Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1987, Page 10
Gelaey Kirkland - eiturlyf og beinþynning á glæstri framabraut ballettdans-
meyjar.
HARMSAGA
GELSEY
KIRKLAND
Fimmtán ára að aldri hafði Gelsey Kirkland tek-
ist það, sem þúsundir kornungra stúlkna
dreymir um: Hún var ráðin við New York City
Ballet og fékk að dansa þar hlutverk plómudís-
arinnar í „Hnetubrjótnum“ eftir Tsjaikovsky.
Skúlptúr: Þröng. Er á sýningu í Þýska-
landi. (Sigrún, 1987.)
Eins gott fyrir menn að vera ekki með neinn
brussugang á slíkum stað.
Hér hafa þau hugsað sér að vera með
helgargallerí í framtíðinni og bjóða fólki að
koma sem áhuga hefur á list þeirra. Undan-
farin ár hefur það þó alltaf verið siður hjá
þeim að halda jólabasar fyrstu helgina í des-
ember, þar sem þau selja lítt gallaða glermuni
og ætla þau að halda þeim sið áfram.
En hver hefur þróunin verið í Bergvík
síðustu fímm árin?
„Þegar við byijuðum var ég ein að blása
því Saren var að kenna I Myndlista- og handí-
ðaskólanum," segir Sigrún. „Það má segja
að hálfgerður tómstundabragur hafí verið á
þessu í fyrstu. Glasið varð til á staðnum og
ýmsar hömlur voru á handverkinu, enda fer
ég oft hjá mér þegar ég sé fyrstu glösin sem
ég gerði, en ég hugga þó fólk með því að
segja að þetta séu fyrstu glösin sem fram-
leidd voru á íslandi. Aður þróaðist varan um
leið og hún var framleidd, en núna er ekkert
glas sett á markaðinn nema það hafí einnig
verið þróað á pappímum áður. Hugarfars-
breytingin verður um leið og tæknin og
handverkið er orðið aukaatriði. Þegar hugur-
inn er óháður handverkshömlum þá flýgur
hann áfram og hægt er að skapa hluti sem
ekki var mögulegt áður. Hugmynd kemst
aðeins til skila ef efni og handverk eru í lagi.“
Nytjamunimir, glös og önnur ílát, eru
þeirra daglega lifíbrauð. Frá átta á morgn-
ana til fjögur á daginn vinna þau við að
framleiða flát sem búið er að hanna, en nú
eru þau með 34 mismunandi vörunúmer.
Þess má geta til gamans, að þegar Holme-
gaard-glerverksmiðjan í Danmörku framleið-
ir af einni glasategund um 700 glös á ári
þá framleiða þau Sigrún og Seren af einni
tegund um 200—300 á ári. Það verður því
aldrei um flöldaframleiðslu hjá þeim að ræða
og fráleitt að líkja þeirra verkstæði við stór-
ar erlendar verksmiðjur.
Að Lifa Af List Sinni
En þau anna ekki eftirspum. „Fólk hefur
tekið okkur ákaflega vel og við höfum aldrei
mætt mótspymu, einungis velvilja og stuðn-
ingi. fslendingar eru líka svo sérstakir,
se'nnilega er sú þjóð ekki til sem kaupir jafn-
mikið af frummyndum og þeir. Og fólkið
vill meira en gler. Stundum getur það bæði
verið gott og slæmt að vera í svona nánum
tengslum við viðskiptavininn. Við erum svona
eins og kaupmaðurinn á hominu. Það kemur
fyrir að fólk verði óánægt ef við tökum ein-
hveija ákveðna glasategund úr framleiðslu,
því margir safna glösum okkar og kaupa
kannski bara eitt i einu, en yfirleitt hefíir
þó fólk sýnt skilning á því að verkstæði eins
og okkar þarf að þróast. Hins vegar getur
það líka verið gott að hafa viðskiptavinina
svona nálægt sér, því það er ekki svo sjald-
an, sem þeir koma með ábendingar og
athugasemdir, sem við síðan höfum notfært
okkur. í rauninni erum við sérréttindafólk,
því við getum selt vöru okkar og þar með
lifað af list okkar. En það er meira en hægt
er að segja um marga erlenda glerlistamenn."
