Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1986, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1986, Blaðsíða 10
HALLEY og GIOTTO Rannsóknarhnettinum GIOTTO er ætlað aö mæta halastjörnunni Halley augliti til auglitis þann 13. mars 1986 og senda myndir af f undinum til jarðar. Þá myndar hali Halleys u.þ.b. 90° horn við braut hennar. Ekki er gert ráð fyrir að Giotto lifi af fundinn. Lesbók/Gói Könnunarhnöttur geimvísindastofnun- ar Evrópu, Giotto, á að komast eins nálægt Halley-halastj örn- unni og kostur er, þótt næstum sé víst, að hann tortímist "! fyrirvikið Giotto tíl fundar víð Halley úti í geimnum iotto var skotið á loft 2. júlí 1985 með Ariane- eldflaug. Upphaf hinnar 700 milljón kílómetra ferðar til að hitta Halley tókst vel, en menn voru ekki lausir við taugaæsing, því að það var aðeins um þrjú tækifæri að ræða, og ef Könnuaarhaötturíott Giottoþegar veríð var að setja hann saman i Toulous í Frakklandi. ekki hefði tekizt að nota neitt þeirra, hefði orðið að skjóta áætluninni á frest í 76 ár. Giotto ber langt af öðrum gervihnöttum, sem nú eru á leiðinni til móts við Halley, hvað háþróaðan tæknibúnað snertir. Þetta er fyrsta rannsóknarverkefni Geimvísinda- stofnunarinnar Evrópu svo langt úti í geimn- um, og það hafa fylgt því mörg meiri háttar vandamál varðandi miðunina, því að ekki verður vitað nákvæmlega um staðsetningu Halley-halastjörnunnar fyrr en nokkrum dögum fyrir væntanlegan fund þeirra. Vandamálið er erfiðara viðfangs vegna þess, hve rokgjörn halastjarnan er á ferð til sólar. Hiti sólar veldur því, að lofttegund- ir rjúka burt ásamt ryki með ójöfnum og ofsalegum hætti og skapa þrýsting, sem hrekur halastjörnuna út af hinni áætluðu braut. Menn vonast þó til, að ýmsar tækni- aðferðir, sem beitt verður, muni draga úr frávikinu að lokum og gera Giotto kleift að ná fyrstu myndunum af kjarna halastjörnu, sem nokkru sinni hafa verið teknar. Á Alþjóðlegu Halley-Vaktinni Allan tímann, sem Giotto er á ferðinni, mun verða fylgzt með Halley gegnum gervi- hnetti og sjónauka á jörðu niðri á vegum hinnar alþjóðlegu Halley-vaktar. Með því móti mun fást vítneskja um stöðu kjarnans, sem mun verða það nákvæm að ekki skeiki meira en 500 km. En það er þó ekki nógu gott fyrir hið endanlega stefnumót, því að sé gervihnettinum stýrt miðað við 500 km frávik, gæti fjarlægðin orðið allt frá 0 upp í 1000 km, þegar þau „hittast". Lausnin, sem menn hafa fundið og komið sér saman um, er bæði snjöll og skynsamleg og felur í sér þátttöku af hálfu Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Tveir sovézkir Vega- gervihnettir munu fara fram hjá halastjörn- unni sjö og fjórum dögum áður en Giotto kemur á vettvang, og myndavélar þeirra munu beinast að kjarna hennar úr 10.000 km fjarlægð. Sovézkir vísindamenn hafa- fallizt á að gefa Geimvísindastofnun Evrópu upplýsingar um stöðu kjarnans, eftir því sem hún verður ráðin af myndunum. Geimrann- sóknastofnun Bandaríkjanna, NASA, mun veita Iiðsinni sitt við þessa leiðsögn með því að nota tækni sína og miðunarstöðvar beggja megin jarðar til að ákvarða stöðu beggja Vega-gervihnattanna, svo að ekki skeiki meira en 40 km. Samanlagt mun aðstoð Sovétmanna og Bandaríkjamanna draga úr hugsanlegri skekkju um miðun Giottos að því marki, að hún mun aðeins nema 130 km. Síðustu breytingarnar á braut Giottos verður að ákveða fjórum dögum fyrir fund hans og halastjömunnar, sem verður 13.—14. marz 1986. Giotto mun koma að hinum sýnilega hjúpi um klukkustund fyrir „fundartímann" og sennilega verða fyrir höggi 30 mínútum síðar. Mikið magn rykagna mun lenda á geimfarinu, en ef högghlífin og hið næma loftnet standast raunina, mun myndavélin senda síðan beztu myndirnar af kjarna halastjörnunnar í lit til j arðar. Skipanir Geymdar í Minni Athyglisvert er, hve fjarlægð geimfarsins frá jörðu er mikií, þegar það hittir Halley fyrir. Það tekur boðin um 8 mínútur að berast hina 150 milljón kílómetra til jarðar, og það merkir, að ekki er um það að ræða að breyta braut þess á síðustu mínútum. Geimfarið fær því undirbúnar skipanir, sem geymdar eru í minni þess og bíða síns tíma. Leiðangur Giottos er sérstakur að mörgu leyti. Öðrum