Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1986, Qupperneq 3
mgnrtg
@ @ H Ea] [u] 0 [1B H [g p IU 0 ffl
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoó-
arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjómarfulltr.:
Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns-
son. Ritstjóm: Aðalstrœti 6. Sími 10100.
Halley
halastjaman er í heimsókn og nú stafar
ekki af henni nokkur ógn eins og fyrr á
öldum og engum dettur í hug heimsendir
af hennar völdum. Fyrir tveimur dögum náði
könnunarhnötturinn Giotto inn að kjama
halastjömunnar og nú verða menn margs
vísari.
Líftæknin
ér heillandi vísindagrein og mun koma okkur
til bjargar í vaxandi mæli. Nú er
til dæmis verið að þróa nokkur mismunandi
krabbameinslyf með tilstilli líftækninnar
og þessi lyf verða væntanlega komin á
markað eftir nokkur ár.
Forsíðumyndin
er af málverki eftir Eyjólf Einarsson list-
málara, sem verður á sýningu háns, sem
nú er að hefjast á Akureyri. Eyjólfur hefur
haldið margar sýningar í höfuðstaðnum og
lengst af málað abstrakt, en hefur um skeið
verið að þróast í átt til hins fígúratífa eins
og myndin sýnir.
Músíkterapía
málverk ogtónsmíðar á slagverkshljóðfæri
era viðfangsefni, sem Gunnar Kristinsson
leggur stund á jöfnum höndum. Viðtalið sem
birt er við Gunnar er í tilefni málverkasýn-
ingar, sem hann opnar í Ásmundarsal eftir
viku.
JÓHANN SIGURJÓNSSON (1880-1919)
Hvíslar mér hlynur
Hvíslar mér hlynur
hár í skógi
sögu sviplegri.
„Ox mér við hlið
ei fyrir löngu
burkni blaðmjúkur.
Drakk hann að morgni
mungát nætur,
geisla um hádag heiðan;
hugði hann sól
og sumarástir
vara ævi alla.
Kom hin haustkalda
hélu-gríma
skalf þá veikstilka vinur:
„Svikið hefur mig
sól í tryggðum.
Nú mun ég bana bíða.“
Brosti ég
að hans bamslyndi,
mundi ég eigin æsku.
Falla munu blöð þín
bleik til jarðar,
en víst mun stofn þinn standa.
Leið nótt,
Lýsti nýr dagur.
Huldi héla ijóður.
En vininn minn
veikstilka
sá ég aldrei aftur.“
Drúpir dimmviður
dökku höfði,
dagur er dauða nær.
Hrynja laufatár
litarvana
köldum af kvistsaugum.
Jóhann Sigurjónsson, Ijóðskáld og leikritahöfundur, er fæddur á Laxa-
mýri í Þingeyjarsýslu 1880 og eftir nám við latínuskólann í Reykjavik
og dýralæknanám í Kaupmannahöfn, sneri hann sér alfariö að ritstörf-
um og skáldskap. Hann lézt árið 1919.
BÚHYGGINDI
Kjarasamningarnir sem
nýlega vora gerðir fylla
marga bjartsýni eftir
erfið ár. Loks virðast
menn einhuga um að
snúa við blaðinu og
hverfa frá úrræðum
sem reynslan hefur dæmt einskis nýt en
leita þess í stað leiða sem í fljótu bragði
virðast skynsamlegar. Að sjálfsögðu vitum
við ekki hversu skynsamlegar þær eru fýrr
en á herðir, en verðlækkun á opinberri þjón-
ustu og aðgerðir í vaxtamálum bæta margra
hag og drýgja litlar kjarabætur. Við höfum
þrásinnis orðið þess áskynja að krónufjöldi
í launaumslagi gefur sáralitla vísbendinu
um almenna afKomu.
Það gleðilegasta við þessa samninga er
sú vísbending að stjómvöld og aðilar vinnu-
markaðarins séu samtaka í að sýna dálítil
búhyggindi. Fyrir slíkum hyggindum hefur
lítið farið eftir síðari heimsstyijöld þegar
stoðunum var svipt undan gömlum dyggðum
og bylting varð á lífsháttum. — Sígandi
lukka er bezt, segir máltækið, en þau risa-
skref sem við tókum út úr moldarkofum og
timburhjöllum vora slík að mörgum hlaut
að verða fótaskortur. Það er bara í ævintýr-
inu sem Öskubuska breytist umsvifalaust í
prinsessu með einum töfrasprota. Sam-
kvæmt venjulegum lögmálum þurfa róttæk-
ar breytingar tíma og aðlögun. Annars rista
þær aldrei djúpt en geta skekið granninn
sem allt hvílir á. Við fengum hvorki tíma
né aðlögun og kannski vildum við hvoragt.
