Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1987, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1987, Qupperneq 7
Úr Skáld-Rósu. Úr Selurimt hefur mannsaugu. og fullkomnum í Degi vonar: Brostin fjöl- skyldubönd, ótrú eiginkona/móðir, fram- hjáhald, logandi samband sonar og móður, veikgeðja ung kona; flölskylda þar sem eng- inn má annan snerta án þess að brenna sig. En það sem sterkast er í þessu leikriti er persónusköpun Péturs — einstaklingurinn sem af eigin hvötum rís upp gegn umhverfí sínu, er „öðruvísi" og því hættulegur í aug- um þess samfélags sem reisir þegnum sínum litla kassa á lækjarbakka, lokuð búr á sjálf- virku færibandi. Pétur og Rúna var frumsýnt í Iðnó 27. mars 1973, sýnt alls 20 sinnum og 2.837 áhorfendur börðu sýninguna augum. Leik- stjóri var Eyvindur Erlendsson, leikm. og búninga hannaði Steinþór Sigurðsson. Með hlutverk Péturs og Rúnu fóru Amar Jóns- son og Hrönn Steingrímsdóttir. Sýningunni var vel tekið _og umsagnir í dagblöðum mjög jákvæðar. í Morgunblað- inu segir Þorvarður Helgason t.d. að Pétur og Rúna sé „ágætt verk, tímabært og hollt" (Mbl. 3. apríl 1973), og Ólafur Jóns- son segir sýninguna gera efni Birgis „mjög verðug skil, í þeim raunsæisstfl og anda sem löngum hefur gefíst vel í Iðnó“ (Vísir 29. mars 1973). Úr Pétri og Rúnu. SELURINNHEFUR Mannsaugu í þessu leikriti hallar Birgir sér upp að sama heygarðshominu og í Pétri og Rúnu. Hér er flallað um alþýðufólk í lífsgæðakapp- hlaupi, hér er fírring og vinnuþrælkun, þjóðfélagslegar tilvísanir, peningabasl, sam- band vinnuþræls og vinnuveitanda, tilfmn- ingaátök elskenda, blæðandi samband sonar og móður, framhjáhald og tvístígandi tákn á hverju strái. Sjálfur segir Birgir: „í þessu verki er ég að fást við það, sem mér fínnst grundvallar- atriði í mannlegu lífí. Það má segja, að maður sé að tefla saman höfuðskepnunum í mannssálinni og þjóðfélagsgerðinni — maður má ekki segja „þjóðfélagssálinni", því að þetta er svo gjörsamlega sálarlaust. Og maður gerir þetta til að reyna að hafa áhrif á þann veruleika, sem maður lifír í. I því felst sú trú, að það skipti máli, að mað- ur sé til og það skipti máli, hvemig maður sé til.“ (Mbl. 8. júní 1974). Hér víkur Birgir einnig markvissar af vegi hefðbundins raunsæis — það sést hvað best á persónusköpuninni, týpu-notkuninni, sem undirstrikuð er rækilega með „heitum“ persónanna — þar em ekki nöfn heldur lýs- andi titlar (Hans, Hanna, móðir Hans, Systa, Dengsi, Þjófur, Gamli, vitni o.s.frv.) Þessi tilraun Birgjs til að „sprengja sig út úr raunsæinu" — eins og hann sjálfur orðar það í áðumefndri blaðagrejn, er um leið helsti veikleiki verksins. Áður er nefnd umsögn Sverris Hólmarssonar og Ólafur Jónsson tekur í sama streng: „ ... það er þessi tilhneiging til ljóðrænnar lífsvisku og táknlegrar skáldspeki sem mér finnst tefla nýja leikriti hans í mesta tvísýnu /--/ í hinu nýja leikriti B.S. gætir sem sé mjög gagngerðs tvískinnungs á milli raunsæilegr- ar úrvinnslu þess í orðlist og persónulýsing- um.“ (Vísir 11. júní 1974). Undir þessi orð Ólafs er óhætt að taka. Birgir er hér að leita fyrir sér, metnaðurinn er mikill, viljinn óbeislaður. Þá er alltaf hætt við einstaka feilspori. Öðmm þáttum verksins og sjálfri sýning- unni hæla leikdómaramir hins vegar óspart — telja þeir undantekningarlaust leikstjór- ann og leikendur hafa skilað sínu hiutverki með prýði. Það var LR sem sýndi Selinn ... Frum- sýning var 8. júní 1974. Var verkið sýnt 28 sinnum fyrir alls 5.300 manns. Leik- stjóri var Eyvindur Erlendsson, leik- mynd hannaði Jón Þórisson, tónlistina samdi Áskell Másson. Með stærstu hlut- verkin fóru Guðrún Ásmundsdóttir og Guðmundur Pálsson. Skáld-Rósa Með Skáld-Rósu skipar Birgir Sigurðsson sér á bekk með fæmstu núlifandi leikskáld- um þjóðarinnar. Nú er róið á allt önnur mið en áður og