Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1986, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1986, Síða 12
T SELLÓSNILLINGURINN JANOS STARKER Ihugum tónlistarunnenda á Vesturlöndum skipar sellóleikarinn Janos Starker alveg sérstakan sess sem einstakur meistari í næmri og hárfínni túlkun jafnt klassískra verka og samtíma tónlistar. Máls- metandi gagnrýnendur grípa oft til orðalags eins og þýður, fágaður leikur, glæsileg, tignarleg túlkun, rismikill flutningur. Raunar má segja, að þessi lýsingarorð eigi engu síður við sjálfa persónu Starkers, við framkomu hans og yfírbragð: Þegar Janos Starker birtist á sjónarsviðinu, taka menn vissulega Hann er einn fremsti cellóleikari heimsins um þessar mundir, Ungverji að uppruna, býr í Bandaríkjunum og leikur um allan heim. Hann er væntan- legur til íslands, leikur með Tónlistarfélaginu 4. marz og þann 6. marz með Sinfóníu- hljómsveit íslands í Háskólabíói. eftir honum. Enda þótt að hann geti naum- ast talizt meðalmaður á hæð, kemur hann mönnum þó gjaman fyrir sjónir eins og væri hann höfðinu hærri en aðrir viðstaddir: Skínandi skallinn, skarpir drættimir í andliti hans, stálblá augun, óvenju há kinnbein og festuleg hakan með djúpu skarði — þessi atriði í yfirbragði Starkers gera það að verkum, að hann minnir einna helst á mongólskan herkonungtil foma. Það er engin hætta á, að hann líði mönn- um fljótt úr minni. Ungverskt Undrabarn Janos Starker er fæddur í Búdapest árið 1924. Foreldrar hans, sem bæði voru afar músíkölsk og auk þess vel efnum búin, létu soninn hefja tónlistamám, þegar hann var aðeins sex ára. Hann tók afar skjótum framförum og þótti reglulegt undrabam tíu ára að aldri; kom hann nokkrum sinnum fram opinberlega í heimaborg sinni, en var annars við nám í Franz Lizst-Tónlistaraka- demíunni í Búdapest fram til fjórtán ára aldurs. Það ár þreytti hann frumraun sína sem einleikari í sellókonsert Dvoráks og hlaut einstaklega lofsamlega dóma fyrir frammistöðu sína. Heimsstyrjöldin síðari skail á 1939, og Ungverjaland hlaut brátt að dragast inn í þann mikla hildarleik, og eins og annars staðar í Evrópu fékk ungverskur almenning- ur um annað að hugsa en listir og menning- armál. 1940 hafði Janos Starker ráðist til Philharmoníu- og Ópemhljómsveitarinnar í Búdapest sem fyrsti sellóleikari og gegndi þeim starfa fram til 1945. Við lok heims- styrjaldarinnar var einnig lokið vissum kafla í menningarsögu álfunnar, einkum í Mið- og Austur-Evrópu samfara valdatöku kommúnista. Þær gífurlegu þjóðfélagslegu breytingar og harðstjóm, sem brátt fylgdi í kjölfarið, vom hinum 21 árs gamla Starker ekki beinlínis að skapi, fremur en flestum öðmm Ungveijum. Hann sagði starfí sínu lausu hjá hljómsveitinni og hafði jafnframt í huga að leita eitthvað vestur á bóginn jafnskjótt og tækifæri byðist. Um tíma hafði hann góðar vonir um að komast að við Fíl- harmóníuna í Vínarborg, en þegar ekkert varð þó af ráðningu þar, hélt hann til Sviss og tók þátt í hinni alþjóðlegu samkeppni sellóleikara í Genf. Hann hlaut bronsverð- launin í þeirri keppni og komst svo „einhvem veginn" þaðan til Frakklands. Næstu tvö árin bjó hann svo í Frakklandi og komst að raun um að það var engum vandkvæðum bundið fyrir sellóleikara á borð við Starker að fá tækifæri til tónleikahalds í Vestur- Evrópu. Það sem aftur á móti reyndist honum mikill fjötur um fót, var að hann hafði ungverskt vegabréf, sem ekki var vel séð, eftir að föðurland hans hafði verið innlimað í blokk kommúnistaríkjanna í Austur-Evrópu. VesturUmHaf „Eg tók loks þá ákvörðun að koma ekki fram sem einleikari aftur, fyrr en ég væri orðinn bandarískur ríkisborgari," segir Star- ker. Honum reiknaðist svo til, að það mundi taka hann sex ár frá því að kæmi til Banda- ríkjanna — en það var árið 1948 — og það lét líka nærri. Þegar hann kom til Bandaríkjanna, urðu tveir landar hans, sem þá voru orðnir þekkt- ir menn þar vestra, til að veita honum ómet- anlega aðstoð: Antal Dorati, er hafði með höndum stjóm Symfóníuhljómsveitar Dall- asborgar, bauð Starker að gerast fyrsti sellóieikari hljómsveitarinnar. Skömmu síð- ar bað Fritz Reiner hann um að verða leið- andi sellóleikara við hljómsveit Metropolit- an-óperunnar í New York, og Starker lék undir hans stjóm í fjögur ár. Enda þótt hann dáði mjög hinn mikilhæfa stjómanda, Reiner, þá féll honum samt ekki alls kostar við þá einhæfu tónlistarhefð, sem einkennir ópemmúsík, og honum fannst hann aðeins geta umborið starf sitt við Metropolitan- ópemna til lengdar með því að þurrka gjör- samlega út úr huga sér þá tóniist, sem hann varð að leika þar. Það urðu mikil umskipti til hins betra, þegar Fritz Reiner var ráðinn stjórnandi Symfóníuhljómsveitar Chicago-borgar og bauð Janos Starker árið 1953 að verða fyrsti sellóleikari þeirrar hljómsveitar: „Það var ein sú mesta unun, sem ég hef notið á ævinni að fá að leika undir stjórn Reiners," segir Starker — og svo iitið sé á hina hagnýtu hlið — „ég held, að á þeim tíma hafí ég verið hæstlaunaði sellóleikarinn í Bandaríkjunum." Uppreisnin í Ungverjalandi Þegar hér var komið sögu, virtist sam- kvæmt áætlun Starkers ekki ýkja langt í það, að hann gæti tekið upp feril sinn sem einleikari á selló á nýjan leik eftir að hafa Með vini sínum og starfsbróður, Josef Gingold, „merkasta núlifandi fiðlukennaran- um.“ Á notalegri stund með konu sinni, Rae og stjúpdóttur, Gwen á heimili fjölskyldunn- ar í Bloomington.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.