður Einstein-
rannsóknarinnar. Þá er þess að geta að
málið er þess eðlis að erfitt er að setja
rannsóknunum ákveðna forsendu. Áhætta
er í því fólgin að bera saman heila í rottu
sem hefur verið höfð í örvandi umhverfi og
heila snillings í stærðfræði. Fyrirbærið
snilld, hversu sérhæft sem svið hennar er,
hlýtur að vera afar flókið í eðli sínu. Þar
koma ekki einungis til greina vitsmunalegir
hæfíleikar heldur margvíslegir andlegir
hæfileikar aðrir. Snilld er því alveg áreiðan-
lega afleiðing af samverkun margra svæða
í heilanum. Að ætla sér að leita skýringar-
innar með því að athuga aðeins þetta eða
hitt svæði þessa líffæris, eða jafnvel að taka
sér það fyrir hendur að reyna að rekja svo
þokukennd einkenni sem „samspil tákna og
mismunandi ljósra svipmynda" til þess, er
fráleitt og í andstöðu við það litla sem við
emm fær um að gizka á varðandi það
hvemig maðurinn hugsar, og þar em sér-
stakir hæfíleikamenn ekki undanskildir.
Þegar hafðar em í huga hinar tímalegu
og huglægu hindranir sem standa í vegi
sérhvers vísindamanns er gerir tilraun til
þess að finna líffræðilega orsök snilldar,
hvemig stendur þá á því að vísindamenn
hverrar kynslóðarinnar af annarri em að
fást við þetta viðfangsefni?
í fyrsta lagi þá hlýtur hugsanleg niður-
staða að vera mjög eftirsóknarverð og enda
þótt fyrirbærið snilld sé flókið þá er sú til-
hugsun að unnt sé að afmarka það og skoða
það í hnotskurn svo heillandi að ýmsir sér-
fræðingar í líffræði taugakerfisins munu
eflaust halda slíkum tilraunum áfram um
ókomna tíð, ekki sízt þeir sem hafa tækifæri
til að rannsaka heila úr heimsfrægum snill-
ingi sem nýtur viðurkenningar um allan
heim.
Venjuleg Mannleg Greind
ErMerkileg
Mikilvægari kynni þó sú ástæða að vera
er lýtur að almennu áliti á snilld sem slíkri.
Að mati vísindamanna sem annarra er sönn
snilld svo fátíð, svo merkileg og svo fjarlæg
skilningi þorra manna að sá sem henni er
gæddur hlýtur að vera öðmm mönnum frá-
bmgðinn í aðalatriðum, þannig að t.d.
mætti ætla að heili hans væri samansettur
með öðmm hætti en heiiinn í venjulegu fólki.
Eða liggur ekki beinast við að meta þannig
fólk sem skilur það sem öðmm er hulið?
Fólk á borð við Newton sem gerði sér grein
fyrir eðli hluta, Darwins sem gerði sér grein
fyrir eðli eðlisins, eða Shakespeare sem
gerði sér grein fyrir því hvemig ætti að
breyta hlutum, eðli og mannsandanum í orð
sem ná til okkar og breyta lífi okkar og
hugsun.
Menn hafa rannsakað
af mikilli nákvæmni
heila Einsteins, Len-
ins og fleiri manna,
sem taldir voru búa
yfir óvenjulegum gáf-
um — en spurningin
er, hvort það hefur
verið ómaksins virði.
Heili Lenins var skorinn niður í 34
þúsund sneiðar og Sovétstjórnin fól
vísindamanni að rannsaka hann og
helzt átti hann að komast að upp-
sprettu hinnar pólitísku og heim-
spekilegu snilldar Lenins.
Frá sjónarmiði sérfræðings í líffræði
taugakerfísins kynni nú að vera rökrétt að
halda áfram þessari líkingu og gera hana
raunvemlega með því að leita að rót snilldar-
innar í heila sem væri þannig frábmgðinn
venjulegum heilum. Slíkt væri skiljanlegt
og gæti jafnvel reynzt rétt ákvörðun. Ef til
vill hafa vísindamennirnir í Kalifomíu ein-
mitt fundið svæði í heila Einsteins sem skýrt
getur snilld hans — fyrir heppni eða fyrir
frábært innsæi.
En jafnvel þótt vísindamönnunum hafí
tekizt þetta þá er nauðsynlegt að hafa í
huga að enda þótt snilld Einsteins hafí verið
mikil þá vom þeir hæfileikar hans sem gerðu
hann líkan öðm fólki fleiri og meiri en þeir
hæfíleikar sem gerðu hann frábrugðinn
því. Venjuleg mannleg greind og hæfileikar
em nefnilega þrátt fyrir allt svo merkileg
fyrirbæri í sjálfum sér. Þótt gumað hafí
verið af því nýlega að tekizt hafi að þjálfa
nokkra apa í meðferð tákna er vert að
minnast þess að bilið milli mannsins og
annarrar skepnu er afar breitt. Það er
reginmunur á hæfíleika apa til að gera sig
skiljanlega og hæfni mannsins til að kunna
orð, mæla þau af munni fram og skrifa þau
— og sá reginmunur er óendanlega miklu
meiri en munurinn á þeim sem eiga tungu-
mál og þeim sem kunna að beita því eins
og Shakespeare. Sá mismunur sem síðar-
nefnda dæmið er tekið um er að vísu mikill
en þó er þar aðeins um að ræða mismunandi
leikni, þ.e. stigsmun en ekki eðlismun.
Það er hugsanlegt að einhvemtíma verði
úr því skorið hvort heili snillinga sé í raun-
inni fullkomnari en heilinn í venjulegu fólki,
en vitneskjan um það hvort hann er full-
komnari og þá á hvern hátt hann er það
fæst sennilega ekki með því að búta niður
fleiri heila og telja í þeim frumumar. Unz
fundnar verða árangursríkari aðferðir til að
rannsaka heila og snilld en vísindamenn
hafa nú á færi sínu væri kannski ráð að láta
sér nægja að dást að þeim snillingum sem
eiga það skilið og sýna þeim þá virðingu
að láta heila þeirra í friði eftir andlátið.
LESBÓK MORGUNBLAOSINS 1. MARZ 1986