aflinn er eftir því frábmgðinn gráum hvers- dagsleikanum og hálfmennskum. Nú leitar Birgir fanga í ríkulegu safni íslenskra goð- sagna og þjóðfræða og vinnur upp úr sögu þeirra Rósu, Natans, Agnesar og Friðriks sjálfstætt listaverk með hugvitsamlega smíðuðum tilvísunum til samtíma og raun- veraleiks áhorfandans. Persónumar hér era skýrar og ákveðnar, þjóðfélagsmyndin raunsæ og áþreifanleg, nálægð liðinna tíma í senn ógnvænleg og hrífandi. í Skáld-Rósu er líka að finna gamalkunn- ug stef eldri (og yngri) verka Birgis — ástríðuástir, framhjáhald, ijölskylduátök, heimasmíðaða hamingju og aðfengna ógæfu. Hið merkasta í þessu verki er þó án efa umræðan um frelsið, óbundið öllum hreppa- mörkum og- tímatakmörkunum. Krafan um óskorað frelsi til athafna, æðis og hvers kyns löngunar líkama og sálar, er hér allt í senn eggbeitt, augljós og einkar áhrifarík. Það var Leikfélag Reykjavíkur sem sýndi Skáld-Rósu, við einróma lof jafnt gagnrýn- enda sem óbreyttra áhorfenda. Fmmsýning var 29. desember 1977. Alls urðu sýningar 93 og tæplega 19 þúsund manns lögðu leið sína í Iðnó til að sjá þetta mikla átakaverk. Leikstjóri var Jón Sigurbjömsson, leik- myndina gerði Steinþór Sigurðsson og búninga Björg ísaksdóttir. Rósu og Natan léku þau Ragnheiður Steindórsdóttir og Hrald G. Haraldsson. Grasmaðkur Með flórða leikriti sínu, Grasmaðki, fær- ir Birgir sig aftur til nútímans. Þetta er magnþmngið verk sem fjallar um heiftarleg flölskylduátök í Reykjavík samtfmans, mik- ill átaka- og harmleikur, barmafullur af sjóðandi ólgu hatursfullra samskipta. Grasmaðkur er raunsætt verk með mjög skýrt dregnum persónum, þar sem ástin, útistöður í kynlífi, margslungið framhjáhald, brostin fjölskyldubönd og bræðrahatur flæð- ir enn á ný yfír sviðið, með tilheyrandi grófu orðbragði, heiftúðlegum heimiliseijum, blóðsámm biturleika, skepnuskap og svívirðilegum svikum. Hér er líka að finna einhverja grátbrosleg- ustu persónu í leikritum Birgis, heimilis- fóðurinn Harald: Bamalegur pabbastrákur, fyrrverandi íþróttagarpur, holdtelcja ung- mennafélagshugsjónarinnar með heilbrigða sál f hraustum lfkama eins og sauðkind að hausti. Óömggur smáborgari, Rambó í sinni sveit sem útrýmir illfyglum af guðlegri hug- sjón. Hin dæmigerða smásál með óflekkaða bamatrú í tvöföldu merarhjarta; hættulegur aumingi. Hér er einnig tekið á stóm spumingun- um, tilvistarvandanum; sekt, samsekt, synd, ábyrgð og valdi mannsins yfir eigin lífi og annarra. Hér er táknum beitt af yfírvegaðri íþrótt, innri spenna mögnuð með lævíslegum hætti oglífsvonin holdgerð f leitandi ástsjúk- um unglingum. Grasmaðkur er fyrsta og eina verk Birg- is sem ekki var sett upp f Iðnó. Nú var það Þjóðleikhúsið sem naut krafta Birgis. Leik- dómumm ber saman um að ekki hafí sýningin tekist sem skyldi: „ ... það má vel hugsa sér áhrifameiri sýningu en þá sem gat að líta f Þjóðleikhúsinu / .../ og er það sjálfsagt lof um leikritið," — segir ólafur Jónsson í umsögn sinni, (DV 20. aprfl 1983), sem er dæmigerð fyrir viðbrögð gagnrýnenda. Fmmsýning var 14. apríl 1983. Leik- stjóri var Brynja Benediktsdóttir, leikm. og búninga hannaði Ragnheiður Jónsdóttir. Með hlutverk hjónanna fóm Margrét Guð- mundsdóttir og Gísli Alfreðsson. Fjöldi sýninga var 14 og alltof fáir áhorfendur mættu til leiks: 4.191 alls. DagurVonar Fmmsýningardagur á Degi vonar er 90 ára afmælisdagur Leikfélags Reykjavíkur — 11. janúar 1987, og fer vel á því. Megi það verða „dagur vonar“ í margvfslegum skiln- ingi. Hér skal ekkert látið uppi um efni verks- ins og því engin einkunn gefin. En þetta er mjög verðugt afmælisleikrit. Dagur vonar minnir um margt á Gras- maðk: Logandi tilfinningaátök, miskunnar- laust fjölskylduuppgjör á reykvísku heimili á 6. áratugi þessarar aldar. Nærgöngult og áhrifamikið leikrit sem mikill fengur er að nú á óvenju blómlegum