Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1986, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1986, Blaðsíða 5
.**"¦ *w ast fyrir tugi milljarða bandaríkjadala á ári hverju. Síðustu fimm árin hefur 3 milljörðum verið varið í n£jar fjárfestingar á þessu sviði ef nahagslífsins. Bernskuskeið líftækniiðnaðarins hefur ekki verið án vaxtarverkja fremur en tölvu- iðnaðurinn á sínum tíma. Fjármagnseigend- ur sem hrifust af líftækni á áttunda áratugn- um og fyrstu árin á hinum níunda komust brátt að því að sem skammtímafjárfesting var líftækni ekki vænlegur kostur með tilliti til arðsins af því að enn mundu líða nokkur ár þar til allar helztu tegundir framleiðsl- unnar kæmust á markað. „Þannig litu fjármagnseigendur á líf- tæknina sem efnilegt hugarfóstur," segir Jennifer Byrne framkvæmdastjóri hjá sjóði einum í Blue Bell, Pennsylvaníu, sem hefur það hlutverk að fjármagna tæknilegar nýj- ungar á sviði læknisfræði. „Á spákaup- mennskumarkaðnum 1982—83 var enginn sem hafði áhuga á krabbameinslækningum en þá fór að birta til á líftæknimarkaði." Stór Fé Lagt Undir Það gefur til kynna hve miklar fram- farirnar hafa orðið í líftækniiðnaði, hvort sem mælikvarðinn er vísindalegur eða við- skiptalegs eðlis, að nýlega festi Bristol- Myers Company, sem er umsvifamikið lyfja- fyrirtæki, kaup á Genetie Systems Corporat- ion, líftæknifyrirtæki einu í Seattle. Kaup- verðið var andvirði 294 milljóna dala í hluta- bréfum í Bristol-Myers. „í líftækniiðnaði" segir Parag Saxena framkvæmdastjori heilsuverndarsjóða hjá Citibank í New York „verða næstu tvö árin afar spennandi." Um leið og liftækniiðnað- urinn kemst á þetta nýja stig komast nokkur sjálfstæð fyrirtæki í forystu, að sögn Saxena og fleiri sérfræðinga, og par á meðal eru Cetus, Genetech (í San Francisco), Biogen (í Cambridge, Massachusettes) og Centocor (íMalvern, Pannsylvaníu). Hvernig Ron Cape og Cetus hefur tekizt að koma ár sinni fyrir borð svo vel sem raun ber vitni er svo önnur saga og hún er um nýja kynslóð frumkvöðla í bandarísku efnahagslífí — líffræðinga sem verða kaup- sýslumenn. . Stundum stendur Ron Cape við gluggann til að fylgjast með því hvenær sólin sígur á bak við hlíðar Marin County. Hann er 53ja ára og lítur út fyrir að vera í mjög góðri lfkamlegri þjálfun og það er hann svo sann- arlega. Hann er mikill skíðamaður og hefur litlu bætt við þyngd sína síðan hann útskrif- aðist frá Princeton 1953, en hann er 170 sm á hæð. Hann útskrifaðist með „summa cum laude" og hlaut gráðu í efnafræði og var efstur í sínum bekk. í Princeton átti hann meira að segja tal við sjálfan Einstein. Á ári hverju ferðast Ron Cape meir en 400 þús. km vegalengd til að taka þátt í fundum, bera vitni fyrir Bandarikjaþingi og halda fyrirlestra fyrir vísindamenn og kaup- sýslumenn. Á þessum tíðu ferðalögum gætir hann þess að vera einungis með handfarang- ur til þess að spara tíma. Hann gengur hröðum öruggum skrefum, örlítið lotinn, og þar sem hann gengur um flugstöðina — með ferðatósku og skjalatösku í höndunum og fatapoka og ferðatölvu hangandi yfir öxlina — minnir baksvipurinn á Groucho Marx legghlífalausan. ASTRÍÐA HANS ER LÍFTÆKNI Hvað svo sem hann gerir að umræðuefhi um þessar mundir þá tekst honum jafnan að víkja talinu að Japönum á enn einu sviði