Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Síða 12
Ljósmynd: Magnús Ólafsson. Ljósmyndasafnið Laugavegur á móts við Vatnsstíg fyrir 1920. Til hægri er Lauguvegur 33, eign Jóns Bjamasonar kaupmanns. Það stendur enn og hefur verið múrhúðað. Næst þvi er stórhýsi Jónatans Þorsteinssonar sem brann til kaldra kola 26.júlí 1920. Þar er nú Alþýðubankinn. Til vinstri er Laugavegur 30 sem Bjami Jónsson snikkari (sá sem Bjarnaborg er kennd við) reisti árið 1907. Það stendur enn. Litli steinbærinn næst því er Guðnabær sem löngu er horfinn. Brynjólfs Fjölnismanns. I lýsingu sinni á Reykjavík um aldamótin segir Benedikt Gröndal um húsið: „ ... og gefur þá að líta hús háyfírdóm- ara Jóns Péturssonar; þar býr nú ekkja hans, frú Sigþrúður, og tveir synir hennar, Sturla kaupmaður og Friðrik, cand. theol.; hafa þeir prýtt húsið mjög bæði utan og innan með dýrindis málverkum og ýmsu skrauti, en í hallanum þar fyrir neðan fagur aldingarður, skrýddur mörgum tegundum fagurra blóma og jurtagróða;... Sá garður er einna skrautlegastur og þægilegastur allra garða hér, því að jafnvel þótt hann liggi þétt við veginn, þá er hann samt út af fyrir sig, með því líka allhár gijótgarður skýlir honum við veginum, og má þar njóta friðar og kyrrðar, þótt sífelld umferð sé á veginum af fótgangandi og ríðandi mönnum, eða þá vögnum." Ilmandi skrautgarður háyfírdómarans er nú að sjálfsögðu farinn veg allrar veraldar en þess skal getið að grjótgarðurinn var upphaflega hluti af túngarðinum um Amar- hólstún. I byggingarskjölum er þess getið að húsið sé reist í suðurhluta túnsins. Beint á móti húsinu nr. 1 reisti árið 1886 annar virðulegur borgari, Halldór Þórðarson bókbindari, eitt vandaðasta hús Reykjavíkur í bæjarstæði Hólshúss. Hann kallaði það Maríuminni í höfuð konu sinnar. Þetta hús stendur enn og er nr. 2 og er kjötverslun Tómasar búin að vera þar mestalla þessa öld í kjallaranum. Halldór bókbindari var forstjóri Félagsprestsmiðjunnar 1890—1915 en hún var þá til húsa við hliðina, á Lauga- vegi 4. Seinna eignaðist annar bókbindari það hús og rak þar eina af þekktustu bóka- verslunum bæjarins. Hann hét Ársæll Ámason. „Rauða herbergið hans Rúts 44 Sitthvað um Laugaveg fyrr og síðar Jón Engilberts var settur í læri til Finnboga Rúts, sem átti heima á baklóð Fálkans og hefur Jóhannes Helgi eftir Jóni, að Rútur hafi verið þrællesinn í heimspeki; hann hafði um sig hirð í húsinu og stundaði margvíslegt kukl á kvöldin; var eiginlega Galdra Loftur hinn nýi. eftir Guðjón Friðriksson augavegur var framan af öldinni lang fjölmenn- asta gatan í Reykjavík, enda bæði langur og ennfremur mátti heita að tvöföld röð húsa væri beggja megin; framhús og bakhús. Árið 1901 bjuggu 717 manns við Laugaveg næstfjölmennasta gata þá var Bergstaða- stræti með 354 íbúa. Hámarki náði íbúa- fjöldinn við Laugaveg árið 1929 en þá bjuggu við hann 2392 íbúar. Þá var Hverfís- gatan komin í annað sæti með 1501 íbúa. Nú