tímum íslenskrar leikritunar. Höfundurinn er cand mag. í fslenskum bókmenntum. Það kann þó að vera álitamál, hvort nokk- uð sé byggjandi á sögnum um tilefni vísu þessarar, að Breiðfjörð, kaldur og hrakinn, hafí komið að Höfn og vænst góðra við- tekta, en litlar eða engar fengið. Vísan er birt í ljóðasafni Sigurðar Breiðfjörð II. bindi bls 184 (Rvík 1953) og er tilefnisins þar getið. Um veturnætur 1838 gekk dómur í Landsyfirrétti í tvíkvænismáli Sigurðar og féll á hann 27 vandarhagga refsing, sem milduð var náðarsamlegast í 20 högg í Hæstarétti ytra. Refsingunni fékkst þó að lyktum breytt í sekt fyrir konungs náð, sem betur fer, því að engum nema „stokkjúrist- um“ dettur í hug að hýða skáld. Sækjandi af réttvísinnar hálfu fyrir Landsyfirrétti var Halldór Einarsson. Mál þetta tók Sigurður að vonum mjög nærri sér og flest bendir til þess, að vísan sé ort síðar. Hvað sem um þetta má ségja, þá má það sannarlega kallast gráglettni örlaganna, að þvílíkur hrakbiðill og Halldór piparsveinn í Höfn skyldi þurfa að rekast í það erindi að koma tvíkvænismanni undir vönd réttvísinnar. Ýmis sérstæð sakarefni hefur rekið á fjör- ur Halldórs svo sem afar nákvæmar skýrslu- tökur hans um ferðir Sölva Helgasonar, þ. á m. um gmnsama meðferð hans á kaffí- ketilsloki í Stóra-Botni. Reisupassamál Sölva sætti dómi í annarri lögsögu, en það krafðist alls þess rannsóknarafls, sem rétt- vísin hafði yfir að ráða, enda var þjóðfélagið svo veikburða, að það þoldi ekki þrýstinginn af einum listmálara. Eins og ýjað hefur verið að kvæntist Halldór aldrei og eignaðist ekki afkomend- ur. Af kvonbænum hans er hins vegar allnokkur saga, sem ekki verður sögð hér. Þess skal þó getið, að hann lagði hug á dóttur Stefáns amtmanns Stephensens og þótti seilast nokkuð hátt. Ekki var Halldór tekinn gildur, enda var ætt konunnar mjög upphafin svo sem kunnugt er. Bám þrálátar kvonbænir hans ekki árangur og var konan gefín náfrænda sínum. Víðar fór Halldór bónorðsfarir, en hafði ekki erindi sem erf- iði. Fyrir búi hans innan stokks stóð Helga Bjamadóttir, ættuð úr Eyjafirði. Ekki varð Halldór langlífur. Hann hafði alla ævi verið heilsugóður, en sumarið 1846 tók hann mikla vanheilsu, þó ekki þá mann- skæðu mislinga, sem þá gengu og felldu m.a. Sigurð Breiðfjörð seint í júlímánuði. Halldór andaðist 22. nóvember 1846 úr taugaveiki, sem geisaði um þessar mundir, m.a. með nokkm mannfalli í Latínuskólan- um fyrsta vetur skólans í Reykjavík í nýjum húsakynnum þar. Jarðarför Halldórs fór fram 3. desember 1846 að Melum. Jarðsöng Melaklerkur, síra Jakob Finnbogason, og framflutti líkræðu, flúraða guðfræði, sem enn er til í handriti hans. í Reykjavíkurpóstinum segir svo m.a. í minningu um Halldór: „Það getur verið að eftirmaður hans verði meiri gáfumaður og íhlutunarmeiri um sumt hvað, en í stillingu, jafnlyndi og köllunarrækt verður hann trauðlega honum fremri." Íhlutunarlítill og deigur í almennum málum og hvatningum þótti Jóni Péturssyni Halldór hafa verið og víkur að því í bréfi til nafna síns Sigurðsson- ar, dags. 3. febrúar 1847. Kveðst hann jafnframt í bréfínu ætla að fara að sækja um Borgarfjarðarsýslu og fékk hana vorið 1847, en um veturinn hafði Þórður Guð: mundsson verið settur sýslumaður þar. I Sýslumannaævum er dálítil lýsing á ytra útliti Halldórs. Þar segir svo: „Hann var fullkominn meðalmaður á vöxt, en varð snemma ellilegur í andlitsfalli, þó annars ekki ófríður, nokkuð ljósleitur með jarpt hár.“ (Ekki þykir ástæða til þess að eyða plássi í birtingu skrár yfir heimildir, sem stuðst hefur verið við, enda er hér nánast um stutt ágrip efnisins að ræða. Heimildir em fjöl- margar og flestallar prentaðar.) Höfundur er lögfraeðingur í Reykjavik. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. JANÚAR 1987 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.