Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1986, Side 13
endaslepp því hann féll af hestbaki og hlaut
varanlega fotlun. Engu að síður átti hann
eftir að votta hermennskunni virðingu sína
þó sjálfur gæti hann ekki tekið þátt í henni,
því hinn spartverski agi og þrautpínandi
þolraun prússneskra heræfínga höfðuðu
sterkt til hans.
Nietzsche var gert kleift að hefja nám
að nýju og í febrúar 1869, þá aðeins tuttugu
og fímm ára gamall, var honum veitt dokt-
orsgráða (án hefðbundinnar doktorsvamar)
í klassískum málvísindum við háskólann í
Basel. Þessi virta stofnun átti sér fjögur
hundruð ára sögu. Þama kynntist hann
ságnfræðingnum fræga Jacob Burckhardt
og hann tengdist vináttuböndum við guð-
fræðinginn Franz Óverbeck og tónskáldið
Peter Gast. í Basel uppgötvaði hann kenn-
arahæfíleika sína og þar dvaldist hann því
næstu tíu árin eða þar til hann neyddist til
að segja að sér vegna framvindu sjúkdóms
síns.
Kynni hans og Richards Wagner, sem
hann hafði hitt í Leipzig skömmu áður,
reyndust þó afdrifaríkust. Vinátta þessara
tveggja manna og gagnkvæm virðing þeirra
jókst stóram eftir að Nietzsche heimsótti
Wagner í Triebschen nálægt Luzem. Þar
hafði tónskáldið, sem þá var fímmtíu og sex
ára, stofnað heimili ásamt Cpsimu von
Biilow (þau giftust ári síðar). Sjálfíir var
Nietzsche alls ekki slæmur músíkant. Hann
lék dáindis vel á píanó og hafði jafnvel samið
nokkur kammerverk.
Hann varð gjörsamlega bergnuminn af
Wagner bæði sem einstakling og hug-
myndasmið Gesamtkunstwerk. Það var yfir-
litsmiðill sem fól í sér öll listform og list-
greinar. í nokkur ár var Nietzsche ákafasti
og hæfíleikaríkasti lærisveinn og talsmaður
Wagners.
Þessi samskipti urðu kveikjan að riti
Nietzsches „The Birth of Tragedy from the
Spirit of Music“ (1871). í því setur hann
fram skilgreiningu á gríska harmleiknum í
anda Wagners. Þama iítur sú kenning
dagsins ljós að sönn listsköpun verði fyrir
innbyrðis baráttu geðshræringanna, að
sköpunarmáttur sé hamdar geðshræringar,
sem síðan sé veitt í réttan farveg. í verkinu
er farið inn á ótal mörg svið en megininn-
viðir þess era útlistun Nietzsches á tvískipt-
ingunni, bæði í listinni og í lífínu, í lögmál
sem hann neftiir Appolónísk og Diónísísk.
Hið fyrra merkir í einfölduðu máli flótta
frá hvunndeginum með því að skapa fögur
form sem hugurinn getur endumærst í. Hið
seinna, sem birtist ljóslifandi í þeirri hálf
ölvunarkenndu vímu þess er nýtur fegurðar,
er ekki í sjálfu sér lögmál um fegurð heldur
hvemig beina megi hinni innri spennu sem
fegurð orsakar, þ.e.a.s. tryllt og ómótstæði-
leg löngun til að tjá sig. Nietzsche sagði
að þessar tvær tilhneigingar í mannlegu
eðli hafí runnið saman í eina og útkoman
varð fomgríski harmleikurinn.
Augu Lærisveinsins
LjúkastUpp
Brottför Wagners til Bayreuth í apríl
1872 reyndist fyrsta feilnótan í sambandi
þeirra. í fyrsta sinn vék ótakmörkuð hollusta
Nietzsches við tónskáldið fyrir vonbrigðum
þegar hann uppgötvaði þjóðemisrembu og
gyðingahatur Wagners. Skömmu síðar hafði
myndast óbrúanleg gjá á milli þeirra og
gremja Nietzsches fékk útrás í skrifum
hans um þennan atburð (Der Fall Wagner,
Nietzsche contra Wagner).