búa innan við 500 manns við Laugaveg og eru þó mörg húsin mun stærri en fyrir hálfri öld. Hér verður stiklað á stóru um hús og fólk við Laugaveg. Áður en Laugavegur var lagður árið 1885 vom fáein kotbýli á þessum slóðum fyrir innan bæ. Áður hefur verið minnst á Vega- mót (nr. 18 og 20 og þar fyrir ofan) en norðan við veginn, sem síðar kom, var torf- bæjarþyrping sem kölluð var einu nafni Kasthús (nr. 27 og þar í grennd). Á árunum 1845—1870 risu ennfremur nokkur hús neðst við Laugaveginn sem þá var kallaður Vegamótastígur. Þessi hús báru ýmis nöfn svo sem Hólshús eða Snússa stundum Enni eða Litlibær (nr. 2), Gata, Friðrikshús eða Smiðja (nr. 3), Pétur Bjeringshús (nr. 6) og Smiðjuholt (nr. 8). Hús Háyfirdómarans Eitt fyrsta timburhúsið sem reist var við þennan veg stendur með góðum blóma og er enn með sínu upprunalega lagi. Það er nr. 1 og hýsir nú verslunina Vísi, Skóbúð Reykjavíkur og Bókina. Það var byggt árið 1848 af þýsk/danska snikkaranum Ahrenz sem ílentist í Reykjavík og bjó þar til dauða- dags. Hann var afí Einars Erlendssonar húsameistara. Þetta hús var lengi eitt af virðulegustu húsum Reykjavíkur og bjó þar en seinni hluta 19. aldar einn af æðstu embætt- ismönnum þjóðarinnar, Jón Pétursson háyfírdómari, bróðir Péturs biskups og SÍÐASTA HÚSIÐ MEÐ HLÓÐIR Ekki verður hér farið í að telja upp alla íbúa Laugavegs en á nr. 3 bjó á síðustu öld og fram á þessa jámsmiðurinn og tónlistar- frömuðurinn Jónas Helgason. Húsið kvað hann hafa verið það síðasta í Reykjavík sem var með hlóðir í eldhúsi. Núverandi hús lét Andrés Andrésson klæðskeri reisa en það teiknaði Guðjón Samúelsson. Því miður hef- ur það verið skemmt nokkuð með útlits- breytingum. Á Laugavegi 5 verslaði m.a. Þorsteinn Manberg pantsali (fyrsti veðlánarinn í Reykjavík), hann var afí Sveins Einarssonar fv. Þjóðleikhússtjóra. Lága húsið var reist af Guðmundi Jónssyni snikkara og þar er Stefanía Guðmundsdóttir, leikkonan fræga, dóttir hans, fædd. Guðmundur seldi húsið árið 1878 Pétri Biering og er það enn í eigu Biering-ættarinnar. Áður hefur verið minnst á Bensa Þór á nr. 7 en í Smiðjuholti á nr. 8 bjó á síðustu öld Lúðvík Alexíusson, faðir Lárusar G., skókaupamanns. Seinna bjó í bænum sérkennilegur maður sem hét Jónas Jónsson og var þinghúsvörður. Hann orti gamanbragi úr bæjarlífínu og kallaði sig þá Plausor. Þegar bæjarstjómarkosningar 1908 stóðu fyrir dymm, en þá höfðu konur í fyrsta sinn kjörgengi og kosningarétt, orti Jónas: Úti á veraldar yzta hala erum vér stödd I nýrri borg. Og saman skulum sauðum smala, er safnast hér um Víkur torg. Gaman er að ganga um féð, gimbramar þegar fylgjast með. Morgunblaðið/Sverrir Bakhús við Sandholtsbakarí á Laugavegi 36. Húsið stóð áður frammi við götuna en var flutt á baklóðina 1925 og sett á háan kjallara sem það hafði ekki verið áður. Þetta hús átti Torfhildur Hólm skáldkona og bjó í því 1898—1910. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.