gervihnöttum, sem stefnt hefur verið áleiðis til fjarlægra stjarna í sólkerfinu, hefur tekizt vel ætlunarverk sín, en enginn hefur orðið að sinna þeim á jafnmiklum hraða, 68 km á sekúndu eða 244.800 km á klst., og hann á að senda geysilegt magn af upplýsingum til jarðar á síðustu mínútun- um, áður en hann eyðilegzt, sem líklegt er. Vísindamenn hafa unnið ötullega að því að gera sér grein fyrir aðstæðum í umhverfi halastjörnunnar og hafa hannað Giotto með hliðsjón af því að hann gæti staðizt hinar geysiöflugu ryk- og ísagnir, sem munu verða á vegi hans — á 68 km hraða á sekúndu hefur ögn, sem vegur aðeins einn tíunda úr grammi, næga orku til að fara í gegnum 8 sm þykka álplötu. Hugvitssamleg högghlíf var útbúin til að vernda geimfarið, þegar það nálgast hala- stjörnuna. Hún er í tvennu lagi, ytra borðið er 1 mm þykk álþekja, en 230 mm fyrir aftan hana er 13,5 mm þykk varnarplata úr níðsterku sérhönnuðu efni. Rykagnir, sem skella á ytra borðið, álþekjuna, leysast upp og innri varnarveggurinn á að taka við upplausninni. Þetta kerfi ætti að koma í veg fyrir að agnir allt að 0,1 grammi valdi skemmdum á Giotto. En þetta er engan veginn örugg vörn, því að stærri agnir gætu verið þarna á ferðinni, og þær gætu skemmt rannsóknartæki geimfarsins og það, sem meira máli skiptir, •stjórn- og fjar- skiptakerfi þess. Giotto á að senda myndir í fjórum litum af Halley halastjörnunni, en mörg önnur verkefni á hann að leysa. Hann á að afla nákvæmra upplýsinga um samsetningu hjúps Halleys, greina rafgas hennar og rannsaka rykagnir á staðnum. Alls ætti Giotto að senda frá sér 600 milljónir bita (grunneiningar upplýsinga), sem flytja okkur mikilsverða vitneskju um myndun sólkerfisins fyrir 4.600 milljónum ára. Eftir 8 mín. ferð til jarðar verða myndirn- ar sýndar eftir úrvinnslu á stórum skjám í stjórnstöð Geimvfsindastofnunar Evrópu í Darmstadt í V-Þýzkalandi. Þaðan munu sjónvarpsmyndavélar senda myndirnar um heim allan. FLOTIKÖNNUNARHNATTA Gervihnötturinn Vega 1 frá Sovétríkjun- um verður fyrstur könnunarhnattanna til að ná til Halley-halastjörnunnar. Vega 1 og 2 var skotið á loft 15. og 21. desember 1984 í tvíþættum tilgangi, þar sem þeir fóru fyrst til Venusar og síðan var þeim beint með tilstilli þyngdarafls reikistjörnunnar áleiðis til fundar við Halley. Bæði geimförin skutu út búnaði, sem lenti heilu og höldnu á yfirborði Venusar, sem og loftbelgs-kanna í lofthjúp Venusar, þegar þau fóru hjá reiki- stjörnunni 9. og 13. júní. Vega 1 mun fyrst ná fundi Halley 6. marz og geta kannað hana úr 10.000 km fjarlægð. Vega 2 mun koma á vettvang 9. marz, en fjarlægðin verður ekki ákveðin fyrr en Vega 1 hefur verið þarna. Bæði eru geimförin búin sjónvarpsmyndavélum og rannsóknartækjum af fullkomnustu gerð. Þau munu einnig á sinn hátt leiðbeina „Giotto" og auka á nákvæmni hans. Japanska geimrannsóknastofnunin sendi upp fyrsta japanska könnunarhnöttinn sem fer á milli reikistjarna, 7. janúar 1985 frá eynni Kyushu. Hann kallast MS-T5 og mun fara í innan við sjö milljón kílómetra fjar- lægð hjá Halley-halastjörnunni 11. marz til að rannsaka hinn svokallaða sólvind í ná- lægð hennar. Oðru japönsku geimfari, Planet A, eða Suisei, sem þýðir reikistjarna var skotið á loft 18. ágúst 1985. Það mun fara hjá halastjörnunni í 200.000 km fjarlægð 8. marz nk. í Bandaríkjunum urðu menn að hætta við að senda könnunarhnött út af Halley vegna niðurskurðar á fjárlögum. En eigi að síður tókst framtakssömum vísindamönnum að snúa gervihnetti, sem þegar var á braut úti í geimnum, inn á braut, sem mun bera hann í innan við 30 millj. km fjarlægð frá Halley-halastjörnunni einhvern tíma í marz. 11. september mætti Isee, en svo hét gervi- hnötturinn, halastjörnunni Giacobini-Zinner — og var það þess vegna fyrsta vísindaleg rannsókn á halastjörnu í sögunni. Könnun- arhnötturinn, sem nú hefur verið endur- skírður og nefnist ICE International Comet- ary Explorer) er búinn 13 tækjum, og þess er vænzt, að 6 þeirra muni senda til jarðar gagnlegar upplýsingar um samansetningu halans á Halley. Sveinn Ásgeirsson tók saman og byggði á grrein í „Flight International". I 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.