Fáar þjóðir hafa veið jafneitilharðar við
að afneita fortíð sinni og íslendingar. Þótt
aðeins 30—40 ár séu liðin frá því að reykur
liðaðist upp úr torfbæjum á annarri hverri
jörð, víða um land, hefur unga kynslóðin
varla heyrt talað um hlóðaeldhús og grútar-
lampa. Nokkrir áratugir virðast í margra
Ijósára ijarlægð og sú barátta sem háð var
upp á líf og dauða í bókstaflegri merkingu
langt fram eftir þessari öld. Ekki tók ég
'þátt í þeirri baráttu sjálf, en vel man ég
eftir ömurlegum mannabústöðum til sjávar
og sveita, þar sem einu heimilistækin vora
kolavélar. Á þeim tímum tíðkaðist enn að
nýta alla skapaða hluti og gera sér mat úr
hvetju því smáræði sem til féll. Búhyggindi
gátu skipt sköpum fyrir afkomu fjölskyld-
unnar. Það gekk glæpi næst að fleygja
matarafgöngum. Systkini og frændfólk
gengu í sömu flíkinni mann fram af manni
og þegar efnið var orðið snjáð hið ytra var
henni einfaldlega sprett upp og saumað úr
henni á röngunni. Slíkar frásagnir hljóma
eins og þjóðsögur f eyram bama og unglinga
sem kveina yfir því að geta ekki fylgzt með
sérhveijum duttlungum tízkunnar. Við höf-
um líka unnið ötullega að því að breiða yfír
þessa fortíð í kapphlaupinu við að fleygja
gömlu og kaupa nýtt.
Ég man eftir gömlum manni sem tók að
sér ýmiss konar viðvik fyrir fólk gegn vægri
þóknun. Hann tók skýrt fram að hann vildi
fá greiðsluna í eintómum 25-eyringum, og
þegar hann var beðinn um skýringu á því
svaraði hann ósköp einfaldlega: „Nú, krónan
er alltaf að falla." Að sjálfsögðu fleyttu
þessi búhyggindi gamla manninum ekki
langt áleiðis í baráttunni gegn verðbólgunni,
enda var 25-eyringurinn bráðlega úr sög-
unni. Og gömlu dyggðimar hurfu ein af
annarri, nýtni, sparsemi og jafnvel heiðar-
leiki urðu úrelt fyrirbæri á fáeinum misser-
um. Allir töldu sig þurfa að græða á verð-
bólgunni og dansinn í kringum gullkálfinn
varð æðisgengnari með ári hveiju. Sólar-
landaferðir vora óþekkt hugtak fyrir 20
áram, en skyndilega vora þær orðnar hveij-
um Islendingi lífsnauðsyn. Þeir sem ólust
upp í bragga eða þröngum timburhjalli vora
ekki í rónni fyrr en þeir gátu breitt úr sér
í 300 fermetra einbýlishúsi. Og búhyggindi
fólust í því einu að eyða áður en aflað var.
Og skyndilega vaknaði Öskubuska upp
við það að verðbólgan var ekki bara töfra-
sproti, sem breytt hafði hreysum í hallir
heldur meináta sem hafði nagað efnahag
þjóðarinnar ofan í rót og svipt margan
öryggi og festu. Meira að segja nýkrónan
var orðin jafngild þeirri gömlu. Þá var tími
til kominn að söðla um.
Svo virðist sem aðilar vinnumarkaðarins
hafi lagt talsvert að mörkum til að ijúfa
vítahringinn. Þótt fólk uni misjafnlega við
sinn hag og margir telji sig hafa borið
skarðan hlut frá borði við skiptinu þjóðar-
tekna er brýnt að allir leggist á eitt við að
koma búskapnum á réttan kjöl.
Þegar öllu er á botninn hvolft er fólk
orðið langþreytt á efnahagslegum kollsteyp-
um og því öryggisleysi sem þær hafa í för
með sér og getur valdið þyngra álagi og
meiri upplausn en skortur á lífsgæðum.
Núna eram við reynslunni ríkari og getum
farið að búa hyggilega í landinu okkar.
GUÐRÚNEGILSON
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 15. MARZ 1986 3