Breytingar í Bergvík
Eftir hinn venjulega vinnutíma tekur svo
hin ftjálsa listsköpun við. Þá vinna þau við
skúlptúra sina og myndvasa, sem þau hafa
fengið viðurkenningar fyrir, ekki síður en
fyrir nytjamuni sfna.
Þau hjónin hafa haldið fjölda sýninga á
munum sínum, en þann 9. september sl. var
þeirra fyrsta sameiginlega einkasýning er-
lendis opnuð í Bremen í Vestur-Þýskalandi.
En þetta er röð sýninga og verður sú næsta
haldin í Brussel, síðan í Rheinbach og að
lokum í Miinchen. Sýningin í Rheinbach verð-
ur i listasafninu þar og mun sendiherrann i
Bonn opna þá sýningu.
Karöflur: Gerðar fyrir karöflusýningu
i Gallerí Langbrók.
(Sigrún og Soren, 1983.)
Byijunin: Glösin sem fóru fyrst í fram-
leiðslu. (Sigrún og Seren, 1982.)
„Þetta sýningarátak er mjög örvandi því
það ýtir undir ftjálsari listsköpun og opnar
nýjar leiðir. Við vonumst til að geta leikið
okkar meir með ftjálsar tilraunir í framtíð-
inni," segja þau Sigrún og Seren.
En það er fleira að gerast hjá glerlista-
mönnunum í Bergvík. Þau eru nú að eignast
sitt óskaverkstæði, eins og þau segja. Hingað
til hafa þau kynt ofnana með olíu og í blaða-
viðtali fyrir fímm árum lét Seren svo um
mælt, að ef þau hefðu ætlað að láta ofnana
ganga eingöngu fyrir rafmagni, þá hefði það
orðið ansi kostnaðarsamt, nógur var víst
kostnaðurinn fyrir. „Því lögmál glersins er
mikil framleiðsa og mikill kostnaður."
En draumar rætast alltaf hjá dugmiklu
fólki. Á miðju gólfi verkstæðisins stendur
nú rafmagnsofninn og verður tekinn í notkun
um áramótin. „Rafmagnsofninn mun gefa
betri bræðslu og þar af leiðandi betra eftii
og efnið skiptir jafnmiklu máli og hugmynd-
in,“ segir Soren. „Hávaðinn frá olfudælunni
mun nú hverfa og þetta verður eins og í
gamla daga þegar ofiiamir voru kyntir með
kolum og viði. En þetta fyrsta flokks tæki
kostar eina og hálfa milljón. Það er mikil
flárfesting, svo nú er að duga eða drepast."
Börnin Betri
í Skíðabrekkunum
Sennilega fer nú að læðast sá grunur að
mönnum að þessi ungu hjón unni sér engrar
hvfldar, skyldu þau kannski aldrei þurfa að
sofa eins og aðrir?
„Ojú, ætli það ekki,“ ansar Sigrún bros-
andi, „en satt er það, að stundum höfum við
þurft að vinna nótt og dag því við erum með
dýr framleiðslutæki og eftirspum er mikil.
Það hefur stöku sinnum flögrað að mér,
svona þegar mest gengur á, hversu notalegt
það væri nú að vinna á fínum kontór þar sem
blóm em í vösum og svona lágvær músík,
en sú hugmynd er alltaf fljót að gufa upp.“
Saren segir ekkert, en brosir í kampinn,
kannast greinilga við hugmyndina.
En hvað með flölskyldulífíð og bömin?
Hvemig hafa þau tekið þessum langa vinnu-
tíma pabba og mömmu?
„Þau hafa verið alveg einstök, alltaf sýnt
okkur þolinmæði og virt okkar vinnutíma.