Nietzsche flúði frá listum og hinum díón-
ísíska hita og ofsa Triebschen og Bayreuth
og leitaði hælis í svalandi andbyr hinna
appólónísku vísinda. í Menschlich, allzu
Menschlich (Mannlegt, alltof mannlegt) fór
sálfræðingsins fyrst að gæta. Ritið er óvæg-
in greining á leyndum hvötum að baki
mannlegri hegðan (þ. á m. hans eigin) sem
hann segir þjóna því markmiði að bjarga
mönnum frá hjátrú, sérstaklega frá þeirri
slægustu: dulspekinni.
Arið 1879 þegar hann var þijátíu og fímm
ára og hefði átt að vera í blóma lífs síns,
fékk Nietzsche taugaáfall sem næstum gekk
af honum dauðum. En hann náði sér og
batinn kveikti í honum ást á heilbrigði og
sólskini, á lífínu, hlátri og dönsum og tónlist
suðursins (sem opinberaðist honum í ópera
Bizets, Carmen). Hann gerði einnig tilraun
til að sættast við mannlegar takmarkanir
og örlög sín. „Forskrift mín að mikilleika
er amor fati (ást á örlögum sínum), ekki
aðeins að standast allar þolraunir heldur
einnig að láta sér þær líka,“ skrífaði hann.
Af næstu bókum hans, Morgenröte
(1881) og Die Fröhliche Wissenschaft
(1882) endurspeglast einmitt þessi þakkar-
gjörð til lífsnautnarinnar og hljóð sátt við
hinar á tíðum tregafullu takmarkanir. Sú
ró sem hann öðiaðist á ferðum sínum um
Ítalíu, Sviss og Þýskaland þar sem hann
sóttist eftir einvera, var fremur einhverri
sáttarlund að þakka en innri lífsfyllingu.
Orsakanna var ekki að leita í naumum fjár-
hag Nietzsches (hann var á lágum launum
hjá háskólanum), því gagnstætt Wagner
hafði hann enga þörf fyrir munað. Hins
vegar leið hann stöðugar þjáningar, sem
hann óskaði stundum að dauðinn myndi
binda enda á. Þá reið yfír hann enn eitt
sálaráfallið þegar kona að nafni Lou Salomé,
snargáfuð ung rússnesk mær og eina kven-
veran sem Nietzsche nokkum tíma þráði,
neitaði bónorði hans. Hún dáði heimspeking-
inn Nietzsche takmarkalaust en kærði sig
ekkert um hann sem eiginmann.
Þrátt fyrir vonbrigði og heilsuleysi (eða
kannski einmitt vegna þess) knúði Nietzsche
sig miskunnarlaust til starfa, likt og hann
vissi að hann hefði nauman tíma til að koma
boðskap sínum á framfæri. Og úr öskustó
þessara atburða reis hans stórkostlegasta
verk, Also sprach Zarathustra. Þetta var
meistaraverkið, það vissi hann vel. Afskipta-
leysi almennings mætti hann með taumlausu
stolti. Hann skrifaði: „Þetta eina verk gildir,
það stendur eitt og sér. Við ættum ekki að
tala um skáldin í sömu andrá og við hugleið-
um það. Sennilega hafa fá verk yerið samin
af slíkum vitsmunum. Væri allri þeirri
andagift og manngæsku sem býr í sér-
hveijum andans manni safnað í eina heild,
nægði það ekki til að semja eina einustu
af ræðum Zaraþústra." Þó litið sé fram
hjá þessu hálf-vitfírringslega sjálfshóli, leik-
ur enginn vafí á því að þetta er eitt stórfeng-
legasta verk 19. aldar. Engu að síður átti
Nietzsche í mestu erfiðleikum með að fá
það útgefíð. Bókin reyndist gjörsamlega
misheppnuð söluvara, en mörgum áram eftir
dauða Nietzsches, sló hún öll met í sölu.
