Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1986, Qupperneq 2
A US T A N U M > H E I Ð I
KirkjaOg Skóli
Þegar svipazt er um eftir þeim verkmönn-
um, er öðrum fremur annast framangreint
uppeldi, verður skólinn að öllu sjálfráðu
hendi næst. Innan hans kennir raunar
margra grasa. Framhaldsnám allt einkenn-
ist í sívaxandi mæli af þeirri sundurgrein-
ingu, sem öldin hefur af sér fætt. Grunnskól-
inn er hins vegar vettvangur samræmdrar
uppeldisstarfsemi, sem ætluð er öllum lands-
mönnum á bamsaldri. Auðvelt er að færa
rök fyrir því, að engin stofnun fari með
meiri ábyrgð en grunnskólinn.
En hér koma fleiri við sögu. Kirkjan hefur
hönd á nærfellt öllum bömum á fjórtánda
aldursári. I annan tíma leiðir hún landsmenn
sér við hlið á öllum aldri og af sundurleit-
asta tilefni. Kirkjan er rammi um líf okkar.
Hugmyndalega er hún og sterkari en nokkur
aðili annar. Hið síðast greinda stafar ein-
faldlega af því, að í fáeinum grundvallarat-
riðum veit kirlq'an betur en aðrir, hvað hún
vill.
íslenzkur samnefnari og viðmiðunar-
rammi alþjóðar er að verulegu leyti í höndum
kirkjunnar og grunnskólans. Miklu skiptir,
að samstarf þessara stofnana sé ætíð hið
bezta. Skylt er að benda án afláts á gildi
þess samstarfs. Stundum verða hlutir svo
sjálfsagðir, að þeir gleymast. Þá gleymsku
ber að varast, þegar kirkja og skóli eiga í
hlut.
Helgistaður Allra
ÍSLENDINGA
Þessi grein er skrifuð „austan um heiði".
Til skýringar skal þess getið, að „heiðin"
er Mosfellsheiði, en um hana liggur þjóðleið
milli Þingvalla og Reykjavíkur.
Þegar talað er um fslenzkan samnefnara,
um þjóðaruppeldi, um kirkju og skóla, berst
talið með næsta sjálfsögðum hætti að helgi-
stöðum landsmanna. Þeirra hæst ber Þing-
velli, og er ástæðulaust að rökstyðja þau
ummæli. Lög um Þingvelli við Óxará og
grenndina þar eru reyndar óvenju berorð
umjjetta efni.
A hveiju ári þyrpast skólaböm þúsundum
saman til Þingvalla í fömneyti kennara
sinna. Þar gefst tækifæri til að kynna böm-
unum þann samnefnara, sem hér hefur verið
gerður að umtalsefni. Þegar sleppir orðræð-
um um þjóðarsögu og menningararfleifð,
tekur landið sjálft til máls og talar til gest-
anna.
Aðstaða til þessarar fræðslustarfsemi er
þó misjöfn á Þingvöllum. Þar nýtur eigi
ævinlega þess blíðviðris, sem einkennt hefur
undanfama mánuði. Sjálfur leit ég þennan
helgistað í fyrsta sinni á unga aldri í þoku
og rigningarsudda. Pór ég þaðan litlu nær
í það skipti. Svo er væntanlega fleirum farið.
Nokkuð hefur verið rætt um framtíð
Þingvalla hin síðari misserin. Sú umræða
er þörf, og vonandi verður henni fram haldið
í ýmsum tóntegundum á komandi ámm.
Hér skal þess að sinni getið, að brýnt er
að koma á fót fræðslumiðstöð í nágrenni
þingstaðarins foma. Sú bygging gæti hýst
þau kennslutæki, sem nútímamenn framast
ráða yfir. Væm þau notuð til að gera gestum
grein fyrir sögu þessa staðar og náttúm
hans í ýmsum efnum. Þaðan gengju menn
síðan undir blæ himins, hvort hann nú heldur
væri blíður eða stríður hveiju sinni.
Þessi þjónusta kæmi ekki einungis böm-
um að notum, heldur öllum gestum öðmm.
Auðvelt væri að tengja hana frekari aðstöðu
og athöfnum, sem ekki verða rædd í þesari
grein. Markmiðið væri sú menningarmiðstöð
til þjóðamppeldis, sem eðlilegt er að efla á
Þingvöllum við Öxará.