hátækni: „Við keppum við Japani um forystu á sviði líftækninnar, á sama hátt og við kepptum við Rússa um að komast út í geim- inn. Japanir sigruðu okkur í stáliðnaði, þeir sigruðu okkur í bílaiðnaði, þeir sigruðu okkur í vefnaði, þeir sigruðu okkur í raf- eindaiðnaði, og næst munu þeir sigra okkur í líftækninni. Nú er ég þeirrar skoðunar að á þessu sviði muni sagan endurtaka sig. við erum í þann veginn að afhenda enn eina ameríska uppgötvun í hendur annarra." Það er bjargföst skoðun hans að Bandaríkja- stjórn eigi að grípa til gagnráðstafana og auka en ekki minnka framlög til frumrann- sókna. Ástríða Rons Cape varðandi líftæknina er auðskilin.Þrátt fyrir allt er hann einn fyrsti líffræði-kaupsýslumaðurinn. „Þegar við byrjuðum með Cetus," segir hann, „voru tvö ár í það að aðferðin til að endurraða DNA uppgötvaðist. En við fylgd- umst með þessum mikla sköpunarmætti á sviði líffræði og því að úthlutað var öllum þessum Nóbels-verðlaunum. Þess vegna vissum við að þarna hlaut að vera á ferðinni arðvænlegur atvinnuvegur." Það var af fundvísi sem honum hug- kvæmdist að fara inn á þessa braut og þá var hann í viðskiptaferð á vegum snyrtivöru- Cetus fékk fyrsia eiakaleyfið sem veitt var til framleiðslu á eggjahvítuefnisem gefurfyrirheit um aðmeðþvímegilækaa krabbamein. Þanmgiíta tilrauuaskammtar afIL-2 út. fyrirtækis föður síns. Victor Cape var sonur rúmenskra gyðinga sem fluttust til Kanada. Hann átti sex lyfja- og snyrtivörubúðir og lifði þægilegu lífi í Montreal ásamt konu sinni og tveimur sonum. Hann bjóst við því að eldri sonurinn tæki við af sér en Ronald Cape hafði önnur áform. Þegar hann fór í Harvard-háskóla að loknu prófi í Prin- ceton var hann að vissu leyti að fresta því að taka við fjölskyldufyrirtækinu. Og þegar hann gat ekki lengur slegið því á frest varði hann meir en áratug til þess að starfa í snyrtivörufyrirtækinu og sjá um rekstur þess. Það var á Heimssýningunni í Seattle árið 1962 sem Ronald Cape fann sína eigin framtíð. í einum sýningarbásnum var líkan af Meselson-Stahl tilrauninni sem varð til þess að varpa ljósi á DNA. Það var eins og opinberun fyrir hann og hann minnist þess að hafa þá sagt við sjálfan sig. „Þetta er virkileg hreyfing — og ég er að framleiða og selja snyrtivörur!" Árið 1971 stofnaði hann og fjórir félagar hans, Donald A. Glaser sem fékk Nóbels- verðlaun í efnafræði 1960 og er jafnframt sameindalíffræingur; Peter J. Farley efna- fræðingur með MBA-gráðu; Calvin Ward vísindamaður og Moshe Alafi sérfræðingur í áhættufjármögnun, Cetus-vísindarann- sóknastofurnar sem nú heita einfaldlega Cetus Corporation. Ron Cape varð stjórnar- formaður og framkvæmdastjóri. 30MILLJÓNDALA FJÁRMÖRGNUN Stofnendurnir leituðu eftir fjármagni hjá peningamönnum á Flóasvæðinu. Tímasetn- ingiri var rétt. „Þeir sem leggja fyrir sig áhættufjármögnun eru þannig gerðir að þeir vilja leggja undir fjármuni svo þeir hafi eitthvað til að láta sig dreyma um. Við sögðum þeim að næsta bylting yrði á sviði líffræði og það var það sem þeir vildu heyra." „Ronald Cape sagði þeim lika að Cetus væri eina fyrirtækið sem vit væri í á þessum slóðum og það var það vissulega um árabil. Þannig fékk Cetus 2 milljónir dala árið 1972 og 3 miujónir 1973. Árið 1980 hafði Cetus fengið alls 30 milljónir dala frá