Valdadýrkun
í bókinni snýr Zaraþústra-Nietzsche aftur
til byggða eftir einvera uppi á fjöllum. Hann
tekur að predika yfír lýðnum á markaðstorg-
innu en fólkið yfírgefur hann og snýr sér
að því að fylgjast með línudansara. Hann
fellur af línunni og deyr en Zaraþústra
jarðar hann með eigin höndum, því maður-
inn hafði gert hættuna að sínu Iifíbrauði.
„Lifíð hættulega," predikar hann. „Ég boða
ykkur komu ofurmennisins. Maðurinn er það
sem þarf að yfirstíga." Allar skapaðar verur
búa yfír löngun til valda en aðeins maðurinn
getur öðlast vald yfír sjálfum sér. Allt sem
eykur á valdatilfinninguna er af hinu góða.
Tilfínningin fyrir auknum völdum og yfír-
stignum hindranum er hamingja. „Mann-
kynið öðlast markmið með ofurmenninu.
Með því öðlast hugtökin gott og illt merk-
ingu." í þessu samhengi má kalla ofurmenn-
ið „arftaka guðs". „Guð er tilgáta, en ég
vil að tilgátur leiði ykkur ekki lengra en
vilji ykkar til sköpunar leyfír."
I huga Nietzsches hefur guð gufað upp
og við stöðu hans tekur ofurmennið. Það
mun ekki gerast án þess að skærar blossi
upp, en menn ættu að fagna því. „Virðið
friðinn sem vísi að nýju stríði. Og skamm-
vinnan frið betur en langvinnan. Þið segið
að góður málstaður réttlæti jafnvel stríð? Eg
segi ykkur: Það era góðu stríðin sem rétt-
læta hvem málstað. Hugrekki og stríð hafa
fengið meira áorkað en góðgerðarsemi..."
I Zarathustra er kenning Nietsches um
hina eilífu endurkomu fullmótuð, en hennar
gætti fyrst í Die Fröhliche Wissenschaft.
Hún er afleiðing tveggja heimspekilegra
skilyrða, í fyrsta lagi þarfarinnar til að út-
skýra heiminn og í öðra lagi þarfarinnar til
að sætta sig við hann. „Allt endurtekur sig
eilíflega og við sjálf einnig. Nú dey ég og
rotna... á einu andartaki hætti ég að
vera... en sú orsakaheild, sem ég er nú
flæktur í, mun taka sig upp á ný — hún
mun endurskapa mig. Eg mun snúa aftur
til samsvarandi lífs, til nákvæmlega sama
lífs eilfflega, jafnt til stærstu atburða þess
sem hinna smæstu. Og aftur mun ég boða
ykkur eilífa endurkomu hlutanna."
Það er rétt augljóst að þessar opinberanir
ber fremur að líta á sem hugsýnir skálds
en rökfærslu heimspekings um dauðann,
himnaríki og helvíti. Þær er hvorki hægt
að sanna né afsanna. Það sem stendur
óhagganlegt er að kjamyrt snilld Nietzches,
blindandi málskrúð og þróttmikil og ósveigj-
anleg uppreisn hans gegn öllum kreddum í
vísindum, trúarbrögðum og siðum, er óend-
anlega örvandi fyrir hugann og hann höfðar
sérstaklega til ungdómsins og þeirra sem
era ungir í anda. Uppreisn hans gegn því
að Ríkið væri sett skör hærra einstaklingn-
um, mun ekki geta af sér stjómleysingja.
Hún mun fá lesandann til að hugsa um
ómissandi hlutverk allra stjómvalda en jafn-
framt íhuga takmarkanir þeirra. Hið sama
á við um aðrar kenningar hans. Nietzsche
er og verður einn djarfasti leiðsögumaðurinn
sem völ er á um víðlendur hugans.
Grein þýdd úr tímaritinu New Knowledge.
E R L E
N D A R
B Æ K u R
ANDRÉLEVOT:
F. SCOTT FITZGERALD.
A Biography.
Tr. from the French by
William Byron.
Penguin Books 1985.