En við rejmum að vera eins mikið saman og
við getum. Fyrir tveim árum eða svo fómm
við að fara á skíði með þeim og eftir að við
tókum okkur einn frídag í viku, en það höfum
við gert siðan haustið ’86, þá fömm við reglu-
lega á skíði á vetuma. Krakkamir em
auðvitað miklu betri en við i íþróttinni. Mart-
in, sem er 14 ára, er farinn að keppa á
skíðum og dóttirin Lóa, sem er ári eldri,
æfir nú stíft með bróður sínum, svo hver
veit nema hún fari einnig sfðar í keppni."
Þau sem sagt stinga ykkur af í brekkun-
um?
„Já, það er víst, en þetta em afskaplega
skemmtilegar stundir sem við eigum saman
á skíðum og við emm alsæl og svo þægilega
þreytt þegar við komum heim, stundum seint
á laugardagskvöldum.
Við yfírgefum „himnariki" og fömm aftur
niður í hitann á verkstæðinu. „Langar þig
ekki til að sjá inn í ofninn?" spyr Seren, og
opnar þennan 1300 gráðu heita ofn, sem
orkar beinlínis ógnvekjandi á ókunnugan og
dregur máttinn úr hnjáliðunum. „Já, nú sérðu
inn í helvíti," segir Sigrún sposk.
Og svo standa þau grafkyrr eitt andartak
og horfa með ástúð inn í logann.
Hún komst á hátindinn í
ballettheiminum, dansaði
með Baryshnikov og varð
ástkona hans og gerði
allt til að mæta
ómennskum kröfum um
fullkomnun: Svelti sig, lét
breyta útliti sínu en fór
svo að neyta kókaíns og
þá var þess skammt að
bíða að hún hrapaði niður
af tindinum.
Eftir LAURU SAPHIRO
Þegar hún var orðin 28 ára hafði hún um
langan tíma verið ein allra frægasta og
dáðasta balletdansmey Bandaríkjanna. Hún
var líka eiturlyfjaneytandi. En núna hafa
velflestir aðdáendur hennar auðvitað þegar
lesið um eiturlyfjaneyslu fólks, sem verið
hefur í sviðsljósinu í öllum mögulegum
greinum: Rokkstjömumar deyja rétt rúm-
lega tvítugar, frægur skopleikari venur sig
á amfetamín; dánarorsök hans köfnun. Einn
besti homaboltaleikmaður í einu háskólaliði
Bandaríkjanna deyr af völdum of stórs
skammts af kókaíni. Og nú er röðin komin
að heimi listdansaranna, þar sem glæstar
tálsýnir virðast vera alveg jafti haldlausar
og hættan leynist við hvert fótmál.
Frami,HvaðSem
HannKostar
Frásögn Gelsey Kirkland í bókinni „Danc-
ing On My Grave“ („Dansað á eigin gröf“)
er annað og meira en saga eiturlyfj aneytanda
— hún er um leið greinileg aðvörun til ann-
arra. Bókin fjallar ekki síst um átök milli
framagimi ungrar stúlku og bamslegra við-
horfa hennar og það í heimi listdansins, þar
sem enginn hefur ráð á því að misstíga sig
hið minnsta.
í okkar augum eru listdansarar eiginlega
fullkomið tákn þeirrar þráhyggju nútíma-
manna er varðar lýtalausan og fagurskapað-
an líkama. En þessar dansandi mannverur,
sem birtast okkur i glæsilegu stökki fram á
sviðsvænginn, enda oft á tíðum lokaðar inni
í búri sjálfsefasemda, fljótvirkra megrunar-
kúra, tíu tíma vinnudags og miskunnarlauss
spegils. Einmitt af því að sannir listdansarar
eru svo heillaðir af því að fá að dansa eru
þeir vísir til að gera hvað sem er til þess að
geta haldið áfram að koma fram á sviði —
þeir grípa jafnvel til þess að reyna að ljúga
að sínum eigin líkama.
Sem táningur fór Gelsey Kirkland að láta
betmmbæta likama sinn með því að stækka
bijóstin og gera varimar þrýstnari og stút-