umsvifamiklum fjármögnunarfyrir- tækjum. Ronald Cape hafði oft á orði við slíka fjármagnseigendur fyrstu árin að Cetus „mundi finna svör við^ spurningum sem enginn þekkir enn." „Ég hafði lifað og hrærzt í líffræðinni í tíu ár og ég skildi eðli þeirrar þekkingar sem unnt væri að beizla þótt ég sæi kannski ekki fyrir mér í hvaða mynd framleiðslan sjálf yrði." Hann skírskotar til Kólumbusar. „Hann var fram- sýnn. Kannski vissi hann ekki nákvæmlega hvert hann var að fara en hann vissi að hann var í stórkostlegum landkönnunarleið- angri og að hans biðu stórkostlegir hlutir. Eins er það með okkur. En þar til maður hefur komizt að kjarna málsins er ekki ráð- legt að fara of geyst. Það gæti þá orðið úr of háum söðli að detta." Fram til 1980 starfaði Cetus að ýmsum verkefnum, m.a. á sviði lyfjaiðnaðar og áfengisframleiðslu, en þetta haust var stundin runnin upp. 14. október seldust hlutabréf í öðru lfftæknifyrirtæki, Gen- entech, á gífurlega háu verði. Byltingin í líftækniiðnaði var hafin. Fimm mánuðum síðar stóðu jöfrar á sviði fjármögnunar, s.s. Lehman-bræður, Roth- schild, Unterberg og Towbin, fyrir sölu á hlutabréfum í Cetus með þeim afleiðingum að fyrirtækið fékk til umráða 108 milljón dali, en það var hærri upphæð en áður hafði þekkzt í slíkum viðskiptum. Helzti samkeppnisaðili Cetus hefur verið Genentech, en Ron Cape og Robert A. Swanson helzti forvígismaður Genentech hafa þekkzt í 11 ár og reyndar ræddu þeir um það fyrir 10 árum að Swanson sem er sérfræðingur í áhættufjármögnun kæmi til starfa hjá Cetus. Nánasti samstarfsmaður Ron Capes er Bob Fildes, 47 ára gamall brezkur doktor í Iífefnaerfðatækni, sem áður starfaði hjá fyrirtækinu Biogen í Cambridge, Massac- husetts. Frammistaða hans hjá Cetus hefur vakið óskipta athygli á fjármagnsmarkaðn- um en í sameiningu hafa þeir stóreflt fyrir- tækið. Fyrstu Krabbameinslyfin Á MARKAÐ1988 Lengi framan af gætti Ronald Cape þess vandlega að vera sem minnst í sviðsljósinu. Nú viðurkennir hann að þeir hjá Cetus hafi lært mikið af Genentech varðandi almanna- tengsl. „Það bar alltof Ktið á okkur. Það fór svo lítið fyrir okkar að þegar Wall Street Transcript efndi til hringborðsumræðna um líftækni sat ég þar ásamt sérfræðingum sem ég hafði hvorki hitt fyrr né átt tal við." Síðan fór hann að leggja á það áherzlu að kynna sjálfan sig og Cetus í fjarmálaheimin- um, með þeim afleiðingum m.a. að vegur fyrirtækisins hefur farið sívaxandi á hluta- bréfamarkaði. Það hefur nú um 600 manns í þjónustu sinni og þar af er um þriðjungur þeirra 320 sem starfa á rannsókna- og þró- unarsviði með doktorspróf. Á síðasta fjár- hagsári nam beinn hagnaður fyrirtækisins 1,2 milljón dala en eins og gengur og gerist hjá ðllum líftæknifyrirtækjum er hagnaður á þessu stigi málsins að mestu fólginn f vísindalegum niðurstöðum og árangri f þró- un og ekki í sölu framleiðslunnar. Talið er að enn muni líða tvö til þrjú ár þar til fram- leiðslan fer að gefa verulega af sér. Ráðgert er að Cetus sendi tvö fyrstu krabbameinslyf sín, IL-2 og beta interferon, á markað árið 1988, en ðll ný lyf eru prófuð á mönnum og dýrum um nokkurra ára skeið áður en þau hljóta viðurkenningu Matvæla- og lyfja- stofnunar Bandaríkjanna. „Það er viðtekin regla að til þess að þróa nýtt læknislyf þurfi 25 milljónir