Ekki einasta að
hægt sé að þakka
F. Scott Fitzgerald
það að hafa skrif-
að meira en piýði-
legar bækur, hann
átti stóran þátt í
því að samtíma-
maður hans og
þungaviktarmaður
í bókmenntunum,
Emest Heming-
way, öðlaðist þá
ágætu frægð, sem vera má hafí neytt hann
til þess ráðs að hola innan á sér hausinn
með blýkúlu. Þeir Hemingway og Fitzgerald
kynntust í Evrópu og þá vitaskuld í París
þar sem einhver dularfyllsta goðsaga nýald-
ar er alltaf að endurtaka sig, goðsagan um
rithöfunda og listamenn sem þangað fara
og sitja þar um einhvem tíma. „Góðir
Ameríkanar fara til Parísar þegar þeir
deyja," sagði Thomas Appleton og hafði
ekki rétt fyrir sér, í það minnsta ekki hvað
varðar E. Hemingway og Fitzgerald. Nei,
það var af efnahagslegum ástæðum sem
menn sátu lengi í Evrópu, allt var helmingi
billegra heldur en í Ameríku og að auki
boðið upp á aðrar og máski fleiri lystisemdir
þar en í Nýja heiminum. En allt um það.
Fitzgerald las Hemingway og sötraði með
honum viskí og svipaðar veigar og mun
hafa traflað þann síðamefnda við vinnu sína.
En Hemingway átti hauk í homi þar sem
Fitzgerald var, hann kom honum á samning
í New York. Fitzgerald fór til Evrópu 1924
og hafði þá sent frá sér fáeinar bækur. Árið
1925 kom svo The Great Gatsby út og er
sú bók talin meistarastykki hans. F. Scott
Fitzgerald átti eina Zeldu fyrir konu, hún
var geðklofi og varð honum líkast til minna
úr verki þess vegna eða þá í bland við mikla
áfengisdrykkju sem hann stundaði tíðum.
Það var á jazzöldinni að Fitzgerald stóð í
blóma, hann lést 44 ára að aldri í desember
1940.
Þessi bók um Fitzgerald er skrifuð af
frönskum manni sem er prófessor í amerísk-
um bókmenntum við Svartaskóla í París.
Hún er læsileg og varpar ljósi á starf þessa
ágæta rithöfundar, F. Scott Fitzgerald.
Og spyiji nú hver, hvað upphafsstef þessa
pistils hafí með bókina að gera.
Jú, víst má telja að Zelda Fitzgerald hafí
gert bókmenntir Norður-Ameríku nokkra
fátækari, þó það hafi alls ekki verið hennar
sök að F. Scott Fitzgerald yrði minna úr
verki en efni stóðu kannski til, svona beint,
konan var jú sárlasin á sálinni, var geðklofi
og það getur enginn orðið, eins og menn
verða lögfræðingar, bifreiðastjórar eða
slátrarar, það era þeir menn einfaldlega sem
sjúkdómurinn heijar á. Og hvort hefur Zelda
Fitzgerald þá verið; góðmenni eða skúrkur?
Þegar svo er kom-
ið að maður gleðst
yfír því sem ber
hinu versta vitni,
feginn því að þar
sé í það minnsta
ekki þessi leiða
meðalmennska á
ferðinni, þá er það
stórfenglega og
góða svo sjaldgæft
og dýrmætt að það
verður heilagt og
maður áræðir ekki að leiða hugann að því,
hvað þá að tala um það. Og þetta er auðvit-
að framþróun mannsins, eða úrkynjun, að
þakka eða kenna, eftir því hvort maður
rembist eins og ijúpan við staurinn að skera
sig nú ekki um of úr umhverfinu, vera eins
og nágranninn, lifa eftir boðorðum nútímans
sem era á annars konar töflum en þau sem
Móses sýndi ferðafélögum sínum forðum tíð,
það era normin eða staðlamir upp á ákveðna
íslensku, eða ekki, vera ögn upp á kant við
almenn viðhorf, vera minnihlutamaður í öllu.
