Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1988, Page 12
VINNANERSVO
FRJÓSÖM
Rætt við SIGURÐ
ÞÓRI myndlistarmann,
sem opnar í dag stóra
einkasýningu á
Kjarvalsstöðum
eftir KRISTÍNU
ÓMARSDÓTTUR
Myndir Sigurðar Þóris eru stórar, þá er ekki
bara verið að mæla þær með málbandi eða
tommustokk. Hann málar fólk. Manneskjur
í nærmynd. Og þessar manneskjur standa
svo sannarlega nálægt þér þaðan sem þær
blasa við þér, af veggnum. Líka þó stundum
standi þær eins og í draumi.
Þar má sjá konuna sem á ekkert nema
stólinn ... og faðmlagið að degi til sem eins
gæti verið nótt... tvær uppstilitar mann-
eskjur, líklega á vormorgni; önnur einarð-
leg, hina dreymir, önnur heldur á, hin er í
faðmi.
Seglskúta og maður sem lítur til him-
ins ... fjólublár veggur... von í augum ...
hann leitar, hún hikar . . .
Þar má sjá...
Við keyrum í bíl og Esjan rís meira en
hvít uppúr djúpbláum sjó. Sólin skín á
sunnudegi og fjarlægðin er gulllituð.
— Það vantar ekki fegurðina, segir hann.
— Svo sannarlega ekki, segi ég.
Gatan er „strandvejen" þangað til komið
er að flöngum lágreistum pakkhúsum, og
inní hverfí slíkra húsa þarsem hurðimar eru
bflskúrshurðir og grýlukertin glær og mikið
stærri en heima, keyrum við og stoppum.
— Hér var einu sinni næturklúbbur, seg-
ir hann, áður fiskverkunarhús. Ég er í gamla
aðgerðarsalnum.
— Aðgerðarsalnum?
Framhjá stöflum. af kökkenrúllum, upp
mjóan stiga, komum við inní vinnustofu
Sigurðar Þóris myndlistarmanns.
»— Hvaðan ertu?
— Ég er Reykvíkingur í húð og hár og
alinn þar upp. Að vfsu var ég alltaf í sveit
á sumrin og kynntist eiginlega tveimur
heimum, bænum og sveitinni. Ég náði í
skottið á því að sitja á gamalli rakstrarvél
með hesti fyrir.
Ég var alltaf teiknandi sem strákur og
unglingur sá ég Kjarvalssýningu sem verk-
aði mjög sterkt á mig. En það tók mig
nokkur ár að safna kjarki til að þora að
fara inní Myndlista- og handíðaskólann. Ég
hélt hann væri yfírfullur af snillingum. Ég
bytjaði þar tvítugur.
Eg var í skólanum i tvo vetur, kenndi í
Þorlákshöfn ■ aðra tvo, fór þá til Kaup-
mannahafnar og var þar í listaakademíunni
í rúm fjögur ár.
Fyrsta veturinn þar stóð ég og teiknaði
módel frá níu til fímm. Það var rosalega
góður skóli fyrir mig. Bara módel og aftur
módel. Síðan var ég í grafík. En allan tímann
þama úti var ég líka með vinnustofu með
Ameríkana og þar málaði ég. í skólanum
málaði ég aldrei neitt.
Sigurður Þórir í vinnustofu sinni við
Kleppsmýrarveg.