dala og sex ár, og við erum að þróa sex lyf," segir Cape. Lyfin eru: IL-2, beta-interferon, æxlisdrepandi efni, efnishvati til ræktunar sambúa-1 og tvö ónæmiseiturlyf — en öll eiga þessi lyf það sameiginlegt að koma að gagni í viðureign við veirur og krabbamein. „Ég minnist nú allra þeirra lyfjafyrir- tækja þar sem ég var rekinn á dyr á áttunda áratugnum," segir Cape um leið og hann virðir fyrir sér kassa með IL-2 sem er verið að búa um áður en hann er sendur einum af yfir 400 vísindamönnum sem eru að gera tilraunir með mutein víðsvegar um heiminn en eins og önnur lyfjafyrirtæki lætur Cetus viðurkenndum vísindamönnum í té ókeypis sýnishorn. „Ég man ekki hversu margir þeir voru, allir þeir rannsóknastjórar og allir þeir fram- kvæmdastjórar hjá þessum lyfjafyrirtækj- um, sem sðgðu mér að endurraðað DNA væri nokkuð sem þeir hefðu engin not fyrir. Það segja þeir ekki lengur." Og það má til sanns vegar færa því að nú eru efhafram- leiðendur, orkuframleiðendur, matvæla- framleiðendur og lyfjaframleiðendur f hópi þeirra sem hafa gert sér ljósa grein fyrir mikilvægi líftækninnar, enda eru gffurlegir fjármunir í húfi eins og m.a. má ráða af því að fyrirtækjasamsteypur á borð við Smith Kline Beckman, Du Pont, Schering- Plough og Eastman Kodak, svo dæmi séu nefnd, hafa að undanfðrnu varið hundruðum milljóna til að koma á fót líftæknirannsókna- stofum eða skapa sér aðstöðu á þessu sviði. Leiðin í Hákarlavöðuna Þegar til langs tíma er litið er við því að búast að einungis fáein af þeim mörg hundruð líftæknifyrirtækjum sem nú eru starfandi sandist samkeppnina og eigi glæsta framtíð fyrir höndum. „Eina leiðin til að komast inn f hákarla- vöðuna er að komast þangað á hákarli," segir Bob Fildes um þetta atriði og f þessu skyni hefur Cetus gengið í félag með öflugu markaðsfyrirtæki sem nefnist W.R. Grace & Company og starfar á sviði landbúnaðar. Hefur verið stofnað nýtt fyrirtæki af hálfu þessara aðila og nefnist það Agracetus. „Við höfum gert okkur ljóst frá upphafi," segir Cape, „að það tæki langan tíma að þróa nýjungar í landbúnaði og að nauðsyn- legt væri að hafa á bak við sig sterkan markaðsaðila á borð við Grace sama hversu fullkomin framleiðslan væri." Hann hefur haft ánægjuna af því að fylgjast með nýrri vísindagrein verða til. „Hér áður fyrr gerði maður erfðafræðitil- raunir með lokuð augun. Nú eru þau galop- in. Við getum hannað konin upp á nýtt, ekki tilviljunarkennt heldur þannig að við vitum gjörla af hverju breytingarnar stafa. Það er óheppilegt að nota orðalagið „hönnuð kon" í glensi því að þettaver einmitt ná- kvæmlega það sem um er að ræða. Samsetn- ing konanna er nefnilega nákvæmíega eins og verkfræðingur mundi hafa hannað hana. Það er nánast útilokað að skilja hversu stór- brotið þetta undur er um leið og það er svo sáraeinfalt." Þegar Ron Cape hafði horft á sólina setjast sneri hann sér við og sagði: „Það höfðaði ekki til föður míns að ég skyldi sækjast eftir æðri menntun. Samt kallaði hann mig „prófessor" í mörg ár — eða þar tii ég var í þann veginn að verða það. Það var ekki fyrr en Cetus fór að blómstra að hann gerði sér Ijóst hvað ég var að fást við. Þá sagði hann: „Þetta höfðar til mín." tfTgflíttnfiWllMiMilffi lAJlMfg 1986 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.