Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1986, Síða 7
Efst: Á hlaupum. Akrylmynd, 150x150
sm.
ímiðið: ísland. Akrylmynd.
Neðst: Undirfuliu tungli. Acrylmynd.
Ámi Sæberg tók myndirnar.
hvetju. Ég meina samt ekki lífsgæðakapp-
hlaupið. Þetta geta alveg eins verið innri
hlaup."
„Ætli lífsgæðakapphlaupið sé ekki alveg
eins það sem þú kallar innri hlaup. En
hvað um það; það er mjög í tízku núna
að tjá sig um sálarástand. “
„Já, það er óhætt að segja það. Þegar ég
var að læra úti í Basel, voru listamenn
talsvert örvæntingarfullir vegna ástandsins
í umhverfinu að ekki sé nú talað um víg-
búnaðinn. Hér á íslandi virðist fólk ekki f
samskonar snertingu við þessi vandamál,
en hér getur ríkt örvænting fyrir því —
bara út af einhveiju öðru.
Þessi angist, sem virðist jafnt hjá ungu
fólki og fullorðnu úti í Evrópu, er ekki nein
tilgerð og það er virkilega hjartans mál
ungra listamanna, þegar þeir vilja gera sitt
til að spoma við óheillaþróun eða jafnvel
fleygiferð fram af einhveiju hengiflugi.
Þeir eru ekki bara að herma eftir öðrum
og ég held að fullyrða megi, að þessi angist
eigi stóran þátt í tilurð þessa nýja, þýzka
expressjónisma.“
„En hefur ekki náttúran austur í Þjórs-
árdal og kyrrðin þar alveg gagnstæð
áhrif?“
„Jú, svo sannarlega. Þar hleð ég batterí-
ið. Eins finnst mér gott að vera í Freiburg;
það gildir jafnt fyrir músíkina og myndlist-
ina.“
„En það kemur ekki yfir þig þama
austur í Gnúpvetjahreppi að langa til
að mála Heklu eins og Asgrímur og
fleiri?“
„Nei, ekki á þann hátt. Að vísu hef ég
málað Heklumynd, en úr því varð fantasía,
þar sem tunglið kemur heilmikið við sögu.“
„ Verður næsta töm ef til vill í slagverk-
inu, þegar þessari sýningu lýkur?“
„Það gæti hugsast. Síðastliðið vor tók ég
þátt í alþjóðlegri gjörningahátíð rétt hjá
Basel. Þar lék ég á hljóðfærasafnið mitt
tónverk sem ég kalla hljómstyttuna. Það
gerði ég með því að ég hengdi utan á mig
íslenzka steina, en hafði jám á puttunum
og spilaði þannig á steinana. Ég á upptöku
af þessu og sýningargestum í Asmundarsal
gefst kostur á að hlusta á músíkina um
leið og þeir skoða myndimar.“
Gf SLI SlGURÐSSON
Þorbjörg Elsa
Fjallið
Ergnauðar vetrar vindur
veðraður Hólmatindur
gnæfír með fögru fellin
fjölbreytileg og hnellin.
Er vors þau skrýðast skrúða
skín allt með daggarúða.
Hér átti eg æskustundir
var ægilegt fjallinu undir
ergengu gríðar veður
grjót hrundi fjallið niður
svo fell og fagrar grundir
fóru skriðumar undir.
En síðar er kveldið kyrrði
kom mynd þess í Reyðarfirði
Langhamrar og Hólmaborgir
hurfu skjótt búmannssorgir.
Fjallið nú dvaldi ídróma.
dýrðlegt íaftanljóma.
Kristinn Reyr
Þú liggur / ládeyðu
laugardagseftirmiðdagsins
innvígður andrúmslofti
ömurleikans.
Ekki svo mikið sem einmana hugsun
á almættisvegum
hreyfi sinn hæverska fingur
að hringja bjöllunni
á aðalbóli umkomuleysisins
ogheilsa upp á háttvirtan
hellisbúann.
Ellegar sómakær sam vizkurödd
sími að bjóða þér út
í bíltúr um borgina oginn
á fyrsta flokks vínstúku
upp á freyðandi brim
úrforláta kristallsglasi
út á lognið ogládeyðuna.
Þú liggur ílandvari
á lystadúni einstæðingsskaparins
meðhégómann undirhöfðinu
og allsleysið fyrir ábreiðu.
Kristinn Reyr, skáld og rithöfundur, býr í
Reykjavík.
Jón Valur Jensson
Til Ijóðsins
Lifir æ Ijóðið ftjóa,
lífgarhug, kvíða bugar,
hressirönd, eykuryndi,
orðum með snjöllum gleður.
Klingirhátt kvæðið létta,
kot og bý fyllir hlýju.
Vísanyl veitirsálu,
von og trú saman brúar.
Jón Valur Jensson er guöfræöingur.
Kristján frá Djúpalæk
Þrflindir
Tileinkað Einari Pálssyni
Endurbirt vegna
prentvillu
Við þrílindir þessar
sem þylja mérfræði
eryndi að una.
Þær flytja mér óma
af framandi ströndum,
úrfjarlægum tfma:
Spekimálalda
sem einar þær muna.
Þær hertaka hug minn
svo hverfur mér nútíð
með skvaldur og skugga.
Ogyl er ég vafinn
frá útbrunnum sólum
ogeldum sem dóu.
Að ódáinsveröld
þær opna mérglugga.
Kristján frá Djúpalæk er skáld á Akureyri.
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 15. MARZ 1986 7