Höfundur er þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.
Þjóðaruppeldi
Vel má vera, að einhveijum lesenda virðist
yfirskrift þessa greinarkoms í meira lagi
hæpin. Eru ekki hvor tveggja hugtökin, „þjóð“
og „uppeldi“ á svo tæpu vaði í fjölhyggjusam-
félagi nútímans, að þeim verði varla beitt
eftir séra Heimi
Steinsson
„A hveiju ári þyrpast
skólabörn þúsundum
saman til Þingvalla í föru-
neyti kennara sinna. Þar
gefst tækifæri til að kynna
bömunum þann samnefn-
ara, sem hér hefur verið
gerður að umtalsefni. Þeg-
ar sleppir orðræðum um
þjóðarsögu og menning-
ararfleifð, tekur landið
sjálft til máls og talar til
gestanna.“
með marktækum hætti? Sagt er, að þjóðin
sé að leysast upp í sundurleita hópa, sem
arka í ýmsar áttir. Uppeldi sitt á hver og
einn að annast sjálfur að margra dómi. Er
ekki tilgangslítið að tefla fram hugmynd
um einhvers konar samræmt uppeldi al-
þjóðar, þegar svo er komið högum manna.
Ekki skal því neitað, að í fjölmörgum
greinum kynnu slíkar athugasemdir að vera
réttmætar og gagnlegar. Ohófleg samræm-
ing getur reynzt frelsi manna háskaleg. En
frelsið er ekki aðeins forsenda lífs og gró-
andi. Frelsið er lífið sjálft. Frumleg hugsun
fæðist tæpast samkvæmt tilskipunum. Orð
og athafnir ekki heldur.
ÍSLENZKUR SAMNEFNARI
Áður en upp er kveðinn áfellisdómur yfir
hugmynd um þjóðaruppeldi, er þó rétt, að
hver og einn velti fyrir sér þeirri spumingu,
hvort Islendingar ekki eigi fleiri og þýðing-
armeiri verðmæti sameiginleg en nemur
þeim efnum, sem sundra þjóðinni. Svarið
við spumingunni verður vísast í flestum
tilvikum jákvætt, ef menn gefa sér tóm til
að jhuga litróf íslenzkrar menningar.
Önnur spuming: Er ástæða til að varð-
veita hin sameiginlegu verðmæti? Einnig
hér munu menn svara játandi upp til hópa.
Samnefnari, sem allir eiga nokkra hlutdeild
í, er hverri þjóð nauðsyn, ef hún á að halda
áfram að vera þjóð yfírleitt. Einstaklingur
lifir heldur ekki í tómarúmi. Hann er hluti
af þjóðarheild og verður að jafnaði úti á
þeim berangri, sem tekur við honum, þegar
rætur slitna og uppruna týnist. Slíks eru
hryggileg dæmi.
Frelsið sjálft þarfnast viðspymu og ögr-
unar. Að öðrum kosti snýst það upp í sljó-
leika, sem ekkert fæðir af sér, sízt af öllu
líf. Þetta er þversögn, en hún einkennir
reyndar tilveru manna á jörðu í hverju efni.
Samnefnari þjóðar lifir að verulegu leyti
sínu eigin lífi. I raun ætti enginn að hafa
of miklar áhyggjur af honum. Eigi að síður
getur samnefnarinn orðið fyrir þeim áföll-
um, að þjóð stafí hætta af. Einnig getur
hlaupið í hann ofvöxtur. En sú þróun mála
er ekki á dagskrá á íslandi í svip.
Óhjákvæmilegt er, að þjóð láti sér með
nokkrum hætti títt um samnefnara sinn,
að hann hvorki glatist né afskræmist. Þar
kemur til kasta þess þjóðaruppeldis, sem
hér er haft að yfirskrift. Ekki verður undan
því vikizt að ígrunda það uppeldi seint og
snemma. Markmið þess eru til endurskoðun-
ar án afláts. Aðferðimar hið sama. Kjamann
sjálfan, samnefnarann, þarf að gaumgæfa
í sífellu. Höfuðatriði er, að umræða um þjóð-
aruppeldi hljóðni aldrei. Á henni veltur
hollusta okkar við arfleifð feðranna og
ábyrgðin gagnvart hinum, sem erfa munu
þetta gestaherbergi, þegar við erum farin.