Ekkert er ömurlegra og kotungslegra en
meðalmennskan. Og vitaskuld kemur hún
alls staðar fram, á öllum sviðum mannlegra
viðfangsefna, nema ef vera skyldi í ímyndun
bams sem blessunarlega sér sjaldan á sjón-
varp og stígur fám sinnum upp í bíl.
Og West of Sunset ber meðalmennskunni
vitni og nægir það eitt til að hliðrað verði
til fyrir henni í hillunni undir gólfí sem brátt
fyllist.
DIRK BOGARDE:
WEST OF SUNSET.
Penguin Books 1984.
NANCY MILFORD:
ZELDA FITZGERALD.
Allir láta eitthvað
af sér leiða. Sumir
era slík óhófleg
góðmenni að allt
sem þeir taka sér
fyrir hendur er
gott og ekki þá
fyrst og fremst
fyrir þá sjálfa
heldur miklu frek-
ar samferðamenn
þeirra og eftir-
komendur. Þessi
kostur fínnst tilamunda afar sjaldan með
stjómmálamönnum þó langt í frá þeir séu
illmenni að upplagi eða þess konar eigin-
hagsmunaseggir að ekki taki nokkra tali.
Nú, ef út í það væri farið væri auðvelt að
sýna fram á það að alger góðmenni era
ekki á hveiju strái og þar með hljóta þeir
sem ekki era það að vera illmenni. Maðurinn
hefur svo búið sér til einskonar stigatöflu
þegar dæma þarf hversu góðir eða allajafn-
an vondir menn era og jafnast taflan á við
heitin á vindhraðanum, og er ónákvæm
viðmiðun. Undirritaður las af skemmtun
nokkurri, hryllingi einnig og forvitni, ævi-
sögu þeirrar konu sem hét áður en hún gaf
sig F. Scott Fitzgerald Zelda Sayre og ólst
upp suður í ríkjum Bandaríkjanna, skrifaði
bækur og hafði yndi af dansi. Ung giftist
hún F. Scott og gjörðist veik á geði og átti
af þeim sökum erfitt og bera bækur hennar
því vitni. Ævisaga þessi er hvorki betri né
verri en sæmilegar ævisögur sem ekki era
svo'margar, því ósæmileg miðlungsmennska
ræður jú lögum og lofum á ævisagnamark-
aðnum eins og víðast hvar annars staðar.
Sumsé, góð bók Zelda Fitzgerald.
Penguin Books 1985.
N A N C Y « I l f O R D
mmm
Malise Ruthven:
Islam in the World.
Penguin Books 1984.
Spámaðurinn Mú-
hameð, fæddur í
Mekka á að giska
árið 570, stundaði
kaupmennsku þar
til hann var kallað-
ur af guði sínum
til að boða rétta
trú. Þá var hann
um fertugt og
þekkti af ferðum
sínum alla stíga,
allar víddir eyði-
merkurinnar. í ein tuttugu ár tók hann við
orðinu af himnum og var þá rituð hin mikla
bók, Kóraninn. Þar með hafði Islam tekið
fyrstu spor sín og áttu hermenn Allah eftir
að flæða yfir löndin, snúa fólki frá villu,
hertaka þjóðir og ógna Evrópu mjög.
Islam er dreift um alla jörðina. Flesta for-
mælendur á trúin í Afríku og Asíu, allnokkur
fjöldi býr í Evrópu, fáir aftur á móti í Ástral-
íu og Ameríku. Múslimar standa saman.
Svo rík er trúarhefð þeirra. Mörg af fátæk-
ustu ríkjum heims era byggð nær einum
múslimum og þau olíuríkustu einnig. En um
Islam í veröldinni er hægt að lesa af þessari
bók og verður maður nokkra fróðari þó
mikið vanti upp á að maður geti talið sig
þekkja þessi trúarbrögð eða lífsstíl, eftir að
hafa lesið hana. Höfundurinn er fæddur í
Dublin. Hann er höfundur tveggja annarra
rita og leggur BBC til þjónustu sína í málum
sem varða Islam ogpólitík þess.
Guðbrandur Siglaugsson
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. MARZ 1986